Tíminn - 30.03.1980, Síða 21
Sunnudagur 30. mars 1980
29
unar og úrbóta. — Var slöan sam-
þykkt eftir allmiklar umræöur, aö
fela fræöslumálastjóra og stjórn
S.I.B. að sjá svo um, að leiöbein-
ingar þessar yröu teknar saman
og prentaöar i sumar og þær
sendar til skólánna, ásamt fyrir-
mælum til kennaranna, áöur en
skólar tækju til starfa á siöast
liönu hausti.
Nokkru siöar tóku gagnfræöa-
skólakennarar eindregiö í þennan
sama streng, svo aö fastlega má
gera ráö fyrir, aö þessir æsku-
lýöskennarar þjóöarinnar, telji
hér nokkuö viö liggja.
En áriö leiö — og engar komu
leiðbeiningarnar. Og nú, þegar
komiö er fram i febrúarlok, og
ekkert heyristenn frá þeim, sem
þetta var faliö, get ég ekki stillt
mig aö stinga niöur penna. Meö
þvihef égeinkum tvenntihuga: I
fyrsta lagiaöminna þá aðila, sem
sjá áttu um leiöbeiningarnar, á,
aö fjöldi kennara um land allt
biöur meö óþreyju eftir þeim,
telur, aö þær gætu tvimælalaust
markaö spor i rétta átt og væntir
aö þaö dragist ekki lengi, aö þær
veröi sendar til skólanna. Þær
gætu oröiö nauðsynlegur undan-
fari stærri aögeröa í þessum efn-
um. — I öðru lagi tel ég ekki úr
vegi, aö vikja aö þessum málum
almennt, meö nokkrum orðum,
og ræöa þá fyrst litiö eitt þá
stefnu, sem framkom á kennara-
þinginu I vor, i máli þessu. Hér er
aðmargradómi um mjög mikils-
vért mál aö ræöa. Er þvi skylt aö
kennarar ræöi þaö I fullri einurö
og hreinskilni.
II.
Þaö vakti mikla furöu og jafn-
vel gremju flestra þeirra, sem
siöasta kennaraþing sátu, er
skólastjóri eins fjölmennasta
bamaskóla landsins valdi sér þaö
hlutskipti aö rangfæra og draga
dár aö nefndaráliti þvi, er áöur
getur, varöandi háttvisi ung-
menna. Var ekki hægt aö skilja
mál hans á annan hátt en þann, aö
álit og tillögur nefndarmanna
væru heiftarleg ,,árás”, og i
mesta máta ómakleg, á æsku ts-
lands, sem væri hin siöpriíðasta
og elskulegasta i allri háttsemi.
Haföi hannum þetta mörg orö og
furðuleg af slikum manni. Af ein-
hverri vorkunnsemi viö skóla-
stjórann, eöa þá af þvi, aö menn
hafa ekki taliö málflutning hans
svaraverðan, uröu næsta fáir til
aö andmæla honum, svo sem á-
stæöa heföi veriö til, Vitanlegt
var þó öllum, sem þingiö sátu, aö
stefna hans áttifáa formælendur,
— en þó voru þeir til. Þaö veröur
þvi aö gera ráö fyrir, aö i hópi
barnakennara séu þó nokkrir
menn, hér og þar á landinu, sem
telja engra úrbóta þörf, hvaö viö-
vikur háttvísi og umgengnis-
menningu æskunnar og þjóöar-
innar yfirleitt, eöa vilji ekki
vjöurkenna þaö.
Þar sem hér er um stórkostleg-
an ágreining aö ræöa innan stétt-
arinnar, viröist mér rétt, aö mál-
iö sé hugsaö og rætt af sem flest-
um.
m.
Er hér breytinga þörf?
Ef málþetta er athugaö af fullri
sanngirni og alveg æsingalaust,
veröur aö viöurkenna, aö almenn
háttvi'si fjölmargra tslendinga,
eldrisem yngri, gæti veriö betri I
margs konar tilliti. Fjöldi gagn-
merkra manna er þar á einu
máli, og hafa þeir þá margir i
huga samanburö viö aörar þjóöir,
sem þeir hafa kynnst, og telja
vera komnar miklu lengra I allri
háttvísi og umgengnismenningu.
Viröist mér, aö heilbrigö skyn-
semihvers hugsandi manns hljóti
lika aö sjá og viöurkenna, aö
Sundurskotiö umferöarmerki viö
einn af þjóövegum landsins,
^ryggilegt dæmi um óþverralegt
atferii. — Timamynd: GE.
margt mætti hér betur fara I
þessu efni. Og satt bezt aö segja
hefur mér alltaf skilizt, aö
drengilegast væri aö viöurkenna
sinar eigin yfirsjónir og takmark-
anir. Þá fyrst væri varanlegra
bóta aö vaaita. Mun hér lfka gilda
sama regla. Viö þurfum aö gera
okkur grein fyrir meinsemdunum
— og snúa okkur siöan aö lækn-
ingunni.
„En hverjar eru þá meinsemd-
irnar?” mun vafalaust einhver
spyrja. Sennilega yröi stytzta
svariö eitthvaö á þessa leiö:
Þjóöina skortir I of mörgum til-
felhim þaö, sem kalla mætti al-
menna siömenntun (háttvisi). Sá
skortur birtist meöal annars i
þessu:
1. Ruddalegu oröbragöi og ókurt-
eisi I ýmsum myndum.
2. Margs konar siöleysi á götum
Uti á siðkvöldum, i kaupstöö-
um og kauptúnum, á samkom-
um og samkomustöðum. Já-
mark sliks siöleysis mun hafa
verið I Reykjavik um siöast
liöin áramót.
3. Spilling margs konar verö-
mæta, eyöilegging Iþrótta-
skála, slysavarnarskýla, sælu-
húsa, hermannaskála o.fl. o.fl.
4. Afliö látiö ráöa I hlutaveltum
og ef sjaldséður varningur
kemur I verzlanir.
5. Margs konar sviksemi I störf-
um og hirðuleysi um aö halda
lög og reglur.
6. Vanþakklæti gagnvart veittum
hlunnindum, skortur á skyldu-
rækni og þegnlund.
Vafalaust má nefna fleira. En
þessar meinsemdir munu margir
sammálaum aö viöa séu allmjög
áberandi.
IV.
Hverjir eiga sökina?
Þeir munu margir, sem enn I
dag, eins og foröum, sjá flisina i
auga bróöur sins, en ekki bjálk-
ann i sfnu. Fjöldi fulloröinna
manna hefur oft á hinum siöustu
árum, ekki slzt á hinum svo
nefndu hernámsárum, kastaö
þungum steini aö islenzkri æsku.
Hún hefur verið ásökuö um skort
á ýmsum þeim eiginleikum, sem
telja má til hinna æskilegustu
dyggöa. Vafalaust hafa ýmsar
þessar ásakanir viö gild rök aö
styöjast, þótt oft muni of fast aö
oröi kveöiö. Og vlst er um þaö, aö
margir æskumenn og meyjar
þurfa aö bæta ráö sitt. A þaö dreg
ég enga dul. En ég hef oft fundiö
til þess, hve margar þessar ásak-
anir hinna fullorönu eru óréttlát-
ar. Gleyma ekki hinir ágætu siöa-
predikarar oft, hverjir eru raun-
verulega valdir aö þessum mis-
tökum ungmennanna? Gleyma
þeir ekki talshættinum: Grlsimir
gjalda, gömulsvinvalda. Gleyma
þeir ekki, aö athafnir æskunnar
eru langoftast spegilmynd af at-
ferli hinna eldri? Jú, ég held þaö,
Og svo gleyma þeir Uka, aö æskan
elzt upp viö miklu verri skilyröi
nú i ýmsum efnum en nokkur
önnur kynslóö. Nægir þar aö
nefna tvennt: Upplausn her-
námsáranna og hina ungu og ó-
mótubu þorpa- og bæjamenningu
okkar. — Þegar æskan er borin
þungum sökum I siöferöilegu til-
liti, er skylt aö geta þessa og
gleyma ekki. — Hins vegar er
auðvitað öllum uppalendum skylt
aö gera sér grein fyrir mein-
semdunum og skera fyrir rætur
þeirra, ef unnt er.
Skobun min er sú, aö islenzk
æska sé borin til meiri manndóms
nú en nokkru sinni fyrr. Þess
vegna hef ég tröllatrú á henni og
væntimikils af henni. Vona ég, aö
allir sanngjarnir menn séu á
sömu skoöun. — En æskan er ætlö
og veröur barn slns tlma og
drekkur i sig áhrif þess umhverfis
sem hún vex upp i. A okkur uppal-
endunum, þ.e. öllum þeim, sem
ungmennin vaxa upp með, hvilir
sú mikla skylda, aö vera þeim æ-
tiö hin rétta fyrirmynd, vara viö
hættum og benda á réttar leiöir.
Hiö góöa fordæmi er óendanlega
mikils viröi i öllu uppeldi, — já,
meira viröi en allar umvandanir.
Þvi megum viö, hinir fullorönu,
aldrei gleyma. Sé æskan ærsla-
gjörn um of, veröur þaö þvi að
langmestu leyti aö skrifast á
syndareikning okkar.
u
V.
Hvaö er þá helzt ’til úrbóta?
Ef margir af ábyrgustu mönn-
um þjóöarinnar eru sammála
um, eins og hér hefur veriö haldiö
fram, aö siömenningu þjóöainnar
sé allmjög ábóta vant, þarf aö
sameina kraftana um aö ala þjóö-
ina uppi viö þá háttvfsi, sem holl-
ustþykir. Engum einum aöila eöa
stéttarsamtökum mun geta tekizt
aö leysa þann vanda af hendi, þótt
einhverjukunniaö fá áorkaö. Hér
þarf samstillt átak margra
sterkra aöila, og -þá fyrst og
fremst rikisvalds, kirkju, skóla
og heimila. Ýmsir fleiri aöilar
geta auövitaö lagt hér hönd á
plóginn, hafa gert þaö og munu
reiöubúnir aö gera þaö, eins og
t.d. ýmis félagasamtök, þótt þau
heföu ekki forystuna I hinni nýju
sókn.
En þaö fer óneitanlega vel á
þvi, aö kennarar æskunnar kveöi
fyrstir djarflega upp úr meö þaö,
aö þörf sé bættrar háttvísi mebal
þjóöarinnar. Þeir vita gjörla, aö
skólarnir geta, I góöri samvinnu
viö heimilin, veriö mjög sterkur
aöili i uppeldinu. Fyrir kennar-
ann er lika háttvísi nemenda
grundvallaratriöi fyrir góöum ár-
angri viö námiö. Jafnvel hinn
ágætastikennari nær aöeins mjög
takmörkuðum árangri i starfi
sinu, ef honum tekst ekki aö fá
nemendurna til aö sýna fulla
háttvísi I timunum. Siöleg fram-
koma nemenda er þvi harla
mikilsvert atriöi fyrir starf kenn-
arans og námsárangur ungling-
anna yfirleitt. Hún er framar öllu
þaö, sem gefur námi þeirra og
starfi i skólunum gildi, og veitir
kennurum þeirra ánægju og
örvun til starfa. — Segja má, og
aö sama gildi, þegar ungmennin
vaxa upp og koma fram á leik-
vang lifsins. Er þaö ekki hiö siö-
lega uppeldi, háttvlsin, þroski
skapgeröarinnar og drenglundar-
innar, sem þá gefur persónuleika
hvers og eins mest gildi? Ég fæ
ekki betur séö en aö svo sé þó aö
ýmsar aðrar dyggöir séu auövit-
aö góöar og nauösynlegar meö.
En hefur þá löggjafinn skiliö
þetta? Hefur t.d. skólalöggjöf
þjóöarinnar veriö mótuö á þá
lund, aö leggja bæri áherzlu á aö
treysta þann þátt skólastarfsins,
Framhald á bls. 31
Mörk I Stjörnugróf er ein bezt hirta gróörastööin IReykjavIk, þangaö lögðu skemmdarvargar eitt sinn
leið slna til þess aö brjóta og eyðileggja.
I EP6AR RICE BURROUCHS"
Nafn
Heimilisfang ....
Slaöur (póstnúmer)
Siglufjaröarprentsmiðja h.f. Box 11. 580 Siglufjörður
01
Aðalfundir
KRON
verða sem hér segir:
6. deild^
Mánudaginn 31. mars kl. 20.30 i fundar-
stpfu KRON i Stórmarkaðnum. Félags-
svæði: Kópavogur.
1. og 2. deild.
Þriðjudaginn 8. april kl. 20.30 i Hamra-
görðum. Félagssvæði: Seltjarnarnes,
Vesturbær og Miðbær að og með
Rauðarárstig og Flugvallarbraut.
3. og 4. deild.
Miðvikudaginn 9. april. kl. 20.30 i sal
Afurðasölu SÍS Kirkjusandi. Félags>
svæði: Hliðarnar, Holtin, Túnin og
Laugarneshverfi. Kleppsholt, Heimar og
Vogahverfi.
5. deild.
Fimmtudaginn 10. april kl. 20.30 i fundar-
stofu KRON v/Norðurfell. Félagssvæði:
Smáibúðanverfi, Gerðin, Fossvogur,
Breiðholt, Árbær og staðir utan Reykja-
vikur.
Sjá nánari auglýsingar i verslunum
KRON.
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NAGRENNIS
Akraneskaupstaður
7/7 sö/u
Traktor
ZETOR 6718, 70 hestöfl árgerð 1973 með
ámoksturstækjum og þyngdarklossa.
Tætari
AGRO PILLER G — 60 tommur.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður i
sima 93-1211 eða á skrifstofunni, Kirkju-
braut 2, Akranesi.
Bæ j artæknif r æðingur.
I
Tvívirkir — stillanlegir
Höggdeyfar í
Chevrolet Van
i i
ÁRMÚLA 7 - SÍAAI 84450
g