Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Fyrir nokkru ruddust bankarnir inn á fast-eignamarkaðinn með miklum látum og buðu allt að því 100% íbúðalán og endurfjár- mögnun á eldri lánum. Samhliða sífellt hækk- andi húsnæðisverði í Reykjavík má ætla að ýmsir hafi spennt bogann ansi hátt. Í fréttum RÚV nýlega kom fram að sífellt fleiri leita nú til ráðgjafastofu um fjármál heimilanna vegna erfiðleika við að greiða af húsnæð- islánum. Samkvæmt viðtali við starfsmann stofunn- ar hafa margir jafnvel aldrei getað greitt af húsnæðislánum og eiga einnig í miklum erfiðleikum með að greiða af yfirdráttarlánum. Og hvað með þá sem ná að halda í horfinu, en verða svo fyrir því að missa vinnuna eða veikjast? Hvað gera bankarnir þá? Íbúðalánasjóður býður fólki sem lendir í greiðslu- erfiðleikum vegna veikinda eða atvinnumissis upp á samninga, skuldbreytingu vanskila, frestun á greiðslum og lengingu lána. Ekkert svona er til staðar formlega hjá bönkunum, allavega ekki þeim íslensku. Í Frakklandi bjóða nánast allir bankar viðskiptavinum sínum upp á aðstoð ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum. Ef viðkomandi verður fyrir áfalli á borð við að missa vinnuna eða maki deyr þá eru bankar skyldugir skv. lögum að aðstoða. Ef staðan er mjög slæm og hætta er á gjaldþroti þá er hægt að leita aðstoðar hjá Commission départementale de surendett- ement hjá Seðlabanka Frakklands og þeir semja við kröfuhafa fyrir þína hönd. Ef ekki nást samningar, sjá þeir um málshöfð- un til að frysta greiðslur eða stoppa kröfuhafa frá því að eignast íbúðarhúsnæði skuldarans. Á móti geta þeir gert þá kröfu að húsnæðið sé selt til að greiða skuldir, en aðeins ef tryggt er að skuldarinn geti fundið annað hentugra íbúðarhúsnæði. En hér er ekkert svona til staðar. Það er ekkert til staðar til að vernda skuldara fyrir bönkum. Löggjafinn virðist hafa haft fyrst og fremst áhyggjur af hinum stórhættulegu skuldurum og hefur m.a. tryggt að bankar fá hverja einustu krónu til baka á núvirði með verðtryggingunni auk hæstu mögulegu bankavaxta. Stefnan hefur því verið belti og axlabönd fyrir bankana, á meðan almenningur er skilinn eftir með buxurnar á hælunum. Svo segjumst við ekki skilja neitt í því hvernig bankarnir fara að því að hagnast um milljarð á viku eða meira. Varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Bera bankarnir enga ábyrgð? Það hittist svo illa á að í dag koma borgarfulltrúar saman í Árbæ og fagna hálfrar aldar afmæli safnsins. Aðeins fáum dögum eftir að borgarráð afgreiddi niðurrifsheimild fyrir neðstu húsin við Laugaveg. Framundan er harður slagur við Torfusamtökin og áhugamenn um vernd eldri húsa við Laugaveg. Á sama tíma huga menn að endurbyggingu eldri húsa í Grindavík, í Borgarnesi, og opna hús á ný uppgerð eins og á Ísafirði þar sem Edinborgarhúsið verður um langa framtíð bæjarprýði. Sveitarstjórnir, eins og sú í Reykjavík, reynast hafa afar veika stefnu í húsafriðun. Borgarstjórn Reykjavíkur er tvöföld, jafnvel margföld í roðinu þegar kemur að friðun og vernd húsa. Hún tók einarða afstöðu um vernd Alliance-hússins við Ánanaust, bjargaðist raunar fyrir horn í því máli. Afstaða borgarstjórans til uppbyggingar húsanna á horni Austurstrætis var líka klár en svo runnu tvær grímur á menn. Og víðar geta forkólfar í sveitarstjórnum ekki gert upp hug sinn. Á að rusla burt gamalli byggð í kjörnum þorpa og bæja, láta undan verktakavaldinu eða standa vörð um þá litlu byggð sem enn setur svip á þessi samfélög, þessa kunnuglegu mynd sem við seljum erlendis sem hina saklausu og hreinu ásýnd borgar okkar og bæja? Sveitarstjórnir hafa ekki styrk til að gera betur í húsaverndun en raun síðustu ára hefur sannað. Því verður að styrkja lagaramma friðunar. Lög um húsafriðun eru barn síns tíma. Hús sem enn standa og voru byggð eftir 1918 hafa elst. Ljóst er að byggingar frá þriðja, fjórða, jafnvel fimmta og sjötta áratug síðustu aldar eru einstakar margar. Á hinn bóginn gerir allur almenningur sér grein fyrir að öllum húsum, gömlum og nýjum, verður að finna hlutverk, bæði Alli- ance-húsinu og Perlunni svo nefnt sé nýlegt hús sem gaman væri að nýttist betur. Fráleitt er að opinberir sjóðir standi fyrir kostn- aðarsömum rekstri húseigna sem lítið nýtast. Höfði nýttist ugg- laust betur sem friðað hús innra og ytra í einkaeign en sem sam- komuhús fyrir stopult veisluhald borgarstjórnar Reykjavíkur. Er ekki nóg af öðrum sölum til leigu í bænum? Á sama máta er fráleitt að sú menningarfjandsamlega stefna gagnvart eldri húseignum verði ofan á. Þær látnar drabbast niður. Það þarf að herða friðunarkröfu um eldri hús á landinu. Jafnframt þarf að skapa félagsskap um slíkar eignir eðlilegt skattaumhverfi. Fyrirtækjum í landinu er jú allt viðhald frádráttarbært en heimil- unum ekki, jafnvel þó sú ráðstöfun opni glugga fyrir svarta starf- semi. Raunin er nefnilega sú að gott viðhald og vernd eldri byggðar er góður bisness, sterk eldri byggð er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir nútímafólk með veikar rætur, hún er aðdráttarafl fyrir gesti, hún er djásn samfélagsins, því dýrmætari sem heildarsvipur hennar, jafnvel sundurgerðin, er sterkari. Þetta fatta þeir á Laugaveginum þegar búið verður að rífa hann. En þá verður það of seint. Hálfrar aldar af- mæli Árbæjarsafns Allt þar til um 1800 var Austur-Asía ríkasti hluti veraldar. Heimsvaldaskeið Evrópu og síðar Norður-Ameríku er tiltölulega nýtilkomið heimssögulegt fyrirbæri og verður kannski seinna skilgreint sem hliðarspor. Allt frá endalokum nýlendutímans um 1950 hafa ríki Austur-Asíu verið í hraðri sókn og gæti það að lokum leitt til þess að þau endur- heimti fyrri stöðu. Sagnaritun um nýlendutímann einkennast oft af þeirri ósögðu forsendu að forskot Evrópuþjóða hafi komið til vegna einhvers innri styrkleika sem ekki hafi verið fyrir hendi í öðrum samfélögum. Ekki er víst að sú ályktun hefði blasað við um 1800. Á 16.-18. öld voru ýmis samfélög á stigi foriðnvæðingar sem einkenndist af fólksfjölgun og aukinni handverks- gerð í sveitum. Þessi þróun átti sér stað víða í Vestur-Evrópu en einnig í Austur-Asíu, t.d. í Kína og Japan. Ástæðan fyrir því að iðnbylting- in varð í Bretlandi en ekki einhvers staðar annars staðar er sú að náttúrulegar aðstæður voru hagstæðar einmitt þar. Til voru miklar kolabirgðir sem hægt var að nota til að knýja hinar nýupp- götvuðu gufuvélar. Þessi nálægð öflugs markaðar við auðugar kolanámur var hvergi annars staðar fyrir hendi í þróuðum samfélögum. Evrópumenn nutu einnig góðs af því að þeir réðu yfir nýlendum í Ameríku. Forsaga málsins er óhugnanleg því að undanfarnar aldir höfðu einkennst af útrýmingu frumbyggja Ameríku, þjófnaði á landi þeirra og þríhyrningsversl- uninni illræmdu, þar sem gríðar- legur fjöldi fólks var fluttur nauðugur frá Afríku til Ameríku. Afleiðingin var sú að á 19. öld gátu iðnríki flutt inn ódýr hráefni og landbúnaðarvörur frá Ameríku. Þar var nægt framboð af landi og ódýru eða beinlínis þrælkuðu vinnuafli. Iðnríki nútímans hafa upp til hópa vélvæðst í skjóli tollverndar. Á fyrri hluta 19. aldar voru innflutn- ingstollar í Bretlandi 40% eða hærri en í nokkru öðru Evrópu- landi. Innflutningstollar í Bret- landi fóru verulega hækkandi upp úr 1790 samhliða örri iðnvæðingu. Þá voru t.d. háir tollar á járnvörur frá Indlandi sem voru á þessum tíma betri en breskar járnvörur. Þar að auki fengu útflutningsfyrir- tæki skattfríðindi og tollaafslátt á hráefni til iðnframleiðslu. Breskur iðnaður var þannig byggður upp undir handleiðslu ríkisins. Bandaríkin eru enn þá skýrara dæmi um iðnvæðingu undir strangri tollvernd. Tollar voru megintekjulind Bandaríkjastjórn- ar til 1911 en hlutverk þeirra var einnig að vernda innlenda framleiðslu. Þannig var innlendur vefnaðariðnaður verndaður frá 1816. Árið 1817 var erlendum skipafyrirtækjum bannað að stunda strandsiglingar í Banda- ríkjunum. Auður „járnbrauta- barónanna“ svokölluðu var að verulegu leyti kominn til vegna opinbers stuðnings, t.d. voru stór landflæmi í ríkiseigu gefin járnbrautafyrirtækjum. Aukin iðnvæðing kallaði svo á enn harðari verndarstefnu. Á árunum 1890-1913 voru verndartollar í Bandaríkjunum á bilinu 38-57%. Háir verndartollar í iðnríkjum heyra nú sögunni til – næstum því. Þeir voru ekki afnumdir af hugsjónaástæðum. Ástæðan fyrir afnámi þeirra var fyrst og fremst sú að þeir höfðu gegnt hlutverki sínu og gert innlendum framleið- endum kleift að byggja sig upp og verða samkeppnishæfir. Iðnríki heims hafa meira eða minna byggt upp auð sinn og forystu í sam- keppni með þessum hætti. Þess vegna snúast alþjóðasamningar um fríverslun einkum um iðnað því að þar hafa öflug og auðug ríki náð forskoti og vilja þar af leiðandi frjálsa samkeppni á því sviði. Hægar gengur t.d. að afnema tolla á landbúnaðarvörum enda ekkert sérstakt hagsmunamál þeirra ríkja sem stjórna alþjóðastofnunum að vinna að niðurfellingu þeirra. En við erum aftur á leiðinni í sama far og 1800 og ekki er víst að leikreglur fríverslunar haldi áfram að vera Vesturlöndum í hag. Undanfarin ár hefur Evrópusam- bandið sett kvóta til að koma í veg fyrir að innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist jafn hratt og hann hefur gert undanfarin ár. Í Bandaríkjunum aukast kröfur um að „bandarísk störf“ séu vernduð og æ fleiri stjórnmálamenn taka þær upp. Og þar sem Bandaríkin og Evrópusambandið stjórna alþjóðlegum viðskiptastofnunum er trúlegt að tónninn fari fljótlega að breytast þar. Vinsæl réttlæting fyrir brott- hvarfi frá fríverslun er tilvísun í „öryggishagsmuni“, sem þarf svo ekki að skilgreina sérstaklega. Þannig var kippt í pólitíska spotta í fyrra þegar auðkýfingar frá Sameinuðu arabísku furstadæmun- um buðu í rekstur hafna í Banda- ríkjunum. Fríverslun hefur aldrei verið forgangsatriði stórvelda þegar aðrir hagsmunir eru í húfi. Asía snýr aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.