Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 47
Sýn 2 hóf útsendingar sínar hinn 4. ágúst síð- astliðinn. Enska úrvals- deildin hefst laugardaginn 11. ágúst og þar með hefjast beinar útsendingar fyrir alvöru á þessari nýju og metnaðarfullu sjónvarpsstöð. Aldrei hafa fleiri Íslendingar náð útsendingum frá enska boltanum en Sýn 2 verður aðgengileg fyrir liðlega 98% landsmanna. Lengi hafa landsmenn haft mikinn áhuga á enska boltanum og áhuginn virðist vera að aukast með árunum ef eitthvað er. Sýn 2 kemur til móts við þennan áhuga með myndarlegum hætti og býður upp á 380 bein- ar útsendingar frá úrvalsdeild- inni og 1. deildinni þar sem nokkrir Íslendingar leika. Ef litið er til stærstu leikjanna í ágúst- mánuði má nefna fjóra sérstak- lega. Hinn 12. ágúst kl. 14.40 taka meistararnir í Manchester United á móti Reading. Það er því ekki létt verkefni sem bíður íslensku landsliðsmannanna hjá Reading, Ívars Ingimarssonar og Brynjars Björns Gunnarsson- ar, í 1. umferð deildarinnar. Þeir fara á hinn goðsagnakennda leikvang Old Trafford, og kljást við ríkjandi meistara í leikhúsi draumanna. Hinn 18. ágúst mætast Portsmouth og Bolton. Hér er um Íslendingaslag að ræða strax í 3. umferð deildarinnar. Hermann Hreiðarsson gekk í sumar til liðs við Portsmouth og Heiðar Helguson gekk í raðir Bolton. Forvitnilegt verður að fylgjast mér þeim á nýjum vígstöðvum. Daginn eftir, 19. ágúst, er stórviðburður í boði þegar Manchester City og Manchester United leiða saman hesta sína. Sem sagt nágrannaslagur í Manchester. Leikmönnum City þætti fátt skemmtilegra en að klekkja á meisturunum í United í upp- hafi móts. Einstök stemning ríkir þegar nágrannalið mætast í enska boltanum. Sama dag er annar stórleikur á dagskrá þegar Liverpool tekur á móti Chelsea í Bítlaborginni. Segja má að þetta sé stórleikur 3. umferðarinnar. Liverpool lék til úrslita í Meistaradeildinni síð- astliðið vor og Chelsea sigraði í báðum bikarkeppnunum á Englandi. sport 11 MIKILL AFSLÁTTUR FYRIR ÁSKRIFENDUR Kaupin á sýningarréttinum frá enska boltanum er enn einn liðurinn í því að auka þjónustuna við áskrifendur Sýnar og M12 áskrifendur. Þegar skemmtilegasta knatt- spyrnudeild í heimi á í hlut, þá dugir ekkert minna en heil sjónvarpsstöð, enda á enski boltinn ekkert minna skilið. M12 áskrifendur fá Sýn 2 á hagstæðu verði en aldrei hefur verið boðið upp á jafn metnaðarfulla dagskrá frá enska boltanum á Íslandi. Sýn 2 er ný sjónvarpsstöð þar sem nákvæmlega allt snýst um enska boltann. Aldrei hefur verið boðið upp á fleiri útsendingar frá enska boltanum á Íslandi. Þær verða hátt í 380 talsins bæði frá úrvals- deildinni og einnig frá næstefstu deild. Sýn er stöð sem enginn knattspyrnumaður getur verið án. Þátturinn verður ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á Íslandi. Þátturinn verður á dagskrá öll laugardagskvöld og hefst skömmu eftir að flautað verður til leiksloka í síðasta laugardagsleiknum. Þar stendur tvíeykið vinsæla, Heimir Karlsson og Guðni Bergsson, vaktina ásamt vel völdum sparkspekingum, og saman skoða þeir allt sem tengist leikjum dagsins á skemmtilegri og nákvæmari hátt en áður hefur sést. Íslensk dagskrárgerð eins og hún gerist best. Fáir Íslendingar eru í nánari tengslum við enska bolt- ann, þjálfara, leikmenn og stuðningsmenn liðanna heldur en Guðni Bergsson. Enginn sparkskýrandi hefur betri skilning og tilfinningu fyrir því hvað gerir Úrvalsdeildina svona einstaka og eftirsóknarverða. Þessi fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins lék lengi á Englandi með Tottenham Hotspur og Bolton Wand- erers þar sem hann var lengi vel fyrirliði. Hann lék 90 leiki með Tottenham frá 1988 til 1993. Með Bolton lék hann 316 leiki frá 1995 til 2003. Á sínum ferli lék Guðni meðal annars með stjörnum á borð við Gary Lineker, Paul Gascoigne, Chris Waddle, Gary Mabbut, Jay Jay Okocha og Youri Djorkaeff svo einhverjir séu nefndir. Er einhver annar sjónvarpsmaður á Íslandi sem getur tekið upp símann og fengið viðtal við Ryan Giggs, Sol Campbell, Sam Allardyce og Mark Halsey dómara? Það getur Guðni eins og dæmin sanna. 4-4-2 með Guðna Bergs verður á dagskrá klukkan 19.10 á laugardögum. STÆRSTU LEIKIRNIR Á SÝN 2 Í ÁGÚST STAKUR MÁNUÐUR Á SÝN 2: 4.390 kr. M12 SILFUR: Stöð 2 + Sýn 2: 2.704 kr. (viðbótarverð). SÝN + SÝN 2: 2.837 kr. (viðbótarverð). FJÖLVARP STÓRI + SÝN 2: 2.879 kr. (viðbótarverð). FJÖLVARP LITLI + SÝN 2: 3.133 kr. (viðbótarverð). FJÖLVARP SPORT + SÝN 2: 2987 kr. (viðbótarverð). M12 GULL: Stöð 2 og Sýn + Sýn 2: 2.798 kr. (viðbótarverð). STÖÐ 2 OG FJÖL- VARP STÓRI + SÝN 2: 2.812 kr. (viðbótarverð). STÖÐ 2 OG FJÖL- VARP LITLI + SÝN 2: 2.897 kr. (viðbót- arverð). STÖÐ 2 OG FJÖL- VARP SPORT + SÝN 2: 2.893 kr. (viðbótar- verð). SÝN OG FJÖLVARP STÓRI + SÝN 2: 2.848 kr. (viðbótarverð). SÝN OG FJÖLVARP LITLI + SÝN 2: 2.941 kr. (viðbótarverð). SÝN OG FJÖLVARP SPORT + SÝN 2: 2.893 kr. (viðbótar- verð). M12 PLATINUM: STÖÐ 2, SÝN OG FJÖLVARP STÓRI + SÝN 2: 2.368 kr. (viðbótarverð). STÖÐ 2, SÝN OG FJÖLVARP LITLI + SÝN 2: 2.452 kr. (viðbótarverð). STÖÐ 2, SÝN OG FJÖLVARP SPORT + SÝN 2: 2.404 kr. (viðbótarverð). Ársmiðahafar Sýnar 2 fá ókeypis áskrift að Arsenal-, Chelsea-, Man Utd-, og Liverpool-rásum Fjölvarps- ins. Jafnframt fá þeir veglegan fastan afslátt hjá fjórum samstarfsfyrirtækjum: • 5.000 kr afsláttur á öllum fótboltaferðum hjá Express ferðum. • 15.000 kr afsláttur af sjónvörpum hjá Bræðrunum Ormsson. (5000 kr af til- boðstækjum). • Fáðu mörkin hjá tveimur liðum í úrvalsdeildinni send frítt í símann í sex mánuði hjá Og Vodafone (andvirði 5.940 kr). • 1.000 kr afsláttur af öllum liðstreyjum og fótboltaskóm í Útilíf. GLÆSILEG DAGSKRÁ Á SÝN 2 4-4-2 MEÐ GUÐNA BERGS M eð tilkomu Sýnar 2 verð-ur umgjörðin um enska boltann betri og veg- legri en áður hefur þekkst hér á landi. Sýn 2 mun kappkosta að færa landsmönnum allt um enska boltann eins fljótt og mögulegt er. Ekki einungis beinu útsendingarn- ar, heldur einnig samantektir, mörkin umdeildu atvikin, umræð- una, viðtölin við þjálfarana og stjörnurnar. Premier League – Preview Upphitun fyrir helgina Vikulegur þáttur þar sem hitað verður upp fyrir leiki helgarinnar. Sýndur glænýr á föstudögum með viðtölum sem tekin voru samdægurs við þjálf- ara og stjörnur liðanna. Premier League – Review Ensku mörkin Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðar- innar eru sýnd frá öllum mögu- legum sjónarhornum. Viðbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sér- fræðinga. Premier League World Heimur úrvalsdeildarinnar Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin er skoðuð frá ýmsum óvæntum hlið- um. Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svip- myndir af æðinu fyrir enska bolt- anum um heim allan. 1001 Goals Þúsund og eitt mark Niðurtalning á 1001 glæsilegustu mörkum Úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Hver skoraði flottasta markið? Season highlights Hápunktar árs- ins Allar leiktíðir Úrvalsdeildar- innar gerðar upp í hröðum og skemmtilegum þætti. Goals of the season Mörk leiktíðar- innar Öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar Úrvalsdeildar- innar frá upphafi til dagsins í dag. Ten Seasons – A decade of great goals Áratugur af glæsimörkum Heill áratugur af ógleymanlegum mörkum. PL Classic matches Bestu leikir Úrvalsdeildarinnar Hápunktarn- ir úr bestu og eftirminnilegustu leikjum Úrvalsdeildarinnar. The UK Masters Cup Gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á borð við Matt Le Tissier, Glen Hoddle, Ian Wright, Paul Gascoigne, Lee Sharpe, Jan Mölby og Peter Beardsley. UK Masters Cup er orðin gríðarlega vinsæl mótaröð en þar taka þátt 32 lið skipuð leik- mönnum sem gerðu garðinn fræg- an á árum áður í ensku úrvals- deildinni. VERÐSKRÁ: KYNNING Ég lék nokkrum sinnum á móti Guðna Bergssyni. Það var ekki auðvelt. Hann er einn erfiðasti varnarmaður sem ég hef leikið gegn á Englandi. Þegar ég lék gegn honum datt mér ekki í hug að hann yrði góður og aðlaðandi sjónvarpssmaður, jafn illskeyttur og hann var! Mér skilst að hann standi sig mjög vel í því starfi.“ - Ruud van Nistelrooy leikmaður Real Madrid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.