Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 10

Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 10
 Lögreglan í Vest- mannaeyjum þurfti að hafa afskipti af nokkrum ungmennum í Herj- ólfsdal í fyrrinótt sem léku sér að því að bera eld að tjöldum sínum áður en þau hurfu á brott af þjóðhátíð. Varðstjóri lögreglu segir þetta hefðbundna hegðun á mánudegi eftir þessa helgi, þegar hún er á annað borð möguleg vegna veðurs. Hann segir enga hættu hafa skapast, eldur hafi ekki borist á milli tjalda. Ekki var kallað til slökkviliðs til að ráða niðurlögum eldanna heldur gengu lögreglumenn á milli með slökkvitæki auk þess sem gestir hjálpuðu til að eigin frumkvæði. Ekki var um mörg tjöld að ræða. Þjóðhátíðargestir voru enn að tínast frá Eyjum í gær og fór Herjólfur meðal annars með fullan farm af ferðalöngum strax í gær- morgun. Varðstjóri segir ferðir til og frá eyjunni helsta flöskuhálsinn og ástæðu þess að sumir dvelji í dalnum langt fram á þriðjudag. „Þess vegna vildum við göng,“ segir hann. Þótt sumir hafi haft fyrir því að brenna föggur sínar voru aðrir sem einfaldlega skildu þær eftir. Lög- reglan hefur því í fórum sínum umtalsvert magn óskilamuna, og er þar að finna síma, veski og fleira, tugi ef ekki hundruð kílóa að sögn varðstjóra. „Sumt var merkt og við höfum reynt að koma því til skila,“ segir hann. Ef með þarf eru munirnir sendir í pósti. Flugvélar lentu um 340 sinnum á Vestmanna- eyjaflugvelli á mánudag í því skyni að sækja þjóðhátíðargesti á heimleið. Það þýðir að flugvél lenti á um það bil þriggja og hálfrar mínútu fresti. Að sögn starfsmanna flug- turnsins gengu flugferðirnar greiðlega fyrir sig. Flogið var frá fimm að morgni til miðnættis á mánudag, en frá sjö að morgni frá föstudegi til sunnudags. Flugfélag Vestmannaeyja fór flestar ferðirnar en Flugfélag Íslands og Vængir hafa einnig flogið til og frá Eyjum. 340 lendingar á flugvellinum Exista hf., kt. 610601-2350, hefur gefið út lýsingu vegna skráningarvíxla sem OMX Nordic Exchange Iceland hf. hefur samþykkt og gert aðgengilegar almenningi frá og með 8. ágúst 2007. Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið gefinn út: „Við sofnuðum aldrei þessu vant í sófanum. Um nóttina vaknaði maðurinn minn við sprengingu. þá var svefnherberg- ið okkar í ljósum logum,“ segir Hrafnhildur Eva Ingibergsdóttir, íbúi að Hulduhlíð 28 í Mosfells- bæ. Hrafnhildur og maður hennar tóku drengina sína tvo, fimm og sex ára, og forðuðu sér út úr íbúð- inni. Annar drengurinn svaf í her- bergi við hliðina á því sem eldur- inn logaði í. Reykskynjari fór ekki í gang fyrr en talsverðum tíma eftir að þau voru komin út segir Hrafnhildur. Neyðarlínunni barst tilkynning um brunann um klukkan þrjú aðfaranótt laugardagsins. Að sögn varðstjóra slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins var mikill viðbúnaður og nokkrir bílar sendir af stað. Þegar fyrstu bílarnir komu á staðinn kom í ljós að eldurinn var að mestu kafnaður en mikill reykur var í íbúðinni. Að sögn varðstjórans voru viðbrögð íbúanna hárrétt að loka herberginu og segir hann rétt viðbrögð hafa bjargað því að eldurinn varð ekki meiri. Mest allt sem var í svefnher- berginu er ónýtt og eru innan- stokksmunir um alla íbúð skemmd- ir vegna sóts og reyks. Íbúðin er í eigu Mosfellsbæjar og voru innan- stokksmunir ekki tryggðir. Hrafnhildur er ósátt við fram- komu lögreglunnar og slökkviliðs- ins á vettvangi. „Þegar við sögð- um þeim að þetta væri félagsleg íbúð og að við værum ótryggð var eins og við skiptum þá engu máli,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að það hafi gengið erfiðlega að fá svör um hvernig þau ættu að snúa sér í málinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu reynir slökkviliðið að hjálpa fólki eins mikið og unnt er í hvert sinn. Slökkviliðið lét útbúa fyrir sig bækling sem það færir fólki sem hefur misst eigur sínar í bruna. Þar eru upplýsingar um þá helstu hluti sem fólk þarf á að halda á svona stundu, til dæmis neyðarnúmer hjá tryggingafélög- um. Einnig er slökkviliðið í sam- starfi við Rauða krossinn þar sem þeir geta kallað út starfsfólk hafi fólk ekki í nein hús að venda. Rannsókn á brunanum er hafin hjá lögreglunni. Að sögn Hrafn- hildar voru engin rafmagnstæki í herberginu sem líklegt er að kviknað hafi í. Þar hafi ekki verið sjónvarp og tölvur í herberginu ekki í sambandi. Húsbóndinn vakn- aði við sprengingu Maður vaknaði við sprengingu og stóð þá svefnherbergi hans og konu hans í ljósum logum. Hann vakti konu sína og börn og þau forðuðu sér út og hringdu á slökkviliðið. Rétt viðbrögð íbúa björguðu því að ekki fór verr. Íbúðin var ótryggð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.