Tíminn - 26.09.1980, Page 5
Föstudagur 26. september 1980
5
ALTERNATORAR
OG STARTARAR
BÍLARAF
Borgartúni 19 - Sími 24700 «
Hagstætt verð
svartadauða
— miðað við tímakaup og verð annarra nauðsynja
HEI — Eins og Timinn benti á
nýlega hefur rikisvaldinu tekist
að halda verðlagsþróun á
„brjóstbirtu” mjög hagstæðri
fyrir neytendur undanfarin tvö
ár. Afengisvarnarráö hefur
kannaö málið lengra aftur i tim-
ann og komist að þeirri niður-
stöðu að verð á svartadauða er
einnig mjög hagstætt miðað við
þann samanburö.
Timakaup i hafnarvinnu er
sagt hafa verið 1,45 krónur i
nóvember árið 1937. Þá kostaöi
svartidauöinn 8,50 kr. Nú er
timakaupiö i hafnarvinnunni
sagt 2.263 kr. svo svartidauöinn
ætti þá aö kosta 13.266 kr. ef
hlutföllin hefðu haldist. En
verðið er þó hinsvegar aðeins 11
þús. kr.
Háðið geröi einnig verð-
samanburö miðað við ýsu og
kaffi á árinu 1967. Útkonian af
þvi varð sú, að svartidauðinn og
soðningin hafa nær hækkað i
sama hlutfalli en hinsvegar ætti
dauöinn nú að kosta nær 20 þús.
kr. ef hann heföi hækkað eins og
kaffið á þessu timabili.
„Valdatafl í Valhöll”
og „Forseta
kjörið
1980”
meðal bóka
titla hjá Erni
og Örlygi, í ár
AB — Þvi verður ekki neitað að
ansi mikil forvitni vaknar, þegar
titlar eins og ofangreindir eru
baröir augum, en það er i raun
heilmargt forvitnilegt á Utgáfu-
lista ársins, hjá þeim Erni og
örlygi.
Lang stærsta og mesta verkiö
sem nú kemur út hjá þeim er
endurútgáfa á „Landiö þitt”, en
það kemur nú út i afar auknu og
endurskoðuðu formi, og hefur
Steindór Steindórsson endurskoð-
að og aukið við báöar fyrri
bækurnar. Bókin mun nú bera
titilinn „Landið þitt-Island”, og
verður þetta fyrsta bindi af
fjórum. Helgi Magnússon cand.
mag. bjóverkiö til prentunar.
2. bindi „Steingrimssögu”
(Steinþórssonar) kemur nú út
hjá fyrirtækinu. Bókin er byggð á
dagbókarhandriti Steingrims og
hefur Andrés Kristjánsson búið
hana til prentunar.
„Heimsmetabók Guinnes”,
(344 bls.) kemur út nú og er hún
þýdd af örnólfi Thorlacius. Bókin
er gefin út með geysimiklu
islensku efni sem Steinar J. Lúð-
vlksson hefur tekiö saman.
Islenska efniö er aðallega ætlað
lesendum til samanburðar, fróð-
leiks og skemmtunar.
„Valdatafl i Vahöll” er hún er
eftir tvo blaðamenn Morgun-
blaðsins, þá Anders Hansen og
Hrein Loftsson, og fjallar um
va1dabaráttuna innan
Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun
vera fyrsta bókin sem skrifuð er
á Islandi um samtimaatburöi i is-
lenskum stjórnmálum. Annar tit-
ill, sem eflaust vekur álika at-
hýgli er „Forsetakjörið 1980”, en
hún fjallar aö sjálfsögðu um sið-
ustu kosningar, en spannar þó öll
forsetakjörin. Þessi bók er eftir
Guðjón Friöriksson og flestar
ljósmyndirnar eru eftir Gunnar
Elisson. Bók þessi veröur einnig
gefin út á ensku.
Steinar J. Lúðviksson sendir
frá sér 12. bindi i flokknum
„Þrautgóöir á raunastund”(1903-
1906). Steinar rekur meöal ann-
ars i bók þessari sjóslysiö þegai
Kútter Ingvacfórst við Viðey 1906
SéraAgúst Sigurösson frá Mæli-
felli sendir frá sér „Forn
frægðarsetur”, þar sem hann
fjallar um kirkjusetur, m.a.
Þingvelli.
örn og örlygur gefa nu út
fyrstu islensku visindaritgerðina
um islenskar tónmenntir. Þaö er
bókin „Islenskar tónmenntir”
eftir dr.Hallgrim Helgason.
Bók þessi verður aöeins gefin út
i um fimm hundruð eintökum sem
öll verða tölusett og árituö af
höfundi.
Jón Bjarnason frá Garðsvik
heldur áfram bændaumfjöllun
sinni i bókinni „Hvað segja
bændur nú?”.
Frá Snjólaugu Bragadóttur frá
Skáldalæk kemur nú ný bók eftir
þriggja ára hlé. Er það skáldsag-
an „Dægurlagasöngkonan dregur
sig i hlé”.
Von er á „þriller” frá Jóni Birgi
Péturssyni. Sá nefnist „Einn á
móti milljón”. örlygur segist
vera sannfæröur um þaö, að ef
Jón skrifaði á enska tungu og
sviðsetti sögur si'nar i erlendu
umhverfi, þá væri hann einn af
metsöluhöfundunum.
Pétur Hafstein Lárusson hefur
skráð frásagnir Stefáns frá
Möörudal, og nefnist bokin
.Fjallakúnstner segir frá.”
Ot kemur bókin „Sunnevu-
málin”, eftir Dominic Cooper, og
fjallar hún um hin viðfrægu
Sunnevumál þeirra Austfiröinga.
Cooper dvaldist hér á landi i tvö
ár, á meðan hann vann að gerð
bókarinnar, en hann skráði hana
á ensku, og Fransiska Gunnars-
dóttir þýddi.
Þá kemur út bók frá kreppu-
árunum— skáldsaga meö sýni-
legu, sannsögulegu ivafi. Hún
nefnist „Striðandi öfl” og er eftir
Stefán Júliusson.
8. bókin i bókaflokknum
„Frömuðir landafunda” veröur
nú gefin út i þýöingu Kristfnar
Thorlacius. Bók þessi mun fjalla
um Kólumbus. Ritstjóri bóka-
flokks þessa er örnólfur
Thorlacius.
Meðal barnabóka sem gefnar
verða út hjá Erni og örlygj eru
„Pina Pila”, eftir Kristján frá
Djúpalæk, en þetta er saga af
litilli mús, og hefur Pétur Hall-
dórsson myndskreytt, og bók sem
feðgarnir Þórir Guðbergssbn og
sonur hans, Hlynur örn gerðu i
sameiningu. Þórir gerði textann,
en Hlynur örn teikningarnar, og
var hann aöeins 11 ára þegar
hann gerði þær.
Að lokum má geta einnar
þýddrar barnabókar, sem er i
raun viðræg verölaunasaga.
Bókin nefnist i islenskri þýðingu
„Draugaspaug”, og er hún eftir
Jan Pienkowski, en Andrés Ind-
riöason islenskaði. Bók þessi hef-
ur notið gifurlegra vinsælda á
meðal barna, og heyrst hefur að
fullorðnir hafi ekki siður gaman
af henni.
Ford Bronco
Chevrolet
Dodge
Wagoneer
Land/Rover
Toyota
Datstin
og i flestar
gerðir bila.
22" kr. 698.000.00
Staðgreiðsluverð kr. 663.000.-
•
26" kr. 781.500.-
Staðgreiðsluverð kr. 742.500.-
Athugið:
Verð miðast við gengi
ágúst 1980
Engir milliliðir.
Einkaumboð á íslandi
SJÚNVARPSVIRKINN
ARNARBAKKA 2
sími 71640
Verð frá
29.800.-
i
Póstsendum
Varahluta-og
viðgerðaþj.
BLIKKVER
SELFOSSI
Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.
BIIKKVER
200 Kópavogur - Sími: 44040.