Fréttablaðið - 08.08.2007, Síða 4
Satsuki Eda varð fyrir
valinu sem forseti efri deildar
Japansþings í gær, þar sem
stjórnarandstaðan náði meiri-
hluta í kosningum í lok júlí. Eda
er gamalreyndur
stjórnmálamaður
og svarinn
andstæðingur
stjórnar Shinzos
Abe forsætisráð-
herra.
Þessi niður-
staða er enn eitt
áfallið fyrir Abe
og stjórn hans.
Meirihluti
stjórnarandstöð-
unnar í efri deild,
sem þó hefur
minni völd en neðri deildin, segist
ennfremur koma til greina að
krefjast brotthvarfs japanska
flughersins frá Írak.
Nýtt áfall fyrir
Japansstjórn
Sextán ára stúlka
sem handtekin var í Leifsstöð
fyrir viku með hálft kíló af kóka-
íni í fórum sínum er yngsta mann-
eskja sem tekin hefur verið fyrir
stórfellt fíkniefnasmygl til lands-
ins. „Ég held að ég geti fullyrt
það,“ segir Friðrik Smári Björg-
vinsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu.
Stúlkan varð sextán ára gömul
daginn áður en hún kom til lands-
ins, og var því ekki nema fimmtán
ára þegar hún lagði upp í ferðina
ásamt 28 ára kærasta sínum, sem
var handtekinn með henni. Heim-
ildir Fréttablaðsins herma að for-
eldrar hennar hafi vitað af ferð-
inni, og þar sem hún sé ekki
sjálfráða hefðu þau getað beðið
lögreglu um að koma í veg fyrir að
hún færi. Hún hefur þrátt fyrir
ungan aldur áður komist á kast við
lög hérlendis.
Parið flutti efnin frá Venesúela
til Íslands í gegnum Bandaríkin.
Það var handtekið í Leifsstöð á
mánudaginn fyrir rúmri viku með
um hálft kíló af kókaíni falið í
endaþarmi, skipt milli þeirra til
helminga. Efnið var vafið í
álpappír og í smokkum.
Ekki liggja fleiri Íslendingar
undir grun, sem bendir til þess að
þau hafi ekki verið burðardýr. Þau
sátu í gæsluvarðhaldi í viku og
losnuðu út í gær.
Lögregla og tollyfirvöld hafa
komið í veg fyrir smygl á tæplega
fjóru og hálfu kílói af kókaíni til
landsins það sem af er ári.
Stúlkan er yngsti
smyglari frá upphafi
Sextán ára stúlka sem tekin var með hálft kíló af kókaíni í síðustu viku er yngsti
fíkniefnasmyglari Íslandssögunnar. Hún og 28 ára kærasti hennar losnuðu úr
varðhaldi í gær. Þau eru líklega ekki burðardýr. Lögreglan hefur lagt hald á fjög-
ur og hálft kíló af kókaíni það sem af er árinu. Parið flutti efnin frá Venesúela.
Upphæð útistandandi
jöklabréfa er nú um 400 milljarð-
ar króna sem jafngildir þriðjungi
af áætlaðri landsframleiðslu
Íslands á þessu ári.
Hollenski bankinn Rabobank
gaf í gær út jöklabréf að andvirði
25 milljarða króna. Bréfin eru til
18 mánaða og bera 12,5 prósenta
vexti. Þetta kom fram í Vegvísi
greiningardeildar Landsbankans.
Aðeins einu sinni hefur stærri
útgáfa jöklabréfa átt sér stað. Þá
var það einnig Rabobank sem gaf
út bréf að andvirði 40 milljarða
króna.
Jöklabréf eru það sama og
skuldabréf nema þau eru gefin út
af erlendum aðilum.
400 milljarðar
útistandandi
Orkustofnun hefur verið gert að kalla
inn öll gögn vegna Fjarðarárvirkjunar, bæði frá
Íslenskri orkuvirkjun, sem er framkvæmdaraðili
virkjunarinnar, og eftirlitsaðilum. Iðnaðarráðuneyt-
ið óskaði eftir þessu við stofnunina í gær og óskaði
eftir að sendur yrði fulltrúi á virkjunarsvæðið til að
gera úttekt á stöðu framkvæmda.
Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði óskuðu eftir umsögn
Skipulagsstofnunar. „Ég vildi fá upplýsingar um það
hvaða aðili ætti að hafa heildaryfirsýn yfir fram-
kvæmd eins og þessa virkjun,“ segir Ólafur Hr.
Sigurðsson bæjarstjóri. Hann segir að það skorti
skýrar línur um eftirlit með virkjunum og Skipu-
lagsstofnun hafi ekki getað svarað því hvort bærinn
eigi að hafa umsjón með eftirliti eða ekki. Bærinn
gefi vissulega út framkvæmdaleyfi en iðnaðarráðu-
neytið gefi út virkjunarleyfi.
Þóroddur F. Þóroddsson, sviðsstjóri umhverfis-
sviðs Skipulagsstofnunar, gerði athugasemdir um
virkjanasvæðið í umsögn sinni. Hann taldi óvíst
hvort framkvæmdir uppfylltu öryggisstaðla, og að
umrót og eyðilegging væru meiri en fyrirhugað var.
Ólafur segir það rétt að röskunarsvæði sé stærra en
áætlað var en segir snyrtilega frá öllu gengið.
Birkir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Íslenskra orkuvirkjunar, vildi ekki tjá sig um málið
að svo stöddu. Fulltrúar Orkustofnunar munu skoða
svæðið í dag.
Maðurinn sem
lést í umferð-
arslysi á
Laugar-
vatnsvegi
snemma á
mán-
udagsmorgun
hét Eiríkur Óli
Gylfason.
Eiríkur var 26 ára gamall og
til heimilis að Skriðuseli 4 í
Reykjavík. Hann lætur eftir sig
unnustu og eitt barn.
Lést í bílslysi
á Suðurlandi
Árleg kertafleyting í
minningu kjarnorkuárásanna á
Hírósíma og Nagasakí í lok seinni
heimsstyrjaldar fer fram á
fimmtudagskvöldið 9. ágúst
klukkan 22.30 við Reykjavíkur-
tjörn og Minjasafnstjörnina á
Akureyri.
Íslenskar friðarhreyfingar
standa að kertafleytingunni og
leggja þær áherslu á kröfuna um
friðsaman og kjarnorkuvopna-
lausan heim. 62 ár eru liðin frá
árásunum, sem voru 6. og 9. ágúst
árið 1945.
Flotkerti og friðarmerki verða
seld á staðnum.
Kertafleyting í
minningu árása
Eiganda reiðhjóls var
brugðið í síðustu viku þegar hann
kom frá vinnu sinni í miðborginni
og uppgötvaði að framhjólinu hafði
verið stolið undan reiðhjólinu. Því
hafði verið læst á afturhjólinu.
Eigandinn gat vitaskuld ekki
hjólað heim á hjólinu, og það gat
ekki heldur eigandi annars hjóls
sem lagt hafði verið í nágrenninu.
Því hafði verið læst á framhjólinu,
og uppgötvaði eigandinn sér til
mikillar skelfingar þegar hann
sneri aftur út að ekkert var eftir
nema framhjólið. Hinn úrræðagóði
þjófur hefur hins vegar líklega
getað hjólað á brott á nýsamsettu
stolnu hjóli sínu.
Stal heilu hjóli í
tveimur hlutum