Tíminn - 05.10.1980, Qupperneq 12
12
Sunnudagur 5. október 1980.
Oddný Guðmundsdóttir:
Líkingamál í nútímabókmenntum
(Brot úr ritgerð)
Er hamingjan ránfugl eð óargadýr? Að
minnsta kosti lendir fólk „í klónum á ham-
ingjunni" á siðum dagblaðanna. En það er lika
svo margt skrítið sem gerist. Fyrir nokkru dó
kona „\ kjölfar þungunar". Sauðmeinlausir
sálfræðingar héldu ,,þrumugóðan fund". Aft-
ur á móti eru tröllin farin að tista, og nefnist
það hljóð „tröllatíst". Og innan fárra vikna
verðum við drifin á „vigstöðvar jólaannríkis-
ins". Oddný Guðmundsdóttir skrifar um þessi
fyrirbæri og aðrar undarlegar samiíkingar,
„töfrasprautu" Tímans, „skoruna milli fram-
handleggs og upphandleggs", „koppa
geðvonskunnar" og fleira kyndugt.
Nýstárleg samliking þótti það á
sinum tima, þegar rithöfundur
komst svo að orði um sólargeisla
að hann hafi brotist gegnum
glugga eins og konubrjóst. Og
entist það manninum lengi til
frægðar.
Slðan hefur likingamálið þró-
ast, svo að menn átta sig oft ekki
á þvi að hlutirnir geti með nokkru
móti verið „eins og” það, sem
þeim er likt við. Leiðbeiningar
um likingamál er að finna i ný-
legri kennslubók, og eru þar tekin
dæmi, nemendum til eftirbreytni:
„Augu hans hreyfðust fram og
aftur við lesturinn, eins og vagn á
ritvél”.
Vonandi hefur maðurinn þó
ekki rennt til augunum með þessu
hvimleiða urgi og sargi sem fylg-
ir vélritun.
Varasamt er lika að ráða
mönnum til að sniðganga þær
samlikingar, sem fastar eru
orðnar i málinu, en freista þess að
vera frumlegir sjálfir.
Hér er dæmi um einkar frum-
legt likingamál: ,, — hreyfðist
sjórinn litillega, og öldurnar
lögðust upp að ströndinni með
lötu holhljóði, sem öðru hverju
breyttist i æsandi gredduhljóð”,
segir rithöfundur nokkur. önnur
skáld hafa heyrt i ölduföllunum
andvörp, stunur, ekka og siðast
en ekki sist, hrynjandi, þvi að þau
eru háttbundin. En nútimahöf-
þess: að Mnn hefur réj^nst vel á, íslandi
#Er sérstaklega rúmgóður
§Er hár undir lægsta púnkt
§Er fráhær i snjó og lausamöl
§Er lipur og sparneytinn
§Er á sérstaklega góðu verði
ÉF'r á ótnilpp’fl P’óðum PTeiðslukiörum
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Simor 00560-07710
Vonarlondi v/Sogoveg
H
:
undur hevrir i þeim „greddu-
hljóð”. Og islenskan er einu ný-
yrði auðugri.
Þannig kemst P.G. að orði i
smásögu: „Flugvél potaðist upp
loftið eins og fingur Guðs eða
pulsa með öllu”. Blaðsöludrengur
sem hleypur yfir torg, var „eins
og dægurlagasöngvari sem er ný-
búinn að gefa út fyrstu mjó-
skifuna sina og kaupa tisku-
klæðnað fyrir mánaðarhýru
mömmu sinnar”.
Hvernig getur litill strákur sem
hleypur snöggvast framhjá með
blaðastranga undir hendinni, ver-
ið „eins og” allt þetta? Minnt
raunverulega á allt þetta!
Sami maður sniðgengur lika al-
geng orð og hentug: „ — hjó með
jarka vinstri handar i skoruna
milli framhaldleggs og upphand-
leggs.” Margir kunna sjálfsagt
betur við að segja olnbogabót en
„skoran milli framhandleggs og
upphandleggs”. En svona
breytingar kallast „þróun máls-
ins”.
„Honum datt i hug, að hann
væri gamall erfðafjandi sem
styddist fram á sverð sitt i pásu”,
segir I.G.Þ. Slettiorðið pása sem
blaðamenn hafa verið iðnir við að
troða inn i málið, fer ekki vel við
fornlega samlikingu um einvigi.
En þannig er oft hrönglað saman
ósamstæðum.
„Nú er komin nótt og döggin
komin á stjá”, segir H.G. Skáld
hafa séð döggina glitra, hún likt-
ist tárum, silfri, voð, perlum eða
hrimguðum feldi, eftir þvi,
hvernig veðrið var. En nútima-
skáldið sér hana rölta um allt.
Hrafnsegir að Ingibjörg Haralds-
dóttir hafi árum saman hellt yfir
hann úr koppum geðvonskunnar
út af kvikmyndum hans. Aður var
það orðað svo að hella úr skálum
reiðinnar. Nýtt likingamál ryður
sér til rúms samkvæmt nýjum
málsmekk. Auðvitað má vel
bregða fyrir sig til gamans orða-
lagi eins og þessu. En jafnframt
er þetta ágætt dæmi um stökk-
breytingar málsins: Skálar
reiðinnar verða að koppum geð-
vonskunnar.
Astaljóð hafa jafnan verið
auðug af likingum. Draumadisin
hafði augu eins og stjörnur og
kinnar eins og rósir. Nútima-
maðurinn á lika sina draumadis
og sitt likingamál:
„Þú ert eins og gaffall.
Þú ert eins og skeið
Þú ert eins og servietta,
þegar þú ert reið”.
Þannig yrkir ungt skáld, sem
talað var viö i útvarpsþætti. Man-
söngur heitir þetta:
„Þegar þú geispar i sólinni,
glóa bláhvitir endajaxlarnir
eins og gimsteinar tveir”.
Tannlæknar hljóta að hafa
hlustað hugfangnir á þetta. Ef
sjúklingarnir gætu gapað svo
gleitt að vegfarendur sæju enda-
jaxlana langar leiðir, yrði tann-
læknum hægt um vik.
Glöggar voru mannlýsingar Is-
lendingasagna. En nú eru svo-
kallaðar „margslungnar” mann-
lýsingar mikils metnar. Þessi er
úr skáldsögu eftir Thór Vil-
hjálmsson: „Hann var með hátt
enni, og augnasvipurinn þannig,
likt og Isköldum, ósýnilegum
baugfingrum væri þrýst á enniö
rétt fyrir ofan augabrýnnar og
mættust yfir nefinu”.
Stefán Júliusson likir elskend-
unum i sögu sinni, „Arna Birt-
ingi” við tvær brauðsamlokur
með sultu á milli. En þegar
hjónaleysin eru i bólinu, ham-
ingjusöm yfir máta, minna atlot
þeirra höfundinn á kyrkislöngur.
(Eins og það hlýtur nú að vera
notalegt að lenda i faðmlögum við
kyrkislöngu!) Annars er þetta
hugsjónasaga. Söguhetjan nær
þvi háleita takmarki aö reka
sjoppu með ágóöa, i samvinnu við
„rósina rjóðu”.
Skirskotun er mikið tiskuorð i
bókmenntum. „Augun ljómuðu af
skirskotun”, segir I smásögu sem