Tíminn - 05.10.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.10.1980, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 5. október 1980. Eiríkur Sigurðsson: Silfursjóðurinn í Miðhúsum ..Fann hún grafsiifur mikið undir viðarrótnm ’’ Jökuldal. Hún var væn kona og kunni vel til allra bústarfa. Þau áttu tvo sonu, Helga og Grim, sem kenndir voru viö móöur sina og kallaðir Droplaugarsyn- ir. Þorvaldur varð eigi gamall, en Droplaug hélt áfram að búa með sonum sinum. Ekki er ástæða til að rekja hér meira ættir. En hvað fengu dæturnar á Arneiðarstöðum i heimanmund fyrst bræðurnir fengu bæði jörðina og goðorðið? Var nú kannski gripið til sjóðs- ins góða úr vikinni og skipt a milli þeirra? Það veitenginn, en einhvern heimanmund hafa þær fengið. Skal nú næst gripið niður i Fljótsdælu, sem er yngri saga og ekki eins traust heimild og Droplaugar sona saga. Hún er ein af yngstu Islendingasögum og talin rituð á siðari hluta 16. aldar. En meira er þar um Gróu á Eyvindará en i öðrum sögum. Ættfærir hún hana á annan hátt en Droplaugarsona saga og telur hana systur Droplaugar á Arneiðarstöðum, en ekki Þorvalds. Ekki verður fallist á þá ættfærslu. Sagan lætur hana koma frá útlöndum, ráða fyrir skipi og koma i Reyðarfjörð. 1 sögunni stendur, að „hún var mjög rik að fé.” „Fór hún hingað eftir að bóndi hennar hafði andast, og þá seldi hún lendur sinar og keypti skip og ætlaði að finna móður sina.” Var hún hinn fyrsta vetur að Arneiðarstöðum og hændust þá mjög að henni sveinarnir, Helgi og Grimur, og varð það ævilöng vinátta.En eins og af þessu má sjá, er ekkert vitað um fyrri hluta ævi Gróu fyrr en hún kemur I Eyvindará. Gróa keypti jörðina Eyvindará og húsaði hana úr skipaviðnum, eftir þvi sem Fljótsdæla segir. Mun hún hafa komið i Eyvindará fyrir 980, þvi að það ár er vig Þorgrims tordýfils, og þá býr hún þar. Gróa var gestrisin og vinsæl. Hún var litil vexti, en fögur að yfirbragöi, skapmikil og vitur kona. En hvað kemur nú þetta silfursjóðnum við? Það, að likur benda til að Gróa hafi búið á Eyvindará um það leyti, sem silfrið var grafiö i jörðu, þótt það gæti hafa verið fyrr. Talið er, að Miðhús hafi byggst út úr Eyvindará eins og Dalhús, og hefur þar tæpast verið byggð, þegar sjóðurinn var falinn, en næsti bær við felustað sjóðsins verið Eyvindará. Þegar Helgi Droplaugarson féll i Eyvindar- árdal 998, sótti Gróa þá bræöur báða inn i dalinn og græddi Grim á eftir með snilld sinni. Þá hefur hún búið milli 20-30 ár á Eyvindará. Lengra verður vist ekki komist i að tengja þennan sjóð við þetta fólk. Hvaða hendur grófu hann i jörð, verður aldrei uppvist. Fjársjóður Arneiðar fór að Arneiðarstöðum. Þaðan kom Gróa siðar. Og hún, hin rika kona, gæti timans vegna hafa búið á Eyvindará, þegar silfrið var grafið. Svo er allt i þoku. Þessi atburður gerðist lika fyrir 1000 árum og þýðingarlaust að vera með neinar ágiskanir. Átti Gróa silfrið og dó án þess að segja neinum til þess? Eða var það einhver sem nýkominn var úr siglingu og féll svo i orustu? Eirikur Sigurösson. Sunnudaginn 31. ágúst 1980 geröist sá atburður, að silfur- sjóður forn fannst á Miðhúsum við Egilsstaði. Hjónin Edda Björnsdóttir og Hlynur Hall- dórsson fundu hann i húsgrunni. Þetta er stórkostlegasti silfur- sjóður, sem fundist hefur hér á landi. Hann er talinn vera frá landnámsöld. Þetta silfur vegur um 700 grömm.en það er sama og þrjár merkur samkvæmt fornum mælieiningum og hefur verið þá mikill auður. Um þennan fund segir dr. Kristján Eldjárn: „Þetta er „Þetta hefur verið grafið þarna niður i hól, svona 150 metrum frá gamla bæjarstæð- inu i Miðhúsum, og enginn veit hvers vegna. Einhver hefur viljað fela þetta einhverra hluta vegna, og annað hvort ekki fundið aftur eða þá ekki lifað til aö geta sagt frá þvi. Eða hann eða hún hefur ekkert kært sig um það.” Þetta er þá i stuttu máli frá- sögn af fundi silfursjóðsins og lýsing á honum. En fundur þessi leiðir hugann um þúsund ár aftur i timann. Sennilega verður aldrei upplýst, hver átthefur þennan silfursjóð. öldum veriö f jölbyggður eins og sagt er i sögunni. Mun það styrkja þá skoðun, að sagan sé meira sannfræðileg en fræði- menn hafa álitið þó að margt þyki þar vafasamt. En þessi saga gerðist upp i Hrafnkelsdal og kemur þvi litið við þá athugun, sem gerð verður i þessu greinarkorni. En tvær aðrar sögur, Droplaugarsona saga og Fljótsdæla, gerðust á Héraöinu við Lagarfljót á þeim slóðum, sem silfursjóðurinn fannst. Litum fyrst i Droplaugarsona sögu. Hún er með eldri sögum og talin rituð I núverandi mynd getið um þennan fjársjóð i Droplaugarsona sögu, heldur einnig i Landnámu. Þar stendur þetta: „Fann hún grafsilfur mikiö undir viðarrótum”. Þá er sagt i Droplaugarsona sögu: „Þvi næst kaupir Ketill goðorð og gaf silfur fyrir”. Er ljóst, að þar hefur hann eín- hverju eytt úr sjóðnum góða, sem enginn veit, hve stór var. Þau Ketill og Arneiður áttu son, er Þiðrandi hét og var hann mikill maður og vænn. Ketill varð skammlifur og tók Þið- randi fjárhlut og goðorð eftir föður sinn. Þiðrandi átti Ing- veldi.dóttur Ævars hins gamla, „Fann hun grafsilfur mikið undir viöarrótum”, segir um ambáttina, er keypt haföi veriö i Sviþjóö. Húsbóndinn bauö henni aö kosta meö þessu fé för hennar heim til frænda hennar, en hún kaus aö fylgja honum til lslands. Viö hana eru Arneiöarstaðir i Fljótsdal kenndir, og sonardóttir hennar bjó á Eyvindará, næsta bæ viö Miöhús. Timamynd: Jón Kristjánsson. brotasilfur eða gangsilfur, sem menn höfðu i pokum, vigtuðu á metaskálum, þegar þeir þurftu að borga eitthvað, og brutu þá miskunnarlaust niður til að fá rétta þyngd. Mest af þessu silfri hefur verið skartgripir, og sumir eru heilir, t.d. háls- hringar og armbaugar með fallegu verki, og er ágæt silfur- smið. Stærsti og veigamesti gripurinn er hálshringur á konu, sem er heill að öðru leyti en þvi að hann er beyglaður, og á ann- að hundrað grömm. Svo er arm- baugur, líka mjög fallegur og alveg stráheill”. Þá sagði hann, að munstrið á skartgripunum væri mjög auð- þekkt, þar sem svipaðir gripir hafa fundist á Norðurlöndum og einnig hér á landi. Þeir virðast vera frá 9. eöa 10. öld og gætu allt eins hafa verið i fórum land- námsmanna. Ennfremur sagði dr. Kristján Eldjárn: En spurningin er áleitin. Geta austfirskar fornsögur nokkuð upplýst i þessu efni? Efu til sagnir um nokkra fjársjóði meðal manna á landnámsöld? Er talað um nokkuð rikt fólk þarna i námunda við fundar- staðinn? Litum aðeins aftur i timann og athugum, hvað sagan segir okkur i þessu efni. Við skulum lita i austfirskar fornsögur. Sennilega hefur bærinn Miðhús ekki verið til á landnámsöld, en liklegra að sjóðurinn sé kominn frá Eyvindará. Frægasta fornsaga á Austur- landi er Hrafnkels saga Freys- goða. Hún er ein af mestu snilldarverkum islenskra bók- mennta. En skiptar hafa verið skoðanir meðal fræðimanna um sannleiksgildi hennar. Nýjar rannsóknir á bæjarrústum i Hrafnkelsdal benda þó til þess aö dalurinn hafi eitt sinn fyrr á eftir 1300, en byggð á miklu eldri heimild. Henni ber i flestu saman við aðrar heimildir, svo sem Njálu og Landnámu, þó að eitthvað beri á milli. I upphafi sögunnar er sagt frá Katli þrym landnámsmanni. Hann og Atli, bróðir hans, „voru fémenn miklir, fóru jafnan til annarra landa með kaupeyri og gerðust stórrikir.” Kona Ketils var Arneiður, dóttir Asbjarnar skerjablesa, jarls i Suðureyjum. Hún var ambátt og keypti Ketill hana úti i Sviþjóð. Hún var hinn mesti kvenskörungur. Þau bjuggu á Arneiðarstöðum i Fljótsdal. A heimleið frá Sviþjóð fann hún mikinn fjársjóð, sem falinn var i jörðu i Vikinni (Oslóarfirði) og afhenti hann Katli. En þegar Ketill sá hinn mikla fjársjóð, bauð hann henni að flytja hana til frænda hennar með þessu fé, en hún kaus að fylgja honum. Er ekki aðeins og bjuggu þau á Arneiðarstöð- um. Þau Þiðrandi og Ingveldur áttu mörg börn. Ketill hét sonur þeirra, er bjó i Njarðvik, en annar Þorvaldur, er bjó á Arn- eiðarstöðum. Jóreiður, dóttir þeirra, giftist Siðu-Halli. önnur dóttir þeirra var Hallkatla, og giftist hún Geiti Lýtingssyni i Krossavik i Vopnafirði. Gróa hét þriðja systirin og bjó að Ey- vindará, og hét Bárður sonur hennar, en ekki er kunnugt um nafn á manni hennar. Gróa kemur mikið við sögu þeirra Droplaugarsona og voru þeir þar oft með frænku sinni. Þeir Ketill og Þorvaldur skiptu fé með sér, og fékk Þorvaldur Arneiðarstaði, en Ketill goðorð og bjó i Njarðvik eins og áöur er sagt. Þorvaldur fékk þá konu, er Droplaug hét, og var dóttir Þorgrims bónda að Giljum á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.