Tíminn - 30.03.1980, Side 17
Sunnudagur 30. mars 1980
25
flokksstarfið
Þorlákshöfn — Nágrenni
Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráA-
herra veröur frummælandi á almennum fundi i
Félagsheimílinu Þoriákshöfn miövikudaginn 2.
april kl. 21.
Framsóknarfélag Þorlákshafnar og ölfus.
Þoriákshöfn — ölfus
Aöalfundur Framsóknarfélags Þorlákshafnar og ölfus veröur hald-
inn í Félagsheimilinu Þorlákshöfn sunnudaginn 30. mars kl. 14.
' Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. önnur mál. Stjórnin.
Félagar fjölmenniö.
Fundur um málefni aldraðra,
á vegum fuiltrúaráös Fram«óknarfélaganna í Reykjavfk þriöjudag-
inn 1. april kl. 20.30 aö Rauöarárstíg 18.
Fundarefni: A aö breyta starfsaldursmörkunum?
Frummælendur:
Þór Haildórsson, yfirlæknir, sem fjallar um öldrunarsjúkdóma.
Gunnlaugur Sigmundsson, deildarstjóri, sem fjallar um Verklok
aldraöra og
Guöjón B. Baldvinsson, fyrrverandi deildarstjóri, sem fjallar um
Viöhorf launþegans.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Spil §
Hefuröu reynt aö meta þaö?
Nei, ég treysti mér ekki til
þess. Þaö er ákaflega erfitt aö
meta þaö, en ég veit, aö þaö er
feikiverömætt. — A þessum 22
árum, sem ég hef veriö aö
safna, hef ég náttúrlega kynnst
ýmsum söfnurum, suma hef ég
hitt og aöra hef ég skrifast á viö.
T.d. get ég nefnt til gamans, aö i
fyrra hitti ég úti i Bandarikj-
unum þann mann, sem á nú
sennilega stærsta einkaspila-
safn i heimi. Þessi maöur, Al-
bert Field, sem er nú oröinn
fulloröinn, starfaöi aö ég held
viö kennslu i flughernum hér
áöur. Hann býr alls ekki rik-
mannlega, — en spilasafn hans
er geysilega stórt, um tvö
þúsund pakkar og meira til, þvi
aö hann á svo mikiö af gömlum
spilum. Hann sagöi mér, aö
hann væri búinn aö arfleiöa
háskólabókasafn aö öllu safninu
sinu. Ég skoöaöi safniö auö-
vitaö, en þaö sem mér kom mest
á óvart heima hjá þessum mikla
safnara var, hvaö hann átti
margar myndir eftir Salvador
Dali. Þá komst ég aö þvi, aö
hann var persónulegur vinur
Salvadors Dali og var að skrifa
bók um Salvador Dali!
Mér hefur siöar dottiö i hug,
að spilin, sem Salvador Dali
teiknaöi nýlega, séu til komin
fyrir tilstilli Alberts Field. Ég
gleymdi bara alveg aö spyrja
hann um þaö. Ég á þessi spil
Dali, en þau eru seld tiltölulega
háu verði, þótt nýleg séu, þar
sem þessi ákveöni listamaður
átti hlut aö máli.
Ég á auk þess spil eftir 18
franska listamenn. Þau eru eins
ólík og listamennirnir eru
margir. Þetta er heilt mál-
verkasafn, þessi einu spil. Ég á
einnig mjög sérstæð spil eftir
frægan austuriskan listamann,
sem ég held mikiö upp á. Askjan
um þau spil var alveg stórkost-
leg og ég geymi hana eins og
aðrar öskjur niöri i kjallara hjá
mér. Þaö eru aöeins þær allra
elstu og verömætustu, sem ég
geymi uppi viö. Ég á t.d. öskju
frá 1678 undan landafræöi-
spilum, sem ég á öll og þessi
askja er úr skinni og hefur varö-
veitst nokkuö vel. Ég þori
ekkert aö hreyfa viö henni eöa
láta gera viö hana.
„Kirkjan réðst
fyrst og fremst
gegn fjárhættuspili”
Séra Ragnar Fjalar sýnir
okkur nú indversk spil, sem eru
kringlótt aöindverskri venju, en
meö frönskum sortarmerkjum.
A þau vantar hins vegar tölur,
svo aö maöur veröur aö telja
doppurnar. Hann bætir viö, að
Indverjar eigi auðvitaö sin
sortarmerki og sin mannspil.
Einnig fáum viö aö sjá dönsku
spilin, sem voru eiginlega
upphafiö aö þessu safni og svo
leiddum viö séra Ragnar aö
spáspilunum, en hann á ótal-
mörg slik. Spádómarnir voru
gjarnan skrifaöir á auöu bökin
eða táknin skýrö I pésa, sem
fylgdi spilunum. Þaö kom I ljós,
aö spádómsspilin eru blett-
óttust, enda hafa þau farið um
hendur margra örvæntingar-
fullra karla og kvenna.
„Hér á öldum áöur, segir séra
Ragnar, voru spil notuö I
tvennum tilgangi. 1 fyrsta lagi
var spilaö á þau og einnig voru
þau fræðslutæki. Þess konar spil
koma liklega fyrst fram viö hirö
Loðviks XIV Frakkakonungs.
Þaö var nú mikið spilaö viö
frönsku hirðina og til þess aö
ungi kóngurinn læröi nú eitt-
hvaö lika, var fariö aö nota
aöalhluta spilanna undir eitt-
hvert fræösluefni: landafræöi,
skjaldmerkjafræöi, sögu griska
goöfræöi, —
hvaö sem var. Ég á nú ekkert
spil frá timum Loöviks XIV, en
ég á hér þýskt landafræöispil
frá 1678. Ég á einnig reiknings-
spil fyrir börn og örlitil dúkku-
spil, svokölluö „Dollhouse
cards”, spil fyrir sjóndapurt
fólk, teiknuð af dönskum lækni,
indverskt filabeinsspil, sem er
málaö af miklum hagleik og
einnig verömætt spil, sem
málaö er á tré, — svo einhver
séu nefnd. Hin tvö siöasttöldu
voru afardýr.
Samræmist þaö trúnni aö
safna aö sér sllkum hlutum?
Þaö hafa nú fleiri sett mig I
vanda meö þessari spurningu
(hann hlær). Ég veit ekki. Þaö
er svo margt, sem hægt er aö
telja á mörkunum. — Þaö er
talaö um „adiafóra” I siö-
fræöinni og er þá notað um þaö,
sem hvorki er gott né illt, —
hvort sem slikt ástand er til eöa
ekki. Ef til vill gæti söfnun af
þessu tagi verið adiafóra. — 011
söfnun er aö minum dómi þaö aö
bjarga gömlum hlutum og sögu-
legum verömætum, sem hafa
listrænt gildi. Kaþólska kirkjan
var á sinni tiö mótfallin spilum
og kallaöi þau „Myndabók
Kölska”, eins og ég sagöi siöan,
en ég hugsa, aö þau fengju
annaö nafn nú... Kirkjan réöst
auövitaö fyrst og fremst gegn
fjárhættuspili, en viö veröum
auk þess aö setja okkur inn i
þaö, aö á þessum tima þótti ekki
gott að sitja viö spil almennt.
Þaö var timasóun. Menn áttu aö
vinna. Nú eru viðhorfin gjör-
breytt. Og viö veröum aö athuga
aö spil koma fram sem eitt
fyrsta skemmtitækið, þegar
engar skemmtanir eöa litlar
voru leyföar meöal almúga-
fólks?
„Spila eiginlega
aldrei”
Spilar þú?
Ég spila eiginlega aldrei.
Ekki þaö aö ég sé á móti spila-
mennsku, en ég hef ekki haft
verulegan áhuga á henni. Ég
var fyrir lifandi löngu I bridge-
klúbb og haföi gaman aö þvi, en
þaö lagöist niöur. Ahugi minn á
spilum er fyrst og fremst sögu-
legur og listfræöilegur. Þaö er
gaman aö eiga hluti, sem eru
sjaldgæfir, en þaö er i raun al-
gjör tilviljun, aö ég fór út I þessa
söfnun, en ekki einhverja aöra.
Og þú heldur ótrauöur áfram?
Ég er nú farinn aö draga i
land. Ég hef t.d. ekki fengiö nein
ný spil á þessu ári. Hins vegar á
ég hálfpartinn von á einum, frá
New York. — Þau eru kannske
ekki beinlinis kristileg, eru
kölluö anti-religious og eru gefin
út i Rússlandi, rétt um 1930, á
velmegtardögum Stalins. í
þessum spilum er veriö aö gera
litiö úr trúarbrögöunum. En
fyrir mig sem prest og spila-
safnara, þá þarf ég náttúrlega
aö eiga slik spil. Þau eru nokkuö
dýr og ég veit ekki enn, hvort ég
fæ þau.
Ertu búinn aö ákveöa, hver
fær spilasafniö?
Ég vildi nú helst, aö einhver
stofnun fengi þaö, frekar en þvi
yröi dreift út um hvippinn og
hvappinn, enda er ekkert slikt
safn til hér á landi. — Þetta er
sæmilega góð söluvara samt
sem áður.
Nú fæst þú viö sálgæslu m.a.
Helduröu aö tómstundarstörf
séu sálinni bráöholl?
Já, ég er ekki frá þvi. Þaö er -
gott að geta haft eitthvað i
rólegheitum út af fyrir sig. Það
er auðvitað lika gaman aö
feröast og skoöa landiö, —
maður gerir kannske allt of litiö
af þvi og þaö má segja, aö spila-
safn mitt sé of mikið fyrir mig
og of litiö fyrir fjölskylduna
(hlær). Konan min hefur ekki
brennandi áhuga á einmitt
þessu. Best væri, aö nýta tóm-
stundir sinar i þágu allrar fjöl-
skvldunnar.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
Gunnars Þórðarsonar
frá Grænumýrartungu
lngveldur Björnsdóttir,
Sigriöur Gunnarsdóttir,
Steinunn Gunnarsdóttir,
Þórður Guðmundsson
og aðrir aöstandendur.
KVERNELAND
jarðvinnslutæki
Eins og undanfarin ár eigum við oftast fyrirliggj-
andi eða útvegum með stuttum fyrirvara margar
tegundir af hinum heimskunnu Kvernelands plóg-
um og diskaherfum.
Kvernelandsverksmiðjurnar eru nú stærstu fram-
leiðendur á jarðvinnslutækjum í Norður-Evrópu.
í heimsmeistarakeppnum í plægingu hafa Kverne-
landsplógarnir alltaf skipað efstu sætin.
Síðustu forvöð að panta fyrir vorið
Upplýsingar um verð og afgreiðslu-
tíma hjá sölumönnum
SKRIFBORÐ
og margskonar
önnur húsgögn í
unglingaherbergi.
Kærkomnar
fermingargjafir
Húsgögn oss„aurland!braut „
mnrettmgar simi 86-900
UTBOÐ
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum
i smiði þrýstikúta (4 háþrýstiskiljur, 2
safngeymar og loftkútar).
Þrýstikútar skuli afhentir á timabilinu
júli, ágúst 1980. útboðsgögn verða afhent
frá og með miðvikudeginum 2. april á
verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns
Laufásvegi 12, Reykjavik og skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja að Brekkustig 36,
Ytri-Njarðvik. Tilboð verða opnuð mið-
vikudaginn 16. april 1980 kl. 2 á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja Brekkustig 36,
Ytri-Njarðvik.
Hitaveita
Suðurnesja