Fréttablaðið - 03.06.2007, Side 60
a eftir
f i kj
Meiraprófsbílstjóri
Gámastöðin óskar eftir að ráða meiraprófs-
bílstjóra með full réttindi sem fyrst.
Sími 588 5100 / gamastod@emax.is
Gígja Heiðarsdóttir hefur
starfað hjá ÍTR í tvö og
hálft ár. Hún hefur nú
umsjón með vinnuskóla
fyrir ungt fólk á aldrinum
sextán til tuttugu ára
með þroskahömlun.
Gígja er annar af tveimur
umsjónarmönnum vinnu-
skóla fyrir ungt fólk á aldr-
inum sextán til tuttugu ára
með þroskahömlun „Ég er
að sjá um skólann í fyrsta
skipti í sumar en ég hef
unnið hjá Sérsveitinni, sem
sér um allt félagsstarf fyrir
fatlaða hjá ÍTR, í tvö og
hálft ár,“ segir hún.
Gígja segir að það hafi
eiginlega verið tilviljun sem
réði því að hún fór að vinna
hjá Sérsveitinni. „Eftir að
ég kláraði stúdentinn ákvað
ég að taka mér árs pásu og
byrjaði að vinna með börnum
í Öskjuhlíð, frístundaheim-
ili fyrir Öskjuhlíðarskóla.
Mér fannst þetta svo gaman
að ég fór alltaf lengra og
lengra og ákvað svo að drífa
mig í kennaranám. Núna er
ég í fjarnámi með hundrað
prósent vinnu því mér finnst
vinnan mín svo skemmtileg
að ég tími ekki að hætta,“
segir hún og hlær.
Til stendur að breyta
aðeins fyrirkomulagi vinnu-
skólans sem Gígja sér um
í sumar. „Krakkarnir hafa
flestir verið í bæjarvinnunni
frá þrettán ára aldri og yfir-
leitt hætta þeir um fimmtán
ára aldur. Við viljum breyta
því þannig að um sextán
ára aldur fái þeir aðeins að
kynnast vinnumarkaðnum
og prófa fjölbreyttari störf.
Núna erum við því að reyna
að finna pláss fyrir þá á
hinum ýmsu vinnustöðum
fyrir sumarið og ráða
starfsfólk sem mun fylgja
þeim inn á vinnustaðina.
Við erum opin fyrir öllu,
hvort sem vinnustaðir eru
tilbúnir til þess að láta
okkur hafa heilar stöður
sem krakkarnir geta skipt
á milli sín eða bara bjóða
þeim upp á starfskynningu,“
segir Gígja.
Þó mikið sé að gera
þessa dagana við skipu-
lagningu sumarstarfsins er
Gígja mjög ánægð í vinn-
unni. „Þetta er bara alveg
frábært, skemmtilegasta
vinna í heimi,“ segir hún og
hlær.
Skemmtilegasta
vinna í heimi
Erlendir ríkisborgarar á
Íslandi voru frá 122 lönd-
um í árslok 2005.
Félagasamtökin Ísland Pan-
orama standa um þessar
mundir fyrir herferð undir
yfirskriftinni, Inn við beinið
erum við öll eins, en mark-
mið samtakanna er meðal
annars að vinna að auknum
skilningi og gagnkvæmri
virðingu fólks af ólíkum
uppruna sem búsett er á
Íslandi.
Í árslok 2005 voru 13.778
erlendir ríkisborgarar með
lögheimili á Íslandi. Á sama
tíma voru 15.045 Íslending-
ar með lögheimili á Norður-
löndunum en auk þess býr
fjöldi Íslendinga í öðrum
löndum víða um heim.
Erlendir ríkisborgarar á
Íslandi voru frá 122 löndum
og voru flestir frá Póllandi
(3.221), Danmörku (903),
Þýskalandi (781), Filipps-
eyjum (771) og frá löndum
fyrrum Júgóslavíu (703).
www.sa.is
Panorama stendur
fyrir herferð