Tíminn - 05.10.1980, Side 11
Sunnudagur 5. október 1980.
kaupa allan Vesturlandavarn-
ing, sem til er i vanþróuðum
löndum, segir hann. Þá fengju
fjölþjóðafyrirtækin vilja sinn að
græða og fólki i þessum löndum
veittist friður til þess að taka
upp þráðinn þar sem frá var
horfið og leggja rækt við menn-
ingu sina og fyrri framleiðslu-
hætti.
Annars er hann þeirrar
skoðunar að besta hjálpin, sem
auðug lönd gætu veitt fólki i
vanþróuðum löndum, væri sú að
breyta stefnunni heima fyrir og
gefa heiminum nýja fyrirmynd,
nýja samfélagsgerð, þar sem
skynsamlegur umhverfisbú-
skapur nýtur sin.
— Allt of margir áhrifamenn I
vanþróuðum löndum eru á þön-
um við að gera þau annaðhvort
„blá” eða „rauð”, segir Arne
Naess. Þeir þyrftu að hafa ein-
hverja græna fyrirmynd fyrir
augunum.
Johan Galtung er Norðmaður.
sem helgar sig þvi að gera sér
grein fyrir framtiðinni. Hann
telur það vera happ fyrir vest-
rænar þjóðir, ef þær létu af
eftir hærri launum.
Hann kveðst hafa viðhorf
„meðal-Norðmannsins” i huga,
er hann segi þetta og þó að f jöldi
fólks búi viö bág kjör i mörgum
rikum löndum, þá sé þaö vegna
þess, aö rangt er skipt en ekki af
þvi að meira þurfi að leggja i
púkkið.
— Meiri jöfnuöur væri til jafn-
mikilla bóta fyrir yfirstéttirnar
sem láglaunastéttirnar, segir
hann. Þýski heimspekingurinn
Hegel kom þegar á öndverðri
nitjándu öld auga á hvilikt álag
það væri fyrir yfirstéttarfólk að
neyðast ávallt til þess að hafa á
sér einhvern fyrirmennskubrag
og mega ekki einu sinni leysa
vind nema i einrúmi. Þar að
auki ætti það að vera kvöl fyrir
hinar auðugu stéttir að horfa
alla daga upp á fátækt fólk, sem
býr við neyðarkjör og fær ekki
notið sin.
— Það er eðli máls, að um
framtiðina geta menn ekki neitt
vitað með vissu, segir Arne
Naess. Spásagnir og getgátur
um hana eru þess vegna i raun-
inni ályktanir sem dregnar eru
gsgerð
mlegan
úskap
höndum leiösöguhlutverk sitt i
heiminum. Arne Naess er sömu
skoðunar.
— Hvers vegna eigum við að
vera stöðugt að segja öðrum
þjóðum til vegar? segir hann.
t ljós hefur komið að það er
einkum fólk úr miðstéttunum,
sem aðhyllast nýja búskapar-
hætti og nýja lffshætti. Um-
hverfishreyfingunni hefur oft
verið borið á brýn, aö hún væri
skeytingarlaus um stéttar-
skiptinguna i þjóöfélögunum og
hefði fátt að bjóða þeim sem af-
skiptastir eru. En Arne Naess
segir, að þeir, sem hafa sæmi-
lega afkomu, hafi einnig leyfi til
þess að mynda sér skoðanir og
láta þær uppi. En þótt mörg
hundruð þúsund manna sé i
norsku samtökunum, hafi hún
enn litil áhrif á stefnu stjórn-
málaflokkanna og verklýðs-
samtakanna.
— Kannski verður enn að
harðna á dalnum, áður en bat-
inn kemur, segir hann. Kannski
þarf meiri mengun, meiri
mannmergð að fylla borgirnar
og þar fram eftir götunum, áður
en hugmyndir okkar komast á
stefnuskrár flokka og verklýðs-
sambanda, sem orðnar eru til
vegna allt annarra vandamála
en þeirra sem nú blasa við og
leitast enn við að ná mark-
miðum, sem hafa úrelst.
Stéttarsamtökin hafa samt
rangt fyrir sér, þegar þau stað-
hæfa, að fólk sækist sér i lagi
af þvi er áður hefur gerst.
Náttúruvisindin hafa fast undir
fótum, en félagslegar og stjórn-
málalegar vendingar eru af
öðru tagi. Þar eru ekki að verki
lögmál sem við getum reitt okk-
ur á. Fjöldamargt, sem engan
gat órað fyrir, hefur gerst á
þessari öld, og hvers vegna ætti
raunin ekki aö verða á sömu
lund á næstu öld?
Við vitum ekki, með hvaða
hætti nútið og framtið mætast
eða hvaða tiðindi þá verða. Þar
getur brugðist til beggja vona
og framvindan orðið hræðileg
eða dásamleg eftir atvikum.
Ég sé þess vegna ekki nein rök
til þess að rýna inn i framtiðina
með sérstakri bölsýni.
— Þegar ég tók til starfa i um-
hverfishreyfingunni, þá hafði ég
hug á að liðsinna miklum fjölda
manna sem er sleginn angist og
ber kviðboga fyrir framtiðinni
og blása þessu fólki i brjóst
kjark svo að það verði þess
megnugt að stuðla að bættu
samfélagi segir Arne Naess að
lokum. Svartsýni dregur mátt
úr fólki. Svartsýnt fólk biður
þess, sem verða vill, með
hendur i skauti. Ég vil ekki láta
stjórnast af þvnþegar er orðið,
eða einhverjum ógnum, sem
yfir'kunna að vofa á þessu eða
hinu augnablikinu. Eitt getur
maður ævinlega gert og aðeins
eitt: Að búa i haginn fyrir það
samfélag, sem maöur trúir að
sé farsælast þess, sem völ er á.
11
Viö bjóöum þér þægilega gistingu á
góöu hóteli. Herbergin eru vistleg og
rúmgóð, — leigö á vildarkjörum að vetri
til. Héðan liggja greiðar leiöir til allra
átta. Stutt í stórt verslunarhverfi.
Laugardalslaugin og Laugardalsvöllur í
næsta nágrenni.Strætisvagninn
stoppar viö hóteldymar,meö honum
ertu örfáar mínútur í miöbæinn.
Á Esjubergi bjóöum viö þér f jölbreyttar
veitingar á vægu veröi.
Á Skálafelli, veitingastaðnum á 9. hæö
læturðu þér líöa vel, — nýtur lífsins og
einstaks útsýnis.
Her er heimili Xr
þeirra sem Reykjavík gista
&IHKDTEL#
Suöurlandsbrau 14, simi 82200 Rey k javík
VeriÓ velkomin
ibæinn
Gisting á Hótel Esju er til reiðu.
NÚ ENDURBÆTTUR
Fyrirliggjandi.
Hagstætt verö.
Greiðsluskilmálar.
Gtobuse
LAGMCLA 5, REYKJAVIK, SIMI 81555
Þessir vinsælu áburðardreifarar
hafa verið seldir á íslandi i nálega
20 ár. Á sama tima hefur fjöldi eft-
irlikinga verið boðin til sölu hér, en
engin náð útbreiðslu sem neinu
nemur. Þetta segir sina sögu um
gæði og fjölhæfni Howard mykju-
dreifaranna. Þessi fjölhæfi dreifari
dreifir öllum tegundum búfjár-
áburðar, jafnt lapþunnri mykju,
sem harðri skán. Belgviðir hjól-
barðar. Varahlutir ávallt fyrir-
liggjandi.