Tíminn - 30.03.1980, Qupperneq 27
Sunnudagur 30. mars 1980
35
i NýttVillt-Vestur
Háskólabió
Goin’ South/Stefnt I suður
Leikstjóri: Jack Nicholson
Aöalhlutverk: Jack Nicholson
og Mary Steenburgen
Nú á siðustu árum hefur litiö
0 borið á vestrakvikmyndum, þaö
I er eins og kvikmyndagerðar-
menn hafi sagt skilið við þaö
I form. Þó kemur einn og einn
vestri og áhugamenn um þá
flykkjast að. Jack Nicholson er
einn af þeim mönnum sem hefur
_ mikinn áhuga fyrir vestranum.
® Þaö er ekki langt síöan Laugar-
B ásbió sýndi vestra með honum,
þar sem handritið var eignað
honum, en lfkt og Goin’ South
er, var sú mynd rýr að efni en
athyglisverð.
Goin’ South er önnur mynd
0 Nicholson i leikstjórahlutverki.
■ ' Fyrri mynd hans hét Drive, He
Said (1971), en að minu viti er
hún ósýnd héná landi. Hún fjall-
aði um mann sem neitar að
gegna herþjónustu og að sögn
fróöra manna var hún slök. En
ef við snúum okkur að Goin’
South, þá fjallar myndin um af-
skaplega litið. Henry Moon er
bófi sem á aö fara að hengja, en
vegna sérstakra laga er kven-
fólki heimilt að forða honum frá
hengingu og giftast honum. Þaö
þarf varla aö taka fram að þetta
gerist einmitt og er sú heppna
námueigandi, sem ætlar að nota
Moon til aö grafa eftir gulli. Þau
fella fljótlega saman hugi og
finna gull, sem siðar verður
þrætuefni Moons og gömlu
glæpafélaga hans. Moon og
kona hans leysa úr öllum vand-
ræðum sínum og halda I lokin til
Mexico, þar sem þau ætla aö
fara út i atvinnurekstur. Þaö er
furða að þaö skyldi taka fjóra
handritahöfunda til að koma
þessari sögu saman.
Það sem fyrst og fremst
bjargar Goin’ South úr meðal-
mennskunni er hversu sanna og
eölilega mynd hún gefur af
(★ ★ ★)
villta vestrinu. Vestrið sem hún
lýsir er vestur án garpa á hvit-
um hestum með perluskreytt
byssuskepti. Þetta er raunveru-
lega vestriö þar sem bleyöur og
klaufar ráða rikjum og þar sem
menn voru skotnir I bakiö I staö
hjarta. Vist er Goin’ South
gamanmynd, en það er augljós-
lega reynt aö dempa niöur
húmorinn til þess aö sýna okkur
eðlilega mynd. Þaö hefði verið
auðvelt að gera farsa úr efni
myndarinnar og reyndar liggur
hún oft hættulega nærri þvi þeg-
ar Nicholson er á tjaldinu.
Nicholson er að mlnu mati
stundum galli myndarinnar og
er þá sama hvort litið er á hann
sem leikara eöa sem leikstjóra.
Vissulega er Nicholson frábær
leikari, en eins og svo margir
góðir leikarar þá þarf hann
meiri aga en er I þessari mynd.
A köflum gæti maður haldið, að
Jack Nicholson og Mary Steenburgen I Goin’ South, sem Nicholson
leikstýrir lika,
öllu ætti aö fórna fyrir sem
mestan skripaleik af hans hálfu
og er þaö reyndar gert. Sem
leikstjóri er Nicholson ekki þaö
góður að hann ætti að gera það
starf að atvinnu sinni, en hann
er þó oftar en ekki mjög ferskur.
T.d. er ákveðinn friskleiki og
léttleiki yfir samtalsatriðum
Moons og kellu hansGeikinmjög
vel af Mary Steenburgen sem
aldrei áður hefur leikið i kvik-
mynd). Dæmi um atriði þar sem
Nicholson spinnur full langt lop-
ann er hengingaratriðiö, þar
hefði góður leikstjóri klippt upp
á betri klimax.
Þrátt fyrir marga galla er ég
mjög veikur fyrir Goin’ South og
gef henni þvi góöa einkunn,
aðallega vegna raunsannrar
lýsingar á vestrinu, aukaper-
sóna, góðrar kvikmyndatöku
Nestor Alemandors. Hins vegar
segir mér svo hugur að þegar
fram llða stundir mun Goin’
South ekki vera talin mjög
merkileg kvikmynd. örn Þóriss.
Rainer Werner Fassbinder aö leikstýra Dirk Bogarde I Despair.
Þrátt fyrir handrit Tom Stoppards og frábæran leik Bogardes, þá
veldur myndin ómældum vonbrigöum og sannar aö Fassbinder er
athyglisveröur leikstjóri, en enn sem komiö er enginn snillingur.
Gareth Hunt og Paul Nicholas I hinni göróttu og lélegu mynd The
World is Full of Married Men. Þaö segir meira en mörg orö, aö
i Jackie Coliins, höfundur bókarinnar, hefur veriö kölluö Barbara
Cartland meö pornó ivafi.
Meira
Graffiti
Um helgina hefur Laugarásbió
sýningar á myndinni The
Party’s Over (More American
Graffiti i Bandarikjunum). Eins
og flestir vita er um framhald
að ræða á hinni vinsælu og frá-
bæru mynd American Graffiti.
I Nýja myndin gerist nokkrum
árum seinna en sú gamla, en
allar sömu persónur koma fyrir
að undanskildri þeirri sem
Richard Dreyfuss lék. önnur
veigamikil breyting hefur orðið
á siðan gamla myndin var gerð,
en það er að leikstjórinn George
Lucas er oröinn framleiðandi og
i stað þess að leikstýra fram-
haldinu, þá sér Lucas um pen-
ingahliðina. Leikstjóri The
Party’s Over er B.W.L. Norton
ungur og óþekktur maður. 1
aðalhlutverkum eru Ron
Howard, Paul Le Mat, Charlie
Martin Smith, Candy Clark og
Anna Björns, sem -samkvæmt
ummælum gagnrýnenda er-
lendis, er einn af bjartari punkt-
um myndarinnar.
örn Þórisson
Islensk kvikmynda-
vika í Regnboganum
Fyrirhugað er aö halda is-
lenska kvikmyndaviku I Regn-
boganum 27. mars til 2. april
n.k.
Vegna þeirrar öru og ánægju-
legu þróunar sem nú á sér stað I
islenskri kvikmyndagerð þykir
við hæfi að Kvikmyndafjelagið
h/f hefji starfsemi sina meö
þeim hætti að sýna nokkur dæmi
þess, er gert hefur verið hér á
landi I kvikmyndalist, oft við
ótrúlega erfiðar aöstæöur.
Þaö er ekkert launungarmál
að hér hafa verið gerðar kvik-
myndir sem hafa verulegt
menningarlegt og listrænt gildi,
og reyndar gegnir furðu i hvað
hefur verið ráöist á þessum
vettvangi. Það yfirlit sem birt-
ast mun á tjaldinu þessa viku er
engan veginn tæmandi, einkum
er missir að myndum Lofts
Guðmundssonar, en þar sem
þær eru aöeins til á frumfilmum
þykir mjög óráölegt að sýna
þær. Veröur að vinda bráöan
bug að þvi að koma myndum
Lofts á sýningarkópiur. Mynd-
irnar sem sýndar veröa eru:
Friörik Friöriksson, Asgrimur
Jónsson, Páll Isólfsson, Þór-
bergur Þóröarson og Reykjavfk
1955 eftir Osvald Knudsen, Sið-
asti bærinn I dalnum, Nýtt hlut-
verk, Agirnd, Reykjavikur-
ævintýri Bakkabræðra og
Björgunin við Látrabjarg eftir
Óskar Gislason, Eldeyjan eftir
Ernst Kettler, Pál Steingrims-
son og Asgeir Long, Lilja eftir
Hrafn Gunnlaugsson, Gilitrutt
og Tungliö, tungliö taktu mig
eftir Asgeir Long, 240 fiskar
fyrir kú eftir Magnús Jónsson,
Ólafur Liljurós eftir Rósku,
Gegnum gras yfir sand eftir
Þorstein Björnsson, og vonir
standa til aö hægt veröi að sýna
Hernámsárin I-II eftir Reyni
Oddsson, og að lokum kvik-
myndina Konungskomuna eftir
Ólaf Magnússon.
Kvikmyndafjelagið h/f var
stofnað I Reykjavik 11. mars
1980. Markmiö félagsins er að
sýna og dreifa kvikmyndum
sem hafa menningarlegt og iist-
rænt gildi og efia sjónmennt
yfirleitt. Kvikmyndafjelagiö h/f
hefur aðsetur að Hverfisgötu 54
i kvikmyndahúsinu Regnbogan-
um, simi 19053. Framkvæmda-
stjóri er Kolbrún Sveinsdóttir og
mun hún veita allar frekari upp-
lýsingar um félagið og starf-
semi þess.
Charlie Martin Smith/Terry „Padda” Fields lendir I Vietnam I
Thé Party’s Over
KVIKMYNM H0RNIÐ