Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.06.2007, Qupperneq 1
 Eftirlit Trygginga- stofnunar ríkisins (TR) hefur skráð 200 bóta- og tryggingasvika- mál á stuttum tíma. Flest málin varða bótasvik einstæðra foreldra. Hæstu fjárhæðir einstakra trygg- ingasvikamála eru mál sérfræð- inga í heilbrigðisþjónustu. Dæmi eru um mál einstakra sérfræðinga þar sem svikin hafa staðið um langt árabil og nema tugum millj- óna króna. Ábendingum í bóta- svikamálum einstæðra foreldra og vegna svartrar vinnu fjölgaði um rúmlega 250 prósent milli áranna 2005 og 2006. Gunnar Þ. Andersen, forstöðu- maður eftirlits TR, segir fjölgun skráðra bóta- og tryggingasvika- mála skýrast af því að sérstakt eftirlit var sett á fót innan stofn- unarinnar árið 2005. Hann segir afar erfitt að áætla hversu algeng bóta- og tryggingasvikamál eru. „En það er reynsla nágrannalanda okkar, sem hafa hert eftirlit mjög mikið að undanförnu, að svikamál eru mun algengari en talið var.“ Gunnar segir að þrátt fyrir að eftirlitið hafi skráð 200 mál að undanförnu sé það aðeins toppur- inn á ísjakanum. „Hvað varðar bótasvik einstæðra foreldra fáum við aðeins vitneskju um lítinn hluta þeirra brota sem viðgangast. Það sama á við um svarta atvinnu- starfsemi.“ Af þeim 200 málum sem stofn- unin hefur upplýst eru 117 mál einstæðra foreldra þar sem lög- heimili maka er rangt skráð til að hækka bótagreiðslur. Alls eru 69 mál vegna svartrar atvinnustarf- semi á tímabilinu og tíu mál sér- fræðinga í heilbrigðisþjónustu. „Við höfum þó fleiri mál sérfræð- inga til umfjöllunar og nokkur þeirra verða kærð til efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra. Í sumum tilfellum er um að ræða brot sem ná yfir langt tímabil og svikin nema háum upphæðum.“ Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir að taka þurfi á vandanum „ef það liggur klárt og kvitt fyrir hvort slík svik eru stað- reynd. Ég vil persónulega fara varlega svo ekki sé verið að bendla menn við þessa hluti að ósekju“. Björn Stefánsson , eða Bjössi í Mínus, hefur hamrað skinnin með bestu rokksveit Íslands síðan á síðustu öld. Nýja platan er „bara fín rokkplata sem við erum mjög sáttir við”. Tryggingasvikamál- um fjölgar margfalt Tryggingastofnun ríkisins hefur skráð 200 bóta- og tryggingasvikamál á stutt- um tíma. Bótasvikamál einstæðra foreldra eru algengust. Hæstu fjárhæðirnar eru í málum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem verða kærð til lögreglunnar. Á sjötta hundrað manns gekk á Esjuna í gær, en það er Íslands- met, að sögn Stefáns Aðalsteins Drengssonar, meðlims 5 tinda hópsins. „Það var ekki til neitt sérstakt Íslandsmet, við vildum bara setja það,“ segir Stefán. Hópurinn hvatti fólk til að taka þátt í að slá Íslandsmet í Esjugöngu á tólf klukkustunda tímabili og virðist það hafa tekist. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, allir hafa skrifað nafn og heimilisfang á blað og við munum fara nákvæmlega yfir það hversu margir þetta voru,“ segir Stefán. Rúmlega 500 gengu á Esjuna Sjómenn kepptu í kappróðri og ofurhugar þutu á sjóbrettum fram af bryggjunni á sjómanna- dagsskemmtun í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gær. Að sögn aðstandenda heppnaðist hátíðin vel og tóku margir þátt í viðburðunum. Konur jafnt sem karlar tóku þátt í koddaslag og Lúðrasveit verkalýðsins keppti við innfædda tónlistarmenn í kapp- róðri. Unga fólkið skemmti sér á sjóþotum og í vatnaþrautum. Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Hátíð hafsins verður sett á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn klukkan 14 í dag. Á Vestfjörðum verður líka mikil hátíð víða um firði. Á Flateyri verður glens á bryggjunni. Koddaslagur til hátíðabrigða Norska bókmenntaelítan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Völuspá og Heimskringla Snorra Sturlusonar séu tvö bestu bókmenntaverk Norðmanna. Handritin eru í fyrsta og öðru sæti á lista yfir 25 rit sem mælt er með að öll norska þjóðin lesi svo hún þekki menningararf sinn. Gísli Sigurðsson, rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, segir það vissulega staðreynd að Konungsbók Eddukvæða og Heims- kringla voru skrifaðar hér á Íslandi af íslenskum mönnum. „Völuspá er varðveitt í Konungsbók Eddukvæða sem er íslenskt handrit sem var skrifað hér á seinni hluta 13. aldar. Það sama á við um Heims- kringlu sem er íslenskt bókmenntaverk ef nota á þessi þjóðernishugtök yfirleitt.“ Gísli segir þennan misskilning vera nokkuð útbreiddan meðal almennings og að margir Norðmenn telji að Snorri Sturluson hafi verið norskur. „Þetta er hluti af sama máli og þjóðerni Leifs Eiríkssonar, svo þetta er allt hluti af sama grínþættinum.“ Listinn var útbúinn af dómnefnd á árlegri bókastefnu í Lillehammer í Noregi. Ekki eru allir Norðmenn þó tilbúnir til að viðurkenna listann. Kjell Tore Nilsen, lektor í norrænum fræðum, spyr í viðtali við netmiðilinn dagbladet.no. „Hvað myndum við segja ef Svíar myndu eigna sér Henrik Ibsen?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.