Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 8

Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 8
 Hvar fær Fisfélag Reykjavíkur aðstöðu undir flugvöll og félagsaðstöðu á næstunni? Hversu lengi hefur hljómsveitin Dúkkulísurnar verið starfandi? Hversu stór hluti vopna sem flutt hafa verið til Íraks hefur glatast þar? Þýskir vísindamenn hafa komist að því að rómantísk tónlist getur stuðlað að aukinni kynorku hákarla. Fimm sædýra- söfn í Þýskalandi tóku þátt í tilraun þess efnis, en illa hafði gengið að fá hákarlana til að fjölga sér. Eftir fjögurra vikna tilraunir kom í ljós að tónlistin hafði áhrif. Nokkrir flytjendur virtust kveikja sérstaklega í hákörlun- um, þar á meðal Salt n‘ Pepa, Justin Timberlake, Joe Cocker og Bob Marley. Þessi aðferð hefur áður verið reynd hjá pöndum og prímötum með góðum árangri. Tónlist kemur hákörlum í stuð „Við erum að svara kalli tímans um hreint loft og góðar vinnuaðstæður,“ segir Dóra Lúðvíksdóttir, lungnalæknir á Landspítalanum. Frá og með næstu áramótum verður Landspítalinn reyklaust sjúkrahús. Reykingar verð ekki leyfðar á sjúkrahúsinu né á lóð þess. Fram til þessa hafa reykingar verið leyfðar í sérstökum herbergjum í húsnæði spítalans. „Starfsfólk og sjúklingar hafa orðið fyrir ónæði og oft hefur verið kvartað undan þessum herbergjum,“ segir Dóra. „Um miðjan ágúst verða reykingar bannaðar í aðalbyggingum sjúkrahússins. Um áramót verða reykingar bannaðar á langlegudeildum og þar með í öllu húsnæði spítalans,“ segir hún. Aðdragandinn að reykingabanninu hefur verið talsverður að sögn Dóru. Frá síðustu áramótum hefur starfsfólki spítalans verið meinað að reykja á vinnutíma. „Starfsfólkinu var boðið upp á námskeið til að takast á við reykleysið. Það hefur gengið mjög vel,“ segir Dóra. Sjúklingum spítalans verður boðið upp á aðstoð til að hemja reykingafíkn sína. Meðal annars verður þeim boðið upp á lyf sem draga úr löngun í nikótín. „Við vonum að sem flestir nýti þetta tækifæri til að hætta að reykja,“ segir hún. Sjúklingar fá fræðslu og ráðgjöf Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að sum þeirra stórfyrirtækja, sem bera hvað mesta ábyrgð á útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda, hafi varið miklu fjármagni til að styrkja vísinda- rannsóknir í þeim tilgangi að skapa ágreining um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. „Sannleikurinn er sá að afar lítill ágreiningur er um þetta,“ sagði Al Gore á ráðstefnu í Singapúr í gær. „Við lifum í heimi þar sem það, sem einu sinni var kallað áróður gegnir stóru hlutverki við að móta almenn- ingsálitið.“ Stórfé varið í að skapa ágreining Ahmed Bel Bacha, einn fanganna í fangelsi Bandaríkja- hers við Guantanamo-flóa á Kúbu, berst nú fyrir því að fá að vera þar lengur frekar en að vera sendur heim til Alsírs. Hann óttast að þurfa að sæta pyntingum í Alsír, en þaðan flúði hann til Bretlands á sínum tíma til að leita hælis. Þrír aðrir Alsírbúar, sem eru fangar í Guantanamo, eru á sama báti og vilja heldur vera þar en fara til Alsírs. Mannréttindasamtök vita um nærri þrjátíu fanga í Guantanamo sem óttast að fara heim. Þeir eru flestir frá ríkjum í norðanverðri Afríku. Vill vera áfram í Guantanamo Á miðnætti lauk 21. alheimsmóti skáta sem fór fram í Hylands Park á Englandi. 42 þúsund skátar frá 158 þjóðlöndum voru þar saman komnir í tólf daga og fræddust meðal annars um mismunandi aðstæður í heiminum, til dæmis hvernig sumir þurf að ganga langar vegalengdir til þess eins að fá vatn og aðrar nauðsynjar sem aðrir fá beint úr krananum heima hjá sér. Íslenski skátahópurinn, yfir 300 ungmenni, heldur nú í heima- gistingu hjá breskum skátum víðs vegar á Bretlandseyjum Þar munu Íslendingarnir kynnast aðstæðum ungmenna á sama aldri í Bretlandi. Alheimsmóti skáta lauk í nótt Stjórnvöld í Georgíu segja að tvær rússneskar orrustu- þotur hafi farið ólöglega inn í loft- helgi landsins yfir Gori-héraðinu á mánudaginn og skotið flugskeyti að þorpinu Shavshebi. Flugskeytið lenti um 25 metrum frá húsi í jaðri þorpsins en sprakk ekki. Engan sakaði. Stjórnvöld í Georgíu segja að ef flugskeytið hefði sprungið hefði það valdið miklum skaða. Innanríkisráðherra Georgíu, Vano Merabishvili, segir að rúss- nesku orrustuþoturnar hafi sést á ratsjám georgíska hersins. Vyacheslav Kovalenko, sendiherra Rússa í Georgíu, neitar því að Rússar hafi skotið flugskeytinu. Hugsanlegt er að atvikið tengist valdabaráttu Georgíumanna og Rússa í sjálfsstjórnarhéruðum Georgíu. Gori-héraðið liggur að Suður-Ossetíu, sjálfsstjórnarhér- aði í Georgíu. Aðskilnaðarsinnar í Suður-Ossetíu vilja sjálfstæði frá Georgíu. Boris Chociyev, ráðherra í ríkis- stjórn Suður-Ossetíu, segir að stjórnvöld í Georgíu hafi skotið flugskeytinu til þess að geta kennt Rússum um það. En stjórnvöld í Georgíu hafa vænt Rússa um að styðja við bakið á aðskilnaðarsinn- um í Suður-Ossetíu og Abkasíu, öðru sjálfsstjórnarhéraði í Georg- íu. Saka Rússa um loftárás mið. 8. ágúst kl. 19:15 Keflavík – Stjarnan mið. 8. ágúst kl. 19:15 Breiðablik – Þór/KA fim. 9. ágúst kl. 19:15 Fjölnir – KR 11. UMFERÐ Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. LANDSBANKADEILD KVENNA mið. 8. ágúst kl. 19:15 KR – Valur fim. 9. ágúst kl. 19:15 Keflavík – Breiðablik fim. 9. ágúst kl. 19:15 Fylkir – Víkingur R. fim. 9. ágúst kl. 19:15 Fram – ÍA sun. 19. ágúst kl. 18:00 HK – FH LANDSBANKADEILD KARLA 12. UMFERÐ Maður sem var sakaður um að hafa haft samræði kind var sýknaður þar sem kindin gat ekki borið vitni um að hún hafi ekki viljað samræðið. Eigandi kindarinnar kom að manninum, sem er frá Haaks- bergen í Hollandi, og tilkynnti lögreglu um athæfið. Hollenskir dómstólar urðu að vísa málinu frá þar sem gildandi lög kveða á um að samræði við dýr séu ekki brot á lögum nema hægt sé að sýna fram á að athæfið sé gegn vilja dýrsins. Dómsmálaráðherra Hollands, Ernst Hirsch Ballin, hefur lýst því yfir að lögunum verði breytt til að hægt verði að dæma menn fyrir dýraníð. Slapp því kind gat ekki vitnað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.