Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 80
Í dag verður flaggað í Árbæ. Þess er nú minnst að hálf öld er liðin frá því minjasafnið var opnað á því forna býli sem öldum saman var áningarstaður þeirra sem komu utan af landi og áttu erindi til Reykjavíkur, jafnvel Bessastaða. Árbær var alltaf landkostajörð og bærilega húsuð. Jörðin var komin í eyði en húsin uppistandandi þegar borgarbúar og yfirvöld í höfuðborginni sáu að illa var komið vörslu fornra minja í þéttbýlinu. Margt sögufrægra húsa í Reykjavík hafði farið for- görðum og var ekki lát á. Því var þar stofnað almenningssafn sem geyma skyldi eldri hús úr elstu hlutum borgarinnar. Samt hélt áfram stöðugum árekstrum hins forna og nýja í borginni. Þangað var flutt Smiðshúsið þremur árum eftir stofnun safnsins í Árbæ og 1961 var flutt þangað Dillonshús sem reist var á öðrum áratug 19. aldar og var á Suðurgötu 2. Eftir stóð auð lóð og hefur síðan verið nýtt undir bílastæði. Á hálfri öld hefur fjöldi húsa verið fluttur af lóðum sínum í Reykjavík og þau endurbyggð á túnunum í Árbæ. Höfuðdjásn safnsins er gamli bærinn og kirkj- an, en þar eru að auki fjöldi ann- arra húsa sem liðu fyrir þá sök að steinsteypukynslóðin leit á timb- urhús sem liðna tíð. Sum þeirra stóðu í vegi fyrir nýjum götum, önnur á dýrmætum lóðum sem keyptar voru með það að augna- miði að þar risu ný hús og oftast miklu stærri. Sum hús sem voru tekin niður og skyldu rísa að nýju í Árbæ hafa ekki enn risið, eins og til dæmis Sjóbúðin, heimili Geirs Zoëga sem stóð við Vesturgötu. Það var tekið niður með áheitum um að það skyldi rísa í Árbæ að nýju en er ekki enn risið og viðir þess voru nýttir í aðrar bygging- ar. Óumdeilt er að safnið í Árbæ varð til fyrir atbeina Lárusar Sig- urbjörnssonar sem var skjalavörð- ur hjá Reykjavíkurborg og fyrsti minjavörður borgarinnar. Hann hratt þessu safni af stað og bjarg- aði fjölda gripa sem samankomnir mynda brot af sögu Reykjavíkur. Það var svo 1968 að Árbæjarsafn og Minjavernd Reykjavíkur urðu eitt: þá var mönnum orðið ljóst að verndun minja var víðari en svo að túnskikinn í Árbæ tryggði hana. Minjar voru víðar. Síðasta átak Minjasafns Reykjavíkur frá liðnu ári um verndun Grímsstaðavarar er lýsandi dæmi: á Nesinu öllu voru með strandlengjunni beggja megin varir sem róið var úr um aldir en þær eru flestar horfnar. Það er fyrst nú að menn vakna við vondan draum og vilja geyma eina þeirra. Árbæjarsafn er opið almenningi yfir sumartímann en safnið hefur ekki haft bolmagn til að vera opið allt árið. Þangað sækja hópar skólabarna yfir veturinn og fá leið- sögn um fjölbreytilegan húsakost sem þar er að finna. Safnið hefur um langt árabil búið við fjársvelti og líkast að yfirvöld velkist enn í vafa um hvaða stefnu skuli fylgt í húsaverndun í borginni. Nýlega var opnað uppgert hús Innrétting- anna í Aðalstræti, en fyrir fáum árum hefði mönnum komið það eitt í hug að flytja það í Árbæ. Gamla kirkjan í Landakoti sem var lengst af íþróttahús var flutt í Árbæ og endurbyggð þar þótt nægilegt rými væri á Landakots- túni til að endurbyggja hana þar. Nú hafa um nokkra hríð verið harðar deilur um nýjan stað fyrir hús Benedikts Gröndal sem er við Vesturgötu en reynt er að finna því stað í Grjótagötu í nágrenni við hús Innréttinganna og sýningar- skálann í Aðalstræti. Hafa ýmsir gagnrýnendur safnastefnu Minja- safns Reykjavíkur lýst þeirri skoð- un að sum húsanna í Árbæ ætti að flytja á sinn forna stað eða sem næst honum, eins og Dillonshús. Og deilan um örlög eldri húsa í Reykjavík er enn í fullum gangi og nú eru elstu húsin við Laugaveg í brennidepli og verða mörg verk- tökum að bráð næstu misserin. Það verður mikið um dýrðir í Árbæ um helgina og þangað mun margt bæjarbúa leita. Safnið gefur ágætt yfirlit um byggða- sögu Reykjavíkur og jafnframt lýsandi dæmi um hvernig eldri hús geta verið njóti þau tilhlýði- legrar virðingar eigenda og þekk- ingar í endurbótum og stöðugu viðhaldi. Og nú á tímum er hið dáða byggingarefni Reykjavíkur, steinsteypan, að ganga í gegnum sinn fyrsta stóra og dýra við- haldsfasa, eins konar áminning um að öll hús þurfa samfellt við- hald. Í dag kl. 17 verður h-moll messan eftir J. S. Bach flutt í Hallgríms- kirkju á upphafsdegi Kirkjulista- hátíðar. Hún verður flutt öðru sinni á morgun kl. 19 og í Skál- holti á mánudagskvöld. Það er Hörður Áskelsson listrænn stjórnandi Kirkjulistahátíðar sem leiðir föngulegt lið í þessum mikla flutningi. Erlendar stórstjörnur koma fram í flutningi þessa stórvirkis mannsandans: Monika Frimmer sópran, Peter Kooij bassi, Robin Blaze kontratenór og Gerd Türk tenór. Öll eru þau fremst meðal jafningja þegar kemur að flutningi á verkum frá barokktímanum. Bassasöngvarinn Peter Kooij, sem er frá Hollandi, hefur hlotið sérstaklega mikið lof fyrir túlkun sína á verkum Bachs í gegnum tíð- ina. Breski kontratenórinn Robin Blaze sem er aðalgestur hátíðar- innar í ár tók þátt í eftirminnileg- um flutningi á Matteusarpassí- unni á Kirkjulistahátíð 2005. Monika Frimmer sópransön- kona frá Þýskalandi hefur sérhæft sig í flutningi barokktónlistar og hún hefur starfað mikið með áður- nefndum Peter Kooij. Gerd Türk tenórsöngvari hefur látið mjög að sér kveða á óperusviðinu víða um Evrópu undanfarin ár. Söngur hans hljómar á fjölmörgum verð- launuðum geisladiskum og ber þar hæst heildarútgáfu á kantötum og óratoríum eftir J. S. Bach með Bach Collegium Japan. Auk fjórmenninganna eru það meðlimir í Alþjóðlegu barokk- sveitinni í Den Haag og Mótettu- kór Hallgrímskirkju sem taka þátt í flutningi á h-moll messunni. Ein- söngvararnir komu til landsins á miðvikudaginn en kvöldið áður sungu þeir Peter Kooij, Robin Blaze og Gerd Türk á svokölluðum BBC proms tónleikum í Royal Albert Hall í London. Hátt í hundr- að manns taka þátt í flutningi h- moll messunnar. - H-moll messan flutt í dag KIRK JULISTAHÁTÍÐ 2 0 0 7 11.−19. ágúst FESTIVAL OF SACRED ARTS „É g vi l l of sy ng ja D ro tt ni “ F LY T J E N D U R : Monika Frimmer, Robin Blaze, Peter Kooij og Gerd Türk. Alþjóðlega barokksveitin í Haag og Mótettukór Hallgrímskirkju. S T J Ó R N A N D I: Hörður Áskelsson. MESSA Í H-MOLL eftir J. S. BACH EIN STAK UR VIÐB URÐ UR HALLGRÍMSKIRKJU 11. ÁGÚST KL. 17 HALLGRÍMSKIRKJU 12. ÁGÚST KL. 19 SKÁLHOLTSKIRKJU 13. ÁGÚST KL. 19 M I Ð AV E R Ð : 4.900/3.600 kr. KIRKJULISTAHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU – SÍMI 510 1010 – MIÐASALA OPIN 9-20 uppselt 3 Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is lotto.is firefaldur pottur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.