Tíminn - 30.03.1980, Qupperneq 8

Tíminn - 30.03.1980, Qupperneq 8
8 Sunnudagur 30. mars 1980 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurbsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Óiafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i iausasölu kr. 230.- Áskriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. ^__________________________________ Blaöaprent. ^ f Verðum að fylgjast með r Nútimaatvinnulif þarf á þvi að halda að stöðugt séu gerðar tilraunir með nýjar framleiðsluaðferðir, vörur og markaði. Það er tómt mál að tala um nokkra kyrrstöðu i þeim efnum. Kyrrstaða er sama og hnignun, afturför og tap i þeirri miklu sam- keppni sem á sér stað. 1 atvinnulifi nútimans byggjast þessar nauðsyn- legu tilraunir á rannsóknum og visindastarfi. Þessi starfsemierkostnaðarsöm og oft timafrek, og þann kostnað verður að leggja fram áður en árangur fæst. Það er ekki nóg með það, með öðrum orðum, að bókvitið verði i askana látið. Bókvitið, hugvitið, rannsóknimar, tilraunimar og fmmkvæðið er skil- yrði þess að menn standist samkeppnina, og geti náð undir sig mörkuðum og haldið forskoti sinu eða markaðarhlutdeild. Það er alveg sérstaklega brýnt að fslendingar gerisérgrein fyrir þessum einkennum atvinnulifs nútimans. Það er beinlinis ein af forsendum þess að hér verði um batnandi lifskjör og vaxandi þjóðarauð að ræða, að tekið verði myndarlega á þessum málum. Og þvi fyrr, þeim mun betra. Og það er alls ekki nóg að hið opinbera starfræki rannsóknastofnanir á sviðum atvinnuveganna. Starfræksla slikra stofnana er auðvitað óhjákvæmi- leg, en einar sér nægja þær ekki. Fyrirtækin sjálf verða að fá aðstöðu, svigrúm og hvata til þess að leggja áherslu á rannsókna-, til- rauna- og þróunarstarfsemi. Þetta verður gert með ýmsu móti, en einkum þó með þvi einfaldlega að framlög atvinnurekstrarins i þessu skyni séu undanþegin skatti og fyrirtækin geti i þeirri vissu lagt fé til hliðar i sérstaka sjóði til þess að standa undir kostnaðinum sem þessu fylgir. Hinar opinberu rannsóknastofnanir munu sjálfsagt vinna bróðurpartinn af þeim rannsóknum sem nauðsynlegar eru, en þær myndu þá geta ætlast til endurgjalds af þessu fé atvinnuveganna. Þau fram- lög sem færu til markaðarleitar og tilrauna með nýja markaði og sölu nýs varnings yrðu fyrirtækin sjálf hins vegar að greiða, a.m.k. að langmestum hluta. Slikt er aðeins eðlilegt, vegna þess að engir eru betur færir um að taka ákvarðanir um slikt en einmitt þeir sem að framleiðslu og sölu vinna. Meginatriðið i þessu efni er að menn geri sér ljóst að atvinnulif, sem ætlar að standast samkeppni og vinna sigra á markaðinum, ekki sist erlendis, verður sifellt að fylgjast með öllum hræringum og leitauppi alla möguleika og öll sibreytileg tækifæri. Meginatriðið i öðru lagi er að án þessa munu lifs- kjör versna, þjóðin mun dragast aftur úr, og það mun ekki aðeins gerast á markaði erlendis þar sem íslendingar láta til sin taka, heldur ekki siður hér innan lands, — vegna þess að aðstaða innflutnings mun þá jafnt og þétt batna á kostnað innlendrar íramleiðslu. Sjálfstæð rannsókna-, tilrauna- og þróunarstarf- semi islenskra atvinnuvega er þannig liður i þeirri efnahagslegu sjálfstæðisbaráttu sem íslendingar verða að heyja. JS Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit AÐ RÆNA STÓR- VELDI ÆRUNNI Æfing á hinum nýreista Lenlnleikvelli I olympiuþorpinu f Moskvu. I Olympíuleikahaldiö i Moskvu er um þessar mundir óráönara en nokkru sinni. A sama tima og ljóst er oröiö aö fjölmargar rikisstjórnir munu leggjast gegn þátttöku Iþróttamanna sinna, hafa olympiunefndir sömu landa lýst yfir þátttöku, eða aö minnsta kosti látiö aö þvi liggja. Eins og oft endranær hafa Bretar tekið meö hvaö mestum ákafa undir áskoranir Bandarikjamanna og bæöi rikisstjórnin breska og þingiö lagst gegn þátttöku. Hins vegar hefur breska olympíunefndin lýst þvi yfir að breskir Iþrótta- menn muni taka þátt I olympiu- leikunum i Moskvu. Nú er þaö svo, aö olympiu- nefndir eru úrskuröaraðili I þessum efnum og yfirlýsingu olymplunefndarinnar bresku hefur Thatcher svarað á þá leiö, aö allt yröi gert til aö hindra þátttöku hinna bresku iþrótta- manna. Þeir m uni ekki fá fri frá störfum vinni þeir hjá hinu opinbera, ekki verða veitt aö- stoö I sendiráöinu I Moskvu og heföbundnum f járstuöningi kippt til baka. Þaö er kald- haeönisleg staðreynd.aö eftir þvi sem rikisstjómir á Vesturlönd- um ganga lengra i þá átt aö bola Iþróttamönnum sinum frá þátt- töku I Moskvu veröa athafnir þeirra æ llkari hinum mjög svo gagnrýndu aðgerðum Sovét- manna gegn andófsmönnum þar. Einnig hefur verið bent á aöra kaldhæðnislega staðreynd. Ákvöröunin um að taka ekki þátt I Moskvuleikunum hefur verið varin á grundvelli olympiuhugsjónarinnar, nefni- lega þeirrar, aö leikarnir eigi að stuöla aö friði og alþjóðlegri samkennd og aö Afganistaninn- rásin sé i fullkominni andstöðu viö þetta takmark. Eigi aö siöur er þetta sjónarmið rangtúlkun á anda olympiuhugsjónarinnar. Hin eldforna og virta olymplu- hugsjón var aö þegar leikarnir voru haldnir lögöu striösþjóðir niöur vopnin, leikmenn voru friöhelgir, og þjóöir sem böröust á banaspjótum gerðu vopnahlé til þess aö eigast viö I kappleikj- um I Olympiuþorpinu forna. Þannig skyldi hugsjón friðarins haldið á lofti I miöjum hamför- um striösins. Þaö var lika segin saga aö þegar olympiuleikarnir lögöust af I Grikklandi til foma var þaö til marks um versnandi tima og upphafiö aö „endalok- unum”. Hvaö sem segja má um ástæöur þeirra rikja sem ætla að nota Ólympiuleika til skipu- legrar móögunar og refsiaö- geröa fer ekki hjá þvi' aö þær eru Kannski misreiknaði Kremlstjórnin sig þegar hún fór inn I Afganistan. En hefur Bandarfkjastjórn reiknað dæmið til enda...? aö brjóta á anda olympluhug- sjónarinnar. Þaö þarf mjög friöelskandi Sovétþjóö (og bandamenn hennar) til þess að mæta á olympluleikum i Los Angeles aö fjórum árum liönum takist Bandarlkjunum aö fá fjölmargar þjóöir til aö hunsa olympíuleikana i Moskvu. For- seti oly mpíunefndarinnar bandarisku hefur enda gengið svo langt aö vara viö þvi aö „viö veröum álitin svikarar við olympiuhugsjónina... og mjög liklega bera ábyrgö á eyöilegg- ingu olympiuhreyfingarinnar”. Aðvaranir hans eiga vissulega viö gild rök aö styöjast. Að þvi leyti hafa Bandarikin rétt fyrir sér, aö hunsun olympiuleikanna i Moskvu er eitthvað það versta sem þeir geta gert Kremlstjórninni. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hunsun olympiuleikanna er svo rækilega úti látin móðgun við nánast hvern einasta þegn Sovétrikjanna, aö ekkert er llk- legra (eins og i trankrisunni I Bandarlkjunum) aö hún muni styrkja Kremstjórnina i sessi I Sovétrikjunum. Þaö er mesti misskilningur aö Sovétþjóöin sé andófsmenn upp til hópa, svo galið er ekki kommúniska úpp- eldiskerfið. Og eins og hver önn- ur skapmikil þjóö mun Sovét- þjóöin líta á olympíuhunsunina sem grófa móögun og staöfest- ingu á öllu þvi illa sem Kreml- stjórnin hefur ávallt sagt um Vesturlönd, óbilgirni þeirra og ósannindi. Og þaö aö móöga stórveldi hefur ekki hingaö til kunnaö góöri lukku aö stýra eöa oröiö til aö tryggja friöinn. Olympiuhunsunin gæti hæglega orðiö afdrifarikustu mistök Carters Bandarikjaforseta — og er þá nokkuö mikiö sagt. Undirbúningur Sovétmanna á olympiuleikahaldinu er' til marks um hvprsu gifurlega þeir leggja upp úr leikunum. Olympiuþorpiömun vera-hið til- komumesta sem um ræöir i sögu olympiuleikanna og er þá mikiö sagt. Aörar framkvæmdir I byggingariönáöi hafa gjörsam- lega setið á hakanum og kostnaðurinn er oröinn gífurleg- ur, kenna jafnvel sumir honum um ýmsa efnahagsöröugleika Sovétmanna um þessar mundir. Lappaöhefur veriö upp á Rauöa torgið, Kremlmúra og ótal aðr- ar byggingar i Moskvu. Nýr flugvöllur hefur verið smíðaður viö Moskvu, neðanjaröarjárn- brautakerfiö endurbætt og stækkað. 150 nýir veitingastaöir hafa verið byggöir, 36 hótel byggð eöa endurbyggð, komiö upp fréttamiöstöö fyrir 7400 blaöamenn. Gifurleg iþrótta- mannvirki hafa veriö reist og aragrúa Sovétmanna kennd undirstöðuatriöi i' ensku og þjálfaðir til aö sinna þörfum Vesturlandabúa. t olympiu- þorpinu hafa verið reist 18 sex- tán hæða hús til aö hýsa 12700 iþróttamenn i tveggja og þriggja herbergja ibúðum. Allt olympiuþorpið er nýrisið og þar er aö finna leiksali, æfingahall- ir, þrjár sundlaugar, bókasafn, tvö kvikmyndahús og allt sem tilheyrir. Og hvarvetna má sjá tákn Moskvuleikanna, björninn Misha. Eöa eins og-einn vest- rænn fréttamaöur sagöi: „Hann hefur tekiö viö af Lenln”. Öneitanlega hafa Sovétmenn meö þessu stefnt að stórkost- legristundog nokkurri uppreisn æru meöal þjóöa heimsins. Bandarikineru hins vegar staö- ráðin I að néita þeim um þessa stund. tíuð gefi aö þau viti hvaö þau eru aö gera.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.