Tíminn - 18.05.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. mai 1980
25
Halldór Pétursson:
Er silungur
fiskur
eða ormur?
Ég er sveitamaður að stofni
til, þótt ég kynni þar aldrei
réttri hendi f rass að taka. Samt
veit ég vel, hvaða gildi sveitirn-
ar hafa. Veröi þær lagöar í
auön, þýöir það gelding þess, er
við kölhim Islenska menningu.
Þegar þetta hugtak sat f lægstu
tröppu, og kaupstaöirnir búnir
að tapa málinu varð að leita til
sveitarinnar, er dögun hófst aö
nýju.
Kannski eru dalir okkar litils
virði hjá ameriskum dölu, en
horfiö til þriðja heimsins og
athugið kynbætur Carters-dala
þar og annarra góðverkaríkja,
sem ráöa yfir mynt til að smiða
drápsvopn og dreifa þeim á
hagkvæman hátt.
NU tildag er mikið skrifað um
fiskeldi og hafbeit, sem á að
koma i stað innistööu án sólar
og Utilofts og fjarlægja pillur og
sprautur. Ég hefi lesið allt sem
ég næ til um þetta mál, og er
mjög spenntur fyrir þvi, án þess
að hafa þar vit á eða þekkingu.
Þetta er efalaust framtíðarmál
og þaö stórt. Það, sem mér er
ekki slst ofarlega I hug, er hver
verður hlutur sveitanna i þess-
um málum. 1 þeim greinum,
sem ég hefi lesiö, er ekki talað
um annan sporðpening en lax.
Ekki lasta ég laxinn, og margir
bændur munu fá þar góðan hlut,
þó hugsa ég, að það kerfi þurfi
athugunar viöeins og svo margt
af þvi tagi.
Nú er það svo, að landbúnaöi
er llfsnauðsyn að fá fleiri
búgreinar. Landbúnaður okkar
framleiðir orðið góða vöru, en
hjá svona fámennri þjóð þýöir
ekki lengur aö hlaða Ur þeim
prýamlda meö þvi veröi, em
bændur þurfa að fá fyrir
framleiðsluna.
Eitt þykir mér undarlegt, aö I
öllum þessum fiskeldisgreinum
er hvergi minnst á silung. Eru
menn enn á máli Bjarts I
Sumarhúsum, að silungur, sé
ormategund. Þegar ég var að
potast upp um aldamótin, varð
ég þess lltt var, aö menn heföu
áhuga á slikri veiði. Þar sem ég
hafði afskammtað verksvit,
kom ég mér upp silunganetum
og lagði I Lagarfljót. Lagnir
voru þar ekki góöar. Þó veiddi
ég oft töluvert. Jú, þetta þótti
góður matur, en tímanum átti
ekki eyða I svona fikt, enda var
um heyskapartlmann og staöið
14—15 tíma á sólarhring.
Mér hefur sú heimska I hug
komið, hvort ekki mætti gera
silungsrækt að búgrein, bæði
sem Utflutning og stangarveiði
sölu. A Úthéraði, þar sem ég
ólst upp, er fullt af vötnum, fyrir
utan ár og stórfljót. í Hróars-
tungu er vatn við vatn, sem ég
hygg, að lltiö séu notuö, enda
hverfur veiöi úr vötnum, sem
ekki eru nýtt. Þar er stórt vatn,
sem álög hafa átt að hv.la á
aftanúr grárri fornöld, á þá leiö
að þar skyldi aldrei veiðast.
Fyrir nokkrum árum flutti GIsli
Hallgrlmsson, bóndi og skóla-
stjóri, þangað nokkra lifandi sil-
unga og urðu þeir fljótt kynsæl-
ir. Vatn er á Gönguskaröi, sem
kallaö var steindautt, en þangaö
voru fluttir silungar, og vatnið
tók fljótt við sér. 1 Lagarfljóti
fyrir ofan foss þyrfti sennilega
að skipta um og rækta stofn.
Þar var ég ásjándi aö netalögn
og leist ekki hvorki á stærð né
annaö.
Þarna og alls staðar þurfa að
fara fram rannsóknir á botn
gróöri og kyni, áður en hugað er
að framleiðslu. Ég er náttúrlega
ekki kunnugur i landinu, en alls-
staðar þar sem ég hef farið,
finnst mér ekki skortur á vötn-
um. Þá er ekki að spyrja um
heiðar og öræfi, þar sem vatna-
klasamir blasa við. Ég hef
tvisvar I blööum á siðasta ári
minnst á silungsrækt, en þar
hefur enginn undir tekið. Það
komast ekki allir I lax, og ég
hygg aö silungsveiöi á stöng geti
llka veriö skemmtileg og þar
geti llka myndast lygasögur.
Það er ekki heldur von meö alla
þá mennt, sem nú er, að mark
sé tekið á ólærðum. Aldrei hef
ég I orði né verki verið á móti
menntun, en þar er margs aö
gæta, og má þar minna á verka-
lýðshreyfinguna og eins I
bændastéttina. Orö þeirra, sem
þarhafa alistupp, eru oft minna
metin en skyldi. Um þaö
hvernig haga skuli silungsrækt,
er ekki mitt að leggja linu, en
helst hefði ég trú á, fyrir utan
rannsóknir, aö hreppar eða sér-
stök svæöi mynduðu félög meö
samvinnurekstri, sem gætu svo
aftur haft sambönd sln á milli.
Ég hef aldrei haft trú á stórum
hringum, sem úr verður hringa-
vitleysa, öllum til bölvunar.
Þótt ég giftur sé, hef ég aldrei
sett upp hring nema I gríni.
Ég trúi ekki ööru en silungur i
alls konar formi gæti oröið út-
flutningsvara ásamt þvl aö vera
þjóðarmatur. Tækist þetta, gæti
það oröið bændastéttinni stuðn-
ingur.
1 hverri grein um fiskeldi er
talaö um hafbeit. Mig rámar I
hvaö sllkt muni vera. Þar sem
ég ólst upp, lá oft snjór á jöröu
fr—7, mánuði, en þó var til oröiö
Utbeit, sem hafbeit er sniðiö
eftir. Sé þetta rétt skilið llst mér
vel á þessa beit og vil, að bænd-
ur verði aðilar þar að, þvl út-
beit, er nú aflögö og vart um
viðrun aö ræöa. Hafbeit mun
byggjast á afgirtum lónum, sjá-
fjaröarkjöptum eða afkimum
fjarða. En hvernig standa bænd
ur þarna að vigi. Allt, sem ég
hef nefnt nær til jarða viö sjó, en
þær munu nú bæði I eyöi og I
ýmsra höndum. Þarna munu að
standa riki hreppar og sýslur.
Þarna ætti að vera auðvelt um
að véla og útsýn I það að losna
við þá voðalegu plágu, sem
búskapur er talinn til. Ég er lltt
löglærður en skýringar þar um
ætti að fást kvalalitiö. Þegar ég
v.ar að prikast upp, heyrði ég
getiö um, aö jarðir ættu eins
konar lögsögu vissa vegalengd
frá sjávarmáli. Þetta var mikið
mál á Austfjöröum I þann tlð
vegna sildarinnar, sem þá gekk
nær á land. Ég hef trú á, að
þessi lög gildi enn, þvl sumt Ur
Grágás er enn I gildi. Þetta ættu
bændur vel að kynna sér með
það fyrir augum að geta oröið
hlutaöeigendur I hafbeitinni.
Þetta ætti eins að gilda um skel-
fiskveiðar. Þá er þaö sporðpen-
ingurinn á hálendinu, sem
bændur hafa eignaö sér vegna
þess, aö rollurnar hafa gengiö
þar. Um það réttlæti er ekki
mitt að dæma.
Eins og ég hef bent á, yrði allt
þetta að gerast með einhvers
konar samvinnu, og allir ættu
þá að hugsa með betri hluta
heilans, ef hann er til. Og ekki
væri Ur vegi að lesa vel um
frumherja samvinnunnar á
íslandi. Þar eru mörg gullvæg
dæmi, sem mjög hafa færst I kaf
i allri framfærslunni, og ekki ill
nauðsyn aö dusta af þeim rykið.
Gleymiö ekki Jakobi
Hálfdánarsyni með sjóðinn,
Benediktá Auðnum, þegar hann
var að rétta bændunum bækurn-
ar Ur safninu. A marga fleiri
munu þiö rekast á.
Halidór Pjetursson.
MASSEY-FERGU SON
DRÁTTARVÉLAR
TIL AFGREIÐSLU STRAX
M ASS E V -FE K(; l S() N I r,-s
Perkins dicselvél. 47 hö. 8 hraðastig áfram
og '2 afturábak. hjólbarðar 600xl6"6strl.að
framan og 12.4/11x28" 4 strl. að attan.
Stillanleg drattarslá.
MASSEY-EEKGl SON 125 ML'LTI-
POUEK
Perkins dieselvél. 47 hö. 12 hraðastig
áfram og 4 afturábak. hjólbarðar 600x16"
6 strl. að framan og 12.4/11x28" 4 strl. að
aftan. Stillanleg dráttarslá.
MASSEY-FEKGISON 165-8
Perkins dic^slvél. 62 hö.. 8 hraðastig
áfram og 2 afturabak, hjólbarðar 750x16"
6 strl. að framan og 16.9/14x30" 6 strl. að
aftan. Stillanleg dráttaislá.
MASSEY-FEKGl St)N 165 Ml'I.TI-
POU'EK
Perkins dieselvél. 62 hö.. 12 hraðastig
álram og 4 afturabak. hjolbarðar 750x16"
6 strl. að framan og 16.9 14x30" 6 strl. að
aftan. Stillanleg dráttarslá.
MASSE Y-F EKGl'SON 185 Ml'I.TI-
POU'EK
Perkins dieselvél. 75 hö., 12 hraðastig
áfram og 4 alturábak. hjólbarðar 750x16"
6 strl. að framan og 18.4/15x30" 6 strl. að
aftan Lyftutcngdur drattarkrokur.
Allar framangreindar dráttarvélar eru búnar tvöföldu tengsli. þrýstistilltu
vökvakerfi, mismunadrifslás, ræsi og rafgeymi af yfirstærð. vökvastýri. fúllkomnu
mælaborði, hlif yfir aflúrtaki, ljósabúnaði, handhemil. fót- og handoliugjöf, fjaðr-
andi sæti, þritengibeisli með yfirtengi, þverbita. skástifum og hliðarslátta-
keðjum, ásettri SEKUUA öryggisgrind.
\ ið SEKLKA öi \ ggisgi indina niá lá húskheðningu. sem breytir öryggisgrindinni i
vandað öryggishús.
Massey-Ferguson dráttarvélar afkasta miklu verki á skömmum tima.
Massey-Ferguson dráttarvélar tryggja lágmarks rekstrar- og viðhaldskostnað.
Massey-Ferguson dráttarvélar bjóða uppá mikil vörugæði ogtæknilega fullkominn búnað.
Massey-Ferguson dráttarvélar, sem búnar eru þrýstistilltu vökvakerfi og Multi-Power
vökvaskiptingu gefa fjölþætta möguleika á hagkvæmari vinnubrögðum,
hvort heldur er við jarðvinnslu, áburðardreifingu eða heyskap.
Nú er retti tíminn til að tryggja sér strax MASSEY-FERGUSON dráttarvél af
ofangreindum gerðum þar sem um takmarkað magn er aö ræða á hagstæðu
verði.
Hafið samband við kaupfélögin eða söludeild okkar
_________jOA<í££aÁvé£a/t A/
-hmsigilcladráttarvel SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS
MF
M.issev Fertjuson
Auglýsið í Tímanum
HURDA-
HLÍFAR
EIR - MESSING - STÁL
Hringiö og viö sendum pöntunarseöil með teikningum
fyrir móltöku.
BUKKVER
BL1KKVER
SELFOSSI
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.