Tíminn - 18.05.1980, Blaðsíða 27
Sunnudagur 18. mal 1980
35
Tékknesk
vika
í gær hófst í Háskólabló
tékknesk kvikmyndavika og
mun hiin standa fram á fimmtu-
dag. Þessa daga gefst kvik-
myndahUsagestum tækifæri til
að sjá sex tékkneskar myndir en
þar af hafa 5 ekki verið sýndar
hér áður.
Tékkar eiga sér að baki mikla
hefð við gerö kvikmynda sem
hefst skömmu fyrir aldamót. Þó
nokkrir af kunnum listamönn-
um I greininni sem nU starfa á
Vesturlöndum hafa alist upp I
tékkneskri kvikmyndagerð og
er þar ugglaust fremstur í flokki
Molos Forman(Gaukshreiörið).
A þessu ári er áætlað að um 50
myndir i fullri lengd verði fram-
leiddar I Tékkóslóvaklu en árleg
framleiðsla á stuttum myndum
er um 1800. Þó nokkrar kvik-
myndahátíðir eru haldnar I
Tékkóslovakíu árlega og má þar
nefna Barnakvikmyndahátlöina
— í Háskólabíói
dagana
17. til 22. maí
I Gottwaldov og alþjóðlegu
hátiðina I Karlovy Vary.
Þetta mun vera I fyrsta sinn
sem tékknesk kvikmyndavika
er haldin hérlendis en að henni
standa auk Háskólablós,
Tékknesk-lslenska Menningar-
félagið og Tékkneska Sendiráö-
ið.
Þessi vika er kvikmynda-
þyrstum Islendingum kærkom-
in tilbreyting frá bandarísku og
bresku myndunum sem hér
næstum einoka markaðinn
og mættu fleiri kvikmyndahús
bjóða upp á svipað efni I fram-
tlðinni. Ég er þó ekki aö lasta
einn eða neinn þvl að á undan-
förnum árum hefur það frekar
færst I vöxt heldur en hitt að
tslendingum er boðið upp á eitt-
hvað annað en lélegar og
miðlungsgóðar afþreyingar-
myndir frá stærstu neysiumörk-
uöum heimsins.
Friörik Indriðason.
% Bandariski spæjarinn Nick Carter (Docolomanský) I myndinni
Adela er svöng hér I skemmtilegum félagsskap,en myndin er létt
gamanmynd um glæpamann sem elur jurt i þeim tilgangi að ná
sér niður á háskólakennara. Jurtin á að éta kennarann.
Himnahurðin breið?
Ruglings-
leg ádeila
Regnboginn
Himnahurðin breiö?
Leikstjóri Kristberg Óskarsson
Aðalhlutverk Ari Harðarson,
Ingibjörg Ingadóttir, Kjartan
Ólafsson (samdi tónlistina),
Valdimar örn Flygenring,
Einar Jón Briem, Bogi Þór
Siguroddsson og Erna Ingvars-
dóttir.
Kvikmyndin ,,Himnahuröin
breið?” var upphaflega rokk-
ópera frumflutt við Menntaskól-
ann við Hamrahlið en þaðan
koma allir sem aö óperunni og
kvikmyndinni standa. Hún ber
merki þessa þvi efni hennar og
ádeila eru viöhorf menntaskóla-
nema.
Þema myndarinnar er bar-
áttan milli góðs og ills en viðar
er komið við og deilt á neyslu-
þjóöfélagið, lögregluna og
kirkjuna. Hinsvegar er aðeins
lauslega tekið á hverju efni og
útkoman verður nokkuð
ruglingsleg ádeila sem skilur á-
horfendann eftir ringlaðan I
lok sýningar. Þetta er þó sér-
staklega vegna þess aö handrit
er mjög lélegt og söguþráður
þvi óljós.
Það fer ekki framhjá neinum
sem myndina sjá aö ekki liggja
miklir peningar að baki fram-
leiðslu hennar en miðað við all-
ar aðstæður þá hafa þau sem aö
henni stóðu færst of mikiö i fang
við gerð hennar.
Þrátt fyrir þessa vankanta
hefur myndin til aö bera marga
góöa punkta. Tónlistin var góö
og sömuleiöis textarnir við hana
en slæmur hljóðburður gerði
þaö að verkum aö hið fyrra naut
sin ekki sem skyldi. Þá má einn-
ig nefna mikla hugmyndaauðgi
viö umfjöllun efnisins og má þar
taka sem dæmi er djöfsi saltar
fórnarlömb sin niöur I sildar-
tunnur I helviti.
1 heild verður hér að taka vilj-
annfram yfir verkið þarsem hér
er um byrjendaverk að ræöa en
kvikmyndahornið hefur grun
um að aðstandendur þessarar
myndar eigi eftir aö þroskast til
stærri og betri verka.
Friðrik Indriðason.
0 Skuggar Sumarsins. Tveir af bófunum sem hafa tekið býli fjárbóndans Baran til eigin nota.
Tékknesku mynd-
irnar kynntar
FRI - Skuggar sumarsins: Leik-
stjdri Frantisek Vlacil, aðal-
hlutverk Juraj Kukura og
Marta Vancurova. Myndin ger-
ist I striðslok en þá voru sam-
göngurviða strjálar og Banda-
raitar (leyfar pólskra og úkra-
inskra SS-manna) reyndu aö
koma sér til Austurrlkis.
Hópur þeirra tekur hús á Bar-
an og hótar að myrða konu hans
og böm ef hann segir yfirvöld-
unum frá þvi hvar þeir séu.
Baran ráðfærir sig við lækninn
og þeir verða sammála um þaö
að utanaökomandi hjálp mun
kosta fjölskyidu Barans lifið.
Hann reynir þvi að leysa þetta
vandamál á eigin spýtur.
Stefnumót I Júll: Leikstjóri
Karel Kachyna aðalhlutverk
Daniela Koiarova og Oldrich
Kaiser. Jakub kemst að raun
um það að kennari hans á sum-
arnámskeiöi þvi i ensku sem
hann er á er sú sama Klara og
felldi hann á enskuprófinu. Hon-
um likar þó vel viö son Klöru,
Daviö, og vinátta þeirra færir
hann og kennarann hættulega
nærri hvort öðru.
Haltu honum hræddum: Leik-
stjóri Ladislav Rychman aðal-
hlutverk Ludek Sobota og Hel-
ena Vondrackova. Ales Brabek
kennir tónlist og fæst viö laga-
smiðar I tómstundum. Hann
vinnur til verðlauna fyrir eitt
lag sitt og er ráðinn til aö semja
lög fyrir nýja leiksýningu. Tim-
inn liður og Ales semur ekkert.
Kona leikstjórans finnur út að
Ales þarfnast óvenjulegrar upp-
örvunar áöur en hann getur
samið og hún tekur til sinna
ráða.
Adela er svöng: Leikstjóri
Oldrich Lopský aðalhlutverk
Miachal Docolomanský og Rud-
off Hrusinský. Nick Carter,
söguhetja þessarar skopstæl-
ingar kemur til Prag til að rann-
saka hvarf greifaynju. Lög-
reglustjóri staðarins segir hon-
um að greifaynjan Gert sé raun-
ar hundur. Nick kemst fljótt á
sporið er hann sér jurt (Adeiu)
eta pulsu og brátt fer leikurinn
að æsast.
Litla hafmcyjan: Leikstjóri
Karel Kachyna aöalhlutverk
Miroslava Safrankova og Pad-
ovan Lukavsky. Myndin er
byggð á einu ævintýra H.C.
Andersen þar sem konungur
hafsins ætlar að gifta yngstu
dóttur sina. Hún verður ást-
fangin af jarðárprinsi er hún
bjargar honum frá drukknun og
skiptir á rödd sinni og töframeð-
ali sem gerir henni kleift að lifá
ofa nsjdvar.
Krabat: Þessa mynd ætti aö
vera óþarfi að kynna þvi hún
var sýnd ekki alls fyrir löngu á
kvikmyndahátið Listahátiðar.
Stuttir
punktar
FRI - Heyrst hefur að kvik-
myndin The Last Waltz hafi
verið sýnd um nótt i einum kvik-
myndahúsanna hér i bænum.
Myndin sem fjallar um hljóm-
leika The Band og er gerð af
Martin Scorsese mun eftir öll-
um sólarmerkjum að dæma
verða tekin til sýninga i Tóna-
bió á þessu ári.
Ogtalandi um Tónabió þá hef-
ur það nú byrjaö aö sýna úr
myndunum Coming Hom'e (eftir
Hal Ashby með Jane Fonda,
John Voigt og Bruce Dern) og
Apocalypse Now (eftir F.F.
Coppola meö Martin Sheen, Ro-
bert Duvall og Marlon Brando).
Kvikmy ndaunnendur biða
spenntir eftir þessum tveimur
myndum sem alls staðar hafa
fengið frábæra dóma.
Hal Needam er nú aö gera
myndina Smokey and the Band-
it have a baby með Reynolds i
aðaihlutverkien þetta mun vera
framhald á myndinni Smokey
and the Bandit sem vakti mikla
hrifningu hér á landi.
Kvikmyndahornið
Umsjón Örn Þórisson og Friðrik Indriðason