Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.08.2007, Blaðsíða 50
Þ að er alveg yndislegt að vera kominn aftur. Það tekur mig reyndar meiri tíma að komast í topp-form en að vera heill og að spila er frábært. Það skemmir heldur ekki fyrir að hafa skorað mitt fyrsta mark fyrir West Ham í ansi langan tíma í kvöld. Það er þungu fargi af mér létt,“ sagði Dean Ashton í samtali við Sport eftir æfingaleik Leyton Orient og West Ham í lok júlí. Ashton skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir að hann kom til baka úr erfiðum ökklameiðslum sem héldu honum frá keppni í tæpt ár. GAMAN AÐ SJÁ ÁRANGUR Ashton var keyptur til West Ham í janúar 2006 frá Nor- wich fyrir rúmar 7 milljónir punda sem var þá það mesta sem félagið hefur greitt fyrir einn leikmann. Hann spilaði gríðarlega vel fyrir West Ham og var val- inn í enska landsliðshópinn þá um sumarið. Á æfingu með landsliðinu varð hann hins vegar fyrir því óláni að ökklabrotna og kom það í veg fyrir að hann spilaði sína fyrstu landsleiki. Það þýddi líka að hann missti af öllu síðasta keppnistímabili með West Ham. “Þetta voru auðvitað gífurleg vonbrigði. Ég var kominn í landsliðið og í besta formi lífsins. Síðan þurfti ég að horfa upp á félaga mína í liðinu eiga mjög erfitt tímabil, bæði innan og utan vallar, og það tók líka á. Þessi meiðsli voru erfið og það kom sá tími að ég óttað- ist að ferillinn væri búinn. Slíkar hugsanir flugu í geng- um huga minn þegar þetta virtist engan enda ætla að taka. Sem betur fer gerðist það ekki enda lagði ég gíf- urlega hart að mér við að ná fullum bata. Ég eyddi endalausum klukkutímum í endurhæfingu og þurfti að berjast við sársauka. Það er líka gaman núna þegar maður sér árangur erfiðsins,” segir Ashton brosandi. EINN SÁ ALLRA BESTI Það er óumdeilt að Ashton er frábær leikmaður. Þegar fylgst var með honum í leiknum gegn Leyton Orient mátti sjá að hann hefur yfir miklum hæfileikum að ráða. Hann er stór og sterkur, öflug- ur í skallaeinvígum, með fína tækni og móttöku og frábær skotmaður. Hann er af mörgum talinn vera einn albesti framherji ensku úrvals- deildarinnar og margir sjá hann fyrir sér sem framherja enska landsliðsins. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, bind- ur líka miklar vonir við hann. “Þegar hann er kom- inn í sitt besta form þá er alveg ljóst að hann verður lið- inu mikill styrkur. Dean er frábær leik- maður og einn allra besti sóknarmaðurinn í deildinni,” segir Eggert um framherja sinn. En hvað finnst Ashton þá um Egg- ert? “Hann hefur verið frábær. Hann er gífurlega áhugasamur og lifir sig inn í þetta. Það er alveg augljóst að hann vill komast eins langt og hann getur með félag- ið. Hann talar líka mikið við leikmenn sem er eitthvað sem við kunnum að meta.” STEFNUM Á EFRI HLUTANN Ashton hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Hann er alinn upp hjá Dario Gradi í Crewe Alexandra sem hefur skilað af sér 14 sport Crewe Alex- andra 2000 til 2005 158 leikir/61 mark Norwich City 2005 til 2006 44 leikir/17 mörk Dean Ashton, hinn 23 ára gamli framherji West Ham, er einn af bestu sóknarmönn- um ensku úrvalsdeildarinnar. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna ökklameiðsla en miklar vonir eru bundnar við hann í ár. Sport hitti Ashton í London. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON Dean Ashton fær það erfiða hlutverk að taka við hlutverki Carlosar Tevez í framlínu West Ham. NORDIC mörgum frábærum leikmönnum. Það lá leið hans til Nor- wich sem borgaði þrjár milljónir punda fyrir hann í jan- úar 2005. Ári seinna var hann svo kominn til West Ham fyrir meira en helmingi hærri upphæð. Ashton segist vera afar ánægður hjá félaginu “Við erum með gott lið. Það hefur verið eytt miklum peningum í góða leikmenn og ég held að tímabilið verði afar spennandi. Ég vona að við verðum í efri hluta deild- arinnar þegar uppi verður staðið,” segir Ashton. Aðspurður um persónuleg markmið segir hann þau einföld. “Ég ætla að vera heill og njóta þess að spila fót- bolta. Ég set mér engin markmið í fjölda marka eða að komast í enska landsliðið. Auðvitað er það draumurinn en aðalmálið er að West Ham gangi vel,” segir þessi geð- þekki framherji. Enska A-landsliðið 2006 til? 0 landsleikir Meiddist illa á ökkla í fyrsta sinn sem hann var valinn í landsliðs- hópinn West Ham United 2006 til ? 11 leikir/3 mörk ÓTTAÐIST AÐ FÓTBOLTA- FERILLINN VÆRI BÚINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.