Tíminn - 26.09.1980, Síða 7
Föstudagur 26. september 1980
7
Er Jónas Kristjánsson að
sækjast eftir stöðu land-
búnaðarráðherra?
Þessa dagana er á hverjum
morgni lesiB i útvarp upp úr for-
ustugreinum Dagblaösins, sem
annarra fleiri blaöa. Mér hefur
einnig verið sýnt Dagblaðiö sið-
ustu daga. Fólki er farið að
þykja nóg um áróður ritstjóra
Dagbl. á islenskan landbúnað,
þennan hefðbundna, sem svo er
kallaður.
Þessi skrif likjast helst
leiftursókn eða heiftugu skyndi-
áhlaupiá striðsvettvang. Þaö er
engu likara en maðurinn hafi
fengið einhver övandi lyf til að
veröa djarfari og ófyrirleitnari i
orustunni. Hvað sem um þenn-
an óviðfelldna áróður má segja,
heldég endilega aö þarna skjóti
Jónas yfir markið: ofstækið er
svo vægðarlaust.
Ætli þeir tslendingar yrðu
ekki i minnihluta sem vildu
leggja landbúnað niður meö öllu
á Islandi i eitt skipti fyrir öll?
Sem betur fer bera Islendingar
meira ættjarðareðli i brjósti
sinu en svo, þó eitthvað mætti
laga og betrumbæta i þessari
atvinnugrein, sem og öðrum.
Satt aðsegja hélt ég að enginn
viti borinn Islendingur vildi
leggja mannorð sitt i það aö
reka jafnheiftugan atvinnuá-
róður mót svo mörgum löndum
sinum. Ég held það fari ekki á
milli mála að Islendingar eru
það viti borið fólk að slikt of-
stæki lætur það lönd og leið,
hlustarekki á og sér að þarna er
úlfaldi gerður úr smáflugu.
Þegar aö er gætt er þarna á
ferðinni ósanninda- og ofstækis-
þvættingur. Annað orð getur
varla betur hæft. Svona blaða-
mennska hlýtur að teljast meira
en litið hæpin, þó ekki sé meira
sagt.
Eitt litið dæmi út af ofstækis-
þvættingi Jónasar Kristjáns-
sonar: Hann segir — Ekki
borgar sig að flytja inn erlent
fóður i mjólkurkúna, hagstæð-
ara væri aö flytja inn mjólk er-
lendis frá.
Þarna sló i baksegl hjá þess-
um ofstækismanni. Hann hefur
ekkert farið leynt með það aö
hann er fylgjandi framleiðslu
fugla- og svinakjöts i okkar
landi, en aftur á móti á að hætta
að framleiða dilka og nautakjöt
og yfirleitt leggja niður hinar
hefðbundnu framleiöslugreinar
i landbúnaði, sem eru þó fram-
leiddar að langmestu leyti á
islensku fóöri, á þvi sem islensk
jörðgefuraf sér. Aftur á móti er
svina-og fuglafóður að mestum
hluta inn flutt erlendis frá fyrir
erlendan gjaldeyri. Það er
gjaldeyrir sem Jónas telur vist
nóg til af, þvi hann vill láta
flytja allar landbúnaðarvörur
inn, sem við notum nú af okkar
búfénaði.
Svo er Guöi fyrir að þakka að
við búum i frjósömu land-
búnaðarlandi þrátt fyrir þess
þungu örlög, isa-ár og eldgos, en
hvað er það hjá öllum þeim
vanköntum og ég vil segja,
hörmungum sem aörar þjóðir
mega búa við?
Lifsreglur okkar íslendinga
standast áreiðanlega saman-
burð við flestra annarra, þó eitt-
hvað gallaðar séu. Það sem er
okkurmikilvægastaf öllu er það
að lifa i sátt við allt og alla.
tslenska þjóöin hefur engar ill-
deilur i huga til annarra lifandi
manna: þvert á móti. Hún er
reiðubúin til að rétta út hjálpar-
hönd, hvenær sem eftir er leitað
og leggur örlát fram sinn skerf,
þó fámenn sé, oft það vel úti lát-
inn að athygli vekur. Rétt er þaö
aðþessi þjóö hefur lengst af bú-
iðviðþröngan kosti þessu landi.
Hörð iifsbarátta hefur stælt
kjark, dugnað og áræði þess-
arar fámennu þjóðar alla tið.
Þvi hefur fólkið verið vinnu-
samt, sparsamt, nægjusamt, og
ekki boriö raunir sinar á torg út,
heldur lifað i sátt og unað vel við
sitt.
Ég lit þvi þannig á aö þeir
menn séu ekki vel séðir sem
taka sig út út hópnum og sýna
þjóö sinni óvenjulega ofstækis-
legan strákshátt, með skefja-
lausum illkvittnislegum áróðri
mót elsta og viröulegasta at-
vinnuvegi þjóöarinnar fyrr og
siðar, — reyndar gegn þvi f ólki
sem lif sitt á og hefur átt undir
afkomu landbúnaðarins frá
fyrstu tið.
Jónas segir að landbúnaður-
inn hafi alla tið veriö„baggi á
þjóðinni”. Þetta er ekki svara
vert, frekar en önnur vitleysa
sem þessi vesalings maður
segir. 011 vitum við að ef þetta
væri bert gróðurlaust sker væri
hér ekki lifvænt og hefði aldrei
verið. Það er jarðargróöurinn
og fiskurinn i sjónum umhverfis
landið sem gerir landið gott og
gjöfullt.
Hver maður sér að það skýtur
skökku við, að eftir meira en
ellefu hundruð ára búsetu i
þessu landi, stundum erfiða,
fyrst og fremst vegna ónógrar
ræktunar lands, skuli nú heyr-
ast rödd, aö visu hjáróma, um
eymd i okkar undirstöðuat-
vinnuvegi: nú þegar búið er að
leggja ómælda orku hugar og
handa i þaö aö byggja upp og
rækta sveitir þessa lands, svo
þær eru nú fylliiega i fremstu
röð á heimsmælikvarða miðað
við aðstæður og legu landsins.
Vegna þessara stóru fram-
kvæmda, sem er okkar dýr-
mætasta eign Islendinga, búum
við nú viðgóðæri á Islandi, þaö
svo að menn eru famir að tala
um velmegunarvanda. Hann
má aö visu viða finna i vel-
megunarþjóðfélagi, t.d. er ofát
og offita velmegunarvandamál,
ofdrykkja, óæskilegt
skemmtanalif og margt fleira.
Það er slæmt að menn skuli
vera það veikbyggðir að þeir
skuli ekki þola góöærið, heldur
umsnúast i einhverja áróðurs-
villinga og niöurrifsmenn.
Við bændur geymum enn i
minni herferöina sem á okkur
var gerð hérá áéunum. Við vor-
um hreinlega áfram piskaöir til
að framleiða sem mest. Allar
skepnur áttu að skila þeim
fyllsta arði sem af þeim var
hægt að pina með erlendu fóðri,
þegar annað ekki dugði. Menn
voru settir i embætti til að flytja
okkur boöskapinn og reka okkur
áfram. Stjórnmálamenn sumir
hverjir sögðu of t stór orð, hrein-
lega brigsluðu okkur um ó-
dugnaðog hvöttu til meiri fram-
leiðslu. Þetta er ekki gleymt þó
«kki verði frekar upprifjað hér.
Vegna þessa finnst okkur
þessum sömu bændum, sem
þetta máttu þola, skjóta nokkuð
skökku við núna þegar farið er
að gera árááir á bændur fyrir
offramleiðslu, eöa kannski rétt-
ara sagt, of mikinn dugnað. Það
þótti þó lengst af dyggð út af
fyrir sig á Islandi að taka
hvatningarorðum þeirra sem
vildu láta vinna vel. Það var
lengi metnaður i þvi fólginn að
vera afkastamikill og duglegur
maður. Slikir menn hafa lengst
af veriö eftirsóttir, en nú er öld-
in önnur i aðsigi, virðist vera.
Það hefur aldrei þótt karlmann-
legt að hafa mörg orð um vand-
ann, sem að höndum ber, hitt
hefur veriö I gildi aö snúast
orðalaust við vandanum og
vinna á honum bót, af hyggju-
viti og ráðdeild. Þetta þrifaráö
kann islensk bændastétt og
ætlar sér að nota. Þess vegna er
hún orðfá um þessar mundir, en
litt uppnæm fyrir illkvittnis-
blaöri óviturra blaðasnápa.
Vegna mikillar verðbólgu
verðurokkar framleiðsluverð of
hátt fyrir erlendan markaö.
Þetta gerir landbúnaöarvörur
litt seljanlegar á erlendum
mörkuðum nema meö óréttlát-
um niðurgreiðslum, óréttlátum
vegna þess aö varan fer ekki til
þeirra sem svelta og biöa henn-
ar. Það væri mannlegt að fram-
leiða mat á sanngjörnu veröi i
þann stóra kóp. sem hungrið
hrjair.
Ég segi það satt, aö það fer
alltaf illa i mig þegar talað er
um offramleiöslu á matvælum,
á meðan milljónir manna deyja
úr hungri á ári hverju. Allt hjal
um vandamál hjá okkur
tslendingum er hjóm eitt,
samanborið við miklu stærri
vanda sem aörir jarðarbúar
hafa við að búa. Hreinlega vil
ég segja, að ég blygðast min
fyrir okkur Islendinga að vera
með harmavæl i öllu góðærinu
hér. Við vitum það öll að hér er
ekki um neinn óviðráðanlegan
vanda að eiga. Þetta er innlend
vitleysa, sem hægt er að laga
hvenær sem allir eru tilbúnir til
að leggja sitt að mörkum og
hagræða hlutunum á hagstæðan
hátt fyrir okkur öi)
Við vitum öll að hvergi er
betra að lifa i heiminum en á
tslandi i dag. Héreru öll skilyrði
til að láta sér liða vel viö þau
lifsskilyrði sem við eigum. Þeir
sem ekki viðurkenna það og
heimta meira ættu að leita til
annarra og lofa friðsömum
tslendingum að lifa i sinu fagra
landi i friði óáreitta. Það er öll-
um fyrir bestu. Okkur ber öll-
um aö standa sameiginlegan
vörð um undirstöðu atvinnuvegi
okkar gamla og nýja, manndóm
okkar og mennt. Ef við getum
það þá megum við vera Guði
okkar þakklát fyrir aö vera
Islendingar.
Valgarður L. Jónsson,
frá Eystra-Miöfelli.
Ólga innan Efnahags-
bandalagsins
Undanfarnar vikur hafa
fregnir borist til okkar að utan,
um mikinn vanda, sem steðjar
aödönskum bændum, um gjald-
þrot meðal þeirra mörgu i
hverri viku og taugaveiklun
vegna viðhorfa I efnahagsmál-
um, þegar bændur eygja engar
leiöir tii að leysa þau.
Það er af sem áður var þegar
markaðsmálin voru i himnaiagi
svo aö velgengni virtist alls-
staöar blasa við og peninga-
flóöiB fór um gjörvallar
byggðir, kaup hækkaði og dýrtið
óx áþreifanlega. Það var á
fyrstu árunum eftir að Danir
gengu I Efnahagsbandalagiö.
Nú er þaö af sém áður var. Nú
eru Danir I vonlausri sam-
keppni meö afurðir sinar á al-
mennum markaði svo að þeir
leitaum langvegu og til annarra
heimshluta eftir markaði fyrir
framleiðslu sina, jafnvel alla
leiö til Suöur-Ameriku. Sérlegir
sendimenn fara um löndin leit-
andi að smugum þar sem frá-
bærar danskar búvörur kunna
að finna kaupendur og neyt-
endur. Innan Efnahagsbanda-
lagsins hafa þeir keppinauta á
flestum sviöum og mæta þar
niðurboðum, en það er i mót-
sögn við allar fyrirætlanir
bandalagsþjóðanna.
En það eru ekki bara Danir,
sem eru i vanda. Bretar hafa
sent talsvert magn af lamba-
kjöti yfir sundið til Frakklands,
en Frakkar afneita nú þvi hátta-
lagi. þeir telja franska lamba-
kjötsframleiðslu óarðbæra þeg-
ar ódýrara kjöt streymir til
landsins. Bretar auka sauðfjár-
rækt sina og flytja lambakjöt i
talsverðum mæli yfir sundið i
mikilli óþökk franskra fram-
leiðenda sömu vöru.
I júni var slátrun hjá Bretum
36% meiri en I fyrra og i júlf 50%
meiri. Um það bil sem Efna-
hagsbandalagið var stofnað
sagði de Gaulle að Frakkar
gætu framleitt matvöru, sem
nægði öllum þáverandi stofn-
endum bandalagsins. Senniiega
býður náttúra landsins öll skil-
yröi til þess ef nútimatækni væri
þar gjörnýtt eins og gerist með
þeim þjóöum, sem lengst eru
komnar á braut tækninnar.
A hinn bóginn kvarta og
kveina breskir þegnar yfir inn-
streymi ávaxta frá Frakklandi,
svo aö þarna eru öldur óánægj-
unnar gagnkvæmar.
I fyrra geröist úlfúð milli
Frakka og Itala út af vinsölu
sem Frakkar töldu sér mjög til
miska af þvi að Italir hefðu
undirboð verðlags svo um
munaði.
Þar sem verðlagsþróun er
hæg vex framleiöslukostnaður
ekki að ráði og þær þjóðir, er
hafa stöðugt verðlag, geta aö
sjálfsögöu selt framleiðsluna
lægra veröi en hinar þar sem
allt fer ört hækkandi.
Miskliðin innan hinna ýmsu
þjóða bandalagsins nærist ein-
mitt af þessum ástæðum fyrst
og fremst en auðvitað hefur
veðurfar einnig sitt að segja
þegar svo vei árar að offram-
leiðsla gerist veruleg miðað við
innanlandsþarfir. Opinber að-
stoðtil framleiðslunnarhefur og
þýðingu en hún er misjöfn frá
landi til lands, þvert á móti þvi
sem Rómarsamningurinn sem
er forsenda bandalagsins geröi
ráð fyrir.
Danir virðast um þessar
mundir veröa harðast úti i sam-
keppninni. Um skeið fluttu Dan-
ir út grænmeti I miklum mæli
meö ágætum hagnaði. Peter
Walker landbúnaðarráðherra
Englands, hefur nýlega til-
kynnt, að auka beri útflutning til
Danmerkur á gulrótum, blóm-
káli,lauk — og meira að segja á
stilton-osti.
Þýski markaðurinn, sem á
fyrstu árum Efnahagsbanda-
lagsins gleypti allt sem
Hollendingar og Danir höfðu að
selja af matvöru frá vettvangi
landbúnaðarins þarf nú miklu
minna af þeim afuröum. Opin-
ber aðstoö til framleiðslu þeirra
vörutegunda innanlands hvetur
heimamenn til að auka hið
heimaaflaöa og eru ýmis dæmi
þess að framleiöendur fái þar
talsvert meira fyrir sina vöru en
verðá sömu vöru er á markaði i
smásölu.
Þegar svona gengur innan
Gísli
Kristjánsson
Efnahagsbandalagsins getur þá
nokkur hér undrast, að lltill og
lélegur markaður er fyrir is-
lenskar afurðir sömu tegunda
meöal þessara þjóða?
Við erum ekki aðilar en ólga
meðal umræddra þjóða kemur
óbeint okkur viö. Okkar offram-
leiðsla — miðaö við innanlands-
neyslu — hlitir nákvæmlega
sama lögmáli i markaðslegu til-
liti.