Tíminn - 26.09.1980, Side 27
Föstudagur 26. september 1980
27
flokksstarfið
Vestfirðir
Þingmenn Framsóknarflokksins Steingrímur Hermannsson og
óiafur Þórðarson halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum:
Bíldudal föstudaginn 26. sept. kl. 21.00
Talknafirði laugardaginn 27. sept. kl. 14.00
í Sólbergi, Patreksfirði sunnudaginn 28. sept. kl. 14.00
Kópavogur
Aðalfundur FUF verður haldinn fimmtudaginn 2. október n.k. kl.
8.30 að Hamraborg 5. Fundarefni:
1. venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál.
Stjórnin.
V______________________________________ J
Bók um uppruna og sögu
Islenskra lúðrasveita
Samband islenskra lúðrasveita
hefur nú i undirbúningi útgáfu
bókar um upphaf og sögu islensku
lúðrasveitanna, en saga þeirra
nær aftur til ársins 1876, þegar
Helgi Helgason stofnaði hér
hornaflokk sinn, sem ekki er bet-
ur vitað en að hafi verið um leið
fyrsta hljómsveit á íslandi.
I þessari bók er ætlunin að
segja frá þróun þessa tónlistar-
starfs á þeirri öld sem siðan er
liðin og starfsemi lúðrasveita hér
og þar um landið, þótt sums stað-
ar séu lúðrasveitir aflagðar, þar
sem þær á árum áður stóðu með
blóma. Samband islenskra lúðra-
sveita hefur sent bréf viða út um
land, þar sem lúðrasveitir starfa,
eða hafa starfað og hvetur stjórn
þess menn til að veita þessu máli
liðveislu eftir föngum, hver á sin-
um stað. Útgáfu bókarinnar kosta
lúðrasveitirnar sjálfar og hafa
lagt fram verulega upphæð til
hennar.
llornaflokkur Reykjavikur um aldamótin. 1 efstu röð fyrir miöju
stendur ættfaðir islensku lúðrasveitanna Helgi Helgason. Hann
heyröi fyrst til lúörasveitar, þegar hljómsveit af dönsku varðskipi
sem kom meö konungsskipinu 1874 lék á Þingvöllum. Það var til
þess að hann fór utan og læröi sjálfur að leika á horn, hjá Dahl
hljómsveitarstjóra i Tivoli i Kaupmannahöfn.
Hlutverk ©
1980 var byggt á aðsókn árið
áðui’ og 8 leikir staðsettir i
Laugardalshöllinni, en þar sem
eyöur mynduðust i tvö skipti á
helgum vegna niðurfellingar
leikja gegn erlendum liðum
voru 2 leikir til viðbótar fluttir i
Laugardalshöllina, fR-Valur
hinn 1. des. og Fram-KR hinn
27. febr. Ef tekið er mið af rök-
semdafærslu stjórnar KKÍ i
greinargerð hennar hefði að-
sókn að þessum leikjum átt að
hafa orðið mun meiri en að
öðrum leikjum þessara félaga i
Hagaskóla. Svo var ekki, og
sýnir það aö það eru aðrar for-
sendur fyrir mikilli aðsókn að
körfuknattleik hér i Reykjavik
en staðarvalið.
Það er orðinn jafn árviss við-
buröur og ýmisleg störf i land-
búnaði (svo að notuð sé
skemmtileg viðmiðun stjórnar
KKI) að forusta KKl geysist inn
á ritvöll Iþróttasiðna blaðanna
(i stil við fræga söguhetju Cer-
vantes) og brigslar stjórn IBR
um grófa mismunun og alvar-
legt tilræöi viö körfuknattleiks-
iþróttina. Þessum ásökunum
visar bandalagsstjtírnin á bug
og biöur lesandann aö meta
hvort „spádómsgáfa” hennar
s.l. vetur hafi leitt til betri eða
lakari aðstæðna fyrir körfu-
knattleikinn en efni stóðu til.
Það erhlutverk bandalagsins að
líta til og hlú að öllum iþrótta-
greinum innan Reykjavikur-
félaganna en ekki að draga
taum einnar á kostnað annarra.
Hreyfing ®
sem felst i úreltri og ranglátri
kjördæmaskipan.”
fslenska mannréttindahreyf-
ingin leitar stuðnings islensks al-
mennings og hyggst hafa gott
samstarf við Islandsdeild
International Amnesty, Islensku
andófsnefndina og önnur þau
samtök, er láta mannréttindamál
til sin taka.
tstjórn Islensku mannréttinda-
hreyfingarinnar eru Anders
Hansen blaðamaður, formaður,
Jónas M. Guðmundsson verslun-
armaður, ritari, Arni Sigfússon
kennaranemi, féhirðir, Halldór
Halldórsson framkvæmdastjóri,
meöstjórnandi, og Sveinn Guð-
jónsson blaðamaður, meðstjórn-
andi.
aö Kjarvalsstööum
AB — Frá 27. september til 12.
október mun haustsýning FIM
standa yfir að Kjarvalsstöðum.
5 myndlistarmenn mynda
kjarna sýningarinnar. Það eru
þau Ásgerður Búadóttir, Guð-
mundur Benediktsson, Leifur
Breiðfjörð, Valtýr Pétursson og
Þórður Hall.
A sýningunni verða teikningar,
málverk, vatnslitamyndir, gler-
myndir, vefnaður og myndir unn-
ar úr leir.
FIM hefur látið prenta fimm
gerðir póstkorta eftir myndverk-
um þeirra sem eru gestir haust-
sýningarinnar og verða þau til
sölu á sýningunni.
Nú er unniö að uppsetningu sýningarinnar. Frá vinstri sitja
Leifur Breiðfjörð, Asgerður Búadóttir og Þórður Hall, en þau eru þeir
myndlistarmenn sem flest verk eiga á sýningunni. Timamynd-Róbert.
Ljósavél — Útungunarvél
Til sölu 4 kw Lister Ljósavél. Ný uppgerð. Einnig óskast útungunarvél
á sama stað. Upplýsingar i sima 44341.
Nú umby/tum við í
_J|-húsinu
Wka
Teppadeild
opnar í nýju og glæsilegu húsnæði á 3ju
hæð yfir Bað- og gólfdúkadeild á 2. hæð
Jón Loftsson hf. I I I .li?IJl!ÍlT|lP'llHLJiTti‘
Hringbraut 121 Sími 10600