Fréttablaðið - 17.06.2007, Síða 26
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.I
S
/H
SK
3
80
92
0
6/
07
Rafvirkjar
óskast
Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna hefur Sólrún Kristjánsdóttir (solrun.kristjansdottir@or.is) hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2007.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is og senda jafnframt ferilskrá.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Meginverkefni Framkvæmdadeildar
eru viðbrögð við bilunum, ýmis endur-
nýjunarverk auk smærri nýlagnaverkefna
í kerfum Orkuveitunnar.
Um er að ræða 2 – 3 störf við rafdreifi-
kerfi OR. Ef þú ert nákvæmur/nákvæm í
vinnubrögðum, þá átt þú erindi við okkur.
Orkuveitan mun sjá um nauðsynlega
þjálfun þína á sviðinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Við leitum að duglegum, samviskusömum einstaklingum
með færni í mannlegum samskiptum. Ef þú ert einstakl-
ingur með áðurnefnda hæfileika getur orðið um framtíðar-
ráðningu að ræða. Æskilegt er, en þó ekki skilyrði, að
viðkomandi hafi eitthvað af eftirfarandi réttindum/reynslu:
• Sveinspróf í rafvirkjun.
• Reynslu af vinnu við rafdreifikerfi.
• Sambærilega menntun eða reynslu.
Framkvæmdadeild Orkuveitu Reykjavíkur óskar að ráða öflugt fólk til starfa.
Vinnuskóli fyrir ungt
fólk með þroskahömlun
er starfræktur á vegum
Hins hússins á sumrin.
Gígja Heiðarsdóttir er
umsjónarmaður skólans
í sumar og segir starfið
hafa farið vel af stað.
Í sumar er vinnuskóli fyrir
ungt fólk með þroskahöml-
un starfræktur í formi nokk-
urs konar starfsþjálfunar
og hafa umsjónarmenn hans
haft samband við fjölda
fyrirtækja og stofnana síð-
ustu vikur til þess að reyna
að fá pláss fyrir ungmennin
í skólanum. Nú er allt farið
á fullt og ungmennin búin
að vera að vinna úti um allan
bæ síðustu vikuna. „Mér
finnst það vera búið að
ganga framar öllum vonum
að fá fyrirtæki til samstarfs
við okkur og allir eru mjög
ánægðir,“ segir Gígja.
Misjafnt er hversu mörg
störf fyrirtæki hafa getað
boðið vinnuskólanum og í
hversu langan tíma en Gígja
segir að allt komi sér vel.
„Við erum til dæmis komin
með hverfi hjá Póstinum
sem eru þrjú störf, einn sem
flokkar póstinn og tveir sem
hjálpast að við að bera út,
Bónus úthlutaði okkur
þremur stöðum, tveimur í
Holtagörðum og einni úti á
Nesi og svo fáum við fjórar
stöður hjá World Class í júlí,
við barnagæslu og aðstoð í
salnum og eldhúsinu. Meðal
annarra sem hafa útvegað
okkur störf eru Vesturbæj-
arlaug, íþróttafélagið Valur,
Kjarnavörur í Hafnarfirði,
Hótel Reykjavík og Sigur-
plast,“ segir hún.
Átján til tuttugu ung-
menni á aldrinum þrettán til
sextán ára eru í vinnuskól-
anum í hverri viku og segir
Gígja að sé kominn biðlisti
þar sem miklu fleiri vilja
komast að en geta. „Krökk-
unum finnst þetta rosalega
gaman og þetta hefur geng-
ið mjög vel. Forsvarsmenn
fyrirtækjanna hafa líka
verið mjög sáttir og við
vonum bara að fleiri séu til í
að útvega okkur störf. Við
erum líka ofsalega ánægð
með hvað við höfum fengið
jákvæð viðbrögð hingað til,“
segir Gígja.
Allir ánægðir