Tíminn - 05.10.1980, Side 7

Tíminn - 05.10.1980, Side 7
Sunnudagur 5. október 1980. 7 Jón Sigurðsson: HVERS VEGNA EKKI RlKISREKSTUR? Þaö er fátt sem rikið gerir betur þarna, Tfmamynd GE. I umræöunum um erfiöleika Flugleiða hf. hefur sá kostur veriö nefndur aö rikisvaldiö yfirtæki þennan atvinnurekstur. að einhverju eöa mestu leyti. Ætla má að Alþýöubandalags- menn hafi ' upphafi umræön- anna hugsað sér að nota nú tækifærið til aö knýja á um þjóð- nýtingu, enda þótt flokkurinn hafi siöar falliö frá þvi. Þá hefur sú skoöun komiö greinilega fram i máli margra, aö ótækt sé aö rikisvaldiö hafi ekki beina ihlutun um starfsemi svo mikilvægs fyrirtækis sem Flugleiöir eru. Sannleikurinn er sá, aö rikis- valdiö hefur alla tiö haft mikil afskipti af flugmálum almennt og málefnum og rekstri Flug- leiða hf. sérstaklega. A það var bent i Timanum, þegar þing- maður Alþýöubandalagsins kraföist opinberrar rannsóknar á málefnum fyrirtækisins, fyrir um þaö bil tveimur árum, aö rikisvaldiö er meðeigandi i þessu fyrirtæki og hefur fulltrúa i stjórn þess. Þaö vantar þannig ekkert á aöstööu opinberra aöila til upp- lýsingaöflunar, eftirlits eöa annarrar beinnar ihlutunar um málefniþessa fyrirtækis, og þaö hefur aldrei vantaö slika aö- stööu rikisins. í þeim umræö- um, sem um þetta mál eru er nauösynlegt aö menn hafi þetta i huga. Vitaskuld er þaö slðan annaö mál hvort nauösynlegt veröur taliö aö auka hlutafé i Flugleiöum hf. og hvort þaö kemur þá i hlut rikisins aö leggja meira fé fram. Um þaö verður þá auðvitaö fariö sam- kvæmt Íögum um hlutafélög og fjárlögum. Mesta þjóð- nýtingarstjórnin En þessar umræður gefa til- efni tií þess aö fjalla um nokkur meginsjónarmiö sem varöa af- skipti og yfirráð rikisins yfir at- vinnustarfsemi. Islensku stjórnmálaflokkarnir hafa mjög ólika stefnu i þessu máli i oröi, en á boröi hafa menn yfirleitt látiö aöstæöur hverju sinni ráða, og er þvi ekki aö leyna aö opinber rekstur virðist hafa oröið miklu meiri og viðtækari fyrir bragöið. Það er þannig kaldhæöni sögunnar áö „viö- reisnarstjórnin” var sennilega mesta þjóönýtingarstjórn sem hér hefur setið. Stefna Framsóknarflokksins er sú, að atvinnurekstur sé best kominn I höndum einstaklinga, fjölskyldna eða samtaka fólks- ins og þá ekki sist samvinnufé- laga. Framsóknarmenn hafa á hinn bóginn verið andvigir rikisrekstri nema I undantekn- ingaratvikum. Er þar einkum um aö ræöa rekstur sem óhjá- kvæmilega felur i sér einokun- araöstööu og á hinn bóginn rekstur, sem er svo fjármagns- frekur aö einkaaöilar geta ekki tekið hann að sér. Það eru mjög margar ástæöur sem valda þvi, aö Framsóknar- menn eru andvigir rikis- rekstri. Þessi andstaöa hvilir i grunni á þeirri forsendu, að stefna beri að þjóöfélagi efna- lega sjálfstæöra manna meö dreiföu valdi, og aö slikt þjóðfé- lag sé vænlegast i öllu tilliti. En þaö má einnig benda á fjölmargar röksemdir gegn rikisrekstri i atvinnullfinu, og reyndar hefur sagan sýnt að blandað og frjálst hagkerfi hefur flesta kosti fram yfir rikiseinokunarhagkerfi. Þessi reynsla breytir , þvi þvi hins vegar ekki, aö rikisvaidið verö- ur aö hafa margþætt afskipti af atvinnustarfseminni án þess aö vera beinn rekstraraöili, eigandi eöa yfirdrottnari. Banabiti arðseminnar Rikisrekstur hefur yfirleitt reynst banabiti rekstrarhag- kvæmni og arösemi, m.ö.o. hneigist til taprekstrar sem er haldið uppi meö öörum aöferö- um. Astæöan til þessa er sú, aö I rikisrekstri ráöa pólitiskar á- kvaröanir en ekki efnahagsleg- ar eöa rekstrarástæöur. Nú er þaö hlutverk atvinnulifsins aö afla verömæta, auka þau og miöla þeim. Til þess aö þetta geti oröiö veröur arösemi aö vera fyrir hendi, en i arösemi felst einfaldlega aö meiri verö- mæti skapast eöa er aflaö en notuö eru eöa eytt. Þegar stjórnmálaástæöur fara aö ráöa meira en rekstarástæður i at- vinnulifinu er þannig verið aö gera þjóöina fátækari. Meö rikisrekstri veröur sam- þjöppun valds I þjóöfélaginu. Stjórnmálavald veröur efna- hagslegt vald I stórum meira mæli en ella. Þessi samþjöppun valds er andstæö þeirri megin- stefnu sem Framsóknarmenn fylgja i þjóömálum, enda þótt þeir viöurkenni nauösyn opin- berra afskipta. Meö þessari samþjöppun valds á fárra hendur og óhag- kvæmum rekstri verður þaö jafnan reynslan að byrjaö er aö beita þessu valdi til þess aö halda rekstrinum áfram i sama eöa svipuöu horfi. Pólitiska valdið nýtir sér þá aöstööu sina til aö bæta tapið upp meö skatt- heimtu eða óeölilegri verölagn- ingu. 1 staö þess aö bregöast viö vandanum með ákvöröunum sem byggjast á rekstraraöstæð- um eru viöskiptavinir eöa skatt- greiöendur yfirleitt látnir borga brúsann, og I krafti rikisins eru þeir knúnir til þess nauðugir viljugir. Um allt þetta mætti nefna ýmisleg dæmi nú þegar á landi hér. Hvatinn hverfur 1 þessu sem nefnt hefur veriö felst og þaö aö rikis- rekstrinum fylgir tregöa viö nýj ungum og þróun, einfaldlega vegna þess aö rekstrar- og hag- kvæmnihvatann skortir. Þessi hvati er undirrót nýjunga, framfara og þróunar, og i rlkis- rekstri er hann oft ekki fyrir hendi, en oft alltof linur. I frjálsu atvinnulifi hins vegar er þessi h vati iöulega hvorki meira né minna en skilyröi þess aö fyrirtækiö standist. Þessi æski- legi hvati veröur þar aö spora sem knýr menn til tilrauna og þróunar. Hitt atriðiö, sem hangir á sömu spýtunni er aö rikisrekstr- inum fylgir sérstaöa og forrétt- indi gagnvart öörum atvinnu- rekstri, þar sem um blandaö hagkerfi er aö ræöa. Viö þaö skekkjast allar aöstæöur i hag- kerfinu og erfitt veröur aö meta á skynsamlegan hátt stööu fyrirtækja eöa jafnvel heilla at- vinnugreina. Afleiöingin getur oröiö sú að ókleift veröi aö leggja hagrænt mat á atvinnu- starfsemi eöa ná skynsamleg- um samanburöiá valkostum, — allt á kostnaö lifskjara almenn- ings. Ríkið sjálft breytist Siöast en ekki sist má nefna á- hrifin á rikisvaldiö sjálft. Meö viötækum rikisrekstri veröur rikisvaldiö stóratvinnurekandi sjálft. 1 staö þess aö geta oröið fulltrúi og brjóstvörn fólksins gagnvart fyrirtækjunum veröur rikisvaldiö smám saman aö taka aö sér hlutverk, ábyrgö og afstööu atvinnurekenda. Nýleg reynsla i Póllandi t.d. sýnir hversu hrakalegar afleiöingar þetta hlýtur aö hafa. Þaö má vera aö nauösynlegt verði aö rikisvaldiö leggi fram aukiö áhættufjármagn i hluta- bréfum til Flugleiöa hf. Þetta fjármagn mun ekki færa rikinu nein ný tækifæri til afskipta af flugmálum, vegna þess aö (81 þau tækifæri eru nú þegar fyrir hendi. Slikri aukningu hlutafjár, upp í 20% í félaginu, þurfa I sjálfu sér ekki að fýlgja miklar hættur vegna þess aö slik hlut- deild er auövitaö allt annað en hreinn rikisrekstur. En skyn- samlegt er fyrir almenning og stjórnvöld aö hafa þaö i huga, aö hætturnar eru fyrir hendi. menn og málefni

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.