Fréttablaðið - 08.08.2007, Blaðsíða 40
KR getur komið sér úr botnsætinu í kvöld
Nú eru búnar ellefu
umferðir af Landsbankadeild
karla og því hægt að fara lesa
ýmislegt úr tölfræði deildarinnar.
Eitt af því er hvenær leiksins
liðunum gengur best, en Frétta-
blaðið hefur farið yfir það hvenær
liðin hafa skorað og fengið á sig
mörkin í sumar.
Þar sést að FH-ingar eru bestir
á fyrsta hálftímanum, Valsmenn
eru bestir á síðasta hálftímanum,
Skagamenn skora liða mest í lok
hálfleiks, Framarar byrja hálfleik
liða verst en KR-ingar sofna á
verðinum um miðbik hálfleiks og
þar kemur einnig í ljós að Leifur
Garðarsson heldur greinilega
góðar ræður í leikhléi á meðan
ekkert gengur hjá Fram og Val
eftir þrumuræður Ólafs Þórðar-
sonar og Willums Þór Þórssonar.
FH-ingar byrja leikina liða best.
Þeir eru með sjö mörk í plús á
fyrsta hálftímanum (10-3) og eru
einnig með bestu markatöluna á
upphafskorteri beggja hálfleikja
(+6, 10-4). FH-ingar eru bara með
neikvæða markatölu í einum hluta
leiksins en þeir eru með þrjú mörk
í mínus á 31. til 45. mínútu (1-4).
Valsmenn enda leikina best, þeir
eru með 5 mörk í plús á síðasta
hálftímanum (9-4) og eru einnig,
ásamt Skagamönnum, með bestu
markatöluna á lokakorteri beggja
hálfleikja (+5, 10-5). Leikhlésræða
Willums Þórs Þórssonar fer ekki
vel í Hlíðarendapilta því Valsmenn
eru bara með neikvæða markatölu
í einum hluta leiksins, eru með
þrjú mörk í mínus á 45. til 60.
mínútu (2-5).
Guðjón Þórðarson er greinilega
með sitt lið í góðu formi því
Skagamenn hafa skorað 12 af 21
marki sínum í lokakafla hálfleikj-
anna, það er á milli 31. til 45.
mínútu og á milli 76. og 90. mínútu.
Skagamenn hafa þar af skorað sjö
mörk á síðasta korterinu í fyrri
hálfleik og eru þar með bestu
markatöluna eða fimm mörk í
plús.
Leifur Garðarsson heldur
greinilega bestu leikhlésræðurnar
því Fylkismenn eru með bestu
markatöluna á upphafskorteri
seinni hálfleiks. Fylkismenn hafa
fimm mörk í plús í þessum kafla
leiksins og hafa enn ekki fengið
mark á sig á 46. til 60. mínútu.
Framarar byrja hálfleiki liða
verst, en liðið er með átta mörk í
mínus á milli 1. og 15. mínútu og á
milli 45. og 60. mínútu. Framarar
hafa enn ekki náð að skora á
þessum tíma leiksins og eru með
fjögurra marka verri markatölu
en Skagamenn sem standa þeim
næstir.
KR-ingar eru með lélegustu
markatöluna þegar kemur að
miðbiki hálfleikjanna eða á milli
16. til 31. mínútu og á milli 61. og
75. mínútu. Á þessum tíma leiksins
hefur KR-liðið aðeins skorað 1
mark en aftur á móti fengið á sig
sjö mörk. Það eru hins vegar
aðeins FH-ingar sem eru með
betri markatölu en KR á síðustu
15 mínútum leikjanna en á þeim
tíma leiksins hafa KR-ingar skorað
sex mörk gegn þremur. Það hefur
ekkert lið skorað fleiri mörk á
þessum kafla leiksins.
Sinisa Kekic hefur ekki látið
árin 38 halda aftur af sér í sumar
og það sem meira er er að hann er
hættulegastur í lok hálfleikjanna
þegar flestir myndu halda að farið
væri að draga af gamla manninum.
Kekic hefur skorað fimm af sjö
mörkum sínum milli 31. til 45.
mínútu og á milli 76. og 90. mínútu.
Fréttablaðið hefur skoðað hvenær liðin í Landsbankadeild karla skora mörkin og á hvaða tíma leiksins þau
eru með bestu markatöluna í fyrstu ellefu umferðum sumarsins. FH-ingar byrja best en Valsmenn enda
best og hinn 38 ára gamli Sinisa Kekic er hættulegastur í lok hálfleiks.
FH leikur í dag síðari
leikinn við FC Bate frá Hvíta-
Rússlandi í fyrstu umferð
Meistaradeildar Evrópu. FH
tapaði fyrri leiknum 3-1 á
heimavelli og því er ærið
verkefni sem bíður Íslands-
meistaranna ytra í dag.
„Við teljum okkur eiga
möguleika á því að komast áfram
þrátt fyrir að margir afskrifi
okkur. Það sjá það allir að staðan
er ekkert æðisleg, að fá á sig þrjú
mörk á heimavelli var alls ekki
nógu gott,“ sagði Matthías
Guðmundsson, leikmaður í gær.
„Við ætlum okkur að eiga góðan
leik og veita þeim alvöru
mótspyrnu. Við reynum að setja á
þá mark snemma, hræða þá aðeins
og svo er aldrei að vita hvað
gerist,“ bætti Matthías við.
Þungur róður
fyrir FH ytra
Árni Gautur Arason þótti
standa sig best af þeim
Íslendingum sem leika í norsku
úrvalsdeildinni í 16. umferðinni
sem lauk í fyrrakvöld samkvæmt
einkunnagjöf fjögurra stærstu
fjölmiðla í Noregi. Hann varði
mark Noregsmeistaranna í
Vålerenga í 2-0 sigri á toppliði
Brann.
Vålerenga hefur reyndar
gengið skelfilega illa í sumar og
situr í tíunda sæti deildarinnar.
Helgin var reyndar ekkert allt of
góð fyrir Íslendingana en enginn
þeirra, nema Árni Gautur, fékk
yfir 5 í meðaleinkunn.
Árni Gautur
þótti bestur
Jaliesky Garcia,
leikmaður Göppingen og íslenska
landsliðsins, handarbrotnaði í
æfingaleik með liði sínu um
helgina. Ekki er ljóst hversu lengi
hann verður frá vegna brotsins
en ljóst er að hann æfir ekki á
næstunni. Göppingen leikur sinn
fyrsta leik í úrvalsdeildinni 25.
ágúst.
Meiðslasagan endalausa heldur
því áfram hjá Garcia sem lék
aðeins fimm leiki í þýsku
úrvalsdeildinni á síðasta tímabili
vegna erfiðra meiðsla. Garcia gat
hvorki leikið með íslenska
landsliðinu á Heimsmeistara-
mótinu í Þýskalandi né í undan-
keppni EM.
Meiðslasagan
heldur áframEggert Magnússon,
stjórnarformaður West Ham,
óttast að orðspor félagsins hafi
beðið hnekki sökum farsans um
Carlos Tevez. Klúbburinn hefur
verið í brennidepli fjölmiðla
vegna málsins en fyrir brot á
félagaskiptareglum var hann
sektaður um 5,5 milljónir punda.
Margir vildu meina að félagið
væri heppið að stig yrðu ekki
dregin af því sem hefði getað leitt
til falls þess niður um deild. Þessir
efasemdaraðilar hafa farið
hörðum orðum um klúbbinn.
„Þetta særir mig af því klúbb-
urinn hefur verið dreginn inn í
þetta á neikvæðan hátt af sumum
kollegum mínum. West Ham hefur
verið dregið niður og mér finnst
það ekki réttlátt. Þetta særir mest,
af því það sem nokkrir aðilar
segja ætti ekki að vera byrði alls
félagsins,“ sagði Eggert.
Meðal þeirra sem fóru offari í
gagnrýninni voru forráðamenn
Sheffield United sem leituðu
allra leiða til að stigin yrðu dreg-
in af West Ham. Það gerðu þeir í
veikri von um að það myndi
bjarga United frá óumflýjanlegu
falli niður í Championship-
deildina en aðeins þremur stigum
munaði á félögunum í lok leik-
tíðar.
Tevez mun að öllum líkindum
fá leyfi fljótlega til að spila með
Manchester United en hann hefur
þegar hafið æfingar með félag-
inu. Óljóst er þó hvort hann geti
spilað með Englandsmeisturun-
um í fyrstu umferð úrvalsdeild-
arinnar um næstu helgi.
Sár yfir neikvæðni í garð West Ham