Fréttablaðið - 03.06.2007, Síða 13

Fréttablaðið - 03.06.2007, Síða 13
Garðar Víðir Gunnarsson er einn þeirra sem útskrifast af lagadeild Háskólans í Reykjavík um næstu helgi. Hann hóf nám ásamt áttatíu öðrum árið 2002. „Eftir á að hyggja er ég mjög sáttur við að hafa valið Háskólann í Reykjavík,“ segir hann. „Hann hefur staðið undir þeim vænting- um sem ég gerði til hans, bæði hvað varðar gæði námsins og sam- band kennara við nemendur.“ Hann segist hafa valið skólann að vel ígrunduðu máli, enda sé áhætta fólgin í að hefja nám við nýstofnaða lagadeild. „Það voru vissulega efasemdir í upphafi, en ég hitti Þórð deildarforseta á stóra háskóladeginum og hann lýsti fyrir mér sinni sýn á námið. Mér fannst þessar breyttu áhersl- ur spennandi og ákvað að slá til.“ Mikill meirihluti útskriftar- nemanna ætlar beint út á vinnu- markaðinn en Garðar er ekki einn þeirra. Í haust ætlar hann til Stokk- hólms í Svíþjóð að læra alþjóðleg- an gerðardómsrétt. „Þetta er nám sem enginn Íslendingur hefur lært áður, og ég er mjög sáttur við að komast þarna inn. Það er mikil samkeppni um hvert sæti.“ Garðar segir félagslífið í skól- anum hafa verið gott, þrátt fyrir erfitt nám við nýja deild. „Félags- lífið var svolítið sérstakt til að byrja með, en hópurinn sem byrj- aði hefur haldið vel saman. Það var alltaf tími fyrir félagslífið inn á milli lestursins.“ Þegar orðið „lögfræðingur“ er nefnt hugsa margir eflaust til Denny Crane í Boston Legal þátt- unum, Lionel Hutz í Simpsons þátt- unum eða jafnvel Matlock. Hið rétta er að langfæstir lögfræðing- ar vinna við eiginlegan málflutning og starfið er ekki alveg jafn spenn- andi og það virðist vera í banda- rískum lögfræðiþáttum. „Í grófum dráttum þurfa lög- fræðingar að reyna að sjá fyrir þær hindranir sem kunna að vera í vegi fyrir því sem fyrirtækið ætlar að gera,“ segir Þórður S. Gunn- arsson, deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. „Meginhlutverk lögfræðings í dag er að koma í veg fyrir að vanda- mál komi upp, sem kosta fyrirtæki oftast heilmikla peninga og tíma að fá leyst með dómsmáli. Hann ráð- leggur fyrirtækinu þegar verið er að taka ákvörðun um að fara í þessa átt eða hina.“ Í dag eru langflest stærri fyrirtæki landsins með lögfræðing á sínum snærum, og stefnir í mikla aukningu eftirspurnar eftir þeim í viðskiptalífinu, að sögn Þórðar. „Í dag eru svona fimmtíu til sex- tíu dómarar starfandi á landinu, og þeim fer ekki fjölgandi á næstunni. Á hinn bóginn eru fyrirtæki sífellt að stækka og verkefni lögfræðinga í þeim geira að aukast.“ ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS ÚRVALS ÚTSÝNAR SALAN ER HAFIN Selva og Madonna di Campiglio 11 daga jólaferð 22.desember. 10 daga ferð 2. janúar. Vikulegt flug alla laugardaga frá 12. jan. 9 daga páskaferð 15.mars. Verð frá 69.900 á mann í tvíbýli með morgunverði í eina viku á hótel Montana í Madonna 12. janúar. Innifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og akstur erlendis. Kitzbühel – Kirchberg, Flachau, Wagrain og Alpendorf 9 daga ferð 10. janúar. Vikulegt flug á Salzburg frá 19. janúar til 8.mars. 10 daga páskaferð 15. mars. Verð frá 69.400 á mann í tvíbýli með hálfu fæði í eina viku á hótel Taxacher Hof í Kirchberg 19. janúar. Innifalið: Flug, gisting og íslensk fararstjórn. Ítalía Austurríki Ítalía og Austurríki hafa verið vinsælustu áfangastaðir skíðaunnenda undanfarin ár og ekki að ástæðulausu. Madonna di Campiglio, fallegt fjallaþorp á Ítalíu, er með þægileg- ustu brekkurnar og frábæra aðstöðu fyrir snjóbrettafólk. Selva del Gardena er einn þekktasti skíðabær Ítalíu og er jafnframt eitt besta skíðasvæði í heimi. Salzburger Sportwelt og Kitzbühel/Kirchberg eru með bestu skíðasvæðum Austurríkis. Það er kjörið að gleyma hvað tímanum líður og þeytast alla daga niður frábærar skíðabrekkur af öllum stærðum og gerðum. Skelltu þér á skíði í vetur! www.uu.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.