Tíminn - 26.09.1980, Síða 8

Tíminn - 26.09.1980, Síða 8
8 Föstudagur 26. september 1986 DANSSKOLI Sigurðar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir aliir almennir dansar, svo sem: BARNADANSAR — SAMKVÆMISDANSAR — DISCODANSAR — GÖMLU DANSARNIR O. FL. BRONS-SILFUR og GULLKERFI DSÍ KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Þróttheimar, ný og glæsileg æskulýðsmiðstöð v/Sæviðarsund Kópavogur: Félagsh. Kóp. (Kópavogsbíó). Örstutt frá skiptistöð SVK. Ath. Barnakennsla laugard. í Kópavogi Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ Umboðsmenn Tímans Norðurland Slaður. Nafn og heimili: simi: Hólmavik Vtgdis Kagnarsdóttir, Hópnesbraut 7 95-3149 Hvammstangi'. Hólmfriöur Bjarnadóttir, Brekkugeröi 9 95-1394 Blönduós Anna Guömundsdóttir, Hvassafelli 95-4316 Skagastrónd Arnar Arnórsson, Sunnuvegi 8, ab m Asa Jóhannsdóttir 95-4600 Sauöárkrokur: Guttormur Oskarsson, Skagf iröingabr. 25 95-5200 og 95-5144 Siglufjörður Friðfmna Slmonardóttir, Aöalgötu 21 96-71208 Olafsijóröur: Skuli Kriðfinnsson, Aöalgötu 48 96-62251 DaU Ik tírvnjar F'riðleifsson, Asvegi 9 96-61214 Akurev ri: Þóra Hjaltadóttir, 96-2*443 heimasími 22313 Sval'naröseyri: Kristján Ingóifsson (bilstjóri) llusavlk: Hafliöi Jósteinsson, Garöarsbr 53 96-41444 Kaufarhófn : Arm Heiðar Gylfason, Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn : Kristinn Jóhannsson, Austurvegi 1 96-81157 Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar úss 1FERÐAR Torg Giistafs Adólfs eins og þaö leit lít nálega hálfri öld eftir aö uppreisn Dalakarla var brotin þar á bak aftur meö blóöugum hætti. Blóðugur dagur í sögu Stokkhólms Siöasta alþýöuuppreisnin í Sviþjóð. sem verulega kveöur að, var gcrð árið 1743. Hún hófst i hinum stóru fjölmennu sveitum við Siljan, og henni var drekkt i blóði, þar sem nú er torg Gústafs Adólfs I Stokk- hólmi. Það geröist á heitum og sóirikum júnidegi. Dalauppreisnin er alkunnur atburöur i sögu Svia, er þaö fyrst nú nýlega, aö fundizt hafa i hermálaráöuneytinu skjöl, er sýna, að manntjón Dalakarla varð miklu meira en látið var i veöri vaka á sinni tið og loka- þáttur uppreisnarinnar miklu blóðugri. Þegar uppreisnin hófst, voru Sviar báglega staddir. Sænski herinn hafði lotið i lægra haldi i styrjöld i Finnlandi og oröiö að gefast upp fyrir Rússum. Fjöldi hermanna dó úr hungri og vesöld í búðum og á flutninga- skútum, þar sem herinn hafði orðið að láta af hendi mest af birgðum sinum. Vakti það mikla reiði i Sviþjóð, er fréttir bárust þangað um manndauð- ann. Fyrst beindist gremjan gegn hershöfðingjunum, og kröfur voru bomar upp um réttarrannsókn, dóma og refs- ingu. Margir, einkum i hópi bænda, heimtuðu að rikiserfingi, sem hefði þrek og hyggingi til þess að stjórna her fengi völd i land- inu, og augu þeirra beindust fyrst og fremst, að dönskum krónprinsi, Friðrik, sem áður varð Friðrik V. Danakonungur og tengdafaðir Gustafs III Svia- konungs. Hugmyndin bak við þetta var sú að koira á fót sam- bandi allra Norðurlandaþjóða undir einum konung:. Hvergi var jafnheitt i kolun- um sem i Dölunum, þar sem uppskerubrestur og dýrtið hafði magnað reiði fólks. A almennu landsþingi i Leksand sam- einuðust bændur um það i april- mánuði 1743, að enginn maður úr Dölum skyldi hlýöa her- kvaðningu fyrr en hershöfð- ingjunum heföi veriö refsað og nýr rikiserfingi valinn. Mánuöi seinna hittust fulltrúar byggðarlaganna f Dölum i Mora, og þar ákváðu bændur og hermenn i sameiningu að halda til Stokkhólms til þess aö fylgja kröfum sinum eftir. Markmiðiö var að þrýsta þingi og rikis- stjórn til hlýðni með valdi. Boðaxir voru sendar um héruð, og allar búðir og birgöa- stöðvar voru tæmdar aö vopn- um og skotfærum. Gamlir sókn- arfánarvoru teknir úr kirkjum, og menn vopnuðust öllu þvi, sem þeir náðu til — spjótum, öx- um, kylfum og sveðjum. Leið- togar voru kjörnir og siðan hélt öll hersingin, um fjögur þúsund bændur og sex hundruö her- menn, af staö til Falum og Hedemora og þaðan áfram i átt til höfuöstaðarins. Dalakarlar voru vanir miklum göngum, og þeim voru kunnar leiöir til Stokkhólms. Mikil skelfing braust út i Stokkhólmi, er þetta spurðist, meðal þingmanna og stjórnar- herra ekki siður en annarra. Dalakarlar höfðu áður hrundiö af stað uppreisnum hvað eftir annaö, og enginn gat fortekið nema tiltæki þeirra nú tendraði uppreisnarhug i öörum hlutum Sviþjóðar og jafnvel meðal al- þýðu i Stokkhólmi. Það segir sina sögu um það, að við öllu þótti mega búast, að auöug fjöl- skylda, Lohe, lét grafa i jörðu peninga sina og dýrgripi. Margt efnafólk flúði umsvifalaust burt úr borginni. 19. júni var sveit Dalakarla komin á næstu grös viö Stokk- hólm, og sama dag flutti boðberi þær fréttir, að friður hefði veriö saminn i Finnlandi með þeim skilyröum, að til rikis i Sviþjóð kæmi sá maður, sem Rússar samþykktu. Mörgum létti viö þessi tiðindi, og gamli konung- urinn reiö sjálfur á móti Dala- körlunum til þess aö sefa þá. En þegar hann hafði flutt yfir þeim sáttaræðu og snúið aö þvi búnu aftur til borgarinnar, ruddust Dalakarlar inn um tollvarða- hliöin og héldu þaðan undir blaktandi fánum eftir Drottningargötu að torgi Gústafs Adólfs. Þar fylktu þeir liði á nyröri hluta torgsins. Bændur og hermenn hverrar sóknar mynduðu einingu undir kirkjufána sína. Höfuðsmaður úr sænska hernum, Karl Tersmeden, sem þekkti vel til Dalakarla, segir svo frá, að hann hafi riðiö hesti sinum á milli bænda frá Mora og Ledsand þarna á torginu og átt tal við forystumenn þeirra. Ekki voru bændurnir allir á torginu. Hópar þeirra, mismunandi fjölmennir, voru á næstu torgum, og margir voru á ferli i götunum i kring, þar sem þeirkeyptusérmat i búöum, og töluðu við menn úr borgarvarð- liðinu og fólk, sem þeir hittu úti við. Meðan þessu fór fram réði rikisstjómin ráðum sinum, og þau ráð hnigu að þvi að kalla til herliö, sem henni var tiltækt. Það kom á vettvang og tók sér stöðu á torginu gegnt Dalakörl- um. Þar voru um tvö þúsund hermenn látnir biða átekta langa stund andspænis viðlika mörgum Dalakörlum. Liöiö var fram yfir hádegi 22. dag júni- mánaðar og afarheitt i veðri. Hvers vegna afréð rikis- stjórnin að skipa herliðinu að ráðast á Dalakarla? I opinber- um skjölum frá þessum tima segir, að yfirvöldin hafi ekki getað þolað vopnaða upp- reisnarmenn i sjálfum höfuð- staðnum. Þar að auki hefðu Dalakarlar sent boðaxir og her- kvaðningu til alþýðu manna á Upplandi og viðar. Þetta getur rétt veriö. Frá- sagnir eru til af þvi.að bændur i grennd við Stokkhólm hafi þeg- ar verið farnir að ögra aðals- mönnum og jarðeigendum og haft við orö, að þeir myndu ganga i lið með bræðrum sinum úr Dölunum. Þess vegna er langlíklegast, að meginor- sök þess, að rikisstjórnin lét til skarar skriða hafi verið sú, að hún átti yfir höfði sér uppreisn hinna snauðu stétta i og við höfuðstaðinn sjálfan. Klukkan þrjú um daginn var lesin sú skipun konungs, að Dalakarlar skyldu vera á brott úr höfuöstaðnum fyrir klukkan fimm þennan dag. Miklu fyrr

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.