Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 8. október 1980 Stjómunarfélag íslands: MARGT NÝTT Á DÖFINNI AB— Hinn 24. janúar á næsta ári verða 20 ár liöin frá stofnun Stjðrnunarfélags lslands. A þeim tveimur áratugum, sem liðnir eru, hefur talsverð framþróun átt sér stað I stjómunarfræöslumál- um hér á landi. Þó aö hér á landi hafi miðað allnokkuð i þá átt að auka stjómunarþekkingu meðal stjórnenda fyrirtækja, er enn á brattann að sækja, ef Islendingar eiga að standa jafnfætis ná- grannaþjóöum sinum á þessu sviöi og geta þar með staðist samkeppni viö erlenda aöila. Ef við íslendingar eigum aö geta orðiö viö óskum um aukna hagræðingu, meiri framleiðni, bætt skipulag, fullkomnar áætl- anir ogbetri aðbúnað á vinnustaö ásamt aukinni hagkvæmni I rekstri fyrirtækja, er brýnt að efla sem mest á næstu árum fræðslu um stjórnun og rekstur fyrirtækja. A sl. vetri bauö félagiö upp á 29 tegundir námskeiða um stjórnun og voru mörg þeirra endurtekin, þannig að alls voru haldin 39 námskeiö og þátttakendur á þeim voru samtals 740. Haldiö var áfram þeirri nýjung að efna til námstefna og voru haldnar þrjár sllkar á liðnum vetri. A hinni fyrstu var fjallað um Starfsmannastjórn, á þeirri næstu um Stjórnun og rekstur dómaraembætta og á siöustu námstefnu félagsins var fjallað um Rekstur veitingahúsa. Þátt- takendur á þessum námstefnum voru alls um 160. Auk þessa voru haldin fimm námskeið þar sem erlendir fyrir- lesarar leiðbeindu. A fyrsta þess- ara námskeiða var fjallað um Endurskoðun tölvukerfa. Einka- ritaranámskeið var annað nám- skeiðiö, það þriöja var um Tima- stjórnun stjórnenda og það slðasta um Nýjungar i gerö CPM áætlana. Vetrarstarf Stjórnunar- félags tslands Um þessar mundir er starfsemi Stjórnunarfélagsins að hefjast á ný. Nýlega kom út timaritið Stjdrnunarfræðslan 2. tbl. 1980, en þar er væntanlegt starf kynnt. Innlend námskeið félagsins verða meö svipuðu sniði og verið hefur, en að þessu sinni veröur boðið upp á 7 ný námskeið. Á þeim verður fjallað um Fram- legðarútreikninga I frystihúsum, Gerö ársreikninga, Hraðlestur, Kerfisbundna kostnaöarlækkun, Vinnuvistfræði og Tölvur. Þá veröa skipulögð námskeið um stjórnun fyrir einstök fyrir- tæki, félög eða stofnanir. Dagana 9. og 10. október mun félagiö efna til ráöstefnu þar sem til umfjöllunar veröur tekið efnið „tsland árið 2000”,og verður ráð- stefnan haldin að Hótel Valhöll á Þingvöllum. Tvær námstefnur verða haldn- ar til áramóta. A þeirri fyrri verður fjallað um Sölu á erlend- um mörkuöum.en á þeirri siðari um Hagræöingu á heilbrigöis- stofnunum. Fram til áramóta veröa þrjú námskeið með erlendum fyrirles- urum. Á þvi fyrsta verður um- fjöllunarefnið Skipulag skjala- vistunarkerfa, annað verður Einkaritaranámskeið og það þriðja veröur um Endurskoöun tölvukerfa. Innan stjórnunarfélagsins eru starfandi klúbbár um ýmis mál- efni, og má þar fyrst nefna starfs- mannastjóraklúbb, en hann heldur reglulega fundi þar sem tekin eru til umræðu hin ýmsu vandamál sem upp koma við starfsmannastjórn og skipulag starfsmannamála. Þá var á sl. ári stofnaöur bókaklúbbur, en hlutverk hans er aö kaupa og dreifa reglulega til klúbbfélaga góðum erlendum bókum um stjórnun. Meðal nýjunga sem áformaðar eru á þessum vetri má nefna aö á næsta ári mun Stjórnunarfélagið veita viðurkenningu til þess fyrir- tækis sem sendir frá sér bestu ársskýrsluna það árið og er ætl- unin að þetta verði árlegur viö- burður I starfi félagsins. Stjórnunarfélag Islands er áhugamannafélagsskapur sem opinn er öllum sem áhuga hafa á að stuöla að bættri stjórnun, hag- ræöingu, og almennri hagsýslu I rekstri félaga, fyrirtækja og stofnana. Aðild að félaginu eiga einstak- lingar, fyrirtæki, stofnanir og fé- lagasamtök, og eru I dag um 250 einstaklingar félagar og um 300 fyrirtæki og stofnanir. Þeir sem aðild eiga að félaginu fá send blöð og fréttabréf félagsins, auk þess sem þeir fá 20% afslátt af nám- skeiðum. KÓR LANDAKIRKJP HELDUR TÓNLEIKA Á FASTALANDINU KL — A þessu ári er Landakirkja I Vestmannaeyjum 200 ára og er þessara timamóta minnst meö ýmsum hætti. T.d. flutti kór Landakirkju ásamt einsöngvur- um og kammersveit, skipaöri 15 Leikarar vilja, að verði flutt i sjónvarpinu AB — Samningar Félags Is- lenskra leikara viö Rikisútvarpiö hafa veriö lausir frá siöustu ára- mótum, en aöeins hefur fengist einn fundur meö samningsaöilum og var hann haldinn i mai. Höfuðkröfur leikara sem lagöar voru fram á þessum fundi eru i tveimur liðum. 1 fyrsta lagi krefj- ast þeir þess, að tryggöur veröi flutningur ákveðins fjölda is- lenskra leikrita ár hvert I sjón- varpi. I öðru lagi krefjast leikar- manns úr Sinfóniuhijómsveit tslands, Mariezellermesse eftir Joseph Haydn um hvitasunnuna, og er þaö frumflutningur þessa verks á tsiandi. Kórinn er skipaður um 40 ar þess aö fundið veröi sann- gjarnt hlutfall milli erlends og innlends leikins efnis i sjónvarpi. Frá 1973 hefur samdráttur i gerð islenskra sjónvarpsleikrita veriö mikill, en aldrei meiri en tvö sl. ár. I fyrra t.d. framleiddi sjónvarpið aðeins tvö leikrit. Leikarar segja meginkröfu slna nú vera þá, að þeir fái aukin verk- efni I sjónvarpi, en ekki aukin laun, þvl þeir vilji auka veg is- lenskrar leiklistar I sjónvarpi. söngvurum og voru einsöngvarar I vor þau Þórhildur óskarsdóttir sópran, Hrönn Hafliðadóttir úr Reykjavlk, alt, Reynir Guð- steinsson, tenór, og Geir Jón Þór- isson, bassi. Stjórnandi var Guð- mundur H. Guðjónsson, organisti Landakirkju. Vegna framúrskarandi undir- tekta I Eyjum og fjölda áskorana af fastalandinu hyggst kór Landakirkju nú leggja land undir fót og flytja verkið i Selfosskirkju föstud. 10. okt. kl. 21 og I Háteigs- kirkju I Reykjavik laugard. 11. okt. kl. 17. Flytjendur eru flestir hinir sömu og 1 vor, nema nú mun Sigrún Gestsdóttir úr Reykjavlk syngja sópranhlutverkið. A undan „Messunni” flytja Guöný Guömundsdóttir konsert- meistari og Guðmundur H. Guðjónsson organisti Landa- kirkju Sónötu in D fyrir fiðlu og orgel eftir Pietro Nardini. Fleiri íslensk leikrit Kór Landakirkju Ný blanda úr Borgarfirði Oddur Sveinsson I verslun sinni Brú viö Kirkjubraut, en hans lit- riki ferill skipar veglegan sess I bókinni ,,Ný blanda úr Borgar- firöi”, sem kemur út nú f hausthjá Hörpuútgáfunni. Ljósm.Þráinn Þorvaldsson. á meðal bóka sem út koma hjá Hörpuútgáfunni í vetur AB — útgáfa Hörpuút- gáfunnar á Akranesi verður allmikil á vetri komanda. Það verk er líkast til ber hæst á út- gáfulistanum er „Ný blanda úr Borgarfirði", en það er f jórða bókin af Borgfirskri blöndu sem út kemur hjá Hörpuút- gáfunni. I þessari nýju blöndu er greint frá lifshlaupi hins sérstæöa fréttaritara Odds Sveinssonar og litrikum ferli hans. Birtar eru margar af eftirminnilegustu fréttum hans og einnig myndir. Auk þessa eru I bókinni fleiri þættir af skemmtilegu og sér- stæðu fólki, gamansögur, gam- anvlsur, þjóðllfsþættir, frásagn- ir af slysförum og sagnaþættir. Bragi Þórðarson bókaútgef- andi á Akranesi hefur safnað efninu i þessa bók eins og þær fyrri. Þá kemur út hjá útgáfunni „Stuölamál” safn af kvæðum og rimum eftir Einar Beinteinsson skáld frá Draghálsi. tlt.mun koma „Þegar neyðin er stærst” eftir Norðmanninn Asbjörn öksendal. Bók þessi er sönn frásögn af flótta úr fanga- búðum nasista i Noregi yfir til Svlþjóöar. Bókin hefur hlotið einstaklega góðar viðtökur og góða blaðadóma i Noregi. „1 fremstu viglinu” nefnist 5. bókin i bókaflokknum „Hetju- dáðir”. Þetta eru sannar frá- sagnir af hetjudáðum og karl- mannlegum afrekum frá seinni heimsstvrjöldinni. Metsöluhöfundurinn Gavin Lyall er höfundur bókarinnar „Stöðugt I llfshættu” sem nú veröur gefin út. Ný ástarsaga eftir Bodil Fors- berg er væntanleg og nefnist hún „Sönn ást”. Þá kemur út bókin „Skothrið úr launsátri” eftir Francis Clif- ford, en hún lýsir atburöum þegar sendiráðsmaður hélt 100 manns I gislingu á hóteli i Lond- on. 5. bókin i flokknum Rauðu ástarsögurnar „Ast og eldur” eftir Erling Poulsen kemur út nú I vetur. Ennfremur eru væntanlegar 4 fyrstu bækurnar af hinum vin- sælu ástarsögum eftir Bodil Forsberg, en þær hafa verið ó- fáanlegar um nokkurt árabil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.