Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 36

Fréttablaðið - 08.08.2007, Side 36
Stemningin í höfuðborginni um verslunar- mannahelgina var ekki síður góð en á tjaldstæðum landsins. Innipúkar flykktust á samnefnda hátíð á meðan aðrir lögðu leið sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, þar sem Stuðmenn stóðu undir nafni. „Það má með sanni segja að þetta sé „grand-entrance“ hjá okkur. Byrja á stærsta sviði sem sett hefur verið upp á Íslandi og það í beinni útsendingu. Það verður nú að viðurkennast að maður er svoldið stressaður,“ segir Sigursveinn Þór Árnason, einn af fimm meðlimum Luxor-flokksins, sem nýlega var settur saman af umboðs- manninum Einari Bárðarsyni. Luxor-flokkurinn er á meðal þeirra listamanna sem koma fram á risatónleikum Kaup- þings á Laugardalsvelli 17. ágúst næstkomandi sem haldnir verða í tilefni af 25 ára afmæli bankans. Luxor-flokkurinn hefur verið í þrotlausum æfingbúð- um hjá Kristjönu Stefáns- dóttur söngþjálfara og Yes- mine Olson, sem stýrir framkomu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem söngsveit stráka er sett saman með þessu tagi á Íslandi og mikil spenna, bæði hjá stráknun- um og þeim sem standa á bak við þá, við að sjá hvernig þeim verður tekið af þjóð- inni. Undirbúningur að fyrstu breiðskífu Luxor er þegar hafinn en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Vignir Snær Vigfússon munu stjórna upp- tökum á henni. Upptökur munu fara fram hér á landi og erlendis en fyrirhugað er að platan komi í verslanir þann 29. október. Luxor-strákarnir við stífar æfingar AUKAKRÓNU ÞÆR KOMA ÍS LE N SK A S IA .IS /L B I 3 84 33 0 8/ 07

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.