Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 11

Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 11
Konum á þingi fækkaði um þrjár við kosningarnar á laugardag. Tuttugu konur og 43 karlar náðu kjöri. Við kosningarnar 2003 hlutu nítján konur kosningu en á kjörtímabilinu fjölgaði þeim um fjórar þar sem konur tóku þingsæti fjögurra karla sem hættu á þingi. Flestar konur, átta, voru kjörnar á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sex fyrir Samfylkinguna, fjórar fyrir VG og tvær fyrir Framsókn- arflokkinn. Hæst hlutfall kvenna er í þingflokki VG; fjórar á móti fimm körlum. Í kosningunum 2003 náðu fjórar konur kjöri fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, níu fyrir Samfylking- una, fjórar fyrir Framsóknarflokk- inn og tvær fyrir VG en þegar kjörtímabilinu lauk hafði sjálfstæð- iskonum fjölgað um þrjár og framsóknarkonum um eina. Aðeins karlar eru þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þremur konum færra á þingi Hinn 27 ára gamli framsóknarmaður, Birkir Jón Jónsson, er yngstur þingmanna, líkt og fyrir fjórum árum þegar hann var fyrst kjörinn. Næstyngstur er Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingunni sem er þrítugur og þar á eftir er Katrín Jakosdóttir VG sem er ári eldri. Ellert B. Schram Samfylkingunni er elsti þingmaðurinn, 67 ára, Jóhanna Sigurðardóttir, flokkssystir hans, er 64 ára, og Jón Bjarnason VG er 63 ára. Jóhanna er sá þingmaður sem býr að mestri þingreynslu, hún var kjörin fyrst á þing 1978. Steingrímur J. Sigfússon VG var fyrst kjörinn 1983 og Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokki 1987. Ellert B. Schram er þó sá núverandi þingmanna sem fyrst var kjörinn, það var 1971 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þrettán lögfræðingar voru kjörnir til þings á laugardag. Flestir eru í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins; sex, fjórir í Samfylkingunni og einn í Framsóknarflokknum, Frjálslynda flokknum og VG. Nokkrir framvarðarmenn í sveitarstjórnar- pólitík náðu kjöri, þar á meðal einn bæjarstjóri og tveir forsetar bæjarstjórna, auk prests og bóksala svo nokkuð sé nefnt. Enginn bóndi er á Alþingi og er þetta að líkindum fyrsta kjörtímabil þingsögunnar sem bóndi situr ekki á þingi. Þrettán lögfræðingar á þingi Tuttugu og fjórir nýir menn setjast inn á þing í haust, þar af eru þrír sem hafa setið á þingi áður. Það eru Ellert B. Schram fyrir Samfylkinguna, Árni Johnsen fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Karl V. Matthíasson fyrir Samfylkinguna. Nýir þingmenn eru Höskuldur Þór Þórhallsson, Bjarni Harðar- son, Ólöf Nordal, Björk Guðjóns- dóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Árni Páll Árnason, Gunnar Svavarsson, Guðbjartur Hannesson, Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðs- son, Álfheiður Ingadóttir og Atli Gíslason. Þrír hafa setið á þingi áður Kristinn H. Gunnarsson, Frjáls- lynda flokknum, var á laugardag- inn kjörinn alþingismaður. Miðað við kosningalögin komst Kristinn inn á Alþingi á 1.216 persónuleg- um atkvæðum. Þetta er reiknað þannig að sá frambjóðandi sem er í öðru sæti lista fær helming atkvæða listans talinn sem persónuleg atkvæði sín. Fram- bjóðandi í þriðja sæti fær þriðjung þeirra og svo koll af kolli. Flest persónuleg atkvæði teljast til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sem var í efsta sæti Sjálfstæðisflokks í Suðvest- urkjördæmi, eða 19.307. Á Alþingi með 1.216 atkvæði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.