Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 34
Ljósmyndarinn Sigurveig Pálmadóttir er nú á ævintýra- legu þyrluferðalagi um megin- land Ameríku sem áætlað er að ljúki í september. Sigurveig Pálmadóttir ljósmynd- ari er um þessar mundir á þyrlu- ferðalagi um meginland Ameríku ásamt eigimanni sínum Willem Meiners, sem er fararstjóri ferð- arinnar og flugmanninum Stephan Goldberg. Óhætt er að segja að þau hafi lent í hverju ævintýrinu á fætur öðru og oftar en ekki hefur bjartsýnin komið að góðum notum. „Það hefur stundum kostað okkur tíma og erfiði að finna elds- neyti, sem inniheldur hvorki etan- ol eða alkóhól,“ segir Sigurveig. „Það hefur að meðaltali tekið þrjá klukkutíma. Metið var átta klukku- tímar í Perú. Við þurftum að keyra meira en 200 kílómetra út fyrir bæinn sem við lentum í áður en rétt eldsneyti fannst.“ Þess utan segir Sigurveig ferða- lagið að mestu leyti hafa gengið vel, ef frá er talin öll pappírsvinn- an sem hefur þurft að afgreiða til að komast í gegn á flugvöllum. Þar á Perú aftur metið. Til marks um það urðu þau að bíða í heila sjö klukkutíma áður en þau komust út úr flugstöðinni til þyrlunnar, af engri sýnilegri ástæðu. En hvað skyldi hafa orðið til þess að þau lögðu upphaflega af stað? „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum á flugi yfir Flórída og hugleiddum hvort hægt væri að fljúga í kringum meginland Amer- íku. Sáum að fyrst þyrfti að fljúga til Alaska, þaðan til Panama, yfir Panama-skurðinn og suður, þar til á hjara veraldar væri komið. Stuttu seinna lentum við til þess að fá okkur hádegisverð og fundum penní frá Panama á flugstöðvar- gólfinu. Þá ákváðum við að fara.“ Ferðin hófst í Frederick í Mar- yland 3. maí, flogið upp til Alaska og svo niður Kaliforníu. Þegar blaðamaður hafði samband við Sigurveigu voru félagarnir nýkomnir yfir miðbauginn við Macapa í Brasilíu. Þau voru þá á leið til Venesúela, þar sem ætlunin var að snúa við. Eins og fyrr segir hafa þau lent í ýmsum ævintýrum á leiðinni, þótt Sigurveigu finnist erfitt að tiltaka einhverja hápunkta á ferða- laginu. Henni finnst þó frábært að hafa fengið að sjá alla þá framandi staði sem á vegi þeirra hafa orðið og segir sumt hafa komið á óvart. Meðal annars að vesturströnd Perú og norður Chile skuli að mestu leyti vera eyðimörk og eins að vetur skuli ríkja á þessum árs- tíma í Suður-Ameríku þegar sumar er á Íslandi. „Fram undan verður síðan að vega og meta það sem bæst hefur við lífsreynsluna eftir ævintýrið,“ segir Sigurveig. „Finna leið til þess að deila henni með öðrum og sýna að aldrei er of seint að setja sér háleit markmið. Svo ætla ég að halda ótrauð áfram á vit nýrra ævintýra, þegar þau knýja að dyrum.“ Þess má geta að Sigurveig held- ur úti bloggsíðunni www.helloc- opter.org, þar sem hægt er að lesa sér frekar til um ævintýri hennar. Aldrei of seint að setja sér háleit markmið Ný og glæsileg svíta hefur verið opnuð að Hótel Rangá, ásamt tíu nýjum lúxusherbergjum. Hótel Rangá stendur á bökkum lygnrar ár, mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Það er þekkt fyrir afbragðs þjónustu bæði í gistingu og mat og nú nýlega var 10 lúxus- herbergjum bætt við þau 38 her- bergi sem fyrir voru. Mestur ljómi stafar þó af 74 fermetra svítu með stóru ljósu baðkari í miðju rýmis- ins sem opnuð var í sumar. Hún gerir mikla lukku að sögn Friðriks Pálssonar, eins eigenda hótelsins. „Það sem við ætluðum okkur var að búa til dálítið stóra svítu sem jafnframt væri hlýleg. Ég tel að það hafi tekist. Þær Sólveig Berg Björnsdóttir og Ásdís Helga Ágústsdóttir í YRKI arkitektar leystu þetta verkefni snilldarvel og við erum mjög ánægð með útkomuna.“ Hótel Rangá er eitt af Icelanda- irhótelunum. Það er búið 48 þægi- legum herbergjum með hornbað- körum á snyrtingum, veitingasal, setustofu, ráðstefnusal og heitum pottum utandyra. Ekki spillir útsýnið með Heklu trónandi í norðri. Fyrir utan laxveiðimenn segir Friðrik hótelið gera dálítið út á brúðkaupsmarkaðinn, bæði hér heima og erlendis. Stundum hafi hluta af öðrum gangi hótelsins verið lokað og svíta búin til þar fyrir innan en nú séu slíkar bráða- birgðalausnir úr sögunni. „Þennan stutta tíma sem svítan okkar hefur verið opin höfum við fengið góða gesti í hana, bæði íslenska og erlenda sem hafa ákveðið að láta sér líða vel,“ segir hann. Rómantík svífur yfir vötnum Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Kr. 39.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára í stúdíó/íbúð/herbergi í viku. Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í stúdíó/ íbúð/herbergi í viku. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Súpersól til Búlgaríu 20. ágúst frá kr. 39.995 Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú frábært tilboð til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Allr a s íðu stu sæ tin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.