Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. október 1980 7 Um Flugleiðir h.f. Þegar ljónið leggur antilópu að velli er jafnan von til þess að eitthvaö verði eftir handa hræ- ætunum. Þá byrja hýenurnar að væla. Og væl þeirra er ámát- legt. Þegar kind veröur afvelta byrja hrafnarnir að krunka. Krunk hrafns sem vakir yfir hræi er dálftið sérstakt, eins og væl hýenunnar. Það fer aldrei á milli mála þegar hrafninn á von á að komast i hræ. Hér á landi fara hrææturnar á kreik þegar þess er einhver von aðhægt sé aö koma einhverjum á kné. Flugleiöir hf. hafa farið halloka að undanförnu eins og allir vita. Flugleiöir eru stór biti enda hefur hýenuvælið sjaldan verið ámátlegra, krunk hrafn- anna aldrei verið meira hlakk- andi. Viöþetta bætist að hvolpar láta gjarnan siga sér i allar áttir. Þá gelta þeir og glefsa i þá sem þeim er sigað á. Það hafa margir hvolpar gelt aö Flug- leiðum að undanförnu. En gelt hvolpanna er meinlaust og glefs þeirra lika. En atferli hrææt- anna er ekki meinlaust. Það miðar allt að þvi aö verða sér úti um hræ til þess að rifa i sig. Oft- ast nær er það eina leið hrææt- anna til þess að verða sér úti um æti, þar sem þær eru duglausar til alls annars. En hér verður ekki meira fjallað um hræætur og hvolpa, heldurhitt, að mjög margir góð- gjarnir menn virðast ekki hafa náð fullu samhengi i þróun flug- samgangna til og frá Islandi. Margir þeir sem ekkert vilja leggja til málanna nema allt hið besta hafa ásakað Flugleiðir fyrir óeölilega útþenslustefnu. Það hefur skort á aö forráða- menn Flugleiða skýrðu þau mál og er þeim vist vorkunn, þar sem þeir hafa verið önnum kafnir að berja frá sér varginn. Ekki kann ég full skil að öllum athöfnum Flugleiða, og Flug- félags Islands og Loftleiöa þar áöur, en þar sem mér finnst aö þessi mál megi ekki liggja i þagnargildi öllu lengur, ef menn eiga aö geta metið stöðuna á eðlilegan hátt, vil ég freista þess aðlýsa þvi sem áhorfandi hefur getað séð á liðnum aldarfjdrð- ungi, getað séð með þvi aö fylgj- ast með fréttum og umræöum um þessi mál. Uppbygging íslenska flugsins Það fer ekkert á milli mála að frumherjar islenskra flugmála voru miklir dugnaðarmenn. Það fer heldur ekki á milli mála að þeim aðferðum, sem i upphafi n var beitt, verður ekki beitt framar. En það var fyrst og fremst um að ræða að vinna og vinna, vinna hvenær sem þörf var og hvernig sem aðstæður voru. Slikt er ekki hægt nú, allt slikt er bundið i samningum. Uppbygging islenska flugsins varötá réttum tima samfara þvi að þörf fyrir flutninga i lofti stórjókst. Það þurfti þvl ekki að berjast við neinn aö neinu marki, aðalatriöið var að ná góðum hlut úr aukningunni. Is- lendingar náðu þeirri sérstöðu að geta boöiö upp á lægri far- gjöld yfir Atlantshafið en önnur flugfélög höfðu heimild til. Þetta varð til þess aö sætanýt- ing varð betri en almennt gerð- ist og tekjur af fluginu sist minni en þeirra flugfélaga sem höfðu hærri fargjöld. Það liggur I augum uppi að sá, sem ætlar að feröast milli Evrópu og Ameriku vill að ööru jöfnu nota til þess stysta tima sem mögulegt er, en hins vegar getur það einnig komið til álita hvort munur sé á fargjöldum. Margir ferðamenn höfðu meiri tima en peninga og kom sér það vel fyrir íslenska flugið, þeir kusu að taka krókinn hingaö norður i höf til þess aö spara sér peninga. En með sömu fargjöld- um hefði næsta fáir séð ástæðu til að taka þennan krók. A und- anfömum áratugum hafa flug- vélar orðið til muna langfleyg- ari en áöur. Það hefur orðiö til þess að minni þörf hefur veriö fyrir millilendingar. Þaö hefur einnig haft þau áhrif að þörfin fyrir millilendingar á eyju úti i Atlantshafi hefur minnkað, og i fæstum tilfellum er nú þörf fyrir millilendingu á tslandi. Það hefur oft sést á prenti aö undanförnu að maður nokkur telur sig mikinn spámann af þvi að hann sá það fyrir áriö 1978 að erfiðleikar yrðu i Atlantshafs- fiuginu. En 1978 voru þessir erf- iðleikar þegar skollnir á og þurfti þvi ekki mikla spádóms- gáfu til þess að sjá þá. En mér hefur virst að forystumenn Is- lenskra flugmála hafi séð þessa erfiðleika fyrir I amk. aldar- fjórðung og mætti það fremur kallast spádómsgáfa. Það er þó ekki, heldur hefur hitt skipt meira máli að þaö hefur jafnan mátt teljast augljóst að erfið- leikar yrðu á þessari fiugleið fyrr eöa siöar. Erfiðara hefur jafnan verið að sjá með hvaða atburðum þaö yrði og á hvaöa tima. Sökum fólksfæðar verðurekki haldið uppi öruggum og þéttum samgöngum við umheiminn meö flutningi Islendinga einna saman. Að minnsta kosti verður það ekki gert með viðráðanleg- um kostnaði. Islendingar hafa þvi byggt sitt flug þannig upp aö það þjónaði fleirum en Islend- ingum. Sú krafa hefur oröiö æ algengari i flugviöskiptum þjóöa á milli að hver þjóð um sig fengi þvi sem næst helminginn af farþegaflutningi til og frá viðkomandi landi. Fyrr eða siðar hlaut þetta að kreppa að flugi Islendinga. Þaö voru ekki raunverulegar forsendur sem ollu því aö Is- lendingar gátu hagað fargjalda- málum sinum öðruvísi en aðrar þjóðir á Atlantshafsleiöinni. Þess 1 staö voru það skipulags- atriði I samskiptum alþjóða- flugsins og í öðru lagi bandarísk reglugerðarákvæði. Það hlaut að vera hverjum sæmilega framsýnum manni nokkurn veginnaugljóstaðbreytinga gat verið að vænta á hverri stundu. Hitt hygg ég að hafi verið erfiö- ara aö sjá fyrir með hvaða ósköpum breytingin varð, þegar aðlokum var slakað til. En hins vegar kom þaö fram árið 1978. Allt frá þvi um 1960, eöa jafn- vel fyrr, voru lslendingar farnir að búa sig undir þessar breyt- ingar. Sá undirbúningur var aöallega fólginn f þvi að gera flugiö tii Islands sjálfstætt og að miklu leyti óháð öðru flugi yfir Atlantshafið. Með öðrum orðum að gera Island sjálft aö staö þangað sem ferðamenn vildu gjarnan leggja leið sina til og hafa hér stutta viðdvöl, að gera Island að feröamannalandi. Ég hygg aö það geti varla vafist fyrir neinum aö þetta var sú eina leið sem hægt var að fara til þess aö tryggja fjölbreyttar og ódýrar samgöngur I lofti við landið til nokkurrar frambúðar. Útþenslustefna Flugleiöa Og þá er komið að þeim þætti sem kallað hefur verið út- þenslustefna. Til þess að taka á móti ferðamönnum þarf að- stööu. Sú aöstaöa var ekki til hér á landi, nema i mjög litlum mæli, og reyndar er hún ennþá alltof litil. Þess vegna komu flugfélögin inn f alla þá þætti þar sem einhver leiö var aö styrkja ferðamannaiönaöinn, alla þá þætti sem gátu oröið til þess að erlendir ferðamenn sæktust eftir þvi aö hafa hér stutta viðdvöl. Þess vegna var þaö ekki útþenslustefna, að reisa hótel, heldur nauðsyn- legur þáttur I uppbyggingu þessarar atvinnustarfsemi, nauðsynlegur þáttur I þvi að halda uppi samgöngum við landið, og aö efla hag flugfélag- anna og starfsfólks þeirra. Sama á að sjálfsögöu viö um þátttökuna i ferðaskrifstofu- rekstri. Þaö var nauðsynlegur þáttur i þeirri viðleitni að tryggja stöðu flugsins. Og nákvæmlega það sama er að segja um rekstur bilaleigu. A það hefur verið bent að til hafi veriö bilaleigur hér á landi og jafnvel nóg af þeim. Það hafi þvi verið óþarfi aö stofna nýja bfialeigu vegna flugsins. Það má vel vera að Loftleiöir heföu getað samiö við einhverja bíla- leigX, þannig að hún hefði aö- lagað starfsemi slna þörfum og/ hagsmuhum flugsins. En hitt/r staðreyndírt engin bilaleiga^ar rekin á þamN.hátt þegai/Dlla- leiga Loftleiða'vvar stqffiuö og var hún því nauðíynlegur hlekkur I þvi uppbyggingar- starfi, sem þá var staöiö aö. Sama er að segja um Kynnis- ferðir sf. Þaö fyrirtæki er með öllu óhjákvæmilegt til þjónustu við þá farþega flugsins, sem hér hafa nokkra viðdvöl. Þessi þáttur I starfsemi flugs- ins, þessi „útþenslustefna”, heföi mátt vera meiri. Það vantar enn mikið á að feröa- mannamóttaka sé fullnægjandi hér á landi og það vantar mikiö á að flugiö hafi á þennan hátt náð þeim árangri sem aö var stefnt. Áfallið kom of snemma og varð of mikið. Engu að siður er það ljóst að þessi uppbygging ferðamannamóttöku hefur styrkt stöðu Flugleiða mjög verulega i yfirstandandi erfiö- leikum. Og það er jafn ljóst að til þess aö 1 framtlðinni verði haldið uppi nauösynlegum sam- göngum við landið á viðráðan- legu veröi, verður að halda áfram á efla alla feröamanna- móttöku hér á landi. Það kann svo aftur að vera spurning að hve miklu leyti rikissjóöur á að styrkja uppbyggingu ferða- mannamóttöku og að hve miklu leyti Flugleiöir og aörir eiga aö standa straum af þeim kostnaði. Er. vist er um það að heföu flug- félögin ekki gert þaö, sem þau hafa gert áundanförnum árum I þessa veru, væri það ógert. Flugfélögin hafa tekið þátt i stofnunog rekstri fyrirtækja er- lendis. Sagt hefur verið að á þann hátt hafi þau dregiö fé út úr atvinnurekstrinum á Islandi. Og satt að segja hefur þeim hugmyndum vaxið fylgi að undanfömu að hagsmunir ls- lendinga eigi að vera algerlega einangraðir og samskipti út fyrirlandamærin i þvi lágmarki sem frekast er unnt. Það sé nán- ast glæpur að Islendingar eigi slikra hagsmuna að gæta hér. Þessi stefna var mjög rikjandi fyrir heimsstyrjöldina siðari og kom meöal annars fram sem þjóðernissósialismi i Þýska- landi og einangrunarstefna i Bandarikjunum. Æskilegt væri að við færum ekki að ánetjast slikum hugmyndum nú. Fjár- hagsleg samskipti og hags- munir þjóða verða ekki tak- mörkuö við landamæri ef vel á aö fara. Þessu hafa allir leið- andi menn á Vesturlöndum gert sér grein fyrir og I kjölfar pess hefur fylgt mesta framfara- skeiö sögunnar. Flugfélögin hafa ekki i nein- um mæli flutt fjármagn úr landi til þess að stofna og standa undir rekstri fyrirtækja. Þvert á móti hafa þau eignast verulegar eignir erlendis með rekstri þessara fyrirtækja og styrkt Arni Benediktsson: * j þannig efnahag sinn og þjóðar- innar i heild. Þar að auki hefur stofnun og rekstur þessara fyrirtækja orðiö til þess að efla starfsemi Flugleiöa eins og til var stofnað. Kaupin á Air Bahama, þátttaka 1 stofnun Cargoluxog þátttaka i byggingu og rekstri flugvallarhótels I Luxemburg þjónuðu þeim til- gangi að gera endastöðina Luxemburg aö miðstöö fyrir flugsamgöngur til Vesturheims. Miðstöö fyrir Islenska flugið frá Evrópu, um Island, til Banda- rikjanna. Samskipta- erfiðleikar Eins og aö framan er getið gerðu forystumenn islenskra ílugmála sér ljóst fyrir langa- löngu hver þróunin myndi óhjákvæmilega veröa I flugmál- um heimsins, og þá sérstaklega um Norður-Atlantshafið. Astæðan fyrir þvi aö rikisvaldið beitti sér fyrir sameiningu flug- félaganna var sú, að sýnt var hvert stefndi og að nauösynlegt var að snúast til varnar. Þaö höfðu flugfélögin að visu gert sjálf að svo miklu leyti sem i þeirra valdi stóö. En það þurfti meira til, enda hefðu flugfélögin sjálf aldrei tekið þátt i samein- ingunni ef ekki hefði verið af rikri nauðsyn. Vafalaust heföi mátt standa betur aö ýmsu I sameiningu fyrirtækjanna. Ýmislegt var látið ógert, svo sem sameining stéttarfélaga flugmanna. Það var vonað að slikt mundi gerast af sjálfú sér og var raunar ekki óeðlilegt að vona það með tilliti tii reynslu af sameiningu fyrir- tækja viða um heim. En hins vegar gerðust hér atburöir, sem hafa valdiö stöðugum erfiðleik- um og þeim raunar vaxandi I sumum tilfellum. Þegar sameiningin fór fram var það hverjum manni ljóst, þeim sem um það vildi vita, aö staða flugfélaganna fór versn- andi. En hins vegar snerti þetta fáa þá. En jafnhliöa sameining- unni verður gifurleg breyting i flugmálum almennt, i kjölfar oliukreppunnar 1974. Þá komu upp erfiöleikar, sem starfsfólk hvorugs félagsins hafði kynnst áður. Og sameiningunni var ranglega kennt um þessa erfið- leika. Og af þessum sökum hefur aldreiö náö að gróa um heilt innan Flugleiða. Aö undanförnu hefur veriö hvatt til þess að samstaðan innan fyrirtækisins yröi bætt með öllum ráöum. Það er fyrir- tækinu lifsnauðsyn. Og sannar- lega kemur það fleirum við. Flugleiðir eru þýðingarmiklar fyrir næstum þvi hvert manns- barn i landinu. En megin- ástæðan fyrir þvl aö þessi orð eru skrifuð er sú að á forstðu Timans sl. laugardag er frétt sem bendir til þess að ekki sé stefnt að fullri samstöðu innan fyrirtækisins. Það væri hörmu- legt, ef þetta glæsilega fyrirtæki ætti eftir að falla innanfrá. ^SÚ krafa hefur orðið æ algengari i flugvið-^^ I skiptum þjóða á milli að hver þjóð um sig fengi þvi sem næst helminginn af farþega- Iflutningi til og frá viðkomandi landi. Fyrr eða siðar hlaut þetta að kreppa að flugi ^^slendinga. I I Hræætur eru ekki meinlausar. Allt miðar að þvi að verða sér úti um hræ til þess að rifa i sig. Oftast nær er það eina leið hræætnanna til þess að verða sér úti um æti.þar sem þær eru duglausar til alls ^^annars. I I I II I I I I I Þeim hugmyndum hefur vaxið fylgi að undanförnu að hagsmunir tslendinga eigi að vera algerlega einangraðir og sam- skipti út fyrir landamærin i þvi lág- marki sem frekast er unnt. Það sé nánast glæpur að íslendingar eigi hagsmuna að gæta erlendis eða að útlendingar eigi slikra hagsmuna að gæta hér. Þessi stefna var mjög rikjandi fyrir heimsstyrjöldina siðari og kom meðal annars fram sem þjóðernissósialismi i Þýskalandi og ein- angrunarstefna i Bandarikjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.