Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 60
Nútíminn einkennist á vissan hátt af margs konar klámi. Raun- veruleikaþáttaklámi, tilfinningaklámi, klám- klámi, lífsstílsklámi, mataræðisklámi og öðru klámi. Klámið kemur nútímafólki í upp- nám á nokkurra daga eða vikna fresti því stundum getur verið erf- itt að verjast klámáreitinu. Sjálfri finnst mér lífsstílsklámið erfiðast. Það neyðist enginn til að horfa á klámklám, en lífsstílsklám er einhvern veginn úti um allt. Maður sér plebbmóbílinn Range Rover rúlla fyrir annað hvert götu- horn. Í búningsklefanum í rækt- inni er maður umkringdur konum sem tala ekki um annað en lífs- stíl sinn í einni eða annari mynd og í öllu sem þær á sér, eða á sig, bera má sjá hver statusinn er. Ein smyr sig með Chanel-sellókremi og önnur, sem er ekki eins mjó, gjóar augunum til hennar í andar- taks öfund meðan hún kreistir sinn Nivea-brúsa aðeins fastar. Til þess að eiga fyrir lífsstílsbún- ingnum vinna sumir fimm vinnur. Lífsstíll er ekkert grín. Lífsstíls- þættir eru heldur ekkert grín. Það er ekkert grín að vera lífsstílssvín. Sumum þykir það flottur lífsstíll að vera mikið í útlöndum vegna vinnunnar. Sjálfri finnst mér það hræðilega ósjarmerandi tilhugs- un og ekki er það vegna andúðar á ferðalögum því ég hef siglt um heimsins höf, ójá. Vinkona mín komst vel að orði þegar hún bar þetta saman við að ganga á háum hælum: „Lítur kannski glamúrus út en er ógeðslega óþægilegt.“ Mörg ferðalög vegna vinnu koma niður á svefni, meltingu, hjóna- og heimilislífi og hvers vegna að kjósa það? Minn fyrirmyndarlífsstíll er eftirlaunaþegalífsstíllinn. Einfalt tempó, einfaldar þarfir, reglulegur svefntími, vinkonur í kaffi, passað upp á meltinguna, andað, lagt fyrir, farið í göngutúr. Eftirlaunaþegastíllinn ofbýð- ur mér ekki, enda er hann ekk- ert klám og klám er bara það sem manni ofbýður. Tilfinningaklám, raunveruleikaþáttaklám, klámklám og lífsstílsklám VELJUM LÍFIÐ „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.