Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 31

Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 31
AFMÆLI Á föstudag og laugardag sýndu nemendur Kvikmyndaskóla Ís- lands lokaverkefni sín í Bæjar- bíói í Hafnarfirði og húsakynnum skólans að Lynghálsi: átta loka- verkefni nemenda sem unnin voru undir stjórn Ágústs Guðmunds- sonar og enn fleiri áfangaverkefni sem unnin voru undir handleiðslu Maríönnu Friðjónsdóttur, Við- ars Víkingssonar, Þorgeirs Guð- mundssonar og Hilmars Oddsson- ar. Gengið hefur verið frá samn- ingi milli menntamálaráðuneyt- is og Kvikmyndaskóla Íslands um formlega viðurkenningu á þrem- ur nýjum sérsviðum. Skólinn mun því bjóða upp á nám í fjórum deild- um nú í haust: Framleiðslu og leik- stjórn; kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu; handritagerð og kvik- myndaleik, og þáttastjórnun. Hér er um að ræða tveggja ára námsbraut- ir á framhaldsskólastigi. Útskrifaðir nemendur skól- ans starfa bæði hjá kvikmynda- fyrirtækjum og hjá sjónvarps- stöðvum. Kvikmyndaskóli Íslands fagnar 15 ára afmæli á þessu ári. Skólinn byggir á reynslu og þekk- ingu starfandi kvikmyndagerðar- manna. Eitt megineinkenni skól- ans er að þar kennir bransinn sjálfur til verka. Þannig verður til náið samband við framleiðslu- fyrirtæki landsins. Með hinu nýja námsframboði opnast nýjar og spennandi námsleiðir fyrir nem- endur. Inntökuviðtöl vegna náms á haustönn verða síðustu vikuna í maí. Nánari upplýsingar eru veitt- ar í síma 8456807 eða á skrifstofu skólans í síma 5333309. Útskrift Kvikmynda- skólans Blóðbankinn flutti starfsemi sína að Snorrabraut 60 helgina 4.-6. maí. Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkr- unardeildarstjóri Blóðbankans, segir flutningana hafa gengið vel. „Fyrstu tveir blóðgjafarnir komu í blóðflögugjöf í fyrradag. Í gær fóru síðan blóðgjafar að streyma til okkar og það er búið að vera nóg að gera í dag“. Blóðbankinn var stofnaður 1953 og hefur frá upphafi verið starf- ræktur í gamla blóðbankahúsinu á horni Barónsstígs og Eiríksgötu. Vaxandi starfsemi og auknar kröf- ur um öryggi og gæði við blóðsöfn- un, blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðs hefur valdið því að starfsem- in hefur sprengt af sér núverandi húsnæði. Stærstur hluti nýja hús- næðisins að Snorrabraut 60 er nýtt- ur af Blóðbankanum. Á annarri hæð hússins er móttaka fyrir blóð- gjafa en á jarðhæð fer fram fram- leiðsla blóðhluta, gæðaeftirlit og rannsóknir sem tengjast afgreiðslu og varðveislu blóðhlutabirgða. Sigríður Ósk segir að gamla hús- næðið standi autt eins og er en það er fyrirhugað að taka það í gegn og útbúa rannsóknarstofur af ýmsum toga fyrir Landspítalann. Í frétta- tilkynningu frá Blóðbankanum kemur auk þess fram að verið sé að stíga mikilvægt skref með því að mæta auknum kröfum í starfsemi Blóðbankans með flutningunum. Fyrsti blóðgjafinn í nýju húsi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.