Tíminn - 30.03.1980, Side 9
Sunnudagur 30. mars 1980
9
Jón Sigurðsson:
Efling iðnfyrirtækjaima
skilyrði kiarabóta
Ef reyna ætti f sem fæstum
orðum aö lýsa hlutverki rikis-
valdsins i atvinnumálum i
þjóöfélagi okkar verður þaö lik-
lega best gert með orðunum aö-
hald og fyrirgreiösla. Með
þessuer átt viö það annars veg-
ar, að rfkisvaldið á að koma
fram gagnvart atvinnurekstrin-
um sem fulltrUi almennings, en
á hins vegar að stuöla að æski-
legri framvindu með aðstoð viö
fyrirtæki og atvinnuvegi.
Það sem með þessu er sagt
um hlutvérk rfkisvaldsins mið-
ast aö sjálfsögðu við þau al-
mennu skilyrði sem hérlendis
eru fyrir hendi. Meðal þessara
almennu skilyrða er öflug laun-
þegahreyfing, umfangsmikið
almannatryggingakerfi og
margvisleg samhjálp, fjölþætt
framlög opinberra aðila til at-
vinnumála og byggðaþróunar,
mismunandi rekstrarform i at-
vinnurekstri og fjölþættur sam-
vinnurekstur.
Við þessi skilyrði veröur áð
telja að mjög mikið athafna-
frelsi einstaklinga og samtaka
þeirra i atvinnulífinu sé vænlegt
til þess að skila þjóöinni mest-
um og bestum árangri, langt um
fram það sem önnur stjómkerfi
eða skipulagsform efnahagslifs
gætu veitt.
Að sama brunni ber varöandi
valfrelsi kaupenda og neytenda
um vörur og þjónustu, og um
valfrelsi manna til þess aö kjósa
sér starfsvettvang og búsetu.
Frjáls
markaður
Á þvi leikur þannig tæplega
nokkur minnsti vafi að frjáls
markaður á sem flestum svið-
um er hentasta og árangursrík-
asta ástand efnahags- og at-
vinnumáía, meö þeim nauösyn-
legu skilyröum sem félagsleg
sjónarmiö og menningarleg
markmið setja. Sem dæmi má
nefna að auðvitað fer best á þvi
að mismunandi rekstrarform
sitji viö sama borð og njóti
sama réttar. Þannig er ekki vafi
á því að samvinnureksturinn
sýnir kosti sina best með þvi að
starfa í jafnrétti við hlið ann-
arra rekstrarforma og opin-
.bera yfirburði sina þannig i
verki.
En þess veröur að sjálfsögðu
að gæta að hinn frjálsi markað-
ur leysir ekki öll vandamál eða
viöfangsefni sem menn kunna
að vilja beita sér fyrir. Þannig
er það I sjálfu sér ekki hlutverk
hins frjálsa markaðar að leysa
öll menningarleg, þjóðernisleg
eða félagsleg viðfangsefni.
Þessi viðfangsefni verða þvi
leyst með þeim hætti að mark-
aðinum eru sett skilyröi, ýmist
með stjórnvaldsathöfnum eða
samningum.
Og ekki verður annað séð en
allar aðstæður séu þegar fyrir
hendi i samfélagi okkar til þess
að frjáls markaður geti skilað
þjóðinni mjög miklum árangri.
Þau formsatriði eöa skipulags-
atriði virðast vera mjög fá sem
leysa þarf þess vegna.
Tökum nýtt mið
A hinn bóginn hefur okkur
ekki tekist aö tryggja það að
rikisvaldið leysi hið tviþætta
hlutverk sitt gangvart atvinnu-
lifinu, og meöan svo er verður
ekki talaðum skilyrtan frjálsan
markað i Islensku atvinnulifi.
Annars vegar eru afskipti rikis-
valdsins allt of mikil, nefnda-
farganið allt of þungbært og til-
lit til markaðaraðstæðna og
arösemi allt of lltið, en mismun-
un milli atvinnugreina veruleg.
Hins vegar hefur rikisvaldið
meö þessu tekiö i' sinar hendur
fjölmargar ákvarðanir sem
arrar áttar. Þetta veröur vita-
skuld ekki gert i einu vetfangi,
einkum ekki meðan öllu þarf að
halda í járnum vegna veröbólg-
unnar. En þrátt fyrir aö aögerð-
að sveigja áhersluna frá sjávar-
útvegi og landbúnaði að iðnþró-
uninni á næstu árum, ef við ætl-
um ekki að verða fyrir alvar-
legu áfalli. En til þess að iðn-
1
Snjór, vatn og vindur myndar oft skemmtilegt landslag vlða á iandinu. Þessa mynd tók ljósmyndari
Timans á tsafirði Guðmundur Sveinsson viö vindgjá f Buná sem rennur niöur Seljalandsdal um
Tunguskóg. Tímamynd Guömundur Sveinsson.
betur væru i höndum atvinnu-
veganna, svo sem um áhættu,
verðlagningu, fjármögnun og
fleira. Af þessu leiðir siðan ó-
hjákvæmilega allt of mikla
samþættingu hagsmuna rikis-
valdsins og atvinnurekstrarins,
þar sem rlkisvaldið byrjar á þvi
aö hindra atvinnulifið i arðsemi
og þróun, en veröur þar á eftir
að taka á sjálft sig kostnaö og
fyrirhöfn af þvi að bjarga at-
vinnuvegunum úr kröggum.
Einhvern tima kann að hafa
verið ráörúm til að bú a við
þetta „kerfi”. En sá timi er liö-
inn. Nú er það orðið mjög brýnt
aö undiö verði ofan af þessu
„bákni” og miö tekið til ann-
irhennar vegna hljóti að kalla á
talsverð opinber afskipti um
skeið, getur þjóöin ekki lengur
frestað marktækum áföngum i
átt til frjálsara athafnalifs og
meiri eflingar atvinnurekstrar-
ins nema það kosti varanlega
kjaraskerðingu og stöðnun.
Tímamót
Það sem viö er átt með þess-
um orðum er i framkvæmd um
fram alltfólgiö i þvi aö við verð-
umaöleggjaáhersluá iönaðinn
fram yfir aörar atvinnugreinar
á komandi árum. Við verðum
menn og málefni
þróun geti átt sér staö þarf
rikisvaldiö einmitt að hætta að
hlutast tilum málefni sem betur
eru komin I höndum annarra og
hefjast handa um aö gæta
þeirra þátta sem betur veröur
sinnt i höndum þess.
Um siöustu áramót uröu þau
timamót i islenskum at-
vinnumálum, að „aðlögun” aö
aðildinni að EFTA og við-
skiptasamningi við Efnahags-
bandalagiö lauk. Þar meö hefur
Island veriö opnað fyllilega
fyrir erlendum vamingi i beinni
samkeppni viö innlenda fram-
leiöslu. A sama tima eiga
Islendingar i haröri samkeppni
á markaöi erlendis við erlenda
aðila, en eins og allir vita er út-
flutningsframleiðslan og árang-
urinn á markaöi erlendis skil-
yrði lifskjara þjóðarinnar.
Á slöustu árum hefur fleira
fólk flutst af landi brott en nem-
ur þeim fjölda semkomið hefur
aftur til landsins frá útlöndum.
Þessi þróun ber þvi vitni, að
ekki sé allt meö felldu um lifs-
kjaraþróun og atvinnutækifæri
eða fjölbreytni i atvinnulifinu.
Við veröum m.ö.o. að álykta, að
aðlögunartiminn hafi ekki veriö
notaður sem skyldi, a.m.k. ekki
nægilega.
Grettistak
Og nú stöndum við frammi
fyrir þvi aö verða aö bregöast
við þessum vanda. Vaxtar-
möguleikar hefðbundins land-
búnaðar og sjávarútvegar eru
ekki fyrir hendi eins og sakir
standa, og aðeins iðnaðurinn
getur tekið við vaxandi mann-
fjölda og staðið undir batnandi
lifskjörum með alhliða þróun,
eflingu og vexti.
Með þessu er ekki átt við þaö
að stóriöja enn og aftur muni
leysa þjóöina úr álögum. Þvert
á móti þurfum við alhliöa iön-
þróun, hvers kyns framleiðslu-
iðnað og þjónustuiðnað eftir
þörfum, smáfyrirtæki og
meöalstór, þótt þvi sé ekki
gleymt heldur að stóriðjan eyk-
ur á fjölbreytnina, nýtir vax-
andi orkuöflun og greiðir fyrir
virkjanaframvkæmdum og elur
af sér önnur fyrirtæki i verk-
takastarfsemi, þjónustu og sér-
verkefnum.
Þessi fjölbreytilega þróun
iðnaöar verður ekki séð fyrir I
einstökum atriöum. Hún veröur
aldreiskipulögð aö ofan, og ekki
veröur heldur nokkru sinni á
skrifstofum rikisins ráðið ráð-
um um framleiðni og nýjungar
svo aö nokkurt vit veröi i. Meö
aðhaldi og fyrirgreiðslu rikis-
vaidsins, og öðrum skilyrðum
sem áöur voru nefnd, er þaö
frjáls markaöur einn sem
megnar aö lyfta þessu Grettis-
taki.
Framleiðslan
grundvöllur
afkomunnar
En til þess þarf mjög marg-
þættar aðgerðir. Það veröur t.d.
að jafna lánakjör atvinnuveg-
anna til þess aö fjármagniö leiti
fremur þangað sem nægileg
arðsemi er fyrir hendi. Þaö
veröur að miða þróun gengis- og
gjaldeyrismála viö iönaðinn
ekki siður en aðra atvinnuvegi.
Það veröur aö tryggja iðnaðin-
um jafnrétti á við innflutning
með þvi aö greiða fyrirtækjun-
um jafnharðan aftur uppsafnað-
an söluskatt eða leyfa þeim að
skuldajafna við rikið, til móts
við álagöar greiðslur fyrirtækj-
anna sjálfra. Það verður að
fella niöur öll innflutningsgjöld
af aðföngum og vélabúnaöi og
létta öllum sköttum af þeim
hluta hagnaðar sem rennur til
tilrauna, markaöarleitar, rann-
sókna og þróunarmála. Atak
þarf aögera i menntunarmálum
iönaðarins og hvetja fyrirtækin
til hagræðingar og nýtni með
þviaðþaufinni þaö sjálf að þau
hagnast á aukinni framleiöni.
Með opnum fjármagnsmarkaði
þarf að hvetja almenning til aö
veita sparifé milliliöalaust til
atvinnulifsins.
Ýmislegt fleira má minna á I
þessu sambandi, en aöalatriði
er aö batnandi llfskjör aukins
mannfjölda í landinu, fjöl-
breyttara atvinnulif og grósku-
meira þjóðlif yfirleitt eru undir
þvi komin að atvinnuvegirnir
beri sig, geti aukiö umsvif sin og
veitt vaxandi lifsgæðum út um
allt samfélagiö.
Framieiöslan er grundvöllur
afkomunnar, og grundvöllur
batnandi afkomu nú er iönþró-
un, hressileg efling islenskra
iðnfyrirtækja.
JS