Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 18

Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 18
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Sævaldsson tannlæknir, Sefgörðum 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, þriðjudag- inn 15. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Harðar er bent á reikning 0372-13-110667, kt. 080657-5959, sem stofnaður hefur verið í minningu hans. Það fé sem safnast verður sett í minningarsjóð og notað til að efla þekkingu á sviði tannverndar og tannlækninga á Íslandi. Ragnheiður Marteinsdóttir Helga Harðardóttir Sturla Jónsson Hildur Harðardóttir Óskar Einarsson Friðrika Þóra Harðardóttir Friðbjörn Sigurðsson Hjördís Edda Harðardóttir Arnór Halldórsson Ragnheiður Harðar Harðardóttir Lýður Þorgeirsson Sævaldur Hörður Harðarson Dagný Lind Jakobsdóttir Hörður Harðarson Sigríður Marta Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Fallegir legsteinar á góðu verði „Mamma er 83 ára og hún er enn að í stjórnmálum á Siglufirði. Hún er mín besta fyrirmynd.“ Steingrímur Ólafsson, iðnrekstrar- fræðingur, heldur upp á fertugsaf- mæli sitt í dag. „Ég ætla að fara út að borða með konunni en það verður hald- in veisla seinna í sumar. Annars verð- ur þetta voða rólegt,“ segir Steingrím- ur um afmælisdaginn sinn. Hann er kvæntur Marínu Guðrúnu Hrafnsdóttur, menningar- og ferða- málafulltrúa Hafnarfjarðar, og saman eiga þau dótturina Hrafnhildi Jónu. Fyrir á Steingrímur þau Guðrúnu og Ingólf Hersi. Steingrímur fer til Síberíu á mið- vikudaginn. Þar hefur hann í tvö og hálft ár starfsrækt verksmiðju sem býr til bobbinga fyrir troll og segir hann reksturinn ganga vel. Enn sé þó verið að byggja upp starfsemina og það taki sinn tíma. Honum líkar vel að starfa í Síberíu þrátt fyrir kuldann. „Það versta er þegar maður er lengi í burtu í einu frá fjölskyldunni. En ef maður hagar sér eins og maður þá er komið fram við mann sem slíkan, það skiptir ekki máli hvar maður er. Þetta fólk sem ég hef kynnst er ágætis fólk,“ segir Steingrímur. Bætir hann því við að frostið í Síberíu geti farið niður í 55 stig á veturna og í 45 stig á sumrin. Hann tekur þó sumarfötin með á mið- vikudag og skilur kraftgallann, lop- ann og föðurlandið heima í þetta sinn, enda ágætis verður í landinu um þess- ar mundir. Steingrími, sem áður starfaði fyrir Vinstri græn, líst vel á að komast á fimmtugsaldurinn. „Þetta hefur gerst áður hjá einhverjum og mér sýn- ist margt af því fólki lifa ágætis lífi. Ég held að það breytist lítið hvað það varðar. Hins vegar er alltaf viss áfangi að rétt skríða í að komast á fimmtugsald- urinn.“ Winnie Mandela dæmd í fangelsi Nemendur úr myndlistardeild, hönnun og arkitektúr í Lista- háskóla Íslands opnuðu um helgina útskriftarsýningu í gömlu kartöflugeymslum Reykjavíkur í Ártúnsbrekku. Alls útskrif- uðust 63 nemendur; 20 úr myndlistardeild og 43 úr hönnun og arkitektúr. Gestir og gangandi litu inn og skoðuðu hvað hafði farið fram innan veggja skólans og kenndi þar ýmissa grasa. Gafst þarna kærkomið tækifæri til að sjá verk upprennandi kyn- slóðar sjónlistarfólks. Þetta var í fyrsta skipti sem gömlu kartöflugeymslurnar eru allar nýttar undir myndlist og hönn- un en til þess var framtíðartilgangur húsnæðisins hugsaður. List milli kosninga og Eurovsion Foseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður 64 ára í dag en honum gefst væntanlega ekki mikill tími til að taka á móti gjöf- um í tilefni dagsins enda alþingiskosningarnar ný- afstaðnar. Reyndar er tvö- falt afmæli á Bessastöð- um því í dag eru jafnframt liðin fjögur ár síðan Ólaf- ur kvæntist unnustu sinni, Dorrit Moussaieff. Ólafur Ragnar fæddist á Ísafirði 14. maí 1943 og eru foreldrar hans Grím- ur Kristgeirsson og Svan- hildur Ólafsdóttir Hjart- ar. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1962 og lauk BA- prófi í hagfræði og stjórnmála- fræði frá Univer- sity of Manchest- er þremur árum síðar. Ólafur hóf snemma af- skipti af stjórn- málum og sat meðal ann- ars í stjórn Sambands ungra framsókn- armanna 1966 til 1973. Á þeim tíma vakti forsetinn einn- ig athygli sem stjórnandi útvarps- og sjónvarps- þátta en þeir nutu mikilla vinsælda á þeim tíma og ruddu nýjar brautir í fjöl- miðlun á Íslandi. Þá lagði Ólafur einnig grunn að kennslu í stjórnmála- fræði sem varð ný námsbraut við Há- skóla Íslands. Ólafur var kjör- inn forseti Íslands 1996 og tók við lyklavöldunum á Bessastöðum 1. ágúst 1996. Hann var síðan endur- kjörinn árið 2000 og aftur 2004. Blásið til veislu á Bessastöðum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.