Fréttablaðið - 03.06.2007, Qupperneq 4
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
75
91
0
5/
07
INNRITUN
www.hi.is
Umsóknarfrestur
í grunnnám
er til 5. júní
Allt sem þú vilt vita og rafrænar umsóknir á www.hi.is
Rannsókn lögreglu
á Heiðmerkurmálinu svokallaða
gengur hægt. Reykjavíkurborg
hefur ekki skilað umbeðnum
gögnum til lögreglunnar, en
umrædd gögn eru grundvöllur
frekari rannsóknar, segir lögregla.
„Málið strandar á að menn eru
einhvers staðar í burtu bara,“
segir rannsóknarlögreglumaður,
sem bjóst við gögnunum „fyrir
einhverjum dögum síðan.“
Skógræktarfélag Reykjavíkur
kærði Kópavogsbæ og Klæðningu
ehf. í febrúar fyrir umdeildar
framkvæmdir í Heiðmörk. Taldi
félagið sig hafa tapað allt að 1.000
plöntum á framkvæmdunum.
Borgin tefur
rannsóknina
Nýkjörinn forseti Alþingis,
Sturla Böðvarsson, vék að starfs-
aðstöðu þingmanna og umræðu-
háttum í þinginu í ávarpi við setn-
ingu Alþingis á fimmtudag.
Sagði hann tíma til kominn að
endurskoða skipulag umræðu en
tók skýrt fram að hann væri ekki
að kalla eftir styttri umræðum
heldur skýrari skoðanaskiptum.
„Sem ráðherra varð ég marg-
sinnis vitni að því að þingmenn
komu óundirbúnir í umræðu og
það tel ég ekki boðlegt,“ sagði
Sturla í samtali við Fréttablaðið.
„Þingmenn verða að líta í eigin
barm. Að vera vel undirbúinn er
vísasti vegurinn til að koma fram
athugasemdum. Hnitmiðaðar
ræður þingmanna sem hafa kynnt
sér málin vel leiða sjálfkrafa til
styttri umræðu,“ segir hann.
Sturla vill ekki taka svo sterkt
til orða að segja þingmenn flytja
ræður um mál án þess að vita nokk-
uð um þau en bendir á að við lestur
þingræða sjáist glögglega að góður
undirbúningur skipti miklu máli.
Landsbyggðarkjördæmin þrjú;
Norðvesturkjördæmi, Norðaustur-
kjördæmi og Suðurkjördæmi eru
feykilega stór og víðfeðm og eftir
því erfið og seinleg yfirferðar.
Sturla vill búa svo um hnúta að
þingmenn þessara kjördæma geti
betur sinnt málum heima í héraði.
„Þinghaldið yfir veturinn þarf
að taka betur mið af þessum
aðstæðum og þingmenn að fá betra
svigrúm til að fara um kjördæmið
án þess að láta sig vanta á þing-
fundi.“
Fjölga megi kjördæmavikum
yfir vetrarmánuðina og eins megi
hugsa sér að landsbyggðarþing-
menn fái aðstoðarmenn, líkt og
áður hefur verið rætt um.
Sturla segist hafa hugsað þessi
mál rækilega en vill kynna hug-
myndir sínar innan forsætisnefnd-
ar þingsins og fyrir þingflokksfor-
mönnum áður en hann ræðir þær
frekar.
Nokkrar endurbætur hafa orðið
á starfsaðstöðu Alþingis á umliðn-
um árum en Sturla segir frekari
úrbætur mikilvægar. Lítillega hafi
verið rætt um hvernig skipuleggja
beri Alþingisreitinn í miðborg
Reykjavíkur og nú þurfi að marka
skýra stefnu um nýtingu lóða í
góðu samstarfi við borgaryfirvöld.
„Starfsaðstaðan hefur batnað en
þær breytingar snúa fyrst og
fremst að aðstöðu starfsmanna
þingsins. Enn skortir á góða vinnu-
aðstöðu þingmanna og til þess vil
ég líta,“ segir Sturla.
Undirbúningur fyrir
umræður oft of lítill
Sturla Böðvarsson forseti Alþingis hvetur þingmenn til að vanda betur undir-
búning ræða. Málflutningur verði hnitmiðaðri og umræður styttri. Hann vill
fjölga kjördæmavikum til að bæta starfsaðstæður landsbyggðarþingmanna.
Tólf ára nemendum sem brutust inn í
Rimaskóla á þriðjudag, mölvuðu rúður og krotuðu á
veggi, hefur tímabundið verið vikið úr skólanum.
Þessir sömu nemendur höfðu áður verið staðnir að
umfangsmiklu veggjakroti.
Lögregla telur málið upplýst og mun senda það
áfram til Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Farið
verður fram á að foreldrar barnanna sem í hlut áttu
bæti fyrir tjónið.
„Stúlknaklósettið var sérstaklega illa útleikið af
veggjakroti og viðbjóði, krotað var á veggi hátíðar-
salar og standfánum skólans var ekki hlíft við kroti
og krassi.“ Svona lýsir Helgi Árnason, skólastjóri
Rimaskóla, aðkomunni í bréfi sem hann sendi
foreldrum nemenda skólans.
„Það hafa stundum verið brotnar rúður eða krotað
á veggi, en aldrei neitt svona alvarlegt,“ segir Helgi.
Hann segir þetta líklega versta agabrotið í hans tíð.
Helgi segist í kjölfar skemmdarverkanna hafa
ítrekað beiðni um öryggismyndavélar við skólann, en
eftir slíku hefur verið sóst frá stofnun skólans.
„Þetta gerðist um hábjartan dag, milli sex og átta, og
þjófavarnarkerfið var ekki komið í gang og enginn í
skólanum,“ segir Helgi.
„Rimaskóli er nokkuð vel búinn, en þarna fóru
nemendur inn á stað sem þarf að huga betur að,“
segir Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs
Reykjavíkurborgar.
Þrennt var
handtekið og eins er leitað vegna
áætlunar um að sprengja
eldsneytisleiðslu John F.
Kennedy alþjóðaflugvallarins í
New York í gær.
Eldsneytisleiðslan liggur í
gegnum íbúahverfi, en að sögn
lögreglu fengu hinir grunuðu
ekki tækifæri til að hrinda
áætluninni í framkvæmd.
„Hefði þessi áætlun náð fram
að ganga hefði það leitt til
ótrúlegrar tortímingar,“ sagði
Roslynn Mauskopf saksóknari.
Einn hinna handteknu er
fyrrverandi þingmaður Gvæjana
í Suður-Ameríku. Að sögn
lögreglu hafði fyrst komist upp
um áætlunina í janúar í fyrra.
Ætluðu að
sprengja flugvöll
Nýtt leiðakerfi
Strætó bs tekur gildi í dag. Tíðni
ferða minnkar og aka nú allir
vagnar á 30 mínútna fresti, nema
leiðir 23 og 27. Þegar vetraráætl-
un tekur gildi munu ákveðnar
leiðir aka á 15 mínútna fresti.
Breytingar hafa verið gerðar á
leiðum í Breiðholti, Garðabæ,
Grafarholti, Grafarvogi, Hafnar-
firði og Kópavogi. Fjórar leiðir
eru lagðar niður, en sex aðrar
leiðir taka við hlutverki þeirra.
Nánar má kynna sér breytingarn-
ar á heimasíðu Strætó bs, www.
bus.is.
Breytingarnar eru, samkvæmt
upplýsingum Strætó bs, til þess
fallnar að spara rekstrarkostnað
og koma til móts við óskir
viðskiptavinanna.
Aka nú á 30
mínútna fresti
Skólaslit áttu sér stað í
grunnskólum víða um land á
föstudag. Gunnar Gíslason,
deildarstjóri skóladeildar á
Akureyri, segir að minnst
tveimur skólum á Akureyri hafi
verið slitið í gær. Þeim sé slitið
svo snemma þar sem kennararn-
ir hafi ekki tekið starfsdaga yfir
veturinn,
Í Reykjavík hafa skólaslit
þegar átt sér stað í tveimur
grunnskólum, í Hvassaleitisskóla
og Skóla Ísaks Jónssonar, en
þessum skólum var slitið 30. maí.
Birna Sigurjónsdóttir, starfsmað-
ur Skólaskrifstofu, segir að
ekkert vetrarfrí hafi verið tekið í
þessum skólum og því hafi verið
hægt að slíta skólunum svo
snemma.
Öðrum grunnskólum verður
slitið í þessari viku. Hefst þá
sumarfrí grunnskólabarna. Mörg
þeirra sækja skipulegt starf
sveitarfélaga fyrir börnin.
Skólum þegar
verið slitið