Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 35

Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 35
Borgarleikhúsið og Edda Björg- vinsdóttir standa fyrir styrktar- sýningu á leikritinu Alveg brillj- ant skilnaður á miðvikudag 16. maí kl. 20.00 á Nýja sviði Borg- arleikhússins og mun allur ágóði sýningarinnar renna til leikkon- unnar Eddu Heiðrúnar Backman sem stríðir við alvarlegan sjúk- dóm. Einleikurinn Alveg brilljant skilnaður hefur verið fluttur yfir fimmtíu sinnum í Borgarleikhús- inu. Texta hans vann Gísli Rúnar Jónsson og staðfærði en Þórhild- ur Þorleifsdóttir leikstýrir. Edda Björgvinsdóttir flytur einleikinn. Aðstandendur styrktarsýningar- innar vilja benda á að þeir sem vilja sýna samstöðu og samhjálp í verki og eiga ekki heimangengt geti greitt andvirði miða inn á sér- stakan reikning sem stofnaður hefur verið til styrktar leikkon- unni Eddu Heiðrúnu. Upplýsing- ar fást í miðasölu Borgarleikhúss- ins. Edda fyr- ir Eddu Bókaðu bílinn um leið þegar framvísað er brottfararspjaldi frá Flugfélagi Íslands. Innifalið: 100 km og kaskó. Bílaleigubíll í heilan sólarhring frá2.499kr. Flugfélag Íslands flýgur yfir 40 ferðir í viku til Egilsstaða. Þú nýtur þess að lesa dagblöðin, fá þér kaffi og súkkulaði og áður en þú veist af er lent á Egilsstöðum. Ferðin tekur enga stund. Taktu flugið. Pantaðu í síma 570 3030 eða á www.flugfelag.is TÍMINN FLÝGUR flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 75 78 0 5/ 07 * Flugvallarskattar innifaldir. Eingöngu bókanlegt á netinu. Takmarkaður sætafjöldi. FRÁ EGILSSTAÐIR * Það var tilkomumikil sjón þegar götuleik- húsið Royal de Luxe sprengdi höfuð ris- ans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mann- skapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Ís- landi. Meðal kátustu gestanna um borð í varð- skipinu Óðni á laugardaginn voru franski sendiherrann Nicole Michelangeli og Oli- vier Poivre d’Arvor sem kom að skipulagn- ingu menningarkynningarinnar Pourquoi Pas? fyrir hönd Cultures France, stofnun- ar á vegum frönsku utanríkis- og menning- armálaráðuneytanna. Dagskráin var unnin í nánum tengsl- um við íslensk stjórnvöld en hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Tildrög hennar má rekja til samkomulags franskra og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2001. „Þegar við fórum af stað byrjuðum við á nafninu, „Pourquoi Pas?“ sem þýðir „hví ekki?“. Í dag getum við fullyrt að spurn- ingin var góð og að svarið sé fólgið í því að við deilum svo mörgu, þessar tvær þjóð- ir eiga margt sameiginlegt. Þrátt fyrir að vera fjarlæg á landakortinu deilum við reynslu, ástríðu fyrir menningu, listum og sköpun,“ útskýrir Olivier. Aðsóknin að yfir sextíu viðburðum há- tíðarinnar var afbragðsgóð að sögn skipu- leggjendanna en um hundrað þúsund gest- ir sóttu hátíðina, sem verður ekki síst minnst fyrir uppákomuna í gær þegar þús- undir manna sáu sjónarspil ofvöxnu feðg- inanna í miðbænum. Olivier kveðst stoltur og hamingjusamur yfir því að hafa verið þátttakandi í verkefninu sem hefur áork- að miklu. „Nú eigum við nýja vini á Íslandi en það er mikilvægt að skipuleggja næstu skref,“ segir hann. Nicole tekur undir mikilvægi þess að byggja á þeim fjölþættu tengslum sem nú hafa skapast milli Íslands og Frakk- lands. „Þessi hátíð snerist um skemmtun- ina en framtíðarmarkmið hennar er einnig að efla samskiptin og brúa bilið milli land- anna, við viljum að Íslendingar finni fyrir meiri tengslum við Frakkland, við franska tungu og menningu.“ Hún bætir við að að- standendurnir séu afar glaðir með fram- kvæmdina og aðsóknina. „Nú vinnum við að framhaldinu,“ segir hún. „Nú er fleira sem sameinar okkur, ef við viljum það,“ bætir Olivier við að lokum. Bjartsýn á franskt/íslenskt framhald

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.