Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 28
V algeir Sigurðsson lítur á sig sem tón- listarmann fyrst og fremst þótt hann hafi aðallega starfað við hljóðupptökur síðustu ár, og hann vann náið með Björk meðal annars eins og frægt er. Hann flutti í Seljahverfið árið 2000 og kom sér upp hljóðupp- tökuveri sem hann kallar Gróður- húsið. Síðustu ár hefur hann unnið að ýmsum verkefnum og verið mikið að heiman og ferðast um heiminn. „Þetta hefur alltaf verið mitt heima þó ég fari út,“ segir hann þar sem við sitjum í miðju Gróðurhúsinu og hlustum á nýju plötuna hans Ekvilibríum sem rennur ljúflega í gegn. Fyrir ári stofnaði hann Bedroom Commun- ity og nýja platan er þriðja platan sem Valgeir gefur út. Áður gaf hann út tónskáldið og undrabarnið Nico Muhly frá New York sem flokkast undir nýklassík og Ben Frost með tilraunakennda raftón- list. Það á að vera breidd í útgáf- unni og hún er ekki bundin við neina eina tónlistarstefnu. En Val- geir leggur samt áherslu á fram- sækna og nýjungagjarna tónlist. „Ég stofnaði útgáfuna meðal ann- ars til þess að geta komið þessari plötu frá mér og farið að vinna í eigin verkefnum. Þessi plata hefur orðið til meðfram öðru sem ég hef verið að gera á löngu tímabili en ég byrjaði ekki markvisst að vinna í henni fyrr en í fyrra.“ Þó að Bedroom Community sé íslensk útgáfa er Valgeir fyrst Íslendingurinn sem hann gefur út. „Mér finnst ekki skipta máli hvar tónlistin er upprunnin. Ef ég rekst á eitthvað áhugavert þá vil ég vinna með það. Það er alveg á stefnuskránni að gefa út Íslend- inga en þetta er engin þjóðar- stoltsútgáfa. En það er mjög mikil fjölskyldustemning og persónu- leg tenging í þessari útgáfu.“ Val- geir og samstarfsmenn hans í Bedroom Community fylgja plöt- unum vel eftir og koma þeim í dreifingu um allan heim. Ekvi- libríum kemur út í Bandaríkjun- um, Evrópu og Japan eftir mánuð. „Það er mikil vinna að koma plötu frá sér. Ég hafði lítið komið nálægt þeirri vinnu áður. Ég hef unnið fullt af plötum en þá hef ég klárað plöturnar og skilað af mér og ekki þurft að fylgja þeim lengra, bara farið í næsta verk- efni. Núna þurfti ég allt í einu að láta framleiða diskana, útbúa pressupakka, finna tónleikastaði og spila og allt þetta stúss. Það var rosalega mikil vinna með fyrstu tvær plöturnar en núna er ég búinn að byggja upp ákveðið ferli sem þessi plata fer í og net af fólki til að vinna með. Það er nefnilega ekki nóg að vera bara með góða plötu. Það þarf að koma henni áleiðis.“ Valgeir hefur skapað sér gott orð sem hljóðupptökumaður, en var það alltaf planið? „Já, ég ákvað það þegar ég var níu ára. Ég ætlaði alltaf að vera tónlistarmaður. Svo komst ég í stúdíóvinnu 17 ára og varð mjög heillaður af því ferli. Það að spila í hljómsveit er svo mikið vesen, og það að vera með sama fólkinu alltaf í hljómsveit er mjög mikið vesen, þannig að það er miklu skemmtilegra að vinna með alls konar fólki. Vera alltaf kominn í nýja og nýja hljómsveit og vera í stúdíóinu þar sem ég get legið yfir einhverju og gert vel, en ekki vera alltaf pirraður eftir tónleika af því að það var ömurlegt sánd. Það hentar mér rosalega vel og það á rosalega vel við mig að liggja yfir smáatriðum. Ég er mikill grúskari. En þessi blanda, mismunandi verk- efni, mismunandi tónlist, mismun- andi fólk hentar mér vel. Þarna sá ég að ég gæti unnið við tónlist og haft gaman.“ Valgeir tekur skýrt fram að hann sé tónlistarmaður frekar en tæknimaður. „Það er mis- jafnt hversu mikil áhrif hljóðupp- tökumaður hefur á tónlistina. Það fer eftir því hversu mikil þörf er á því eða hversu opið það er. Aðal- atriðið í samstarfi er að einn plús einn verði meira en tveir. Að það verði til eitthvað kemistrí sem verður að einhverju nýju eða sterk- ara.“ Valgeir útskýrir að hann nýti stúdíóið eiginlega eins og hljóð- færi. „Ég er tónlistarmaður frekar en tæknimaður ef maður tekur það sem andstæða póla, þó það sé mikil skörun þar. Ég hafði mikinn áhuga á tækni og græjum en núna er það meira í blóðinu þannig að tæknin sjálf er bara áhald til að búa til tón- list,“ segir hann hugsi. „Þetta snýst líka um að vinna með fólki og að vinna með hugmyndir. Það er það sem heldur mér gangandi frekar en að sitja einn við græju. Það er þetta mannlega.“ Valgeir tók núna síðast upp Sprengjuhöllina, vinsælustu hljómsveit Íslands, á milli þess sem hann tók upp nýju plötuna hans Nicos Muhly. Tónlistin sem hann fæst við er mjög mismun- andi og hann reynir að festast ekki í einhverju fari. „Fólk segir mér stundum að það heyri að ég hafi tekið upp plötu. Jú, ég held það séu einhver fingraför og ég hugsa að þau séu að verða sterk- ari með árunum.“ En hvað gerist þegar þú ræður öllu sjálfur, semur, tekur upp og próduserar? „Það er þessi plata,“ svarar hann og hlær. „Þarna er ég ekki að vinna með hugmyndir annarra heldur mínar grunnhugmyndir. Lögin sem rötuðu á plötuna voru alveg tvímælalaust mín eigin. Það sem kjarnar þessa plötu er að öll þessi tónlist er mjög mikið ég, þó það séu gestahljóðfæraleikarar og söngvarar.“ Platan fer um víðan völl og er ekki bundin við eina tónlistarstefnu. „Hún er kannski dálítið saman- safn af ýmsu sem ég hef fengist við áður. Ég held hún sé mjög breið af því að hún er ekki samin öll í einu. Þetta er ekki konsept- plata þannig að hún gangi út frá einhverju einu. Þetta hefur safn- ast á ferlinum. Ég hef kannski verið að vinna í einhverri hug- mynd og beðið þann sem ég er að vinna með að spila eða hlusta og fengið einhver viðbrögð, og svo hefur það legið í frystikistunni. Svo fór ég að grafa þetta allt upp og þá kom ýmislegt í ljós.“ En hvernig tilfinning er það að vera búinn að hreinsa til? „Það er mjög góð tilfinning. Þetta er ágætis ferli að hreinsa svona út. Af því að ég er alltaf að vinna í tónlist, en ég hef ekki verið að koma fram undir mínu eigin nafni. Það safnast upp alls konar frosin læri, lundir, og það þarf að matreiða það,“ segir Valgeir og hlær áður en hann held- ur áfram með þessa samlíkingu. „Maður er í einhverju verkefni og tekur eitthvað stykki með sér heim fyrir frystinn og svo er allt í einu kistan yfirfull. Þegar ég byrj- aði að velja í súpuna þá var úr nógu að moða.“ Og búið að tæma frystinn núna? „Já, núna þarf ég bara að bíða eftir næstu sláturtíð,“ segir hann og brosir. „Það er gott að hafa kistuna tóma. Það verður allt önnur súpa næst.“ Næsta spurning segir sig sjálf, skyldi Valgeir elda oft? „Já, reynd- ar,“ segir hann og hlær. „Það er dálítið gott prójekt. Í svona vinnu- ferli er mjög gott að brjóta það upp og gera eitthvað annað en hugsa um tónlist. Þess vegna eru hér oft stór matarprójekt. Mér finnst mjög gaman að vinna með fólki sem er lagið við mat og hefur gaman af því að elda og borða. Þetta tengist alveg tvímælalaust.“ Eins og allir tónlistarmenn er Val- geir beðinn að útskýra hvaðan nafnið á plötunni Ekvilibríum er fengið. „Þetta er jafnvægispæl- ing. Þetta er íslensk stafsetning á orðinu „equilibrium“ eða jafn- vægi. Þetta snýst um ákveðið jafn- vægi sem maður er að reyna ná. Bæði í svona skapandi vinnu og svo eitthvað innra jafnvægi. Fyrir mig, að koma þessari plötu frá mér, er að ná ákveðnu jafnvægi. Þetta jafnvægi að gera mína tón- list líka hefur svolítið vantað í það sem ég hef verið að gera vegna þess að ég er alltaf að vinna í tón- list fyrir aðra.“ Margir góðir gestir koma fram á plötunni og nýtur hann fulltingis tónlistarmanna sem hann hefur unnið áður með. Til dæmis syngur Will Oldham tvö lög en Valgeir tók upp síðustu plötuna hans í Gróður- húsinu. „Þá leyfði ég honum að heyra þessar hljóðmyndir sem ég var að vinna með. Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð frá honum sem kom mér eiginlega á óvart, en hann var mjög spenntur og valdi tvö lög. Síðan hittumst við í Kaíró, það var eini sénsinn fyrir okkur. Hann var að túra á þessum slóðum og þetta var eini tíminn fyrir mig þannig að ég ákvað að fara þangað með græjurnar. Við vorum þarna í fimm daga, tókum upp á hótel- inu, og fórum svo að skoða píra- mída og eltast við úlfalda. Það var alveg stórkostlegt.“ Á kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju í kvöld, laugardagskvöld, mun Valgeir flytja titillagið Equil- ibrium is Restored í annarri útgáfu en á plötunni, en engir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir enn. Valgeir stefnir á tónleika- ferð um Bandaríkin með Nico fljótlega og svo verða tónleikar á Airwaves. „Ég læri mikið á því flytja plötuna á tónleikum, ég er eiginlega að enduruppgötva það. Ég hætti „live“ spilamennsku fyrir mörgum árum. Ég spilaði áður til dæmis með Möggu Stínu og Unun og var túrandi og spil- andi um allt á tímabili. En svo ákvað ég að hætta því alveg og einbeita mér að stúdíóinu. Núna er ég aftur að taka tónlistina úr stúdóinu, úr þessu verndaða umhverfi og vinna með hljóð- færaleikurum. Það gefur mér mikið núna og skilar sér aftur inn í stúdíóvinnuna.“ Þá er platan búin að rúlla í gegn og best að slökkva á upptökutækinu. Ég kveð Valgeir með plötu í fartesk- inu sem á líklega eftir að vera föst í spilaranum næstu daga, vikur og mánuði. Valgeir tekur upp úr kistunni Valgeir Sigurðsson er þekktur sem einn helsti hljóðupptökumaður landsins og maðurinn á bak við Bedroom Community útgáfuna og Gróður- húsið. Hanna Björk Valsdóttir spjallaði við hann um fyrstu sólóplötuna, Ekvilibríum. Ég er mikill grúskari. En þessi blanda, mismunandi verkefni, mismunandi tónlist, mismunandi fólk hentar mér vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.