Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 39
New York-sveitin Interpol er ein af skemmtilegri rokkhljómsveitum síðustu ára. Fyrsta platan hennar, Turn On The Bright Lights kom út árið 2002 og vakti mikla athygli, enda frábær plata undir miklum Joy Division-áhrifum. Sveitin hélt áfram á sömu braut á næstu plötu, hinni ágætu Antics sem kom út fyrir þremur árum og nú er þriðja platan sem sagt komin. Það má telja næsta öruggt að þeir sem dáðu fyrstu tvær plöt- urnar finna eitthvað við sitt hæfi á Our Love To Admire. Hljómurinn er svolítið þykkari og rokkaðri og sums staðar er búið að legja meira í útsetningarnar, en í grunninn er þetta samt sama tónlistin. Hljóm- borð eru nokkuð áberandi á nýju plötunni auk þess sem það má heyra í strengjum og blásturs- hljóðfærum hér og þar. Það er margt gott á Our Love To Admire, en þessar nýju útsetningar heppn- ast misvel og lögin eru líka mis- góð. Persónulega er ég hrifnastur af No I In Threesome, Mammoth og The Heinrich Maneuver, en upphafslagið Pioneer To The Falls og lagið All Fired Up vinna mikið á við frekari hlustun líka. Our Love To Admire er ekki vond plata. Hún er alveg viðun- andi og það er engin hætta á því að aðdáendurnir yfirgefi sveitina í hrönnum. Mér finnst samt eins og meðlimir Interpol hafi ekki alveg vitað hvert þeir vildu fara með tónlistina og útkoman er þess vegna plata sem er ekki jafn heil- steypt og sannfærandi og fyrri plöturnar tvær. Sísta plata Interpol Feðgarnir Óskar og Pan Thorarensen gefa þann 20. ágúst út plötuna Parallel Island og verða útgáfutónleikarnir haldnir í Flatey á Breiðafirði fimm dögum síðar. Pan segir að samstarf hans og Óskars föður síns við væntanlega plötu hafi gengið mjög vel. „Þetta small alveg saman. Hann er mjög klár og veit hvað hann vill. Hann er með sínar pælingar en við erum með alveg sama stíl. Við hlustum á sömu tónlist og fílum sama hljóð og „sánd“. Þetta gerist ekki betra,“ segir Pan, sem starfar einnig undir nafninu Beatmakin Troopa. Faðir hans var fyrir rúmum tíu árum í hljómsveitinni Inferno 5 en hefur að undanförnu verið syni sínum til halds og trausts á sólóferli hans. Pan játar að hann fái jafnan skammir frá pabba sínum ef hann stendur sig ekki. „Það kemur fyrir að hann skammi mig ef ég geri einhverja vitleysu. Maður verður að bera virðingu fyrir karlinum gamla, það þýðir ekkert að æsa sig.“ Platan, sem er í raftónlistarstíl, var öll unnin í Flatey og er eyjan nokkurs konar þema á plötunni. „Við fórum hérna í júní í fyrra í ferðalag og vorum bara rosalega hrifnir. Við fengum okkur hús í smá tíma og byrjuðum bara að taka upp. Síðan erum við búnir að vera með annan fótinn þar í allt sumar að fínpússa plötuna,“ segir Pan. Þeir feðgar hafa ekki lagt árar í bát þótt nýja plat- an sé í höfn því þeir eru strax byrjaðir að vinna í annarri plötu. Einnig ætla þeir að fara yfir gamlar upptökur með Inferno 5 og hugsanlega gefa þær út í endurhljóðblönduðum útgáfum. forsýningu Gunnar fer til London Gunnar Biering vann lúxusferð fyrir 2 til London þar sem hann fær að fylgja stjörnunum eftir rauða dreglinum og sjá stórmyndina The Bourne Ultimatum á sérstakri Evrópufrumsýningu 15. ágúst. 150 vinna 2 miða á MasterCard forsýningu 16. ágúst Einnig vinna 150 félagar í klúbbnum tvo miða á sérstaka MasterCard forsýn- ingu á myndinni á Íslandi 16. ágúst, 6 dögum fyrir frumsýningu. Skráðu þig í Bíóklúbb MasterCard á www.mastercard.is/bio og notaðu MasterCard kortið! Drögum föstudaginn 10. ágúst 2007. www.mastercard.is/bio og sérð myndina á undan öðrum, 16. ágúst? Vinnur þú 2 miða á MasterCard

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.