Fréttablaðið - 08.08.2007, Page 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ...
Með fjórðung | Marel hefur eign-
ast yfir fjórðungshlut í hollenska
iðnfyrirtækinu Stork og er lang-
stærsti hluthafinn. Markaðsvirði
hlutarins nemur tæpum 33 millj-
örðum króna.
Jarðboranir seldar | Fjárfesting-
arfélagið Atorka hefur selt Jarð-
boranir hf. til Geysis Green En-
ergy fyrir 14,3 milljarða króna.
Hagnaður af sölunni nemur ellefu
milljörðum króna.
Góður fjórðungur | Hagnaður
Landsbankans á öðrum ársfjórð-
ungi nam 12,5 milljörðum króna
eftir skatta. Á fyrstu sex mánuð-
um ársins nam hagnaðurinn 26,3
milljörðum króna.
Yfirtaka líkleg | Exista og Kaup-
þing eru samtals komin með ríf-
lega fjórðungshlut í Storebrand,
næststærsta fjármálafyrirtæki
Noregs. Eykur það líkurnar á því
að félögin taki Storebrand.
Besti árshelmingurinn | FL
hagnaðist um rúma átta milljarða
króna á öðrum ársfjórðungi og
um alls 23 milljarða króna á fyrri
hluta ársins. Þetta er besti fyrri
árshelmingurinn í sögu félagsins.
Ljúka endurfjármögnun | 365 hf.
hefur lokið endurfjármögnun og
er áætlað að vaxtagreiðslur lækki
um sem nemur 220 milljónum
króna á ári. Vaxtaberandi skuldir
nema nú um sjö milljörðum.
Met slegið | Velta á öllum mörk-
uðum OMX nam að meðaltali 393,2
milljörðum króna á dag í júlí, og
jókst um sextíu og sjö prósent
á milli ára. Aldrei hefur mælst
meiri velta í júlí.
Erlendir sjóðir | Á fjórða tug er-
lendra verðbréfasjóða með sam-
tals um 240 sjóðsdeildir hafa til-
kynnt Fjármálaeftirlitinu (FME)
um fyrirhugaða markaðssetningu
hér á landi.
Baugur styrkir
góðgerðarmál í Afríku
Vandinn ekki
óyfirstíganlegur
14
Birna Einarsdóttir hjá Glitni
Enginn
nýgræðingur í
bankaheiminum 12
F R É T T I R V I K U N N A R
Fair Trade á Íslandi
Neytendur
meðvitaðri um
ábyrgð sína 8-9
www.trackwell .com
Tíma- og verkskráning
fyrir starfsmenn og tæki
FORÐASTÝRING
„Hálfsársuppgjör bankanna sýna
að rekstur þeirra er almennt í
góðu horfi og tekjugrunnur verð-
ur sífellt dreifðari,“ segir Jónas
Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins (FME). Hann segir bank-
ana þurfa að gæta að kostnaðar-
hlutföllum, sem fari hækkandi og
bendir á að arðsemi eigin fjár sé
lægri en á árinu 2006.
Jónas segir að arðsemi viðskipta-
bankanna þriggja verði að teljast
mjög góð, en á fyrri helmingi árs-
ins liggur hún á bilinu 22 til 39 pró-
sent. „Ef litið er sérstaklega á arð-
semi eiginfjár fyrir skatta án geng-
ishagnaðar og óreglulegra tekna
þá liggur hún á bilinu 15 til 19 pró-
sent.“ Þá segir hann eiginfjárstöðu
bankanna trausta, en eiginfjárhlut-
föll þeirra eru á bilinu 12,5 til 13,4
prósent. Þar af er eiginfjárþátt-
ur A (eða Tier 1) 9,3 til 11,1 pró-
sent. „Hvorutveggja er mikilvægt
fyrir bankana í ljósi hræringa á
mörkuðum og möguleika til auk-
innar útrásar,“ segir hann.
Þá segir forstjóri Fjármálaeft-
irlitsins einnig eftirtektarvert að
vaxandi hlutfall tekna megi rekja
til erlendrar starfsemi bankanna,
eða um 54 prósent. „Innlán hafa
einnig verið að aukast sem hlut-
fall af heildarútlánum sem styrkir
fjármögnun þeirra. Í lok júní 2007
voru innlán sem hlutfall af útlán-
um 51 prósent samanborið við 34
prósent í lok ársins 2006,“ segir
hann og bætir við að einnig hafi
hægt verulega á útlánavexti bank-
anna. „En í ljósi aukinna alþjóð-
legra umsvifa og mikils útlána-
vaxtar síðustu ár þurfa bankarn-
ir að sýna árvekni varðandi gæði
eigna. Þá er mikilvægt að þeir hugi
vel að samþættingu rekstrarein-
inga í nýjum löndum.“
- óká / Sjá einnig fréttaskýringu síðu 6
Bankarnir horfi til eignagæða
G
O
T
T
F
Ó
LK
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í
skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar-
sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me›
starfsleyfi FME. Landsbankinn er vörslua›ili sjó›anna. Athygli
fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingarsjó›ir hafa r‡mri fjár-
festingarheimildir skv. lögunum heldur en ver›bréfasjó›ir.
Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar muninn
á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar-
heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr
útbo›sl‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans
auk uppl‡singa á heimasí›u bankans, landsbanki.is.
CAD
4,3%*
DKK
5,4%*Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar EUR
4,4%*
GBP
7,0%*ISK14,0%*
Markmið
Peningabréfa er
að ná hærri ávöxtun en
millibankamarkaður og
gjaldeyrisreikningar. Enginn
munur er á kaup-
og sölugengi.
Peningabréf
Landsbankans
USD
5,1%*
* Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. júlí - 31. júlí 2007.
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
FL Group hefur ekki farið varhluta af mikilli ókyrrð
á alþjóðlegum mörkuðum en verðmæti sex stærstu
eignarhluta félagsins í skráðum hlutabréfum hefur
fallið samtals um á þrettánda millj-
arð króna frá lokum fyrri árshelm-
ings. Markaðsvirði þessara fjár-
festinga nam um 264,8 milljörðum
króna eftir lokun markaða á frí-
degi verslunarmanna samanborið
við 277,7 milljarða í lok júní.
Mest hefur lækkunin orðið á
gengi bréfa í Commerzbank sem
er næststærsti banki Þýskalands
og önnur stærsta eignin í hluta-
bréfasafni FL. Bankinn hefur fall-
ið um fjórtán prósent á þessum
ársfjórðungi og má ætla að gengis-
tapið þar sé orðið um níu milljarðar króna á tíma-
bilinu. Hlutabréf í Commerzbank hækkuðu talsvert
í gærmorgun og dró þar með úr gengistapinu.
Hinn 30. júlí greindu forsvarsmenn Commerz-
bank frá því að bankinn hefði fjárfest yfir eitt
hundrað milljarða króna í áhættusömum banda-
rískum húsnæðislánum. Verulegt tap stórra sjóða
á þessum skuldabréfum voru kveikjan að miklum
lækkunum á mörkuðum þar sem fjármálafyrir-
tæki hafa komið sýnu verst út. Atburðarásin hefur
dregið úr aðgengi fjárfesta að lánsfé. Fram kemur
á Bloomberg-fréttaveitunni að þýski bankinn muni
leggja um sjö milljarða króna til hliðar vegna
mögulegs taps á fjárfestingunni.
„Við teljum að félagið sé á mjög hagstæðum
kennitölum. Markaðurinn hefur, að
okkar mati, ekki að öllu leyti áttað
sig á viðsnúningi í rekstri bank-
ans,“ sagði Hannes Smárason, for-
stjóri FL Group, á fundi með fjár-
festum í síðustu viku. Hann telur
óhjákvæmilegt að Commerzbank
taki að einhverju leyti þátt í þeirri
samþjöppun sem mun einkenna
evrópskan bankamarkað á næstu
misserum.
Eignarhlutur FL í AMR Corp.,
móðurfélagi American Airlines,
heldur áfram að falla og einnig
lækkar um fjórðungshlutur félagsins í Finnair.
Stærsti eignarhlutur FL, sem er 138 milljarða hlut-
ur í Glitni, hefur hins vegar hækkað um 780 millj-
ónir króna á þriðja ársfjórðungi.
Þessi lækkun á eignasafni FL endurspeglast í bréf-
um félagsins sem hafa lækkað um átta prósent á árs-
fjórðungnum. Það er ríflega sautján milljarða lækk-
un markaðsvirðis. FL skilaði ríflega 23 milljörðum
króna á fyrri hluta ársins sem var metafkoma.
FL tapar milljörðum
á Commerzbank
Gengi þýska bankans lækkar vegna fjárfestinga í áhættu-
sömum bandarískum skuldabréfum og nemur varúðar-
færsla vegna fjárfestingarinnar sjö milljörðum.
Þ R Ó U N Á S T Æ R S T U
E I G N A R H L U T U M F L
Á 3 . Á R S F J Ó R Ð U N G I
Félag Hækkun/lækkun
Commerzbank (3,2%) -9.062
AMR Corporation (8,3%) -3.746
Finnair (23,4%) -617
Royal Unibrew (24,4%) -381
Aktiv Kapital (13,3%) +77
Glitnir (32,0%) +780
Áætlað gengistap -12.948
Bandaríski risabankinn Citig-
roup hefur endurskoðað verðmat
sitt á Kaupþingi og metur bréf
í bankanum nú á 1.250 íslensk-
ar krónur á hlut. Fyrra verðmat
hljóðaði upp á 1.500 íslenskar
krónur á hlut.
Bent er á að fjármögnunar-
kostnaður sé að aukast á alþjóða-
Lækka mat á
Kaupþingi
Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri ferða-
skrifstofunnar Bjarmalands, stendur fyrir
septemberferð til Moskvu í samstarfi við félagið
MÍR (Menningartengsl Ísland og Rússlands).„Siglt er frá Moskvu eftir Volgu til borgarinnar Ast-
rakhan við Kaspíahaf,“ segir Haukur Hauksson,
framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Bjarma-
lands. „Að því hafi liggja Íran, Kasakstan, Túrkmen-
istan, Aserbaídsjan og Rússland. Þetta er langt ferða-
lag eða 2.700 kílómetrar, sem jafngildir því ef i
væri frá Íslandi til Portú lAð
legri menningar-, sögu- og viðskiptamiðstöð,“ segir
Haukur. „Jafnframt því er hún orðin að miðpunkti
fyrir samgöngur Samveldisríkjanna eins og þau heita
nú.
Svo verður farið til Kasan, höfuðborgar Tatarstans,
Tataralýðveldis í Rússneska sambandsríkinu. Síðan
til Simbírsk, sem áður hét Úljanovsk, þar sem Lenín
fæddist og safn um hann heimsótt. Auk þess verða
merkilegar söguminjar skoðaðar í borginni Volgo-
grad eða Stalíngrad eins og hún kall ði
Að auki er b ði
G
O
T
T
F
Ó
LK
Skemmtilegur ferðafélagi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
7
-0
8
8
2
FRÁBÆR TILBOÐ!
SÉRBLAÐ FYLGIR
Víkingurinn Sinisa Kekic
er 38 ára gamall og einn af
markahæstu mönnum í Lands-
bankadeild karla. Það sem er enn
merkilegra er að hann er búinn að
skora fimm af sjö mörkum sínum
á lokakafla hálfleikjanna, þegar
einhverjir teldu nú að farið væri
að draga af manni sem er að
nálgast fimmtugsaldurinn.
Fréttablaðið skoðar í dag á
hvaða tíma í leikjunum liðunum
gengur best. Tólfta umferðin
hefst með leik KR og Vals á KR-
vellinum í kvöld, það er leikur
botnliðsins í fyrstu deild undir
stjórn Loga Ólafssonar.
Sá gamli bestur
í lok leikjanna
Heldur á slóðir
Stalíns
GSM-samband verður á
helstu vegum landsins eftir tvö
og hálft ár, á samtals yfir 1.200
kílómetra vegakafla. Þetta verk-
efni er tvískipt. Fyrri áfanganum
lýkur í janúar á næsta ári þegar
allur hringvegurinn verður
kominn í GSM-samband ásamt
fimm fjölförnum fjallvegum.
Seinni áfanginn hefur verið
boðinn út og eiga þær
framkvæmdir að taka tvö ár.
Hótelhaldarar og aðrir sem
vinna að ferðamálum eru orðnir
þreyttir á langvarandi GSM-sam-
bandsleysi. Árni Zophaníasson,
hótelhaldari á Bjarkalundi í
Reykhólahreppi, er einn þeirra.
„Þetta hefur verið alvarlegt
ástand hérna síðustu ár og valdið
okkur stórtjóni,“ segir Árni.
„Fólk kemur ekki hingað vegna
þess að hér er ekki gemsasam-
band. Það kom hópur af bílum í
vor og ætlaði að vera heila helgi.
Flestallir flúðu því krakkarnir
urðu alveg brjálaðir. Þeir komust
ekki inn á netið og komust ekki í
gemsann.“
GSM-væðing næstu tvö ár
Morðið á Alexander
Litvinenko í nóvember í fyrra var
líklega hefndarmorð manna í
rússnesku leyniþjónustunni FSB.
Þetta er álit Martins Sixsmith,
fyrrverandi fréttaritara breska
ríkisútvarpsins BBC, sem nýlega
gaf út bók um morðið á leyniþjón-
ustumanninum fyrrverandi.
Sixsmith telur ekki að Vladimír
Pútín Rússlandsforseti hafi
fyrirskipað morðið.
Samkvæmt Sixsmith drápu
menn úr FSB Litvinenko til að
hefna fyrir það þegar Litvinenko
fór ekki eftir skipun um að drepa
rússneska auðkýfinginn Boris
Berezovsky árið 1997 og vegna
þess að hann sagði fjölmiðlum frá
skipuninni.
Talið hefnd
FSB-manna
Stýrir kammertón-
leikum á Klaustri
Þingmenn innan Sjálf-
stæðisflokksins og Samfylking-
arinnar vilja afnema úr lögum
heimild fjármálaráðherra, fyrir
hönd íslenska ríkisins, til þess að
veita Íslenskri erfðagreiningu
200 milljóna dala ríkisábyrgð,
um 12,6 milljarða íslenskra króna
að núvirði, „vegna fjármögnunar
nýrrar starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar,“ eins og orðrétt
segir í lögunum. „Ég er ekki hrif-
inn af svona sértækum aðgerð-
um og er á því að þessi heimild
eigi ekki að vera fyrir hendi í
íslenskum lögum,“ segir Ágúst
Ólafur Ágústsson, varaformaður
og þingmaður Samfylkingarinn-
ar. Pétur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formað-
ur efnahags- og skattanefndar,
tekur undir þetta með Ágústi
Ólafi.
Lögin voru samþykkt á Alþingi
3. maí 2002 eftir líflegar, og oft
harðar, umræður.
Aldrei hefur komið til þess að
beita hafi þurft heimildinni. Hún
nær aðeins til skuldabréfa
„vegna nýrrar starfsemi“.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt-
isstjóri í fjármálaráðuneytinu,
segir lagaheimildina með öllu
óþarfa og í raun marklausa eftir
að Íslensk erfðagreining kom
þeim skilaboðum til yfirvalda,
með formlegum hætti, að fyrir-
tækið þyrfti ekki á ábyrgðinni að
halda. Þannig hefði málið í raun
lognast út af og heimildin því
„dauð“.
ESA, eftirlitsstofnun EFTA,
var með ábyrgðarheimildina til
skoðunar um tíma. Meðal annars
var kannað hvort það færi gegn
lögum og reglum EFTA að lög-
festa heimild til að veita einu
fyrirtæki ríkisábyrgð umfram
önnur.
Þeirri skoðun var sjálfkrafa
hætt eftir að Íslensk erfðagrein-
ing lýsti því yfir að fyrirtækið
þyrfti ekki á aðstoð ríkisins að
halda. Þrátt fyrir það er heimild-
ina enn að finna í íslenskum
lögum.
Ábyrgðarheimildin
verði tekin úr lögum
Vilji er til þess innan þingflokka Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar að
afnema heimild fjármálaráðherra til veita Íslenskri erfðagreiningu ríkisábyrgð.
Ekki hrifinn af svona sértækum aðgerðum, segir Ágúst Ólafur Ágústsson.