Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. október 1980 5 Forsvarsmenn Samtaka eggjaíramleiöenda: „ÆTLUNIN ER AÐ NÁ MIÐSTÝRINGAR VALDI Á ÞESSARI BÚGREIN — sem staðiö hefur á eigin fótum til þessa” AM — Fyrir skömmu komu þeir að máli við blaðið, Einar Eiriksson, formaður Sambands eggjaframleiðenda og Gunnar Jóhannsson, varaformaður sambandsins og óskuðu eftir að koma á framfæri sjónarmiðum sinum varðandi fóðurbætisskattinn og ýmis önnur at- riði sem segja má að stuðli að samdrætti og fækkun búa i bessari grein. Einar er með hænsnabú i Miklaholtshelli i Hraungerðis- hreppi í Arnessýslu, en Gunnar er með Holtabúið að Asmundarstöð- um sem flestum mun kunnugt. Einar sagði að að það hefði orðiö framleiöendum mikið reiðarslag þegar settur var á fóöurbætisskatturinn i júnilok. Skatturinn var að visu senn lækkaður niður i 50% en fóðrið er eftir sem áður um 60% af út- gjöldum eggjabænda. Skattur- inn var aftur lækkaður i águst í 40% og um siðustu mánaðamót mun hann hafa átt að lækka i 33.3%. Eigi aö siður sér verð- bólguhjólið fyrir þvi að fóöur er stöðugt að hækka. Einar nefndi sem dæmi að sjálfur er hann með um 5000 hænur og er skattur sá sem gjaldfallinn er á þessum þrem- ur mánuðum 3.4 milljónir. Ein- ar kvaðst ekkert hafa fengið á móti þessum útgjöldum, vegna þess hve hægt eggjaverð þokast upp i fullt verð. Hugsast mætti að hægt yrði að láta neytendur borga þennan skatt, ef fram- leiðslan helst i jafnvægi, en Ein- ar sagði að það sem framleið- endur vilja gjarnan benda á i þessu sambandi sé þaö, að þeir hafa staðið utan við kerfið að þvi leyti að þeir hafa tekið á sig sjálfa sinn framleiðsluvanda og framboð og eftirspurn þvi ráöið verðinu að mestu. „Okkur þykir þvi hart að af okkur eru teknir svona miklir fjármunir, til þess að viðhalda offramleiöslunni i öörum bú- greinum,” sagði Einar. Gunnar sagði að ef litið væri til þessarar búgreinar sl. þrjá mánuði þ.e. eggjaframleiðsl- unnar einnar.mætti ætla aö skattheimtan af henni hefði verið á milli 3 og 5 hundruð mffljón. Þetta fé verður svo að taka aftur af neytendum og er þaö notað að meginhluta til þess að auðvelda öðrum búgreinum að offramleiða áfram, þar sem þetta kemur á móti þvi sem vantar I útflutningsbætur. Taldi hann að hér væri verið að skatt- leggja þessa búgrein til þess aö láta vandann vaxa enn. „Þetta á að nota sem stjórn- tæki gegn stóru búunum,” sagði Gunnar, „en reynslan erlendis er sú að stór bú i þessum bú- greinum eru hagkvæmust. Stór bú i kúa- og fjárbúskap eru hins vegar ekki eins hagkvæm og er reynslan erlendis hliðstæð þvi sem hér gerist. Þetta stafar af þvi að hægt er að tæknivæða eggjaframleiðslu það mikið. Nú er ætlunin að vega aö þess- um búum, þar sem þau hafa staðið óstudd og geta borið sig. Virðist sem einhverjum finnist það óbærileg' tilhugsun aö greinar, sem eru ekki innan Framleiðsluráðsins, geta borið sig að öllu leyti, auk þess sem framþróunin hefur hvergi verið eins ör.” Gunnar nefndi þessu til árétt- ingar tölur frá síðasta vetri þar sem kemur fram veröþróun sl. ár, sennilega frá 1972, og sést þar hvert hlutfall hefur verið I hækkun á kjöti, en þar koma stóru búin inn i að mestu leyti. Sagði Gunnar að ef tekið væri mið af dilkakjöti sl. 7—8 ár, hefði verðlækkun á eggjum orð- ið 45—50% en á svinakjöti 40%. Þetta sagði Gunnar eingöngu þvi að þakka að hér ræðir um stór og vélvædd bú. Hins vegar hefur verðþróun I kjúklinga- ræktun veriö önnur og stafar það af þvi að I þeirri grein hafa ekki verið til stór og vélvædd bú og eru þau fyrst nú að hefja inn- reið sina, með bættri aðstöðu til slátrunar og fleiru. „Þeir sem standa aö hinum hefðbundnu búgreinum hafa þóst sjá fram á aö við munum fara að veita þeim meiri sam- keppni en verið hefur”, sagði Gunnar, ,,og ætla sér nú með þessum aðgeröum að taka fyrir það að við framleiöum meira en þeir vilja meö þvi aö koma á kvótakerfi, sem heldur fram- leiðslunni i ákjósanlegu marki fyrir þá. Þarna er verið að taka valið af neytendum og ætlar Gunnar Guðbjartsson að taka að sér að ráða þvi hvað i matinn verður á heimilinum á degi hverjum. Slik vinnubrögö vilj- um við ekki sætta okkur viö,” sagði Gunnar enn. Þá nefndi Gunnar siðustu að- gerðirnar. Sjóðagjöldin sem þó væru smámál á móti þessu. Þar væri hins vegar verið að rukka eggjabændur fyrir hluti, sem þeir eiga ekki að standa skil á skv. lögum. Eru þetta gjöld sem innheimt eru af veltu og mundi enginn i Sambandi eggjabænda neita að greiða þau, ef um væri að ræða sama hlutfall af tekjum og hjá öðrum búgreinum. Þessi gjöld eru hins vegar ekki inni i verðlagsgrundvelli en tekju- hlutfall eggjabænda af veltu ekki nema 10-15% meðan tekju hlutfall sauðfjár og kúabænda er um 50%. Þannig er vægi þess sem eggjabændur greiöa um það bil þrefalt meira. Vegna þess að eggjabændur neituðu þessari tilhögun skipaði Fram- leiðsluráð nefnd i málinu, og skilaði hún áliti i júni 1977. Komst nefndin einróma að þeirri niðurstöðu að þessi vinnu- brögð væru óréttmæt. Álitinu var hins vegar stungið undir stol, en þó varö það til þess að landbúnaðarráðuneytiö skipaði nefnd, sem fulltrúi eggjabænda á sæti i. Meðan nefndin sat, ætlaði Framleiðslu- ráö hins vegar aö láta sverfa til stáls og ná þessu fé af bændum, með þvi aö neita þeim um fóður. Hins vegar segir svo i reglugerð með lögum um þessi gjöld að þeir aðilar, verslanir og aðrir, sem kaupa beint af fram- leiðendum, eigi að standa skil á þeim. Þannig er alveg ljóst aö eggjabændum er ekki ætlað aö skila fénu, þótt þetta hafi aldrei verið kynnt fyrir verslunar- mönnum, enda vonlaust að ætla að láta þá standa i þessu. Síðan var þeim ætlað aö innheimta nokkurn hluta af eggjabændum, en annan hluta af neytendum. Hér er þvi blandað saman tveimur ólikum málum. „Þannig legg ég áherslu á það,” sagði Gunnar, „að ég tel að með þessum álögum sé ætl- unin að stemma stigu við stór- búum okkar. Þannig mun ætl- unin að drepa niður það forskot sem okkar búgreinar hafa og ná á þeim miðstýringarvaldi um leiö. Þannig eru þessi mál öll nokkuð persónuleg þvi ráða- menn þessara mála eru allir I hinum hefðbundnu búgreinum og þvi gjarnt aö taka heldur af- stöðu með sér sjálfum.” Einar sagði að lokum að þótt aögeröir þessar ættu að bitna á stærstu búunum fyrst og fremst, kæmu þær þó ekki siður niður á þeim smærri, enda væru margir þeirra að missa móðinn og mundi þeim fækka á næstunni. Um stóru búin sagði Gunnar, að þar væri hins vegar ekki um annað að ræöa en reka þau áfram, þvi menn leggja ekki niður atvinnutæki upp á hundruð milljóna. Innan tiðar má fara að búast við skorti á eggjum en ef framleiösluaukn- ing á aö eiga sér staö, mega stóru búin ekki bæta við sig nema með leyfi Framleiðslu- ráðs. Þar sem markmiðið er að draga úr umsvifum stóru bú- anna, munu þau þvi alls ekki fá framleiðsluaukninguna, heldur alltaf skerðinguna. Þannig er stefnan sú að koma eggjafram- leiöslunni inn I moldarkofana að nýju.” Einar Eirlksson, formaður Sambands eggjaframleiðenda og Gunnar Jóhannsson, varaformaður PÍANÓTÖNLEIKAR í N0RRÆNA HÚSINU í KVÖLD t AB— I kvöld kl. 20:30 heldur pianóleikarinn ANKER BLYME frá Danmörku tónleika I Norræna húsinu. A efnisskrá verða m.a. nokkur af helstu verkum pianó- tónbókmenntanna: slðasta pianósónata Beethovens (op. 111) og útval úr prelúdium Debussys. Anker Blyme (1925) hlaut menntun sina á konunglega tón- listarháskólanum I Kaupmanna- höfn og I Paris. Hann kom fyrst fram 1945 og hefur siðan starfað mikið bæði sem einleikari og kammertónlistarmaður i Skandi- naviu og annars staðar i Evrópu. Anker Blyme hefur haft mjög ná- ið samstarf við tónskáldið Niels Viggo Bentzon og oft frumflutt verk hans. Sama er að segja um verk eftir Holmboe og Lewkovich, og á tónleikunum á miðvikudag leikur hann einmitt 4. pianósónötuna eftir Lewkovich. Anker Blyme hefur verið dósent og frá 1974 prófessor I pianóleik við tónlistarháskólann i Kaupmannahöfn. Hann hefur oft leikið með Erling Blöndal Bengtsson og það gerir hann I Norræna húsinu laugardaginn 11. okt., þegar tónlistarmennirnir tveir hafa þar kammermúsik- kvöld. Aögöngumiöar að tónleikunum á miðvikudag verða seldir viö innganginn. Danski planóleikarinn Anker Blyme leikur þekkt tónverk á tón- leikum I Norræna húsinu I kvöld. Hann mun m.a. leika slðustu planósónötu Beethovens (op. 111) og úrval úr prelúdlum Debussys. ----7 ' ' /Xu9'Vs'ð v r»^a°un' V________________'___________) Fastar áætlunarferðir. GOOLE Umboðsmenn: Brantford International Ltd., Queens House, Paragon Street HULL, HUMBERSIDE HU1 3NQ Skeyti: Headship Telex: 52159 branfd g Sími . 0482 27756 SKIPADEILD SAMBAI Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reyk Sími 23200 Telex 2101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.