Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 8. október 1980 Þórarínn Þórarínsson: SAMKVÆMT skoðana- könnunum, sem voru birtar i Bandarikjunum um helgina, hefði Ronald Reagan verið kjör- inn forseti Bandarikjanna, ef kosið hefði verið þá. Hann hefði fengið fleiri kjörmenn kosna en Carter og unnið þannig, jafnvel þó hann í heild fengi færri at- kvæði. Samkvæmt skoðanakönnun- um var Carter á hraðri uppleið, miðaö við Reagan, frá þvi, að flokksþing demókrata var haldið um miðjan ágúst og þangað til sjónvarpsfundur þeirra Reagans og Andersons fór fram 21. september. Siðan hefur þetta snúizt við. Carter hefur bersýnilega tapað á þvi að hafna þátttöku i fundinum, en Reagan hins vegar unnið á með þátttöku sinni. Carter stefndi að þvi, að heyja sjónvarpseinvigi við Reagan og telja margir fréttaskýrendur, að þar hefði Carter borið sigur af hólmi, sökum meiri málefna- legrar þekkingar og minni hættu á, að hann hefði talað af sér. Það myndi Reagan hafa getað gert. Nú eru þessar vonir Carters úr sögunni. Reagan mun hafna einvfgi við hann, en bjóðast til að taka þátt i viðræðum við þá Carter og Anderson. Carter getúr hins vegar ekki fallizt á það sökum fyrri afstöðu. Carter hafnaði þátttöku i fundinum með þeim Reagan og Anderson sökum þess, að ráðu- nautar hans töldu, að það yrði of mikil auglýsing fyrir Anderson. Margir fréttaskýrendur telja, að þetta hafi verið mjög mis- ráðið. Anderson fékk eftir sem áður svipaða auglýsingu með þvi að keppa við Reagan. Carter tapaði hins vegar af tækifæri til að sýna að hann heföi bæði meiri þekkingu en keppinautarnir og svaraði greinilegar en þeir. Yfirleitt er talið, aö Carter taki að þessu leyti fram bæði Reagan og Anderson, þegar hann svarar spurningum. FLEIRA en þetta á vafalitið þátt f því, að hallað hefur undan fæti hjá Carter sfðasta hálfan mánuðinn. Styrjöldin í Iran hefur áreiðanlega ekki styrkt hann. Að vísu verður honum ekki beint kennt um hana, en hún dregur athygli að afskiptum hans af málefnum Irans. Slfk upprifjun er siður en svo ávinn- ingur fyrir hann. Þessi upprifjun er sérstaklega það leyti, sem verið var að koma hinni skammlifu stjórn Baktiars á laggirnar, hafi hann varað við þvf, en lagt til að utan- rikisráðuneytið sendi mann á fund Khomeinis og reyndi að ná samkomulagi um að styðja stjórn, sem herinn gæti einnig stutt, t.d. undir forustu Bazargans, sem Khomeini gerði siðar að forsætisráðherra. Ef til vill hefði þetta ekki borið árangur, en getað breytt og mildað afstöðu Khomeinis til Bandarikjanna. Keisarinn var meðmæltur þessari tilraun og Vance féllst á hana. Búið var að velja sendi- mann, Theodore Eliot, sem var kunnugur málum Irans, til að fara á fund Khomeinis. A sið- ustu stundu stöðvaði Carter för hans að ráðum Brzezinskis. Það eru fleirien Sullivan, sem nú beina spjótum aö Brzezinski. Margir telja, að hann hafi verið og sé hinn illi andi Carters. EN þótt Carter standi illa nú samkvæmt skoðanakönnunum, er engan veginn rétt að telja hann úr leik. Reynslan hefur sýnt, aö oft verða snöggar breytingar á afstöðu kjósenda siðustu vikurnar fyrir kosn- ingar. Ef Reagan talar af sér, getur dæmið snúizt við. Margir trúa þvi einnig, að Georgiu-strákarnir hans Carters eigi enn eftir sitthvað i pokahorninu og notfæri sér það, þegar réttur timi þykir kominn. Ibigniev Brzezinski óheppileg fyrir hann nú, þvi að skoðanakannanir hafa sýnt, að Reagan væri álitinn enn óheppi- legri en Carter til að fást við utanrikismál. Stefna hans gæti beinlinis aukið striöshættuna. En nú er hafið strið, sem eng- inn veit hvernig endar, og margir rekja það til óheppilegra afskipta Bandarikjanna af mál- um írans I stjórnartið Carters. I þessu sambandi beinist athyglin mjög að Ibigniev Brzezinski, aðalráðgjafa Carters i utanrikis- og öryggis- málum. Það virðist ljóst, að Carter hafi oft farið meira eftir ráðum hans en utanrikisráð- herranna Vances og Muskies i utanrikismálum og þó einkum varðandi mál Irans. Ráð Brzez- inskis hafi yfirleitt reynzt óheppileg. Brzezinski varð fyrir sérstöku áfalli i siðasta mánuði, þegar William H. Sullivan, fyrrum sendiherra Bandarikjanna I Teheran, birti grein i timaritinu Foreign Policy. Sullivan var sendiherra Bandarikjanna i Teheran, þegar þeir atburðir voru að gerast sem leiddu til falls keisarans og valdatöku Khomeinis. I greininni heldur Sullivan þvi fram, að Brzezinski beri mikla ábyrgð á þvi, hvernig fór i Iran. Hann hafi hvorki farið að ráðum sinum eða Vances utanrikisráð- herra, heldur gefiö Carter önnur ráö, sem reyndust illa. Þannig segir Sullivan, að um Wmmwm (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Heigason og Jón Sigurðsson. Ristjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hallgrimsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verð I lausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuði. Prentun: Blaðaprent. Að vinna fyrir því Eins og allir vita er vandaverk að standa að skoðanakönnunum svo að mark verði að, og kunn- áttumenn ala með sér efasemdir um þær skoðana- kannanir sem hérlendis hafa verið gerðar fram til þessa. Hitt er ennþá meira efunarmál hvaða lærdóma má draga af jafnvel hinum vönduðustu skoðana- könnunum, eða hvort þær hafa yfirleitt teljandi áhrif. Oft virðast áhrifin „öfug” ef svo má segja, og þannig telja t.d. Verkamannaflokksmenn i Bret- landi einatt gott að fá vonda útkomu úr skoðana- könnun—vegna þess að hún þjappi flokksmönnum fastar saman. Það mesta sem sagt verður um skoðanakönnun er að hún sýnir hvernig tiltekinn hópur svaraði til- teknum spurningum á tilteknum degi. Hvort hópur- inn er fulltrúi annarra hópa verður ekki fullyrt, hvort spurningarnar hittu i mark verður sjaldnast fullyrt heldur, og sist af öllu verður staðhæft að þetta sama fólk hafi sömu afstöðu að nokkrum vik- um liðnum,hvað þá mánuðum. í þessu efni er sérstaklega á það að lita að skoð- anakönnunum er yfirleitt beint að þvi fólki sem litil eða engin bein afskipti hefur af opinberum málum, er „óháð”, „óbundið” eða svonefndur „þögull meirihluti”. Og kannanirnar sjálfar ýta undir það eðli sinu samkvæmt að sveiflur geti orðið, menn skipti um skoðun eða afstöðu — hvort sem ástæður koma fram fyrir þvi eða ekki, enda er nafnlaus al- menningur sú eina höfuðskepna i þjóðfélaginu sem aldrei verður krafin skýringa. Hvað sem um þessi mál verður sagt fram eða aftur er það þó staðreynd að skoðanakannanir hér- lendis hafa farið furðu nálægt niðurstöðum kosn- inga skömmu siðar, enn sem komið er. Nú hefur Dagblaðið nýlega birt niðurstöður skyndikönnunar á fylgi rikisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsen, og kemur þar i ljós að rikisstjórnin nýtur atfylgis um það bil tveggja þriðjunga þeirra sem afstöðu tóku á annað borð, auk þess sem hún sýnir yfirburði dr. Gunnars meðal Sjálfstæðisfólks. Samkvæmt þessari skyndikönnun nýtur stjórnin helmingi meira fylgis en stjómarandstaðan, og má misvisunin vera mikil ef rikisstjórnin getur ekki vel við unað. Það er stundum sagt að rikisstjórnir sigri aldrei i kosningum, heldur eigi stjórnarandstaða það til að tapa i kosningum, og svo mikið er vist að útreið stjórnarandstæðinga i þessari skyndikönnun er álika vesaldarleg og stjórnarandstaðan er sjálf. Af samanburði við fyrri skoðanakönnun sama blaðs verður hins vegar að taka undir þau ummæli aðstandenda könnunarinnar að „hveitibrauðs- dagar” stjómarinnar em liðnir. Stjórnin lifir ekki á þeirri samúð sem mætti henni i upphafi. Nú liður að þvi að stjórnin vinni til traustsins með róttækum aðgerðum i efnahagsmálum, enda hlaut hún i byrj- un mikla velvild fólksins vegna niðurtalningar- stefnunnar. JS. Erlent yfirlit Verður Brzezinskí til þess að fella Carter? Styrjöldin í íran er óhagstæö Carter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.