Tíminn - 05.10.1980, Side 21

Tíminn - 05.10.1980, Side 21
Sunnudagur 5. október 1980. 29 Esra S. Pétursson í nánd meðvitundar I næstu sálkönnunar stund mundi Gunna vel draum sem hana haföi dreymt. Hann var skýrari og minnisstæðari en flest- ir fyrri draumar hennar. Draumarhafa mismunandi mikið og táknrænt gildi. Eru sumir merkilegri og meiri að þvi leyti, en aðrir minni. „Ég man ekki hversu mikiö ég man af honum,” sagöi hún hik- andi, „Mig dreymdi ... Það voru þessar .. þær voru Ur hvitu postulini. Tvær litlar postulins töflur. Ég á við aö þær voru áletr- aðar, liktog boðorðin. önnur var um lif, hin um dauða ... Þær voru samtengdar, og ég átti ... égá við að það var ætlast til af mér að ég skildi þær aö ... ég gat ekki haft þærbáðar, og það var ... þú veizt, lif eöa dauði. Ég mátti ekki leng- ur vera bæði hálf-dauð og hálf-lif- andi. Það var annaðhvort eða. Ég vildi kjósa lifið, held ég. En það er erfitt að muna það með vissu.” Hún beið þess að ég legði orö i belg. En mér fannst best að vera hljóður og látaliana um að halda áfram á eigin leið sinni. „Hvaö er þetta?” spurði hún. „Þetta er eins og að hafa fæðingarhriðir. Ég á viö endur- fæðingarhriðir. Mig verkjar. Þetta er eins konar sársauki. Það er likt þvi aö ég hræðist að lifa, aö halda áfram á þeirri leið sem ég fer. Þessi hræösla helst i mér. Mér mislikar hún ... ég hata hana. Mér finnst ég verði aö vera róleg. Ég er alls ekki róleg. Kannski lit ég þannig út. En ég er það ekki. Hvaö er ég aö gera? Er ég enn að hlaupast undan vandamálum minum, þegar hér er komið? Núna, einmitt nú á stundinni, finnst mér að um lff og dauða sé að tefla.” Þá spurði ég hana: „Um hvaða lif og dauða? Hvers konar lif?” „Nýtt lif. Að byrja nýtt líf? Ég þekki það ekki, þetta nýja lif, þessa nýjung.” „En heldurðu ekki að þér takist að lifa þvi'?” „Jú, stundum held ég það.” Hún settist upp og varð liflegri. „Stundum er ég meira að segja svo viss ...”. Hún greip frammi fyrir sér og spurði mig, „Veistu hvað vina mín, Adda, segir um mig? Hún segir að ég sé orðin svo manneskjuleg.” Sjá mátti af svipbrigðum min- um að mér féll þetta mjög vel i geð. ,,0g ég er sammála henni. Veistu, að þrátt fyrir hina tilfinn- inguna hef ég enn meira á tilfinn- ingunni aö ég sé full af lifi. Þaö streymir um mig alla. Og mér likar vel við sjálfa mig. Mér lika vel að trúa á lifið og mig sjálfa.” Ég spurði hana hvernig stæöi á þvi að hún tryði nú oröið á lifið, andstætt þvi sem áður var. Og bað hana einnig að gera okkur grein fyrir þvi hvernig sú breyt- ing hefði orðið. Hún svaraði að hvað hana varðaði hefði það skipt mestu máli að átta sig á réttri stefnu. Finna hvert skyldi haldá. „Fyrst,” sagöi hún, „verður þú aðsnúa viö. Snúa þér frá þjáning- um og dauða, láta fjandann hirða þjáninguna. Og svo veröurðu að halda áfram og vera ekki of hræddur við að fara dýpra, i staö þess að hverfa aftur, þegar þú verður kviðinn eða göngumóður. Og þú verður að hafa kjark og þolgæði áfram þó dimmi i neöan- jarðar ógöngum þinum. Nú þegar ég hefi alveg nýverið sannreynt að ég hafi getað komist klakklitið I gegnum niöamyrkur hins versta svartsýnis er ég minna hrædd við það, jafnvel þótt égþyrftiaðfara þarum aftur, þvi að nú hef ég alltaf vonina um að ég komist inn úr þvi. Og ég er ekki eins hrædd lengur né kviðin fyrir þviað fara dýpra og dýpra, þvi að það skiptir nú orðið engu máli hversu djúpt ég kafa né heldur hversu dimmt þaö verður, þá er alltaf eitthvað inni I mér...já, það er eins konar ljós.” „Innri ljómi?” varð mér að orði, þar eð ljómi virtit vera yfir svip hennar þegar hér var komið. „Einmitt,” sagði hún, „kannski er þaö hið rétta orð. Orðið sem ég var að leita aö.” Ekki var ég fremur en hún þess fullviss að ljómi væri hiö rétta orð. I áhuga sínum fannst mér hún vera full fljótfær aö vera mér sammála. Var hún ennþá að reyna aö geðjast mér, i stað þess aö hafa heldur það sem hún sjálf sannreyndi? Kannski var hennar eigið orðaval, er hún nefndi það „eins konar ljós”, bet- ur viö hæfi. Ef til vill lýsti það betur hinni, nýju miðlægu tilfinn- ingu hennar. Orðiö sem hún hafði leitað að var þá „eins konar ljós.” Hvernig sem við orðum það, þá fannst henni að hún hefði éygt ljósið i innstu fylgsnum sinum með hugskotssjónum vitundar sinnar, meðvitundarinnar, sem ég nefni svo, hinnar hreinu, tæru miðvitundarsem er ósýnilegt ljós viskunnar, trúi ég. Þetta ósýnilega ljós viskunnar, getum við, eins og Gunna geröi, lært aö eygja betur i stað þess að skotra til þess augunum. Þá hefur okkur tekist aö lita það réttu auga. Nú sé ég að mér tekst ekki að ljúka þvi að lýsa sálgreiningar- ferli Gunnu i samfylgd minni að þessu sinni. Verðum við þvi vist að biða sem fyrr þar til i næstu grein. Heilbrigðiseftirlit ríkisins óskar að ráða skrifstofumann til starfa frá og með 1. nóvember 1980 Viðkomandi þarf að hafa góða islensku kunnáttu og geta vélritað á ensku og einu norðurlandamáli. Laun skv. kjara- samningi opinberra starfsmanna. Um- sóknarfrestur er til 15. október 1980 Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist Heilbrigðiseftir- liti rikisins, Siðumúla 13, 105 Reykjavik. c Landsvirkjun mun á næstunni bjóða út byggingu undir- staða fyrir 4. og 5. áfanga Hrauneyjafoss- linu eða frá Sköflungi (austan við Skjald- breið) að Brennimei i Hvalfirði. Þeir verktakar er hafa áhuga á að bjóða i verkið og taka þátt i kynningarferð um svæðið 9.10 n.k. eru beðnir um að hafa samband við Landsvirkjun i síma 86400 fyrir 8.10. n.k. Farið verður frá Háaleitisbraut 68, Reykjavik, kl. 9.00 Skrifstofustarf Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. óskar að ráða skrifstofumann til starfa hjá félag- inu. Umsóknarfrestur er til 15. okt. n.k. Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. Sauðárkróki. Afl — Hreysti — Lífsgleði HEILSURÆKT ATLAS — æfingatimi 10-15 minútur á dag. Kerfið þarfnast engra áhalda. Þetta er álitin besta og fijótvirkasta aðferðin til að fá mikinn vöðvastyrk góða heilsu og fagran iíkamsvöxt. Arangurinn mun sýna sig eftir vikutima þjálfun. Bókin kostar 5000 kr. Vinsamlega sendið greiðslu með pöntun og bréfið i ábyrgð. Setjið kross við það sem þið óskið að fá sent. Sendum i póst- kröfu ef óskað er. Sendið nafn og heimilis- fangtil: „LÍKAMSRÆKT” pósthólf: 4205, Reykjavik NAFN:.......................... HEIMILISFANG:.................. ÆFINGATÆKI — alhliða iþróttatæki sem hentar öll- um. Sérstaklega þjálfar þetta tæki: brjóstiö, bakiö og handieggsvöðvana (sjá meðf. mynd). Fyrirferöalit- ið. Arangurinn lætur ekki á sér standa. Tækið ásamt leiðarvisiog myndum kostar 4000 kr. ÞEGAR ÞÚ KAUPIR ELECTROLUX FRYSTIKISTU FYRIR HEIMILIÐ, BORGAR SIG AÐ LÍTA Á FLEIRA EN VERÐIÐ! Rafmagnsnotkun, lítrastærð og hraófrystirými gætu ráðið miklu. Electrolux frystikisturnar fást í fjórum stœrðum: Gerð: TC 800 TC 1150 TC 1500 TC 1850 Stœrð í lítrum: 225 325 425 525 Hæð í mm: 850 850 850 850 Lengd i mm: 795 1050 1325 1600 Dvpt í mm: 650 650 650 650 Afköst við frystingu í kc/sólarh. 14.5 22.0 30.3 38.0 Frystikista er skynsamleg fjárfesting. Þú gerir hagkvœmari innkaup, sparar þér eilífar búðarferðir og matvörurnar nýtast betur. En það er ekki sama hvaða tegund þú kaupir, - kynntu þér kosti Electrolux. Vörumarkaðurinn hí. ÁRMÚLAIa

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.