Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.05.2007, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is Sumarið gengur í garð og knattspyrnu-lífið blómstrar. Þannig mætti með einni setningu tengja saman sumarið og knatt- spyrnuna, en þau bönd eru órjúfanleg á Íslandi. Knattspyrnuvellir munu iða af lífi frá morgni til kvölds þegar þúsund- ir iðkenda reyna með sér í skemmtilegum leik. Í sumar skipuleggur KSÍ yfir 5.000 leiki um land allt í öllum aldursflokkum. Kastljós fjölmiðla beinist fyrst og fremst að Lands- bankadeildum og VISA bikarnum en ekki má gleyma öllum þeim fjölda sem keppir á lægri stigum af krafti og innlifun. Knattspyrnustarfið á Íslandi er borið uppi af knattspyrnufélögum sem finnast alls staðar á Ís- landi í stórum sem litlum sveitarfélögum. KSÍ er samnefnari þessara félaga og ber sem slíkt ábyrgð á framgangi knattspyrnuleiksins. Sú skylda hvílir á KSÍ að vel sé staðið að öllu knattspyrnustarfi á land- inu og allir séu velkomnir til þátttöku. Þetta er stórt verkefni en í takt við þá staðreynd að KSÍ þarf að mæta sífellt auknum kröfur samfélagsins. KSÍ hefur vaxið mikið á sl. árum. Það hefur verið nauðsynlegt til þess að sambandið geti sinnt skyldum sínum. Sumarið í ár má kalla sumar hinna miklu tækifæra í Íslandsmóti meistaraflokks, en fleiri félög flytjast upp um deildir í lok keppnistíma- bilsins en nokkru sinni áður vegna fjölgun- ar liða í deildum (og færri falla en áður). Árið 2008 verða tólf lið í þremur efstu deildum karla og tíu lið í Landsbankadeild kvenna. Þessi breyting hefur hleypt aukn- um krafti í starfsemi félaganna. Í sumar eru fleiri sæti í boði en áður sem tryggja flutning í efri deild að ári og það einstaka tækifæri á að nýta. Það hefur verið gaman að finna fyrir þessum aukna krafti í vor og þeirri miklu bjartsýni sem býr í aðildarfé- lögum KSÍ. Þetta sýnir betur en nokkuð annað þann styrk sem býr í íslenskri knattspyrnuhreyfingu. Knattspyrnuhreyfingin nýtur mikils stuðnings í ís- lensku samfélagi. Nýlega barst yfirlýsing frá stjórn- völdum um ferðasjóð félaga sem styrkja mun ferða- lög íþróttafélaga. Þakka ber fyrir þennan stuðning sem og allan þann mikla stuðning sem sveitarfélög veita knattspyrnufélögum. Þá er ónefndur þáttur ís- lensks atvinnulífs sem leggur á hverju ári fram ríku- legan stuðning til eflingar og reksturs knattspyrnu- félaganna. Seint verður fullþakkað fyrir þennan mikilvæga stuðning við knattspyrnuíþróttina. Gleðilegt knattspyrnusumar. Höfundur er formaður Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusumar S jálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð eru sigurvegarar kosninganna. Segja má að í því séu fólgin nokkuð þverstæðukennd skilaboð frá kjósendum. Kaldi veruleikinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin hélt velli og stjórnarandstöðunni mistókst ætlunarverk sitt. Einsdæmi er í íslenskri stjórnmálasögu að ríkisstjórn hafi fengið umboð til þess að halda inn í fjórða kjörtímabilið. Svo er það önnur saga hvort stjórnarflokkarnir kjósa að nýta sér þá stöðu. Hún er fyrst og fremst því að þakka að Geir Haarde hefur áunnið sér verulegt traust sem forsætisráðherra. Það væri rang- lega lesið í úrslit kosninganna að telja þau fela í sér aðra vís- bendingu kjósenda um stjórnarforystu. Verulegt tap Framsóknarflokksins á rætur að rekja til um- breytinga í flokknum. Staða hans er einfaldlega önnur en áður var. Sumir flokksmenn hafa ekki horfst í augu við þá staðreynd. Fyrir vikið fengu kjósendur of óljósa mynd af því hvert flokkur- inn var að fara. Nýjum formanni tókst eigi að síður að gera það besta sem vænta mátti úr stöðunni. Þeir samfylkingarmenn sem sáu flokkinn fyrir sér sem jafn- stöðuafl til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn eru eðlilega von- sviknir. Úrslitin sýna að sá draumur var skýjaborg. Hinir hljóta að gera sér grein fyrir að flokkurinn hefur í raun tekið svipaða stöðu og Framsóknarflokkurinn hafði fyrrum. Í því ljósi er tap frá tímabundinni uppsveiflu tæplega neinn stóridómur. Vinstrihreyfingunni - grænu framboði tókst að sveifla til sín fylgi án þess að færa sig nær miðju stjórnmálanna. Það er merki- legur og óvenjulegur árangur. Þessi staðreynd er hins vegar helsti vanda flokksins. Þar af leiðir að málamiðlanir verða bæði honum og hugsanlegum viðsemjendum dýrkeyptar. Álitamálið um hvort hyggilegt er að halda núverandi stjórnar- samstarfi áfram snýst ekki um nauman meirihluta. Viðreisnar- stjórnin sýndi að það er ekki vandi. Hitt er raunveruleg spurn- ing hvort allir þingmenn og forystumenn Framsóknarflokksins hafa gert upp við sig hvert flokkurinn á að stefna. Ef áhöld eru enn þar um er best fyrir alla að horfast strax í augu við það. Eðli- legt er að formenn stjórnarflokkanna gefi sér tóm til að meta þá stöðu. Hvað gerist ef stjórnarflokkarnir, annar eða báðir, kjósa að ljúka samstarfinu þrátt fyrir meirihlutann? Er hefðbund- ið vinstri stjórnarsnið þá á einhvern hátt rökrétt? Ef óvissa er innan Framsóknarflokksins um hvert halda skal er hún eins uppi á því borði. Í kosningabaráttunni gerði stjórnarandstaðan Fram- sóknarflokkinn að tákni alls þess sem hún sagðist vera á móti. Í því ljósi myndi slíkt samstarf því augljóslega fela í sér fyrsta málefnarofið við kjósendur eftir kosningar. Rökin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til þess að fórna málefnastöðu fyrir samstarf við Vinstri grænt gætu helst verið þau að sýna Samfylkingunni að framhjá henni megi ganga. Sjónarmið af því tagi geta vissulega verið gild. Að því virtu að Samfylkingin tap- aði í kosningunum og hefur auk þess ekki verið við völd hafa þau þó engan veginn sama þunga og rökin fyrir nýsköpunarstjórn- inni á sinni tíð. Komi til nýrrar stjórnarmyndunar sýnist því vera nærtækast fyrir Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu að semja. Traust Geirs Steinn Steinarr sagði í miðnæt- ursamtali við Matthías Johannes- sen vorið 1957: „Ég er uppalinn í sveit, eins og þú kannski veist, og þegar ég var lítill drengur, var ég stundum sendur í kaup- staðinn, eins og það var kallað. Í raun og veru finnst mér ég enn vera í einhverri slíkri kaupstað- arferð, langri og yfirnáttúrlegri kaupstaðarferð, en ég hef gleymt því hver sendi mig, og einnig því, hvað ég átti að kaupa.“ Í Málsvörn og minningum bendir Matthías á, að í Brekku- kotsannál (sem kom líka út 1957) leggur Halldór Laxness Garð- ari Hólm í munn þessi orð: „Hún móðir mín sendi mig einu sinni út að kaupa pipar og ég er ekki kominn heim enn.“ Í netdagbók sinni bætir Þórarinn Eldjárn nú við, að í ljóðinu „Mannsbarn“ eftir sænska skáldið Nils Ferlin getur að líta svipaða hugmynd: Þú misstir á leiðinni miðann þinn, þú mannsbarn, sem einhver sendi. Á kaupmannsins tröppum með tárvota kinn þú titrar með skilding í hendi. Ljóð Ferlins kom út í íslenskri þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar 1944. Annað dæmi um erlend áhrif á Stein er alþekkt. Bandaríska skáldið Carl Sandburg á talsvert í kvæðinu um grasið, sem grær að lokum yfir okkur. Vísa Leifs Haraldssonar frá Háeyri af því tilefni varð fleyg: Um hirðusemi er hneyksli næst að fjasa, sú höfuðdygð af Guði er mönn- um veitt, hjá Carli Sandburg kennir margra grasa, menn komast varla hjá að taka eitt. Steinn yrti eftir þetta ekki á Leif. Hann setti líka saman kviðl- inginn um kvenmannsleysi í kuldatrekki til háðungar Leifi, sem stamaði. Sjálfur hef ég bent á þriðja dæmið um erlend áhrif á Stein. Það er í ljóðinu „Hamingjan og ég“, þar sem skáldið kveðst fara á mis við hamingjuna, af því að hún talar sunnlensku og það vestfirsku. Þegar það lærir loks sunnlensku, hefur hún breytt framburði sínum. Í kvæðinu „Frokosten“ (Árbítur) yrkir Jo- hannes V. Jensen: Lykken og jeg forstod ikke hin- anden; jeg talte altid en Dialekt, hvor jeg saa var. Þetta ljóð Jensens kom fyrst út á bók 1906. Matthías Johannessen segir í bók sinni, að þeir Steinn Steinarr og Garðar Hólm hafi átt erindi, því að þeir hafi verið sendisvein- ar íslenskrar menningar. Ég orða þetta öðru vísi. Garðar átti ekk- ert erindi, því að hann náði ekki hinum hreina tón og var um of háður fólkinu í Gúðmúnsenbúð. Þess vegna kom ekki á óvart, að hann stytti sér aldur. Steinn gerði sér hins vegar upp tóm- hyggju. Þótt hann segði margt snjallt um tilgangsleysi lífsins, hafði hann undir niðri sterka sannfæringu um tilgang þess, eins og allir, sem fjölyrða um til- gangsleysi. Stein grunaði erind- ið í kaupstaðinn: Grasið grær að vísu yfir okkur, en góð verk geymast í hjörtum eftirlifenda. Hamingjan talar ekkert eitt mál, heldur fer gengi manna á frjáls- um markaði eftir því, hversu vel þeim tekst að fullnægja þörfum annarra. Lífið er ferð í kaupstað, og við eigum þangað erindi. Bjart- ur Laxness og Halla Jóns Trausta fóru að vísu bæði í öfuga átt, upp á heiðar. Þau áttu að halda niður í kaupstaðinn, og það gerði Halla að lokum ólíkt Bjarti, sem þrjóskaðist við. Saga mannfólks- ins síðustu aldir hefur verið um kaupstaðarferð, fjölgun tæki- færa fyrir tilstilli kapítalismans. Menn hafa vissulega ekki alltaf kunnað málið, þegar þeir komu í kaupstaðinn, en þeir lærðu það langflestir, eins og reynsla Bandaríkjamanna síðustu tvö hundruð ár sýnir. Annað dæmi er Reykjavík. Alla tuttugustu öld streymdi hingað allslaust fólk, sem tókst að brjótast í bjargálnir. Til voru þeir menn á síðustu öld, sem vildu koma í veg fyrir kaupstaðarferðina og reka alla inn í samyrkjubú eða ríkisverk- smiðjur. Steinn var vissulega sósíalisti ungur. En undir lokin orti hann gegn fyrri trú: „Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi.“ Þessa hugmynd tók hann bersýnilega frá hinum kunna andkommúnista Arthur Koestler, sem skrifaði í The Yogi and the Commissar 1945: „We are fighting against a total lie in the name of a half truth.“ Þeir Steinn og Koestler vildu báðir leyfa okkur að komast leiðar okkar. Kaupstaðarferð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.