Tíminn - 30.03.1980, Page 28
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
^WSÁWd Sunnudagur 30. mars 1980
Auglýsingadeild iŒiÍilSil'!
Tímans.
18300
FIDELITY
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
Pantið myndalista.
Sendum í póstkröfu.
SJÓNVAL v1im“r2i w"
Vindmylla til vatnshitunar
og raforkuvinnslu í Grímsey
Von til þess að framkvœmdir geti hafizt þegar á þessu vori
JH — Undir þaOhillir, aö orkumál
Grimseyinga kunni að leysast
innan tiöar. Fyrir nokkrum árum
heföu flestir hrist höfuöiö, ef slfkt
heföi veriö boriö i tal. En nú eru
verulegar vonir tii þess, aö ráöizt
veröi i byggingu vindmyliu þegar
i vor og hún sföan rekin i tiirauna-
skyni i eitt ár og vatn, sem hún
hitar, notaö til hitaveitu I nokkur
hús. Ailt, sem f kostnað veröur
lagt viö þetta, mun siöan nýtast
til fulls, ef tilraunin gefur svo
góöa raun, aö horfiö veröi aö þvf
aö orkuvæöa alla byggðina i
Grimsey meö þessum hætti. Þar
þarf þá aöeins aö auka viö.
Eins og nú er fá Grímseyingar
rafmagn frá dlsilstöö og hús
þeirra eru hituö meö olíukynd-
ingu. Frystihús hafa þeir ekki
nema til geymslu á matvælum og
sliku.
Enginn ofboðs kostn-
aður.
— Kostnaöurinn viö þessa til-
raun er ekki svo mikill, aö hann
ætti aö vaxa neinum i augum,
sagöi Alfreö Jónsson, oddviti I
Grimsey, i viötali viö Timann.
Ætli hann yröi ekki áþekkur og
verö tveggja nýrra bifreiöa af
vandaöri tegund, sem einstakl-
ingar kaupa án þess aö depla
augum og endurnýja siöan á
tveggja og þriggja ára fresti?
Mér finnst, aö hann ætti ekki aö
fæla menn frá svona merkilegri
nýjung.
Og ekkert fer I súginn, ef þetta
heppnast á annaö borö, sem vart
er aö efa, allt kemur aö notum til
frambúöar, og þarf ekki ööru viö
aö auka en dreifikerfinu.
Vindur og vatn.
Þeir þættir, sem einkum hafa
áhrif á rekstur og notagildi vind-
myllunnar hafa veriö hannaöir,
hélt Alfreö áfram. Þar kemur til
vindur og vatn, og viö höfum nóg
af ööru og nægjanlegt af hinu.
Af þvi er skemmst aö segja, aö
hér i Grimsey er langoftast gola,
og þó logn geti dottiö á stund og
stund, þá er dfsilstööin til vara,
hún er hér hvort eö er. A kyrrum
dögum yröi vitaskuld aö gripa til
hennar. Vatn höfum viö lika
nægjanlegt.aö minnsta kosti meö
þeim mannfjölda og þeirri starf-
rækslu, sem hér er nú. En meö
þaö veröur sparlega fariö. Þetta
veröur lokaökerfi og sama vatniö
notaö aftur og aftur.
Staðarval og fram-
kvæmd.
— Orn Helgason prófessor, sá
mikli áhugamaöur um þessi
orkumál hefur veriö og er okkar
hægri hönd um þessi mál. 'A\ hon-
um eigum viö von hingað noröur
til okkar i aprilmánuði, og þá
veröur vindmyllunni væntanlega
valinn staöur, trúlega hér nærri
byggöinni.
Eftirkomu hans þurfum viö, ef
vel er, aö geta hafizt handa um
framkvæmdir. Sumariö er stutt
hérna noröur frá og timi til bygg-
ingavinnu aö jafnaöi afskammt-
aöur. Þess vegna þyrftum viö
endilega aö geta byrjaö aö grafa
grunn og steypa undirstööur sem
allra fyrst i vor.
Raforka frá vindmyllu.
— Komiö hefur til oröa og at-
hugunar, sagöi Alfreö, að
vindarnir, sem blása um eyna
okkar, veröi ekki aöeins látnir
hita handa okkur vatn i húsin,
heldur veröi einnig stefnt aö raf-
orkuvinnslu i vindmyllu. Þetta
kann aö vera allflókiö, ef nota á
sömu vindmylluna viö hvort
tveggja, vatnshitun og raforku-
framleiöslu, en harla auövelt, ef
tvær væru reistar.
En i þessu efni sem ööru, er
varöar orkumálin, er allt okkar
traust og hald, þar sem örn
Helgason er. Hjá honum er kunn-
áttan og tæknivitiö, þó aö fleiri
gerist nú áhugasamir um
nýjungar af þessu tagi. Þar get ég
einkanlega nefnt einn af starfs-
mönnum Rafmagnsveitna rikis-
ins, Róbert Magnússon.
Hönk upp í bakið á sam-
félaginu.
— Hvaö veröur, hvort viö getum
látiö til skarar skriöa I vor, eins
og viö endilega viljum, er auö-
vitaö háö leyfum og stuöningi
yfirvalda i rafmagnsmálum,
sagöi Alfreö enn fremur. En ég
trúi þvi ekki, aö þetta bregöist.
Ég er einmitt nýkominn aö
sunnan, og i þeirri ferö ræddi ég
meöal annarra viö Kristján Jóns-
son rafmagnsveitustjóra, Jakob
Björnsson orkumálastjóra og slö-
ast en ekki sizt Hjörleif Gutt-
ormsson orkumálaráöherra, og
mér virtust undirtektir á þann
veg, aö ég gæti fariö vongóöur
heim.
Þetta er svo merkilegt nýmæli,
sem seinna getur oröiö mörgum
öörum aö gagni, aö þaö má ekki
lenda i útideyfu. Og svo finnst
okkur lika viö eiga dálitla hönk
uppi bakiö á samfélaginu, þvf aö
viö Grímseyingar leggjum þó
nokkuð f búiö okkar allra, án stór-
kostlegs tilkostnaöar úr gjald-
eyrissjóöum.
Stækkun hafnarinnar.
Okkur Grfmseyingum hefur
vegnaö vel seinni árin, sagöi
Alfreö aö lokum, og hér í eynni er
dugnaðar fólk. Höfnin hefur oröiö
okkur lyftistöng eins og vænta
mátti, þó aö ekki blési byrlega
meö hana um tfma.
En nú er svo komið, aö viö
þörfnumststærri hafnar, ekkisízt
ef fólki heldur áfram aö fjölga hér
eins og verið hefur sföustu árin.
Og satt aö segja, þá er stækkun
hafnarinnar komin á pappfrinn.
Þaö er upphafiö, hvaö fljótt sem
viö svo megum vænta framhalds-
ins. Þaö veröur ekki þetta áriö, en
viö éygjum von næsta ár, og svo
er aö sjá, hvort hún getur rætzt.
Fleiri og fleiri fá sér
TIMEX
mest selda úrið
Grimsey á fögrum sumardegi. Koma nú til sögunnar vindmyllur, sem setja nýjan svip á eyna, auk þess
sem þær miöla eyjarskeggjum heitu vatni og rafmagni?
K
1
Vantar ykkur inrdhurðir?
I
HUSBYGGJENDUR
HÚSEIGENDUR
Hafið þið kynnt ykkur
okkar glæsilega úrval af
INNIHURÐUM?
Hagstæðasta verð og
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Trésmiðja
Þorvaldar Ólafssonar h.f.
Iðuvöllum 6, Keflavik
Sími: 92-3320
I