Fréttablaðið - 17.06.2007, Qupperneq 8
greinar@frettabladid.is
Eitt mikilvægasta verkefni sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til að bæta
og samþætta þjónustu borgarinnar er upp-
bygging þjónustumiðstöðva. Miðgarður,
þjónustumiðstöðin í Grafarvogi ruddi braut-
ina og varð fljótlega ljóst að mikill árang-
ur náðist sem endurspeglaðist í bættri þjón-
ustu og sterkara samfélagi. Starfsfólki sem
áður starfaði á ólíkum sviðum var skapaður sameig-
inlegur starfsvettvangur í hverfum borgarinnar.
Með því skapaðist grundvöllur fyrir þverfag-
lega teymisvinnu til að koma betur til móts við
fjölbreyttar þarfir íbúa. Miðstöðvarnar eru þannig
hverfislægur miðpunktur þjónustu, þangað sem
íbúar geta nálgast alla nauðsynlega þjónustu og
þurfa ekki að þeytast milli fjölda stofnana til að fá
úrlausn sinna mála.
Árangurinn endurspeglast einnig í samhent-
ara og betra samfélagi. Kannanir sem gerðar voru
í Grafarvogi í tengslum við stofnun þjónustumið-
stöðvarinnar þar leiddu í ljós að betri árangur
næst þegar fagfólk ólíkra sviða leggst á eitt við úr-
lausn mála. Þetta hefur til dæmis sýnt sig varðandi
fíkniefnaforvarnir og fleira.
Eftir að nýr meirihluti tók við var yfirstjórn
þjónustumiðstöðva færð frá þjónustu og rekstr-
arsvið undir velferðarsvið. Við þessa til-
færslu vöknuðu strax áhyggjur af því
að starfsemi þjónustumiðstöðva myndi
veikjast og að áhersla yrði frekar á þá
þætti sem snúa að félagsþjónustunni en
minni áhersla yrði á að byggja upp þá
þætti sem snúa að öðrum sviðum: grunn-
skólum, leikskólum og tómstundum. Á
þetta bentu fulltrúar Samfylkingarinnar
ítrekað.
Fulltrúar meirihluta velferðarráðs full-
yrtu í umsögn sinni um flutninginn að
„kostir þjónustumiðstöðva sem snúa flestir að
íbúum hverfanna muni halda sér ef þjónustumið-
stöðvar verða færðar undir Velferðarsvið“. Einn-
ig kemur fram í sömu umsögn að „breytingin muni
engin áhrif hafa á starfsmenn þjónustumiðstöðv-
anna og að þjónustusamningar munu áfram vera
við önnur fagsvið borgarinnar“.
Þrátt fyrir þessi fyrirheit bíður nú afgreiðslu
leikskólaráðs tillaga meirihlutans um að innritun-
arfulltrúar verði færðir frá þjónustumiðstöðvun-
um inn á leikskólasvið. Þetta er fyrsta skrefið í að
rýra hlutverk þjónustumiðstöðvanna og er ástæða
til að óttast að fleiri slík skref muni fylgja í kjöl-
farið. Þessi þróun mun verða til að veikja þjónustu-
miðstöðvarnar, fækka verkefnum þeirra og sam-
þætting á þjónustu við borgarbúa mun minnka.
Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Framtíð þjónustumiðstöðva
M
erking þjóðhátíðardagsins í hugarheimi þeirra
sem þjóðina mynda er áreiðanlega afar mismun-
andi á þessum sextugasta og þriðja afmælisdegi
lýðveldisins.
Að minnsta kosti má leiða líkur að því að merk-
ing þjóðhátíðardagsins hjá þeim börnum sem nú vaxa úr grasi
sé allnokkuð breytt miðað við kynslóðina sem man rigninguna á
Þingvöllum 17. júní 1944. Þeir eru nú orðnir fáir sem voru full-
orðnir þennan dag, en fleirum er dagurinn í barnsminni.
Aldamótakynslóðinni var þjóðhátíðardagurinn merkingar-
ríkur, þótt mörgum þætti fullveldisdagurinn 1. desember 1918
marka enn meiri tímamót. Saga lýðveldisstofnunarinnar var
samofin sögu þessarar kynslóðar.
Fyrir þeim sem fæddir eru eftir 1944 er skírskotun dagsins
17. júní óljósari og margir þeirra sem nú vaxa úr grasi hafa ekki
hugmynd um fyrir hvað dagurinn stendur. Það sýnir glöggt hið
árlega innlegg fjölmiðla þar sem vegfarendur eru spurðir hvers
vegna við höldum 17. júní hátíðlegan. Í vitund þess fólks hefur
lýðveldið Ísland alltaf verið til, stofnun þess er efni sögubóka
og nánast jafnfjarlæg daglegum veruleika og stofnun Alþingis
rúmum þúsund árum fyrr.
Hátíðahöld á þjóðhátíðardeginum 17. júní hafa verið með
áþekku sniði frá upphafi. Vissulega má sjá spor tímans í þróun-
inni frá áratug til áratugar en grunnstefið er hið sama; leiði Jóns
Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, stúdentarn-
ir við styttu Jóns á Austurvelli, skemmtanahald stílað á yngstu
kynslóðina og foreldra hennar í bænum síðdegis og loks skrall
fram eftir kvöldi fyrir unga fólkið. Allt hefur þetta vissulega
aukist að umfangi í takt við tíðarandann; eins og haft var eftir
verkefnisstjóra dagsins í Reykjavík í viðtali í vikunni er tilhneig-
ingin alltaf sú að gera meira en í fyrra.
Ölvun og ólæti að kvöldi þjóðhátíðardags hafa sett mark sitt á
daginn. Bjartsýnasta fólk þykist reyndar sjá merki þess að úr hafi
dregið allra síðustu ár. 17. júní er þó enn einn þeirra viðburða ársins
þar sem sérstaklega er tekið fram ef hátíðahöld dagsins hafi farið
fram án stórslysa: „Hátíðahöld fóru vel fram um allt land.“ Þetta er
jafnvel fullyrt í fjölmiðlum þótt allmargir hafi gist fangageymslur,
nokkrir hafi verið barðir og jafnvel nauðgun átt sér stað.
Þegar áratugir eru liðnir frá stofnun lýðveldisins má alveg
velta því upp hvort hægt væri að halda upp á afmæli lýðveld-
isins, þjóðhátíðardaginn, með einhverjum öðrum hætti og gera
hann jafnvel merkingarríkari fyrir bragðið. Sú nýbreytni að
spila landsleik í handbolta 17. júní er til dæmis skemmtileg við-
bót við daginn því samkennd þjóðar á óvíða betur við en einmitt
á íþróttaleikvangi í keppni milli þjóða.
Gleðilega hátíð og áfram Ísland!
Hátíðisdagur
þjóðarinnar
Ég vil byrja á því að óska les-endum Fréttablaðsins gleðilegs
þjóðhátíðardags. Þennan dag gleðj-
umst við, borðum þessar blessuðu
pylsur, blásum í blöðrur, förum í
skrúðgöngur og skemmtum okkur
fram á nótt. Þennan dag rifjum við
upp söguna, minnumst þeirra sem
á vörðuðu brautina til sjálfstæðis
og hugleiðum hvert þessi sameig-
inlega vegferð okkar muni leiða.
Til allrar hamingju er bjart nærri
allan sólarhringinn þannig að það
gefst nokkur tími til að komast yfir
allt þetta. Ég mæli heldur með því
að byrja á því að velta vegferðinni
og sögunni fyrir sér áður en hæ hó
og jíbí jei-ið byrjar.
Það er með ólíkindum hvað okkur
Íslendingum hefur miðað á und-
anförnum árum. Vandfundin er sú
þjóð sem hefur náð að bæta lífs-
kjör sín betur og á sú fullyrðing
við hvort sem horft er til síðustu
hundrað ára eða síðasta áratugar.
Á þessum tíma hefur okkur tekist
að vinna bug á ömurlegri fátækt og
bjargarleysi, komist til bjargálna
og nú erum við í hópi ríkustu þjóða
veraldar. Auðvitað búum við ekki í
fullkomnu landi, en það er ástæða
fyrir okkur til að gleðjast í dag yfir
þeim árangri sem náðst hefur.
Ástæða er einnig til að vera bjart-
sýn þegar við horfum fram á veg-
inn. Við erum ung þjóð, sköpunar-
krafturinn í atvinnulífinu er mikill,
frumkvöðlar eru á hverju strái og
okkur hefur vaxið ásmegin í við-
skiptum okkar á erlendri grund.
Ríkiskassinn stendur vel, skatt-
ar eru lágir og munu lækka enn,
lífeyrissjóðirnir eru meðal þeirra
bestu í heimi og innviðir samfé-
lagsins hafa styrkst til muna. Land-
ið okkar er fagurt og frítt og okkur
miðar áfram í átt að þokkalegri
sátt um hvernig við eigum að nýta
náttúruna og vernda. Sóknarfærin
okkar liggja í menntun og vísind-
um; mannauðurinn, ásamt gríðar-
legum náttúruauðlindum, verður
aflvaki hagvaxtar og nýsköpunar á
næstu árum og áratugum. Einhver
ánægjulegasta breyting á íslensku
efhanagslífi er vöxtur fjármála-
þjónustunnar, sóknarfærin á þeim
vettvangi eru óendanleg og einu
takmörkin eru við sjálf.
Til lengri tíma horft er engum
vafa undirorpið að langtímahorf-
ur okkar eru góðar, svo gripið sé til
orðfæris bankamanna. En vanda-
málalaust verður þetta ekki. Ef
horft er til næstu missera þá á enn
eftir að koma í ljós hvort það tak-
ist að lenda efnahagslífinu mjúk-
lega eða hvort við fáum högg. Háir
vextir Seðlabankans geta ekki stað-
ið endalaust, það hlýtur að líða
að því að þeir lækki. En sérstakt
áhyggjuefni er núna sú staðreynd
hversu illa gengur að byggja upp
þorskstofninn, þrátt fyrir að við
höfum farið býsna nærri ráðgjöf
fiskifræðinga nú um nokkra hríð.
Fyrir vikið er staða landsbyggðar-
innar að veikjast, minnkandi afli,
ásamt reyndar hagræðingu, hefur
leitt til þess að ársverkum í sjávar-
útvegi hefur fækkað úr 15.500 árið
1996 í 8.400 tíu árum síðar. Þetta
segir til sín í atvinnulífi lands-
byggðarinnar.
Framsal aflaheimilda er for-
senda aflamarkskerfisins, mögu-
leikinn til að kaupa og selja afla-
heimildir er megin skilyrði þess
að hagræðing náist í greininni.
Vitanlega getur framsalið vald-
ið vandamálum á landsbyggðinni,
einkum á smæstu stöðunum. En
það er ekkert vit í því að ætla að
styrkja sjávarþorpin með því að
vængstýfa sjávarútveginn. Á ár-
unum 1980 til 1984 var tap á sjáv-
arútveginum á bilinu 5 til 9 pró-
sent og það þurfti að eyða skattfé
til þess að koma í veg fyrir fjölda-
gjaldþrot í greininni. Atvinnuör-
yggið var ekkert við þær aðstæð-
ur, aðalatvinnuvegur landsbyggð-
arinnar var á hnjánum og allt
hagkerfið var upp í loft. Þetta var
fyrir daga aflamarkskerfisins.
Frá 1991 hefur greinin hins vegar
verið rekin með hagnaði nærri á
hverju ári og verðmæti aflaheim-
ilda endurspeglar þá trú sem út-
gerðarmenn og fjármálastofnanir
hafa á framtíðinni.
Aðgerðir í byggðamálum verða
því að beinast að samgöngum,
samkeppnisstöðu, menntamál-
um og menningarmálum. Það
tapa allir á því að draga úr hag-
kvæmni sjávarútvegsins. Jafn-
framt er nauðsynlegt að að skoða
betur samspil fiskveiðiráðgjafar-
innar og fiskveiðistjórnunarinn-
ar, án þess að hróflað verði við
eignarréttindum útgerðarmanna.
Sem innlegg í þá umræðu hef ég
áður lagt til að stofnuð verði haf-
rannsóknardeild við Háskóla Ís-
lands sem skili til ráðherra til-
lögum sínum samhliða tillögum
Hafró.
Ég mun ræða nánar þessa hug-
mynd í næstu grein sem mun
birtast í ágúst næstkomandi,
þangað til mun ég taka mér frí
frá skrifum. Að lokum vil ég
endurtaka óskir mínar um gleði-
legan þjóðhátíðardag.
Á þjóðhátíðardegi
Sú nýbreytni að spila landsleik í handbolta 17. júní er
til dæmis skemmtileg viðbót við daginn.