Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 4
 Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna á sjötta tímanum í gærmorgun. Maðurinn reyndist hafa tekið kókaín, amfetamín og neytt kannabisefna. Lögreglan stöðvaði einnig sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur frá miðnætti á föstudags- nótt fram á seinni part dags í gær. Sá sem hraðast ók var á 139 kílómetra hraða á þjóðveginum og þarf að greiða 90 þúsund krónur í sekt. Aðrir ökumenn þurfa einnig að greiða háar sektir, enda hafa sektarupphæðir hækkað verulega nýverið. Ökumaður á fíkniefnakokteil Alls hafa 468 verið frels- aðir úr nauðungarvinnu við brennsluofnana og úr ýmsum öðrum ólöglegum störfum undan- farinn mánuð í Kína eftir að hafa verið sveltir, barðir og þvingaðir til að vinna í fjórtán klukkustund- ir eða meira á hverjum degi að því er ríkisrekin kínversk fréttastofa greindi frá á föstudaginn. Tilkynningin kom skömmu eftir að forseti Kína, Hu Jintao, og fleiri háttsettir leiðtogar fyrirskipuðu rannsókn eftir að sívaxandi fjölda skýrslna um útbreidda misnotkun á vinnuafli í múrsteinaverksmiðj- um í sveitahéruðum Kína höfðu borist. Það að æðstu leiðtogar beiti sér með þessum hætti er talið vera til marks um áhyggjur innan Kommúnistaflokksins yfir því að svona mál geti dregið úr trausti almennings á stjórn kommúnista. Þrátt fyrir að núverandi stjórn- völd hafi sett í forgang að bæta kjör þeirra hundruða milljóna verkamanna sem vinna í Kína er margs konar misnotkun á þeim og sinnuleysi stjórnvalda þar um þó enn algengt. Kveikjan að þessu máli, sem er eitt helsta hitamálið í kínverskum fjölmiðlum þessa dagana, var opið bréf sem 400 feður í héraðinu Henan birtu á netinu þar sem þeir báðu um hjálp í leit sinni að sonum sínum sem þeir töldu að höfðu verið seldir til að þræla við brennsluofnana í verksmiðjunum. Í kjölfarið tóku fjölmiðlar hver af öðrum við sér og tóku að rann- saka málið. Meðal þess sem komið hefur fram eru dæmi um að átta ára börn hafi verið lokkuð með fagurgala til að vinna í verksmiðj- unum eða þeim hafi hreinlega verið rænt. Lögreglan leitar að verkstjóra í einni verksmiðjunni sem er grun- aður um að hafa keypt fólk af þrælasölum og neytt það til að vinna mánuðum saman, án þess að fá greitt fyrir vinnu sína eða nægi- legt að borða. Opinber rannsókn á þrælahaldi í Kína Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað rannsókn á misnotkun á verkafólki sem vinnur við brennsluofna í múrsteinaverksmiðum í Kína. Kínverskir fjölmiðlar hafa birt margar skýrslur um verkafólk sem hefur verið þvingað til að vinna við skelfilegar aðstæður. Metfjöldi kandidata var útskrifaður frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í gær. Alls voru 1.056 brautskráðir, 695 útskrifuðust með BS- eða BA- gráðu og 369 með gráðu á meist- arastigi, en átta útskrifuðust með tvær gráður. Kristín Ingólfsdóttir háskóla- rektor lagði áherslu á sterka stöðu HÍ í ræðu sinni við brautskráning- una. Hún minnti á að fyrir ári hafi skólinn sett sér það langtíma- markmið að komast í hóp fremstu menntastofnana heims. Sú mark- miðssetning og vinna sem henni fylgdi hafi leitt til þess að sam- starf skólans við stjórnvöld, atvinnulífið og við háskóla í fremstu röð hafi færst í nýtt horf. „Í samvinnu við Kennaraháskól- ann er háskólinn að vinna að stefnumótun í fjarkennslu sem gefur fólki hvarvetna greiðan aðgang að menntun á ýmsum fræðasviðum þannig að búseta, vinna, fötlun eða aðrar orsakir hamli ekki háskólanámi. Samein- aður háskóli mun vinna að þessu í samstarfi við Fræðasetur Háskóla Íslands sem byggð hafa verið upp víða um land,“ sagði Kristín. Í gær brautskráðust í fyrsta skipti nemendur í meistaranámi í verkefnisstjórnun frá verkfræði- deild HÍ. Aldrei hafa fleiri verið brautskráðir frá HÍ Kennarháskóli Íslands útskrifaði 476 kandídata í gær. Athöfnin fór fram í Laugardals- höll. Í ræðu rektors kom fram að meira en helmingur nemenda kennaraháskólans stundar námið sem fjarnám og búa þeir nemend- ur um allt land. Einnig búa margir nemendur skólans erlendis. Rektor sagði þessa þróun hafa gjörbreytt ástandi í skólum á landsbyggðinni þar sem árum og áratugum saman hafi sárlega vantað fagmenntuða kennara. Kennaramenntun er fjölmenn- asta námsbraut á háskólastigi hér- lendis og kennarastéttin er stærsta fagstétt á Íslandi. Útskrifaðir voru 409 nemendur úr grunnnámi og 67 nemendur úr framhaldsnámi þar af fimm með meistaragráðu. Grunnskólakennarakandídat- arnir Edda Rún Knútsdóttir og Hanna Guðný Ottósdóttir hlutu viðurkenningu fyrir lokaverkefni sitt „Ljáðu mér eyra - Hvað reyn- ist pólskum börnum erfiðast að læra í íslensku?“ Helmingur nema í fjarnámi Frumrannsóknir vegna mats á umhverfisáhrifum háspennulínulagna um vatns- verndarsvæði í Heiðmörk benda til að af þeim sé talsverð sink- mengun. Sinkið er ekki talið ná ofan í vatnsbólið í Heiðmörk, en frekari rannsóknir hafa þó verið boðaðar. Þetta kom fram í svörum meirihluta umhverfisráðs Reykjavíkur síðastliðinn mánu- dag. Tilefnið var tillaga fulltrúa Frjálslynda flokksins um að jarðvegssýni yrðu tekin við háspennumöstur á Reykjavíkur- svæðinu. Sinkmengun við möstrin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.