Tíminn - 18.05.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.05.1980, Blaðsíða 15
14 mm Sunnudagur 18. mai 1980 Sunnudagur 18. mai 1980 23 99 Starf safnaðarsystur gefur svo mikið, að það er hálfgerð sjáífs- elska að taka það að sér ” Jóhanna G. Möller „Samverustundirnar á iaugardagseftirmiódögum, sem iram fara i kirkjunni, eru alltaf vel sóttar. Svo er einnig um fót- snyrtinguna”. Timámynd:GE Jóhanna og Siguröur úti i Þýskalandi áriö 1959. Þetta er sjúkrahúsiö I Mtínchen, þar sem Jóhanna lá I niu vikur. Ekki varö hún þó þess aönjótandi aö sjá bygginguna nokkurn tima, enda fór hún aö og frá sjúkrahúsinu I sjúkrabil. V spitalanum. segir Jóhanna Möller, fyrrum safhaðarsystir í Nessókn, en í þessu viðtali kemur hún viða við, segir m.a. frá sjúkrahúsvist úti í Þýskalandi fyrir 20 árum „Þegar ég byrjaöi sem safn- aöarsystir i Nessókn og tók aö mér aö heimsækja gamalt fólk vestur I bæ I þvi ’skyni aö hjálpa þvi I daglega lífinu og stytta þvi stundir, fékk ég eitt sinn að heyra þau ummæli frá konu, sem ég hitti á gangi, að hér i vestur- bænum væru engir einmana. Ég hugsaöi mér: Hvaö skammt er hugsaö, þegar fólk kemst allra sinna feröa og er i blóma lifsins! t vesturbænum eru sérstaklega margir á ellilifeyrisaldri, eöa á áttunda hundraö manns skv. töl- um frá 1978, og þetta hálfa ár sem ég starfaði sem safnaöarsystir, fékk ég aö kynnast þeirri miklu eymd og einmanaleika, sem ótrú- lega margir búa viö”. Sú, sem þannig lýsir högum gamals fólks I Vesturbænum er Jóhanna G. Möller en hún var safnaöarsystir viö Neskirkju frá sept. 1978 til mars 1979. Jóhanna er Reykvikingur, dóttir hjónanna Gunnars J. Möller fyrrv. for- stjóra Sjúkrasamlags Reykja- vikur og Agústu Sigrlðar Guöna- dóttur. Jóhanna er ein af þeim sem lætur sér fátt mannlegt óvið- komandi.enda fékk hún sjálf sem ung kona aö kynnast sársauka og vonbrigöum á óvæntan hátt, þeg- ar hún stórslasaöist I bilslysi úti i Miinchen. Allt, sem Jóhanna gekk þá I gegnum, hefur oröiö henni dýrmætt veganesti og ef til vill betra nesti i þeim störfum, sem hún hefur valiö sér en sálfræöing- ar og félagsfræöingar fá i háskólum. Um tima eða i ein sjö ár geröi hún heimili sitt aö stóru barnaheimili— meöan maöurinn hennar Siguröur Pálsson.kennari var m.a. I guðfræöinámi, og þar kenndi hún börnum allt niöur i fjögurra ára aö lesa. Hún lauk fyrir nokkru áttunda stigs prófi frá Söngskólanum i Reykjavik og tók skólann á þremur árum. Nú syngur hún meö Ljóöakórnum viö jaröarfarir og fæst auk þess viö þýðingar. En hvers vegna safnaöarsystir? „Ég hafði hug á að virkja fleiri konur, sem gætu litið til gamalla nágranna sinna” ,,Ég vissi, aö þaö var mikill hugur i prestunum, að fá safnaöarsystur. Ég bauö mig fram og var ráöin. Þessi starf- semi var alveg ný hjá okkur I Nessókn, svo aö ég sneri mér strax til hinna safnaöarsystranna i Reykjavik, Margrétar Hró- bjartsdóttur I Laugarnessókn, og Ingunnar Gísladóttur i Hallgrimskirkjusókn. Einnig las ognorskar bækur um heimilis- þjónustu.en I Noregi er starf af þessu tagi gamalgróið. Ég fór I gegnum alla götu- skrána i vesturbænum og skrifaði hjá mér alla á ellilifeyrisaldri. Siöan fór ég aö ganga i húsin. Það var vandi aö velja, þvi aö þaö eru takmörk fyrir þvi, hvaö ein manneskja getur gert. Valdi ég frekar aö fara til einstæöinga, ekkla og ekkna eöa þeirra, sem alla tiö höföu búiö einir, þar sem ég taldi, aö hinum, sem enn byggju saman, væri betur borgiö. Mér var alls staðar vel tekiö og þetta er mjög þakklátt starf. Mér fannst ég safna vinum eins og perlum á bandi. Ég haföi hug á aö reyna aö virkja fleiri konur, sem gætu litiö tii gamalla nágranna sinna. Þörfin er svo mikil, aö þaö er einni manneskju um megn.” „í þessum heimsóknum minum kynntist ég því, aö þaö er fjöldinn allur af blindu fólki, sem býr ein- samalt. Niu einstaklingar af þeim þrjátiu, sem ég komst yfir aö annast aö einhverju marki.voru blindir eöa sjónskertir. Ég fór á milli I bflnum minum enda var ekki hægt aö anna þessu ööru visi, bæöi vegna færöar, — Isinn leysti varla af gangstéttunum, vegna hinna ýmsu snúninga. Ég fór með folkið til læknis, náöi i hjálpar- tæki fyrir sjónskert fólk, lampa, stækkunargler, og annað þvilikt. Mjög margir þekkja ekki rétt sinn né möguleikana á þvi aö fá hjálp. Þá er aö benda þeim á t.d. Blindrafélagið, sem á ýmsan hátt geturhjálpaö. Þaö eru til sérstak- ir lampar fyrir sjónskerta til að lesa viö, og þeir, sem prjóna mik- iö , geta einnig haft gagn af þess- um lömpum. Sjónskert kona, sem missir niöur lykkju, hefur enga möguleika á aö ná þessari lykkju upp, fyrr en aörir á heimilinu koma úr vinnu eöa einhverjir sjáandi rekast inn. Litill þar til geröur lampi gæti hjálpaö þessari konu, en ég hef rekið mig á þaö, aö þeir, sem hýsa sjónskerta, þekkja oft ekkert til hjálpartækja fyrir sjónskerta. „Það getur breytt lífinu að vera ekki í þögninni og myrkrinu allan daginn” Þaö getur breytt lifinu að þurfa ekki aö vera I þögninni og myrkr- inu allan daginn. Ég man sér- staklega eftir bráögáfaöri konu, sem var aö einangrast, þar sem hún gat ekki notiö neins efnis viö sitt hæfi. Hún var reyndar svo lánsöm aö búa meö manninum sinum enn, en hann haföi ekki heilsu til þess aö lesa fyrir hana, þó heilsuhraustur væri aö ööru leyti. Ég benti henni á, aö hún gæti fengið spólur meö lesnu efni á Borgarbókasafninu, en þessar spólur eru sendar blindum og kallast „Bókin heim”. Segulband gat hún fengið lánaö hjá Blindra- félaginu i byrjun. Þaö er óhætt að segja, aö þessi uppgötvun breytti lifi hennar.” „Hún virti fyrir sér byggingar, sem hún hafði ekki séð nema í sjónvarpi í 15 ár” „Það er mjög átakanlegt aö vita af alblindu fólki, sem býr eitt. Þetta fólk fær ef til vill heim- ilishjúkrun tvisvar I viku, — eins og aílir ellilifeysisþ. geta fengiö en hefur . að öðru leyti ekki samband við fólk. Ég sagöi þvi fyrir fram á hvaöa timum vik- unnar ég myndi koma aö heim- sækja þaö og barnsleg tilhlökkun gagntók þaö. Þannig fékk ég margan góöan kaffisopann. Og siöan kom þessi spurning: „Hef- uröu tfma?” Þaö var svo innilega þakklátt, — jafnvel þótt þaö byggi inni á heimili meö öörum, aö ein- hver kæmi aö heimsækja það sér- staklega og heföi tima. Þegar ég kom I fyrstu heimsóknimar var eins og flóögáttir brystu. Ég varö aö leyfa sumum að tala allt upp I tvo og hálfan tima. Einangrunin var orðin svo geysileg. Ot komst þaö varla fyrir hálku. Ein kona sem ég kynntist var oröinsvo einangruö og mannfælin i sinu herbergi, aö hún vildi ekki tala viö neinn og haföi ekki komið út fyrir hússins dyr aö heita mátti i 15 ár. Hún var háöldruð og heyrnarsljó og varö ég aö tala alveg upp I eyraö á henni. Aöur haföi hún lifaö góöu lifi. Ég tók hana meö mér I bfltúr og fór með hana I stórverslanir. Þaö var eins og ég heföi gefiö henni gull. Þarna var Alþingishúsiö... Hún virti fyrir sér byggingar, sem hún haföi ekki séö f fjölda ára nema i sjónvarpi. Verslunarferöin var einnig mjög ánægjuleg. Reyndar gefur systrastarfiö svo mikiö, aö þaö er hálfgerö sjálfselska aö taka þaö aö sér. Og þetta er starf, sem maöur tekur með sér heim, þvi aö alltaf þarf aö hugsa út i leiðir til þess aö hjálpa. Ég er á þvi, aö margir lifi við þau skil- yröi, að þeir ættu aö fá fálkaorð- una fyrst þeir láta ekki bugast. í þvi sambandi detta mér I hug þrjár systur, sem búa saman. Ein er steinblind, önnur sér litið og sú þriöja er í barndómi. Þær eiga að visu góöa fjölskyldu en eru einar. Þegar sú yngsta, sem er alveg blind, fann hvaö veröa vildi, lærði hún aö prjóna munsturpeysur og þaö styttir henni stundir. önnur systirin prjónar útprjónaðar peysur viö lampa og báðar annast þær systur sina elstu, sem er i barndómi. Sem dæmi um smávið- vik, sem getur létt undir við svona erfiöar aöstæöur, langar mig aö nefna, aö á Þorláksmessu kom þaö fyrir hjá systrunum að sileki kom aö krana. Númerið,' sem þær höföu hjá ættingja svar- aöi ekki. Og þar sem enginn veg- ur er nú oröiö fyrir sjóndapra aö lesa I simaskrá — ekki einu sinni viö sterkustu lampa, hringdu þær i mig. Ég var svo lánsöm að þekkja pipulagningarmann, sem gat aðstoöað. Þaö er ekki svo erfitt aö gera öörum greiöa, ef maöur bara byrjar á þvi.” „Lög ná ekki yfir slíkar misþyrmingar^ „Ég hef lent I þvi aö kynnast svo mikilli eymdj að fulloröiö barn misþyrmir moöur sinni, sem getur ekki nokkra björg sér veitt. Ég reyndi að fá inni fyrir konuna en fékk hvergi. Plássleysi var á Grund og öldrunardeild Land- spitalans er aðeins fyrir þá, sem þurfa aö dveljast á spitala um stundarsakir — nokkurs konar endurhæfingarstöö eöa hvfldar- heimili. Þannig mátti ég horfa upp á vonleysi öldungs, sem skalf I návist sins eigin barns. Lög ná ekki yfir slikar misþyrmingar, nema konan myndi skrifa undir þaö, aö barn hennar yröi svipt sjálfsforráöi og það gerir enginn, fyrr en i fulla hnefana.” Nú er starf safnaöarsystur i Nessókn laust og af lýsingum þin- um aö dæma, þá er þetta ekki verk fyrir eina manneskju? „Ef vel ætti aö vera, þyrftum viö að hafa manneskju i fullu starfi og meö marga aöstoðar- menn meö sér. Maður fær það á tilfinninguna aö gera ekkert nógu vel I þessu starfi og eftir að ég hætti, held ég áfram aö heim- sækja suma, því að maður eign- ast vini.” Þú segist aðeins hafa litið til 30 af mörgum hundruðum? „Ég heimsótti talsvert fleiri og kom I hús, þar sem min var engin þörf. Svo var þetta byrjunarstarf og miklu timafrekara þess vegna. „Sem betur fer erum við laus við að þekkja framtíðina” Viö höfum mest talað um þá einangrun sem aldraðir búa oft viö, en hvaö með húsnæöið? „Húsnæöiö er yfirleitt gott nema á tveimur stööum, þar sem mér alveg ofbauö. Þar var t.d. engin baöaöstaöa og manni finnst vanta mikiö, þegar ekki er hægt aö fara I baö.” Heldurðu aö margir eigi eftir aö enda ævi sina á þennan hátt sem þú hefur lýst? „Viö getum öll átt þetta eftir. Ef viö vissum um allt, sem ætti eftir aö henda okkur á lifsleiðinni liöi okkur sjálfsagt ekki vel. Sem betur fer erum viö laus við aö þekkja framtföina. En við erum lika fljót aö gley#ma og erfið reynsla er til goös, ef maður koönar ekki undir henni. Hún ger- ir man sterkari og færari um aö skilja aöra. Ég man, aö ég skrif- aöi I minningabókina mina fyrir 20 árum aö dagurinn sem ég slasaöist úti i Þýskalandi væri mesti óhamingjudagur lifs mins. Nú þarf ég ekki endilega aö lita svo á.” Hvernig byrjaöi dagurinn sá? „Ég var á ferö i Munchen i einkabil og átti skammt eftir ófariö á áfangastað. Vissum við ekki annaö en viö værum að aka á einstefnuakstursgötu, — sem og var — þegar viö fengum allt i einu sporvagnsferliki inn I bilinn. Þetta var 23 tonna ferlíki á 60 km hraða, en hámarkshraöinn fyrir það var 30 km. Ég man, aö sem ég lá þarna á jörðinni, hugsaöi ég meö mér,af hverju þessi ósköp kæmu fyrir mig. Ólán henda alltaf einhverja aðra.ekki mann sjálfan. Illa slös- uö var ég flutt I sjúkrahús og kom i ljós, aö ég var margbrotin á mjöömum, viðbeinin i sundur og ýmis önnur innvortis meiösli. Þessu fylgdi óskaplegur sársauki, meiri en orö fá lýst, og ég man að- eins eftir einni deyfisprautu sem ég fékk á fyrsta deginum. Þaö var viö rannsókn. Þá var ég svo lán- söm aö hitta á lækni sem var Islandsvinur — haföi á stúdents- árum sinum komið til tslands og farið ráöandi yfir öræfin. Hann sá, aö ég var sárþjáö og aumkaði sig yfir mig. Þessi læknir var annar tveggja manna á þessu stóra sjúkrahúsi „Krankenhaus rechts der Isar” sem ég hitti enskumælandi en ég var alls niu vikur I sjúkrahúsinu.” „Við hverju er að búast á 3ja klassa?” „A gjörgæsludeildinni var ég i eina viku og þá I umsjón tveggja kornungra nunna, ásamt einni eldri, sem hjúkraöi mér. Nunnurnar skeyttu engu um ástand mitt og þegar þær bjuggu um rúmin, neyddu þær mig til þess aö setjast upp. Ég var alveg viss um, aö þær höföu ekki hug- mynd um hvaö var aö mér. Þó að ég sárbændi þær aö láta vera aö búa um rúmiö hlógu þær bara og fóru sínu fram. Að viku liðinni var ég færö af gjörgæslu og niöur á fyrstu hæð. Eftir þaö brá svo viö, aö ég fékk aö liggja kyrr i ruminu og var ekki hróflaö viö mér. Ég hafði veriö svo fárveik aö ég hafði litið sem ekkert nærst á gjörgæslu- deildinni, en ég hefði nú kannski reynt, ef ég hefði vitaö, hvað beið min. Ég komst nefnilega fljótt að þvi, aö fæöið þarna á fyrstu hæð- inni var lltið og lélegt. Smjör var aldrei á boðstólnum og mjög litið kjöt. Þaö eina, sem hægt var að fá aö vild, var kál. Ég bar kvartanir minar upp viö tannlæknisfrú eina, sem lá þarna meö mér, og sagði viö hana, aö þessi hungurlús nægði mér ekki. „Við hverju býst þú á þriöja klassa?” sagöi hún þá, og leiddi mig um leið f allan sann- leikann um deildaskiptingar sjúkrahússins.” >> Hef aldrei séð aðra eins prósessíu” A „Krankenhaus rechts der Isar” voru sem sagt þrjár mis- munandi deildir, Á þriöju deild var ódýrast aö vera og þar var eiginlega ekki gert gert ráö fyrir mat i sjúklingana. Á annari deild var meiri matur, en lik hjúkrun, og legupláss geysilega dýr. A fyrstu deild var hins vegar fullkomin þjónusta og svo dvr, að hún var aöeins fyrir a'iöm 'n. Ég fór nú aö skilja, hve- ’< ;na eiginmaöur tannlæknisf ■ .nar kom með allan þenr- • ■ ; t til hennar og allar þess. ’.r.dinu- dósir. Ég man enn þann dag i dag, þegar hún var að sporörenna sardlnunum. Þaö var sem sagt gert ráö fyrir þvi, aö sjúklingar fengju mat sendan utan úr bæ. Foreldrar minir komu út tiltölu- lega fljótt eftir þetta og byrjuðu aö bera I mig ávexti. Þótti mér gott aö fá þaö sem þau færöu mér. Fólk mátti koma á öllum tim- um I heimsókn og viö fengum góö- ar heimsóknir frá_ islenskum námsmönnum I Munchen. Þeir áttu gjarnan ákaflega elskulegar þýskar eiginkonur, sem vildu allt fyrir okkur gera. Ég man sér- staklega eftir einni, sem heim- so'tti mig aldrei öðruvisi en klædd i fagran þjóöbúning frá Bayern og i körfu bar hún heimabakaðar kökur og kaffi. Viö vitum, að stéttaskipting á spitölum en alltaf einhver en þarna keyröi úr hófi fram. Það leiö ekki á löngu, þar til ég fann, aö eitthvaö „stórkostlegt” væri i aðsigi. t tvo daga voru allir stifir og spenntir og á sprettinum við að þvoog spritta út I öll horn: Yfir- læknirinn — sá alæðsti meðal yfirlæknanna var væntanlegur ásamt friöu föruneyti. Ég held að ég hafi aldrei á ævi minni séð aöra eins prósessíu. Þarna gengu þeir tugir lækna og læknanema i rööum meö yfirlækninn i broddi fylkingar. Starfsliöið á spitalan- um hljóp hins vegar i felur og var aðeins einn fulltrúi þess viöstadd- ur. Mér leist ágætlega á yfirlækn- inn og þegar hann gekk fram hjá mér, benti ég honum aö koma að rúminu minu. Skelfingu viö- staddra verður ekki meö oröum lýst. Þetta virtist aldrei hafa gerst áöur, og sá, sem stóö við hlið yfirlæknisins, reyndi aö gera mér ljóst, meö bendingum og grettum aö svona lagað gerði maöur ekki. Yfirlæknirinn reynd- ist hinsvegar ósköp elskulegur maður ogkom aö rúminutil min. Seinna heimáóttu kona hans og dóttir mig og færöu mér kölnar- vatn. En starfsfólkiö virtist hald- iö ótta viö yfirboöarana og sam- bandsleysi við þá var algert.” „Ferðin virtist ætla að ganga snurðu- laust, þegar...”. Datt þér aldrei i hug aö láta flytja þig yfir á deild tvö? „Foreldrar minir spuröu hvort ég vildi þaö, en ég afþakkaöi, þar sem ég haföi vissu fyrir þvi, að hjúkrunin þar væri ekkert betri. í raun þá timdi ég ekki aö missa af „englunum” eins og ég kallaði þær góðu konur, sem önnuðust mig aðra hverja viku. Þær höfðu sál. A móti þeim unnu aftur á móti algjörlega tilfinningalausar herfurog þá var oft erfitt aö geta ekki rifist á þýsku, þegar þær voru á vakt. Eftir niu vikur var ég borin út. i sjúkrakörfu og átti ég aö taka flug til Islands frá Hamborg. Bróðir minn aöstoöaöi mig i lestinni til Hamborgar og var mér auk þess til mikillar upplyftingar, hljóp með „bekkeniö” á milli og gerði þærferðir miklu ævintýralegri en þær heföu þurft að vera. Ferðin virtist ætla aö ganga snuröulaust þegar lestin stoppaöi allt I einu og tilkynnt var, aö aftasti vagninn sem viö vorum i, kæmist ekki lengra vegna bilunar. Það var nú út af fyrir sig óheppilegt aö liggja bundin viö lestarrúm i biluðum lestarvagni langt frá áfangastaö, en þegar starfsmenn lestarinnar hótuöu aöskiljamig eftir þar sem ég var, tók gamaniö aö kárna. NÚ kom sér vel aö geta rifist á þýsku og var aödáunarvert aö sjá tilþrif bróður mins I þvi efni. Hann lét sig ekki, fyrr.en ákveöiö var að taka mig úr rúminu og bera mig i fremsta vagn. Það var þó betra en ekkert. t Hamborg beiö ræðis- maöur tslands I fylgd Rauða- krossmanna, sem fóru með mig i sjúkrahús á flugvellinum. Ég skildi ekkert I þeirri miklu viö- höfn sem ég varö vitni aö, en var svo sagt að ég væri aö vigja þetta flugvallarsjúkrahús. Ótrúleg til- viljun! Ég þarf ekki aö nefna, að þaö voru mikil viöbrigöi aö leggj- ast inn á Landspitalann i Reykja- vík og veröa þar aönjótandi hinn- ar bestu aöhlynningar eftir aö hafa upplifaö sjúkrahúsavist úti I Múnchen.” -FI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.