Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 12

Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 12
 David Miliband, utan- ríkisráðherra Bretlands, hefur skrifað bréf til Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem farið er fram á að fimm fangar í búðum Bandaríkjahers við Guantanamo á Kúbu verði látnir lausir. Allir höfðu þessir fimm fangar verið búsettir í Bretlandi áður en þeir voru handteknir, en enginn þeirra er þó breskur ríkisborgari. Af hálfu Breta er þarna um stefnubreytingu að ræða undir forystu Gordons Brown forsætis- ráðherra, því meðan Tony Blair var forsætisráðherra hafði breska stjórnin eingöngu viljað hafa afskipti af föngum í Guantanamo væru þeir breskir ríkisborgarar. Sú afstaða var ítrekuð síðast í mars. Mennirnir fimm eru Shaker Aamer frá Sádi-Arabíu, Jamil el- Banna frá Jórdaníu, Omar Deg- hayes frá Líbíu, Binyam Moham- ed frá Eþíópíu og Abdennour Sameur frá Alsír. Þeir höfðu ýmist fengið dvalarleyfi eða hæli sem flóttamenn í Bretlandi. „Viðræður við Bandaríkjastjórn um að fá þessa menn lausa og senda heim gæti tekið einhvern tíma,“ segir í yfirlýsingu frá breska utanríkisráðuneytinu. „Það hefur tekið okkur fimm og hálft ár að ná þessum áfanga,“ segir Moazzam Begg, breskur rík- isborgari sem hafði dvalist í tvö ár í Guantanamo-búðunum áður en hann fékk að fara til Bretlands árið 2005. „Til eru börn sem hafa aldrei séð feður sína. Einnig eru foreldrar sem hafa dáið meðan börn þeirra voru höfð í haldi. En loksins virðist mega sjá ljóstýru við endann á þessum löngu göng- um,“ bætti hann við. Breska utanríkisráðuneytið segir að fimm breskir ríkisborg- arar hafi verið látnir lausir í mars árið 2004 og fjórir aðrir í janúar árið 2005. Auk þess höfðu Bretar gert eina undantekningu og náð því fram að maður yrði látinn laus, þótt hann hafi ekki verið breskur ríkisborgari, en sá hafði veitt bresku leyniþjónustunni aðstoð sína. Hvorki utanríkisráðuneytið né skrifstofa Browns forsætisráð- herra hafa viljað staðfesta að Brown hafi rætt þessi mál við George W. Bush Bandaríkjafor- seta á fundi þeirra í síðustu viku. Bretar vilja fanga frá Guantanamo Bresk stjórnvöld krefjast þess að Bandaríkjaher láti lausa fimm fanga úr Guant- anamo-fangelsinu á Kúbu. Þetta er stefnubreyting sem þykir benda til að Gor- don Brown forsætisráðherra ætli að leggja meiri áherslu á mannréttindamál. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni á morðinu sem framið var á Sæbraut sunnu- daginn 29. júlí. Málið telst upplýst og kom ekkert óvænt fram við rannsóknina, að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Málið verður sent til ríkissaksóknara. Þar sem sá seki framdi sjálfsvíg er ekki talið að nokkur ákæra verði gefin út. Ríkissaksóknari getur hins vegar óskað eftir frekari rannsókn ef hann telur þörf á. Rannsókn lokið án ákæru Pólski listamaðurinn Daniel Czapiewski hefur byggt harla óvenjulegt hús í þorpinu Szymbark, sem er í norðanverðu Póllandi. Húsið er á hvolfi, hvílir á þakinu og hallast af þeim sökum svolítið. Húsið á að minna á ástandið þegar kommúnistastjórn var við völd í Póllandi, þegar tilveran öll var á hvolfi og enginn vissi hvað sneri upp og hvað niður. Húsið er í fullri stærð, búið húsgögnum sem einnig eru á hvolfi og rammlega fest við gólfið svo þau detti ekki niður. Hús á hvolfi í pólsku þorpi Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, segir bankana innheimta of háar upphæðir í svo- nefndan FIT-kostnað. FIT-kostn- aður leggst á viðskiptavini sem fara yfir á reikningum, til dæmis ef debetkort án innistæðu er notað í verslun. „Bönkum verður ekki veitt refsivald yfir neytendum,“ segir Gísli. „Það væri sérstök staða ef það kostaði ekkert að fara yfir á reikn- ingnum,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjár- málafyrirtækja. „Þá gætu menn náð sér í eins mikinn pening og þeir vildu.“ Guðjón segir það kosta bankana mikið að innheimta gjöldin, en þau séu ekki hærri hérlendis en best sé á kosið erlendis. Hann segir innheimtuna jafnframt byggjast á lögum um tékka. Gísli segir það ekki standast. Bankar geti ekki lagt á sektir sem lögregla, ákæruvald og dómsvald ættu að ákveða. Þær sektir ættu að renna í ríkissjóð, en ekki til bankanna. FIT-kostn- aður verði að styðjast við lög, samninga, skaðabótaábyrgð eða auðgunarkröfu. Svo sé ekki. Segir bankana ekki mega refsa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.