Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.10.1980, Blaðsíða 15
Miövikudagur 8. október 1980 19 flokksstarfið Félag Framsóknarkvenna Flóamarkaöur veröur laugardaginn 11. okt. n.k. að Rauðarárstig 18 (kaffiteriu) kl. 3. Munum veitt móttaka á skrifstofu félagsins laugardaginn 4. okt. og fimmtudaginn 9. okt. frá kl. 14.00 báöa dagana. Nefndin Kópavogur Aðalfundur Freyju félags framsóknarkvenna veröur haldinn miö- vikudaginn 8. okt. n.k. kl. 20.30að Hamraborg 5 Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Rætt um vetrarstörfin Stjórnin Hádegisfundur SUF verður haldinn miðvikudaginn 8. okt. kl. 12 að Hótel Heklu. Fundarefni: Fjölskyldupólitik Gerður Steinþórsdóttir form. Félagsmálaráðs Reykjavikurborgar kemur fundinn. Allir veikomnii. á Félag ungra framsóknarmanna vill minna á, að aðalfundur Byggingarsamvinnufélags Reykja- vikur verður haldinn að Rauðarárstig 18, sunnu- daginn 12. okt. kl. 2 Þeir sem tóku þátt i undirbúningi aö stofnun Byggingarsamvinnu- féiagsins eru hvattir til aö mæta. Stjórnin Hafnfirðingar Jóhann Einvarðsson alþingismaöur verður til viðtals i Framsóknarheimilinu að Hverfis götu 25fimmtudaginn 9. okt. 1980 frá kl. 20.30. Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Námskeið i fundarsköpum og ræöumennsku mun hefjast bráölega. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku vinsamlegast hafiö samband viö skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480. Viðtalstimar stjórnarmanna. FUF I Reykjavik hefur ákveöiö aö hafa viötalstfma viö stjórnar- menn á laugardögum kl. 10-12 f.h. Laugardaginn 11. okt. veröa til viðtals Sigfús Bjarnason formaður og Páll Kristjánsson meðstjórnandi. Laugardaginn 11. okt. n.k. verða til viötals að Rauðarárstig 18 kl. 10-12, Þráinn Valdimarsson og Guömundur Gunnarsson stjórnarmenn I Húsnæðisstofnun rikisins. V Móðir okkar og tengdamóðir Hólmfriður Jónsdóttir frá Speröli er andaðist að Sólvangi hinn 4. október s.l. verður jarð- sungin frá Akureyr.arkirkju Vestur-Landeyjum laugar- daginn 11. okt. kl. 2 e.h. Börn og tengdabörn Otför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa Kjartans J. Magnússonar, Hraöarstööum, Mosfellssveit fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 9. október kl. 10.30. Jarösett verður aö Mosfelli. Gróa Andrésdóttir, Sigrlöur Kjartansdóttir, Þorsteinn Guöbjörnsson, Jóhanna Kjartansdóttir, Bernharöur Guömundsson, Herborg Kjartansdóttir, Sigurbjörn Alexandersson og barnabörn Grundvallarmálið: Að halda réttinum til framleiðslu prentgripa — segir varaformaður HÍP HEI— „Þaö er fyrst og fremst þetta grundvallarmál, að við höldum réttinum til að fram- leiða prentgripi áfram” sagði Magnus Sigurðsson, varaform. Prentarafélagsins er hann var spuröur um á hverju samninga- viðræöurnar viö þá hafi strand- að um 3 leytið i fyrrinótt. Hann sagði þetta ekki aðeins eiga við um það sem sneri að blaðamönnum heldur einnig auglýsingadeildirnar. Það væri ekkert vafamál, aö þetta kæmi inn á öll blöðin innan tíðar. Prentarar vilji þvi fá ákveönar reglur um öll þessi mál. Um framhaldið sagði hann allt óljóst, nema hann ætti von á þvi að prentarar boöuöu til almenns félagsfundar fljótlega. Reyndum að koma til möts við prentara — eins og frekast var unnt segir Grétar Nikulásson HEI — „Viö reyndum aö koma til móts viö prentara eins og frekast var unnt, en endar náöu ekki saman. Sáttanefnd kom þá meö tillögu sem prentarar neit- uöu alfariö” sagöi Grétar Nikulásson framkvæmdastjóri Félags prentiönaörins en samningar stöövuöust I gær- morgun. Ekki sagöi Grétar beint hafa strandað á tæknimálunum, frekar á starfssviði stétta, hvað hver stétt ætti að vinna. Félag Prentiðnaðarins væri eiginlega i þeirri stöðu að standa I vörn fyr- ir blaöamenn og verslunar- menn, þótt fáir trúi þvi kannski. En a.m.k. blaðamenn séu ekki hrifnir af þvi að gefa eftir þann rétt er þeir hafa haft samnings- bundinn frá árinu 1977, en þar hafi verið um orðrétta þýðingu úr danska samningnum að ræða. Félag prentiðnaðarins vilji einnig hafa þennan samn- ing óbreyttan áfram. Hjá prenturum komi hinsveg- ar fram ótti um að með þvi dragi úr vinnu setjara og þeim veröi þvi fækkað. Geri þeir þvi þær kröfur, að á þeim sviðum sem blaöamönnum og versl- unarmönnum sé nú heimilt að vinna við tölvuskerma sam- kvæmt núgildandi samningi, falli það alfarið undir félags- menn prentarafélagsins fram- vegis. Grétar sagöi þarna um aö ræöa einföldun tækninnar, vélar sem notaöar séu af blaðamönn- um I verslunarfyrirtækjum og i prentsmiðjum. Þá kom fram að 1 núgildandi samnmgum er ákvæði sem skuldbindur prentsmiöjur til þess að láta engan verða at- vinnulausan vegna nýrrar tækni. Veita verði fólki nauö- synlega þjálfun eða endurþjálf- un til nýrra starfa, i vinnutima á fullum launum. Prenturum hafi samkvæmt þessum samn- ingi verið auðveldaö að taka við tækninni, m.a. með þvfað fara á vélritunarnámskeiö á fullum launum frá prentsmiöjunum. Það hafi hins vegar valdið at- vinnurekendunum vonbrigöum að þeir hafi ekki skilaö sér til starfa við setningu, þannig aö þeir hafi þurft aö ráða vélrit- unarstúlkur til þeirra starfa i staðinn. Það hafi siður en svo veriö stefnan að útiloka prent- arana frá störfum með nýju tækninni. Afengisvarnarnefndir i Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Skora á opinbera aðila að veita ekki áfengi KL — Nýlega var hald- inn aðalfundur áfengis- varnanefnda i Snæfelis- ness- og Hnappadals- sýslu. Voru þar gerðar ýmsar ályktanir. Má þar nefna áskorun til stjórnvalda um að koma í veg fyrir heimabrugg með þvi að taka brugg- efni, sem notuð eru, af frilista, vitt var sú ákvörðun dómsmála- ráðherra að lengja sölu- tima áfengis i vin- veitingahúsum, varað er við þeim hugmyndum, Auglýsið i Tímanum Göngum ávallt vinstra megin á móti akandi umferð.. úr1” sem fram hafa komið, um lækkun lögaldurs tii áfengiskaupa, bent er á nauðsyn ákveðinnar mótaðrar áfengismála- stefnu. Síðast en ekki slst skorar fund- urinn á forseta Islands, rlkis- stjórn og Alþingi að veita ekki áfengi við opinberar athafnir. 1 stjórn áfengisvarnanefnda f 'Snæfellsness- og Ilnappadals- 'sýslu voru kjörnir Arni Sigur- björnsson, ólafsvik, formaður, Arni Helgason Sty kkishólm i, Daniel Hauksson Arnarstöðum, varaform., og Stefán Jóhann Sigurðsson Ólafsvfk. „Verkefnaieg óvissa” meiri hjá skipasmiðastöðvum en oft áður AB — Sökum orðróms sem er á kreiki og felur það I sér aö skipa- smiðastöðvar um land allt hafi úr nægum verkefnum aö moða, en treysti sér vart til áframhaldandi starfsemi sökum þess að út- geröarfyrirtækin standi ekki I skilum, snéri Timinn sér til Gunnars Ragnars forstjóra Slipp- stöðvar Akureyrar og innti hann eftir þvi hvort þessi orðrómur ætti viö einhver rök að styöjast. „Við höfum aldrei gefið út neina yfirlýsingu þar að lútandi aö starfsemin hjá okkur væri u.þ.b. aö stöðvast. Þaö er alveg rétt að viö höfum næg verkefni I bili, hvað svo sem siðar veröur. Hitt er einnig ljóst aö upp á siðkastið hefur þrengt mjög að útgeröinni og þar með að okkur sem erum henni nátengdir. Það er staðreynd að á þessu ári hefur verið mun erfiðara með alla fjármögnun en oft áður, en engu að síöur höfum við reynt að klóra I bakkann, enda um fátt annaö að ræöa hjá fyrirtæki eins og okkar. Þaö er útilokað að segja einn góö- an veðurdag „nú störfum viö ekki lengur”. Við höfum svo sem oft séö hann svartan áður, þvl vart verður annað sagt um reksturinn á þessu blessaða þjóöfélagi okk- ar, en að hann sé hálf-sveiflu- kenndur”, sagði Gunnar Ragnars. Gunnar sagði jafnframt að þvi væri ekki að neita aö verk- efnaleg óvissa væri meiri nú hjá skipasmiðaiðnaðinum en oft áð- ur. Greiðslur til skipasmlöa- stöðva bærust I mörgum tílfellum siöar inn en áður, þó ættu það engan veginn við um öll útgeröar- fyrirtæki, þvl sum þeirra stæöu alltaf I skilum á réttum tima. Aöspuröur að þvi hvað væri til ráða sagðist Gunnar aöeins eygja eina lausn, en hún væri sú að gera tilskildar ráöstafanir tíl þess aö útgeröin og fiskvinnslan bæru sig. Ekki vildi Gunnar fara nánar út I þaö hverjar þær ráöstafanir ættu aö vera. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.